Hafa launakjör dómara áhrif á réttláta málsmeðferð?

Þingmaður Flokks fólksins treystir sér „til að fullyrða að íslenskir dómstólar brjóta ítrekað á „rétti borgaranna til réttlátrar málsmeðferðar fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstóli“.“ Hún rekur nokkur dæmi máli sínu til stuðnings í aðsendri grein.

Auglýsing

Hópur vel laun­aðra rík­is­starfs­manna virð­ist hafa fengið ofgreidd laun á und­an­förnum þremur árum. Hér verður ekki lagt mat á rétt­mæti end­ur­krafna en við­brögð dóm­ara­fé­lags­ins vöktu athygli mína, en í yfir­lýs­ingu frá því seg­ir:

„Ákvörð­unin er í and­stöðu við gild­andi lög um launa­kjör dóm­ara og með henni er vegið að rétti borg­ar­anna til rétt­látrar máls­með­ferðar fyrir sjálf­stæðum og óvil­höllum dóm­stóli.“

(Let­ur­breyt­ingar eru mínar)

Auglýsing

Ég verð að við­ur­kenna að ég skelli­hló þegar ég sá þetta, þó þetta sé í raun ekki fynd­ið. Hvernig er hægt að treysta fólki sem lætur svona út úr sér fyrir einni af þremur meg­in­stoðum lýð­veld­is­ins, fjöreggi rétt­ar­rík­is­ins?

En þá komum við einmitt að kjarna máls­ins, það er ekki hægt.

Eftir að hafa sjálf staðið í bar­áttu sem hefur tekið „nokkra hringi“ frammi fyrir dóm­stólum og verið í for­svari fyrir Hags­muna­sam­tök heim­il­anna, treysti ég mér til að full­yrða að íslenskir dóm­stólar brjóta ítrekað á „rétti borg­ar­anna til rétt­látrar máls­með­ferðar fyrir sjálf­stæðum og óvil­höllum dóm­stóli“.

Ég mun rekja nokkur dæmi hér á eft­ir, en það sem yfir­lýs­ing dóm­ara­fé­lags­ins sýnir óvé­fengj­an­lega fram á, er að rétt­lætið er ein­hverjum skil­yrðum háð, t.d. því að dóm­arar séu sáttir við kjör sín.

Hvað annað skyldi geta haft áhrif á rétt borg­ar­anna til rétt­látrar máls­með­ferðar fyrir sjálf­stæðum og óvil­höllum dóm­stóli?

Ábyrgð­ar­lausir dóm­arar

Í ljósi reynsl­unnar er eðli­legt að spurn­ingar vakni þegar mál­flutn­ingur dóm­ara­fé­lags­ins er með þessum hætti og að fólk velti fyrir sér þeirri „menn­ingu“ sem þrífst innan dóm­stól­anna, þeim við­horfum sem hún skapar meðal dóm­ar­anna og hvaða áhrif hún hafi á úrskurði þeirra.

Það er t.d. alveg morg­un­ljóst öllum sem reynt hafa að ná fram ein­hverju rétt­læti gegn bönkum eða ríki eftir hrunið 2008, að dóm­stólar mynd­uðu sér afstöðu og þeir hafa, eins og t.d. eft­ir­far­andi dæmi sanna, farið í alls kyns furðu­legar króka­leið­ir, til að laga nið­ur­stöður sínar að sinni fyrir fram gef­inni afstöðu.

Eng­inn dóm­ari þarf svo nokkurn tím­ann að svara fyrir eða verja dóma sína sem hlýtur að vera þægi­leg staða í einu ábyrgð­ar­mesta starfi sem til er, þar sem þú getur með ákvörð­unum þínum rústað líf fólks og afkomu með „af því bara“ illa rök­studdum dóm­um.

Þetta er vissu­lega flókið við að eiga, því hver á að dæma dóm­ar­ana?

En þó þetta sé flókið þá er það versta sem við gerum að láta kyrrt liggja. Við verðum að geta skoðað þetta með opnum aug­um, því þegar dóm­ar­arnir sjálfir „vega að rétti fólks til rétt­látrar máls­með­ferð­ar“ er lítið eftir af því lýð­ræð­is­lega rétt­ar­ríki sem við teljum okkur vilja vera.

Fjórir vafa­samir dómar

Í öðrum hluta þess­arar greinar ætla ég að fjalla um fjóra dóma sem eru væg­ast sagt vafa­sam­ir.

Dóm­arnir sem um ræð­ir:

  • Dómur #1: Afrit skulda­bréfs nægir til að inn­heimta skuld
  • Dómur #2: Sýslu­menn þurfa ekki að fylgja lögum og mega falsa gerð­ar­bækur
  • Dómur #3: Lands­réttur lýgur í dóms­orði til að vísa máli frá og Hæsti­réttur stað­festir
  • Dómur #4: Neyt­enda- og samn­ings­réttur skiptir engu máli

Í þess­ari umfjöllun er ekki hjá því kom­ist að nefna einnig opin­bera aðila eins og t.d. sýslu­menn. Dóms­málin hafa öll farið í gegnum tvö eða fleiri dóms­stig og það er rétt að biðja les­endur að hafa eft­ir­far­andi í huga við lestur þeirra:

  • Það gilda lög á Íslandi og dóm­urum ber að dæma sam­kvæmt lög­um.
  • Um banka gilda ströng lög og reglur sem ekki eiga að vera umsemj­an­leg og við verðum að geta treyst því að þeir standi undir þeirri ábyrgð sem þeir bera.
  • Allt sem snertir lána­mál á allt að vera skjal­fest og „óum­deil­an­leg­t“. Þar á því að vera lítið um „mis­vísandi frá­sagn­ir“ eða túlk­an­ir. Annað hvort eru skjöl fyrir hendi eða ekki og annað hvort er lögum fylgt eða ekki.
  • Álita­mál sem eru opin fyrir túlk­anir eiga ekki að vera mörg í þessum mála­flokki en sé um vafa að ræða á, sam­kvæmt lög­um, alltaf að meta hann neyt­enda í hag.

Kjarni máls­ins er sá að ábyrgð banka á alltaf að vera meiri en neyt­enda, ein­stak­linga, en eng­inn þess­ara dóma ber merki þess, í þeim öllum er bæði ábyrgð­inni og sönn­un­ar­byrð­inni velt yfir á varn­ar­lausa ein­stak­linga.

Spurn­ingar til Dóm­ara­fé­lags­ins

Fyrst dóm­arar hafa nú loks­ins séð ástæðu til að tjá sig þegar þeir telja vegið að eigin hags­mun­um, þó í litlu sé, vil ég gjarnan fara fram á svör við eft­ir­far­andi spurn­ing­um.

Þegar þið skoðið þessi mál sem eru rakin hér á eft­ir:

  1. Teljið þið að dóm­arar hafi verið óvil­hallir í dómum sín­um? Svar óskast varð­andi hvern og einn þess­ara dóma.
  2. Teljið þið að í þessum málum sé gætt að rétti borg­ar­anna til rétt­látrar máls­með­ferð­ar?
  3. Teljið þið eðli­legt og í sam­ræmi við lög, að neyt­andi þurfi að sanna að skulda­bréf sé ekki í eigu banka í stað þess að bank­inn þurfi að sanna mein­tan eign­ar­rétt sinn?
  4. Teljið þið það eðli­legt að sleppa því að úrskurða efn­is­lega um það sem deilt er um vegna laga­tækni­legra atriða, svo ekki sé talað um á röngum for­send­um, eins og hér er nefnt dæmi um?
  5. Teljið þið eðli­legt að ábyrgð á því að opin­berar gjörðir fari rétt fram sé sett á herðar þeirra borg­ara sem telja á sér brotið með mis­gjörð­um?
  6. Teljið þið að með und­ir­skrift sinni í gerð­ar­bók, sé gerð­ar­þoli að stað­festa að gjörðin hafi farið rétt fram og beri þar með ábyrgð á mis­gjörðum hlut­að­eig­andi emb­ætt­is­manna?
  7. Teljið þið eðli­legt að skrif­legur vitn­is­burður frá opin­berum aðila, sé frá manni sem ekki var við­stadd­ur, en full­yrðir engu að síður að rétt hafi verið að öllu stað­ið?
  8. Teljið þið að eðli­legt að brota­þola sé ekki leyft að spyrja „vitn­ið“ út í slíkan vitn­is­burð?

Alvar­leg brot á rétt­indum almenn­ings eru stað­reynd

Þeir sem gefa sér tíma til að lesa um dómana hér á eftir mun verða ljóst að það er víða pottur brot­inn í íslensku rétt­ar­kerfi og að þó það sé klár­lega hægt að fara í deilur um keis­ar­ans skegg um þessa dóma að hætti lög­fræð­inga, standa alltaf nokkrar stað­reyndir eft­ir:

  1. Litið hefur verið fram hjá mjög svo skýrt orð­uðum lögum um rétt­indi neyt­enda.
  2. Farið hefur verið í tölu­verðar „leik­fimi­æf­ing­ar“ með laga­greinar til að kom­ast hinni „æski­legu“ nið­ur­stöðu á sama tíma og ákvæði sem fara gegn fyrir fram gef­inni nið­ur­stöðu eru algjör­lega huns­uð.
  3. Dóm­stólar hafa algjör­lega brugð­ist, bæði í því að dæma sam­kvæmt lögum og gæta þess að allir njóti sama rétt­lætis og séu jafnir sam­kvæmt lögum því sé um vafa að ræða, eru það alltaf neyt­endur sem eiga að njóta hans, en ekki stór­fyr­ir­tæki sem geta svo auð­veld­lega brotið á ein­stak­lingum í krafti afls­mun­ar.

Þetta er staðan og það versta er að dæmin eru mun fleiri. Að mínu mati hafa dóm­stólar algjör­lega séð um það sjálfir að „vega að rétti borg­ar­anna til rétt­látrar máls­með­ferðar hjá sjálf­stæðum og óvil­höllum dóm­stól­u­m“. Þeir hafa sjálfir gert atlögur að sjálfu rétt­ar­rík­inu með dómum sem ættu ekki að eiga sér hlið­stæðu í íslenskri rétt­ar­sögu.

Ég hlakka til að sjá svör dóm­ara­fé­lags­ins , svo ég tali ekki um rök­stuðn­ing þess, við spurn­ingum mínum hér framar í þess­ari löngu grein.

Sem betur fer kom­ast flestir í gegnum lífið án þess að þurfa að leita til dóm­stóla, en finni fólk sig í þeirri stöðu verður það að geta treyst á „rétt­láta máls­með­ferð frammi fyrir óvil­höllum dóm­stól­um“ ekki hvað síst þegar aðstöðu­munur milli máls­að­ila er mik­ill, eins og þeim málum sem hér eru rak­in.

Ég tel að mikið vanti upp á að svo sé og það er eitt­hvað sem við, sem þjóð­fé­lag, verðum að horfast í augu við og lag­færa.

Að þessu sögðu vona ég að les­endur sjái sér fært að skoða umfjöllun mína um þessa fjóra dóma í öðrum hluta þess­arar grein­ar.

------------------------------------------------------------------

II. hluti – Dóm­arnir

Dómur #1: Afrit skulda­bréfs nægir til að inn­heimta skuld.

Dómur Lands­réttar í máli nr. 95/2018, stað­festur í máli nr. 431/2019.

Hags­muna­sam­tök heim­il­anna sendu frá sér yfir­lýs­ingu vegna þessa dóms (sjá hér).

Í yfir­lýs­ing­unni vara Hags­muna­sam­tökin ein­dregið við réttaró­viss­unni sem þessi dómur skap­ar.

Það alvar­leg­asta í þessum dómi er þó það að í honum er sönn­un­ar­byrð­inni snúið við.

Í stað þess að bank­inn þyrfti að sanna að hann ætti skulda­bréf­ið, þurfti skuld­ar­inn að afsanna að bank­inn ætti það.

Fyrir utan það hversu öfug­snúin þessi nálgun er þá er ljóst að skuld­ar­inn hefur ekki aðgang að gögnum til að afsanna eitt eða neitt. Eftir stendur að bank­inn gat ekki fært sönnur á að hann hefði eign­ast lán­ið. Það eina sem bank­inn hafði í hönd­unum var að á sínum tíma hefði verið tekin ákvörðun af Fjár­mála­eft­ir­lit­inu um flutn­ing lána á milli banka í kenni­tölu­flakki bank­anna eftir hrun og fyr­ir­mæli þar að lút­andi.

Bank­inn gat ekki sýnt neina stað­fest­ingu á því að farið hefði verið eftir fyr­ir­mælum Fjár­mála­eft­ir­lits­ins í þessu ákveðna til­felli eða hvað varð um þetta til­tekna skulda­bréf.

Engu að síður var bank­anum dæmdur eign­ar­réttur yfir skulda­bréf­inu.

En hvað fær dóm­ara til að taka svona afstöðu og fella svona dóma?

Vega hags­munir fjár­mála­kerf­is­ins virki­lega svo þungt í huga þeirra að þeir séu til í að snúa sönn­un­ar­byrð­inni við með þessum hætti?

Vert er að hafa í huga að þetta er langt frá því að vera eina skuldin sem bankar hafa inn­heimt án frum­rits. Slík mál hafa áður farið fyrir dóm og alltaf endað með sigri bank­anna.

Það sem var sér­stakt við þetta mál var að þetta er í fyrsta skipti sem skuld­ar­inn hafði mætt og tekið til varna með því að krefj­ast end­ur­upp­töku. Í hinum til­fell­unum var aldrei neinn sem tók til varna þannig að bank­arnir unnu þau mál auð­veld­lega.

Hvernig má það vera að skuld­arar hafi ekki tekið til varna í málum sem þessum?

Á því er ein­föld skýr­ing, eng­inn þeirra vissi af máls­höfð­un­inni.

Þetta er ekki til­bún­ing­ur. Það er nefni­lega þannig á Íslandi að geti banki ekki fram­vísað frum­riti skulda­bréfs, er nóg fyrir bank­ann að birta aug­lýs­ingu í Lög­birt­inga­blað­inu. Fæstir lesa það með morg­un­kaff­inu og þannig hafa bank­arnir getað farið með „af­rit­ið“ fyrir dóm án þess að skuldar­ann viti af því. And­mæli hafa því ekki verið nein og bank­arnir og fengið „mein­tan rétt“ sinn fram í leynirétt­ar­höldum án þess að upp­fylla neinar sönn­un­ar­kröf­ur.

Þannig hafa dóm­arar ítrekað tekið þann pól­inn í hæð­ina að skuld­ar­inn geti sjálfum sér um kennt að mæta ekki og dæmt bönk­unum í vil sem hafa þannig getað hirt fjöl­margar fast­eignir án þess að geta fram­vísað frum­riti. Þeir fram­vísa þá bara dóms­úr­skurði um að dóm­stólar hafa „ógilt frum­rit­ið“ og að dóm­ur­inn um ógild­ing­una komi í stað­inn fyrir frum­ritið sem þeir höfðu ekki undir hönd­um.

Í þessu til­tekna máli var dómur meira að segja fall­inn áður en Lög­birt­inga­blaðið með aug­lýs­ing­unni kom út. Aug­lýs­ingin hafði aðeins verið birt í vef­út­gáfu Lög­birt­inga­blaðs­ins sem er ein­göngu opin þeim sem eru í áskrift. Leiða má líkum að því að þeir séu jafn­vel enn færri en þeir sem lesa prentút­gáf­una með morg­un­kaff­inu.

Frum­rit er eina sönn­unin á eigna­rétti kröfu

Nú spyrja kannski sum­ir: „Á fólk ekki að borga skuldir sín­ar?“

Jú fólk á að borga skuldir sín­ar, það er engin spurn­ing. En það er þó lág­mark að skuld­irnar séu inn­heimtar af réttum kröfu­hafa en ekki af ein­hverjum sem seg­ist hafa eign­ast kröf­urn­ar, ef hann getur ekki fært fram neinar sann­anir fyrir því.

Málið er líka stærra en svo. Það er stað­reynd að lán voru seld úr landi þar sem kaup­endur þeirra afskrif­uðu þau og fengu fyrir vikið skatta­af­slátt á erf­iðum tím­um. Eftir því sem ég best veit er það lög­legt. En þó það sé lög­legt að selja lán úr landi þar sem þau eru afskrifuð fyrir skatt­afslátt er varla lög­legt að halda svo bara áfram að inn­heimta seldu lánin eins og ekk­ert hafi í skorist.

Kjarni máls­ins er að sá sem seldi lánin á þau ekki lengur og hefur þar með engan rétt til að inn­heimta þau og hafi banki selt lán er aug­ljóst að hann hefur ekki leyfi til að inn­heimta það.

Það má ein­göngu eig­andi láns­ins, rétt­mætur hand­hafi frum­rits­ins gera.

Dómur #2: Sýslu­menn þurfa ekki að fylgja lögum og mega falsa gerð­ar­bækur

Dómur Hæsta­réttar Íslands í máli nr. 707/2017.

Þessi fyr­ir­sögn er fárán­leg en engu að síður sönn.

For­saga og útskýr­ing­ar:

Þannig er að u.þ.b. mán­uði fyrir end­an­legt upp­boð á eign, fer fram svo kölluð „byrjun upp­boðs“ hjá sýslu­manni. Eins og gefur að skilja gilda strangar reglur um upp­boð og ein þeirra er sú að kalla skuli eftir „fyrsta boði“ í eign­ina þegar byrjun upp­boðs fer fram. Sé það ekki gert er upp­boðið ólög­legt. Um þetta gilda skýr laga­á­kvæði sem ekki eru opin fyrir túlkun af neinu tagi.

Allt sem fram fer í öllu ferl­inu er skráð í gerð­ar­bók sýslu­manns. Hér þurfum við að átta okkur á mik­il­vægi gerð­ar­bók­ar; gerð­ar­bók er sönn­un, hún er óum­deil­an­legt sönn­un­ar­gagn. Skrán­ing í gerð­ar­bók er ekki bara „orð gegn orði“ séu bornar á hana brigð­ur, bók­anir í gerð­ar­bók eru stað­reynd­ir, nema hægt sé að sýna fram á ann­að.

Hér er um mitt eigið mál að ræða. Í mars 2017 ári mættum við hjónin í byrjun upp­boðs. Af ástæðum sem ég ætla ekki að tíunda hér töldum við okkur vera að mæta í fyr­ir­töku sem er næsta skref þar á undan en svo reynd­ist ekki vera. Við bárum fram okkar venju­legu mót­mæli enda stóð­ust kröfur bank­ans ekki lög um neyt­enda­rétt og þó við höfum vissu­lega tekið lán, átti það lán ekk­ert skylt við kröf­una sem var verið að inn­heimta – en ekki verður farið nánar út í það hér.

Þegar við, í lok gerð­ar­inn­ar, erum beðin um að stað­festa við­veru okkar með und­ir­skrift í gerð­ar­bók segir sýslu­manns­full­trú­inn „Næst er þá 19. apr­íl“. „Er það hér?“ spyr mað­ur­inn minn. „Nei, á eign­inni“ svarar lög­fræð­ingur bank­ans. Okkur bregður tölu­vert en stað­festum við­veru okkar með því að krota nöfnin okkar í hand­skrif­aða gerð­ar­bók­ina.

Þegar við erum komin út í bíl rennur upp fyrir okkur að ekki hafði verið kallað eftir fyrsta boði. Við höfum lært af bit­urri reynslu að engum er treystandi í þessum málum þannig að við höfum alltaf tekið upp það sem fram fer. Fyrst og fremst til einka­nota, því maður man ekki alltaf allt sem fram kem­ur, og í þessu til­felli kom það sér svo sann­ar­lega vel – eða hefði átt að gera það.

Er heim kom hlust­uðum við á upp­tök­una og mikið rétt, það var aldrei kallað eftir fyrsta boði. Við létum sýslu­manns­emb­ættið vita en var sagt að þetta breytti engu, upp­boðið myndi fara fram, við gætum kært þegar því væri lok­ið.

Dóms­mál – Hér­aðs­dómur Reykja­ness mál nr. Z-5/2017

Við kærðum og lögðum fram upp­tök­una til sönn­un­ar. Með upp­tök­unni fylgdi end­ur­rit úr gerð­ar­bók (okkur var neitað um ljós­rit af frum­riti) og í því stóð að kallað hefði verið eftir boðum í eign­ina og skráð inn boð frá bank­an­um, auk þess sem til­greind voru þrjú atriði sem okkur hefði verið bent á í sam­ræmi við rétt­ar­stöðu okk­ar. Ekk­ert af þessu átti sér stað.

Þegar málið var tekið fyrir hjá Hér­aðs­dómi Reykja­ness neit­uðu bæði sýslu­manns­full­trú­inn og lög­fræð­ingur bank­ans að mæta fyrir dóm­inn. Lög­fræð­ing­ur­inn bar fyrir sig minnis­leysi en frá sýslu­manns­emb­ætt­inu barst bréf um að þar sem allt sem skráð væri í gerð­ar­bók­ina, sem við vorum að véfengja, væri satt og rétt, og vísað var í (vé­fengdu) gerð­ar­bók­ina um máls­at­vik. Undir þessa full­yrð­ingu skrif­aði emb­ætt­is­maður sem ekki hafði verið við­staddur gerð­ina!

Full­trú­inn sem stjórn­aði gjörð­inni þurfti hins vegar ekki að mæta og við fengum hvergi að and­mæla þessum „vitn­is­burði“ emb­ætt­is­ins.

Við hjónin og lög­fræð­ingur okkar vorum nokkuð sig­ur­viss enda erfitt að véfengja hljóð­upp­töku. En það fór þó svo að við töp­uðum mál­inu.

Dóms­orðið er bull, það er því miður ekki hægt að nota væg­ara orð yfir það. Mér tókst auð­veld­lega að hrekja rök­stuðn­ing dóm­ar­ans í 22 lið­um! Í dóms­orði er látið að því liggja að við höfum sett upp­tök­una á svið, það gagn­rýnt að í henni séu þagnir o.þ.h. auk þess sem í því er fullt af setn­ingum eins og „að fram­an­sögðu má sjá...“ án þess að neitt sé í raun fram­an­sagt sem hægt sé að byggja á. Og til að snúa hnífnum nú aðeins í sár­inu eftir að hafa stungið okkur í bak­ið, fannst dóm­ar­anum við hæfi að láta okkur líka greiða máls­kostnað bank­ans.

Dóms­mál – Hæsti­réttur – mál nr. 707/2017

Mál­inu var áfrýjað til Hæsta­rétt­ar. Þar sem Hér­aðs­dóm­ur­inn byggði á því að véfengja upp­tök­una lögðum við fram vottun frá fag­manni um að hún væri upp­runa­leg og ekk­ert hefði verið átt við hana.

Hæsti­réttur fór fram á að fá ljós­rit úr gerð­ar­bók­inni sjálfri í stað end­ur­rits og bauð auk þess upp á að teknar yrðu skýrslur af lög­fræð­ingi bank­ans og sýslu­manns­full­trú­anum og gaf viku til þess verk­efn­is.

Þessar óskir og boð Hæsta­réttar vöktu okkur bjart­sýni um rétt­láta dóms­með­ferð en svo reynd­ist ekki vera, eftir á að hyggja er hrein­lega eins og Hæsti­réttur hafi verið að leggja fyrir okkur gildru.

Ljós­rit af gerð­ar­bók

Þegar við, sem máls­að­il­ar, fengum ljós­rit af gerð­ar­bók­inni í hendur vakti tvennt strax athygli okk­ar.

  1. Í gerð­ar­bók­inni, sem skal rita á meðan gerðin stendur yfir, eru þrjár mis­mun­andi rit­hend­ur, þrátt fyrir að ein­ungis einn full­trúi sýslu­manns hafi fram­kvæmt gerð­ina.
  2. Upp­setn­ing gerð­ar­bókar er þannig að það er ekk­ert mál að bæta inn í hana hverju sem er eftir á, hafi láðst að rita það á meðan á gjörð stendur – eða ef það hefur ekki átt sér stað.

Ljós­ritið studdi þannig óneit­an­lega mál­flutn­ing okk­ar.

Skýrslur frá lög­fræð­ingi bank­ans og sýslu­manns­full­trú­anum

Við gerðum ekk­ert í því að kalla eftir þessum skýrsl­um. Þar koma nokkrar ástæður til:

  1. Þetta eru vitni bank­ans, hlið­holl hon­um, og því væri frekar bank­ans að kalla eftir þeim.
  2. Það getur ekki verið okkar hlut­verk að kalla eftir vitn­is­burði sem eðli máls­ins sam­kvæmt er okkur fjand­sam­legur eða í besta falli gagns­laus.
  3. Ástæður þeirra fyrir því að mæta ekki fyrir dóm­inn voru skýrar í gögnum Hér­aðs­dóms og við töldum ólík­legt að við myndum fá sýslu­manns­emb­ættið til að breyta afstöðu sinni eða að lög­fræð­ingur bank­ans myndi end­ur­heimta minn­ið.
  4. Við erum vinn­andi fólk og höfum hvorki tíma né fjár­magn til að standa í svona elt­inga­leikjum auk þess sem ein vika er stuttur tími til að taka skýrslu af fólki sem vænt­an­lega vill ekki láta ná í sig.
  5. Síð­ast en ekki síst sagði upp­takan og sann­aði allt sem til þurfti.

Nið­ur­staða Hæsta­réttar

Í stuttu máli þá töp­uðum við fyrir Hæsta­rétti. Dóm­arar Hæsta­réttar sáu ekki einu sinni sóma sinn í því að fjalla efn­is­lega um upp­tök­una. Við töp­uðum af því VIÐ höfðum ekki kallað til vitni bank­ans.

Arion banki hafði ekki heldur kallað til þessi, sín eig­in, vitni. En það var metið Arion banka til tekna.

Við vorum aftur dæmd til að borga máls­kostnað bank­ans.

Skjala­fals og brot í opin­beru starfi

Fölsun gerð­ar­bókar er gíf­ur­lega alvar­legt brot í opin­beru starfi, sak­næmt brot. Með dómi sínum er Hæsti­réttur að leggja blessun sína yfir refsi­verðan glæp.

Af hverju gera dóm­arar það? Hvern, hverja, hvað eru þeir að verja?

Vægi opin­berra skjala er gíf­ur­legt í rétt­ar­ríki eins og Ísland á að vera og miklir hags­munir geta verið undir og eru það í þessu til­felli. Opin­ber skjöl eiga að vera óvé­fengj­an­leg – en eru það því miður ekki, ekki einu sinni þó Hæsti­réttur gúmmí­stimpli afbrot­in. Þau eru samt afbrot!

Við kærðum sýslu­manns­full­trú­ann til lög­regl­unnar fyrir skjala­fals og brot í opin­beru starfi. En hvorki við né sýslu­manns­full­trúin vorum nokkurn tím­ann kölluð til skýrslu­töku og svo var mál­inu vísað frá án rann­sókn­ar. Rík­is­sak­sókn­ari lagði svo blessun sína yfir þá afgreiðslu.

Mér finnst óneit­an­lega alvar­legt að lög­reglan hafi tekið þátt í leiknum „sópum öllu undir tepp­ið“ með rest­inni af „kerf­in­u“.

Hvað varð um „rétt­láta máls­með­ferð“?

Við teljum okkur ekki hafa hlotið rétt­láta máls­með­ferð. Meðal gagna sem lögð voru fram voru mót­mæli okkar við lög­mæti aðgerða Arion banka gagn­vart okk­ur. Í þeim eru dóm­stólar gagn­rýndir harka­lega fyrir að hafa gengið erinda bank­ana og stjórn­valda og að hafa snið­gengið neyt­enda­rétt í dómum sem varða rétt­indi lán­þega gagn­vart ofur­valdi banka og stjórn­valda.

Við bárum þó þá von í brjósti að með jafn óræka sönnun og raun ber vitni á broti sýslu­manns­emb­ætt­is­ins gagn­vart okk­ur, myndum við hljóta rétt­láta máls­með­ferð.

Sú von varð að engu og með dómum sínum stað­festa dóm­arar hlut­drægni sína gagn­vart kerf­inu og von­leysi almenn­ings í að ná fram rétti sínum gagn­vart áhrifa­miklum og fjár­sterkum aðil­um.

Það stendur ekki steinn yfir steini í rök­stuðn­ingi dóm­ara og ótrú­legt að:

  • brot emb­ætt­is­manna séu svo létt­væg fyrir dómn­um,
  • öll sönn­un­ar­byrði sé sett á lít­il­magn­ann, sem við neyt­endur óneit­an­lega erum, í málum sem þessum,
  • allur vafi sé met­inn sýslu­manni og bank­anum í hag og við sökuð um lög­brot til að vernda orð­spor opin­berra aðila.

Þetta er þyngra en tárum taki og til skammar fyrir íslenskt rétt­ar­far.

Ein­hver var að ljúga en eng­inn var ákærður

Í fram­haldi af þessu hóf ég opin­ber bréfa­skrif til Rík­is­sak­sókn­ara þar sem ég krafð­ist þess að vera ákærð.

Í mínum huga var alveg klárt að afbrot hafði verið framið og að ein­hver var að ljúga. Ef allt hafði farið fram sam­kvæmt lögum og engin fölsun á gerð­ar­bók átt sér stað, hlaut ég að vera sek um að ljúga sökum upp á vamm­lausan opin­beran starfs­mann sem ekki væri hægt að láta átölu­laust.

Fyrir áhuga­sama er tenglar á þau bréfskrif hér:

Dómur #3: Lands­réttur lýgur í dóms­orði til að leysa ekki úr ágrein­ings­efni og Hæsti­réttur stað­festir

Dómur Lands­réttar í máli nr. 505/2018.

Mála­rekstr­inum sem lýst var hér á undan lauk um miðjan des­em­ber 2018. Þann 21. des­em­ber 2018 barst okkur úthlut­unin frá sýslu­manni um skipt­ingu þess sem fékkst fyrir eign­ina á upp­boð­inu og var okkur gefin frestur til mót­mæla til 3. jan­ú­ar.

Yfir jól og ára­mót er nær von­laust að fá aðstoð í svona málum og hefði ég ekki verið for­maður Hags­muna­sam­taka heim­il­anna með aðgang að sér­fræð­ingum þeirra, hefðum við ekki átt nokkurn mögu­leika. Þetta eitt og sér er veru­lega ámæl­is­vert að opin­ber aðili skuli setja neyt­endur í varn­ar­bar­áttu við banka í þessa stöðu.

Sér­fræð­ingur HH var hins vegar fljótur að sjá að sýslu­maður hafði „gleymt“ að gera ráð fyrir fyrn­ingu vaxta upp á 12 millj­ón­ir, sem ættu með réttu að falla okkur í skaut en ekki bank­an­um.

Við skil­uðum okkar grein­ar­gerð inn á til­skildum tíma en þá bar svo við að sýslu­maður neit­aði að taka athuga­semdir okkar til greina og sagði okkur geta leitað til dóm­stóla ef við værum ekki sátt.

Það er rétt að hafa í huga:

  • Sýslu­manni ber sam­kvæmt lögum að taka til­lit til fyrn­ing­ar­tíma krafna við úthlut­un.
  • Það hvort vextir væru fyrndir eða ekki, er ekki mjög flókið lög­fræði­legt álita­efni. Þeir annað hvort eru það eða ekki.
  • Við hjá HH höfum skjal­fest að:
    • Sýslu­maður hafi tekið til­lit til fyrn­ingar vaxta í öðrum sam­bæri­legum mál­um.
    • Arion banki hafi í sam­bæri­legum málum að eigin frum­kvæði tekið til­lit til fyrn­ingar vaxta.

En það var ekki annað að gera en að fara í mál sem ég ætla að rekja í eins stuttu máli og mögu­legt er.

Hér­aðs­dóm­ur, Lands­réttur og Hæsti­réttur

Hér­aðs­dóm­ur: Við unnum í Hér­aði og okkur væru dæmdar 800.000 krónur í máls­kostn­að. Þetta var gaman í smá stund en svo sáum við að dóm­ur­inn byggði í raun á röngum for­sendum og að honum yrði aug­ljós­lega áfrýj­að. Við ótt­uð­umst einnig að þessi ríf­legi máls­kostn­aður myndi koma í bakið á okk­ur.

Lands­réttur: Arion banki áfrýj­aði að sjálf­sögðu og þá gerði Lands­réttur sér lítið fyrir og hafn­aði kröfum okkar á þeirri for­sendu að máls­á­stæðan um fyrn­ingu vaxta hefði komið of seint fram.

Þetta er hrein og klár lygi því máls­á­stæðan um fyrn­ingu vaxta var eina máls­á­stæðan frá upp­hafi!

En með þessu kemur Lands­réttur sér hjá því að úrskurða um fyrn­ingu vaxta enda hefði sá úrskurður bara getað verið á einn veg.

Lands­réttur ákvað svo að snúa hnífnum aðeins í sár­inu með því að dæma okkur til að greiða bank­anum 900.000 krónur í máls­kostn­að.

Þannig að við sátum uppi með engan úrskurð og máls­kostnað bank­ans ofan á okkar eig­in.

Hæsti­réttur: Við sóttum um áfrýj­un­ar­leyfi en var hafn­að. Hæsti­réttur tók enga afstöðu til þess hvort máls­á­stæðan um fyrn­ingu vaxta hefði átt að kom­ast að, en taldi það ekki skipta miklu enda væru ekki það miklir hags­munir í húfi.

12 millj­ónir var ekki nógu mikið til að Hæsta­rétti þætti ástæða til að ómaka sig.

End­ur­upp­töku­nefnd: Við fórum með málið fyrir end­ur­upp­töku­nefnd í maí 2019. Við fengum tvisvar bréf um að skipt hefði verið út full­trúum í nefnd­inni. Þar sem við höfðum aldrei vitað hver ætti að vera í nefnd­inni í upp­hafi furð­uðum við okkur á þessu og veltum fyrir okkur af hverju nefndin drifi ekki bara í því að úrskurða, því hún fær varla mikið ein­fald­ari mál til úrskurðar en þetta.

Allt kom fyrir ekki og þegar við náðum nauða­samn­ingum við Arion banka í nóv­em­ber var ekki enn komin úrskurð­ur. Arion banki gerði það að skil­yrði fyrir þeim samn­ingum að end­ur­upp­töku­beiðnin yrði dregin til baka sem við og gerð­um.

Þarna hafði rík­ið, sýslu­maður og dóm­ar­ar, af okkur 12 millj­ónir og afhenti þær Arion banka. Þá er ótal­inn sá skaði sem þessir aðilar hafa valdið bæði okkur og öðr­um.

Dómur #4 Hæsta­rétt­ar­dómur um vexti lána með ólög­mætri geng­is­trygg­ingu: Neyt­enda- og samn­ings­réttur skiptir engu máli

Dómur Hæsta­réttar Íslands í máli nr. 471/2010.

Þessi dómur er ein rótin að vanda dóm­stól­anna.

Árið 2010 var afdrifa­ríkt fyrir dóm­stóla Íslands. Þá var deilt um lög­mæti geng­is­tryggðra lána og þau dæmd ólög­mæt í Hér­aðs­dómi í febr­úar og sá dómur var stað­festur í Hæsta­rétti þann 16. júní þetta sama ár. Þó þessir dómar hafi verið dæmdir sam­kvæmt vaxta­lögum þá eru þeir réttir sam­kvæmt neyt­enda­rétti, hið ólög­lega ákvæði var fellt á brott og neyt­endur sýkn­aðir af kröfum um frek­ari greiðsl­ur.

Sú nið­ur­staða var hins vegar ekki í sam­ræmi við vilja stjórn­valda og lof­orð þáver­andi fjár­mála­ráð­herra við kröfu­hafa um að ef geng­is­tryggðu lánin yrðu dæmd ólög­leg yrðu sett á þau Seðla­banka­vext­ir.

Þannig var strax skrifað minn­is­blað fyrir fjár­mála­ráðu­neytið um hvernig hægt væri að kom­ast fram hjá skýrum neyt­enda­rétti með því að vísa í vaxta­lög og hunsa sam-­evr­ópsk neyt­enda­rétt­ar­lög.

Minn­is­blað­inu var greini­lega komið á rétta aðila og sams­konar mál þing­fest á ný og svo þægi­lega vildi til að á báðum dóm­stigum var farið nokkuð nákvæm­lega eftir minn­is­blaði fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins og Seðla­banka­vextir voru settir á lán­in. Ekk­ert mál hefur verið keyrt hraðar í gegnum íslenskt dóms­kerfi, en milli þess að það var höfðað í hér­aði og dæmt í Hæsta­rétti liðu innan við þrír mán­uð­ir!

Það er undan þessum dómi og afleið­ingum hans sem dóm­stólar hafa verið á harða hlaupum alla tíð síð­an.

Það er nefni­lega þannig að „lít­il“ lög­brot eru fljót að vefja upp á sig þannig að til verði flækja sem erfitt er að leysa úr. Samt þarf að gera það þó það komi ein­hverjum illa og við verðum að gera þá kröfu á dóm­ara að þeir hafi í sér mann­dóm til þess.

Það er skýrt sam­kvæmt neyt­enda­rétti að það er bannað að breyta samn­ingum eftir und­ir­ritun neyt­anda í óhag (lög nr. 7/1936, gr. 36. c.) Sam­kvæmt þeim lögum er heim­ilt að fella órétt­mæta skil­mála úr samn­ing­um, en það er ekki heim­ilt að skálda upp og setja inn aðra skil­mála í stað þeirra ólög­mætu og setja neyt­and­ann þannig í verri stöðu.

Hæsti­réttur gerir hvort tveggja í dómi sín­um. Dómnum var heim­ilt að dæma bæði geng­is­trygg­ingu og vexti ólög­mæta, en honum var ekki heim­ilt að setja aðra og hærri vexti á lánið í stað­inn.

Lögin sem Hæsti­réttur notar til að rétt­læta þessa gjörð sína snú­ast um vexti og það að hafi neyt­andi ofgreitt banka­stofnun eigi bank­inn að end­ur­greiða honum það sem ofgreitt var með Seðla­banka­vöxtum (4. og 18. grein vaxta­laga).

Í fyrsta lagi snú­ast þessi lög ekki um órétt­mæta samn­inga og í öðru lagi er um „víkj­andi laga­grein­ar“ að ræða, þar sem tekið er fram að víkja skuli þeim til hliðar ef „hags­munir neyt­enda“ krefj­ist þess.

Afleið­ingar þess­ara dóma eru í raun þau að engir samn­ingar á Íslandi eru lengur papp­írs­ins virði.

Það eru komin for­dæmi fyrir því að stjórn­völd/­bankar geti breytt áður und­ir­rit­uðum samn­ingum ein­hliða, án þess að samn­ings­að­ili hafi nokkuð um það að segja.

Neyt­enda­réttur er í lögum til að vernda fólk fyrir því að í svoköll­uðu neyð­ar­á­standi, þegar freist­ingin er hvað mest, sé hægt að brjóta á fólki með þessum hætti. Íslensk stjórn­völd kol­féllu á því prófi og munu klár­lega beita þessu aftur „þegar þörf kref­ur“. Dómafor­dæmið er komið og þeir búnir að kom­ast upp með þetta einu sinni sem oft­ar, þetta verður ekk­ert mál!

Spurn­ing hver lendir í þessu þá?

Höf­undur er þing­maður Flokks fólks­ins og for­maður Hags­muna­sam­taka heim­il­anna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar