Hvalir og menning

„Hvalveiðar hafa sannarlega verið stundaðar í sjónum í kringum landið öldum saman,“ skrifar Margrét Tryggvadóttir, en fyrst og fremst af útlendingum. „Íslendingar eru hins vegar frumkvöðlar í hvalveiðibanni.“

Auglýsing

Ég er fædd árið 1972. Ég man því vel þau átök sem voru hér á 9. ára­tugnum um hval­veið­ar. Við vorum næstum öll í sama liði. Íslend­ingar voru sjálf­stæð þjóð, við höfðum nýlega staðið í svoköll­uðum þorska­stríðum og náð að færa út land­helg­ina í 200 mílur og við réðum þessu. Ég man meira að segja eftir að hafa farið með pabba að skoða hval­stöð­ina í Hval­firði á meðan verið var að gera að skepn­un­um.

Og hvað var svo sem svona merki­legt við þessa hvali? Við borð­uðum öll alls­konar dýra­af­urð­ir, það var bara órök­rétt til­finn­inga­semi að segja að hvalir væru eitt­hvað merki­legri en t.d. kindur eða kýr sem voru dag­lega á diskum lands­manna.

Heima hjá mér var stundum hval­kjöt á borðum en ég held að engum í fjöl­skyld­unni hafi fund­ist það sér­lega gott. Það var hins vegar ódýrt og for­eldrar mínir stundum blönk. Ég man eftir að hafa hlustað á mömmu og nágranna­konur ræða það yfir kaffi­bolla hvernig skást væri að elda hrefnu­kjöt, það átti að sjóða það í mjólk í minnst klukku­tíma til að ná úr því lýs­is­bragð­inu. Þá yrði það næstum ætt.

Auglýsing

Þótt ég hafi alist upp við að hval­veiðar hafi verið réttur sjálf­stæðrar þjóðar hef ég ekki verið fylgj­andi þeim eftir að ég komst til vits og ára. Fyrir því eru svo margar ástæður að ég get varla talið þær. Hvalir voru í útrým­ing­ar­hættu, veið­arnar eru ómann­úð­leg­ar, hval­kjöt er allt að því óætt, kjöt af tann­hvölum er líka svo mengað og stút­fullt af þung­málmum að það er ekki talið öruggt til mann­eld­is. Orð­spor Íslands hefur beðið hnekki vegna veið­anna og íslenska þjóðin fær sjálf ekki eðli­legt afgjald af þess­ari auð­lind sinni, frekar en öðr­um. Veiði­gjald á hverja hrefnu rétt ríf­lega kr. 8.000 en ríf­lega 50.000 á hverja lang­reyði. Það sjá allir að þetta er gjöf en ekki gjald.

Sú ástæða sem mér finnst vega þyngst af öllum er þó lofslags­váin og það mik­il­væga hlut­verk sem hvalir og líf­fræði­legur fjöl­breyti­leiki sjávar spilar í föngun og förgun kolefn­is. Miðað við stóra sam­hengið og það sem er í húfi, jörðin sjálf hrein­lega, finnst mér furðu­lítið rætt um þau mál. Mér fannst ég verða að gera eitt­hvað þótt ég sé eng­inn sér­fræð­ingur og skrif­aði litla grein sem birt­ist í Kjarn­anum. Við­brögðin voru tvenns­konar eins og fyr­ir­sjá­an­legt var; fólk var ýmist sam­mála eða ósam­mála. Þau sem voru ósam­mála komu með gömlu rökin um að Íslend­ingar væru sjálf­stæð þjóð og að hval­veiðar væru hluti af menn­ingu okk­ar. Það finnst mér merki­legt og þess virði að skoða nán­ar. Eru hval­veiðar virki­lega órjúf­an­legur hluti af íslenskri menn­ingu?

Hval­veiðar hafa sann­ar­lega verið stund­aðar í sjónum í kringum landið öldum sam­an.

En ... ekki af Íslend­ing­um, til þess höfðu þeir enga burði lengst af og áttu hvorki skip né veið­ar­færi sem dugðu til. Hvala­af­urðir voru hins vegar nýttar – orðið „hval­reki“ er nán­ast sam­heiti fyrir happ­drætt­is­vinn­ing og lýsir ágæt­lega hvernig nýt­ingu hvala­af­urða bar yfir­leitt að.

Það voru hins vegar útlend­ingar sem veiddu hvali við Íslands­strendur öldum sam­an. Baskar, Hol­lend­ing­ar, Frakk­ar, Banda­ríkja­menn, Þjóð­verjar, Danir og Norð­menn veiddu hvali á Íslands­miðum og þró­uðu aðferðir til að drepa sem flest dýr með sem árang­urs­ríkustum hætti. Þegar leið á 19. öld­ina voru settar upp hval­veiði­stöðvar á nokkrum stöðum á Íslandi og á síð­ustu ára­tug­unum voru þær orðnar 14 tals­ins, allar í eigu og undir stjórn útlend­inga. Sóða­skap­ur­inn var mik­ill og rotn­andi hvala­skrokkum hent í fjörur lands­ins eftir að búið var að hirða allt nýti­legt af þeim. Tækninýj­ung­ar, svo sem hrað­skreið­ari skip og veið­ar­færi, ollu ofveiði og þrengdu mjög að hvala­stofn­un­um.

Það var ekki fyrr en 1897 sem íslenskt hval­veiði­fyr­ir­tæki var fyrst starf­rækt en það var lagt niður nokkrum árum síðar vegna þess að rekst­ur­inn bar sig ekki. Íslend­ingar reyndu ekki hval­veiðar aftur fyrr en tæpum fjöru­tíu árum síð­ar.

Auglýsing

Íslend­ingar eru hins vegar frum­kvöðlar í hval­veiði­banni. Á meðan útlend­ingar sóp­uðu hér upp hvölum reyndu þeir af veikum mætti að hafa stjórn á starf­sem­inni. Strax árið 1886 voru hval­veiðar bann­aðar á sumrin innan 3 mílna lög­sög­unnar en það hafði lítil áhrif enda hægt að veiða utan við míl­urnar þrjár og draga afl­ann í næstu hval­veiði­stöð. Íslenskir sjó­menn voru almennt á móti hval­veiðum enda trufl­uðu þær aðrar veið­ar. Því var gerð önnur atlaga að hval­veiði­banni 1903 en það náð­ist ekki í gegn en árið 1913 bann­aði Alþingi hval­veiðar í 10 ár frá árinum 1915 og það bann var fram­lengt til 1928. Það liggur ekki endi­lega ljóst fyrir hvers vegna bannið var sett. Það kann að vera vegna erlends ágangs, meng­un­ar, nei­kvæðra áhrifa á fisk­veið­ar, ofveiði eða ein­fald­lega vegna þess að Íslend­ingar vildu sjálfir stunda veið­arn­ar. Þegar hval­veiðar hófust að nýju árið 1935 máttu bara íslenskir aðilar veiða hvali. Lítið var þó veitt framan af.

Það er svo ekki fyrr en 1948 sem fyr­ir­tækið Hvalur hf. byggir hval­veiði­stöð Í Hval­firði. Veiðar juk­ust jafnt og þétt og náðu senni­lega hámarki á 8. ára­tugn­um. Þá var megnið af kjöt­inu selt til Bret­lands og notað í mjöl til dýra­eld­is. Þær veiðar stóðu þar til Alþjóða­hval­veiði­ráðið bann­aði hval­veiðar í atvinnu­skyni 1986. Í fjögur ár þar á eftir veiddi Hvalur hf. 362 hvali í „vís­inda­skyn­i“. Eftir það féllu hval­veiðar niður og engir hvalir voru veiddir í íslenskri 200 mílna land­helgi frá 1990-2003.

Á þess­ari öld hefur þetta eina íslenska hval­veiði­fyr­ir­tæki sem hér hefur þrif­ist í gjör­vallri Íslands­sög­unni, Hvalur hf., fengið að veiða og veitt hund­ruð hvala bæði í svoköll­uðu „vís­inda­skyni“ og atvinnu­skyni og reynt að koma kjöt­inu í verð, þrátt fyrir litla sem enga eft­ir­spurn og að kann­anir sýni að meiri­hluti lands­manna styður ekki hval­veiðar og sífellt fleiri eru þeim mót­falln­ar.

Einn auð­kýf­ingur á hval­veiðum

Á Íslandi er einn maður að stunda þessar hval­veið­ar. Hann heitir Krist­ján Lofts­son og er auð­kýf­ing­ur. Til þess að hægt sé að veiða og vinna hvali þarf að gefa und­an­þágur frá reglu­gerðum um dýra­vel­ferð og holl­ustu­hætti við fram­leiðslu mat­væla. Almennt má t.d. ekki verka kjöt utandyra. Í ár má Krist­ján Lofts­son veiða 161 lang­reyði og 217 hrefnur en af því að hann veiddi ekki kvóta síð­asta árs bæt­ast við 32 lang­reyðar í við­bót. Sam­kvæmt reglu­gerð frá 2019 má þessi maður veiða hvali til árs­ins 2023 – þrátt fyrir að kvóta sé almennt ekki úthlutað nema eitt ár í senn.

Er þetta íslensk menn­ing? Kannski er léleg stjórn­sýsla, sér­reglur fyrir útvalda og einka­vina­væð­ing auð­linda hefð hér á landi en ég myndi ekki kalla það menn­ingu.

Og hval­veiðar eða neysla á hval­kjöti getur ekki talist íslensk menn­ing. Ef svo væri gætum við vænt­an­lega farið í hvaða mat­vöru­búð sem er og keypt hval­kjöt eins og hangi­kjöt eða kæstan hákarl.

Það er ekki svo. Ég veit ekki til þess að hval­kjöt fáist nema á einum veit­inga­stað á Íslandi og hvergi í mat­vöru­búð­um. Á allri 20. öld­inni – „gullöld“ íslenskra hval­veiða – veiddu Íslend­ingar bara hvali í 3-4 ára­tugi. Hval­veiðar voru hrein­lega bann­aðar framan af og það af Íslend­ingum sjálf­um.

Þegar ég var að alast upp á 8. og 9. ára­tug síð­ustu aldar – þeim tíma sem hval­veiðar stóðu sem hæst – við­gekkst ýmis­legt sem við skömm­umst okkar fyrir núna. Hug­takið lykla­barn var fundið upp um börn sem gengu sjálfala því for­eldrar þeirra voru í vinnu og engin var dag­vist­un­in. Börn fátækra, ein­stæðra mæðra voru tekin af þeim og sett á vöggu­stofur þar sem komið var í veg fyrir að þau mynd­uðu eðli­leg til­finn­inga­tengsl við aðrar mann­eskjur eða send út á land þar sem níðst var á þeim. Þeir sem voru öðru­vísi voru vistaðir á lok­uðum stofn­un­um. Það var reykt úti um allt, jafn­vel í barna­skólum og bíl­belti voru talin mann­rétt­inda­brot enda heftu þau frelsi fólks til að kasta sér út úr bílum á ögur­stundu. Ung­lingar héngu í sjoppum af því að það var eng­inn annar staður þar sem þeir gátu verið inni og flestir sem ég þekkti byrj­uðu að drekka í síð­asta lagi við ferm­ingu.

Ekk­ert af þessu er „ís­lensk menn­ing“. Hval­veiðar eru það ekki held­ur.

Höf­undur er rit­höf­und­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar