Hæfðu hvalkú í bægsli og skáru fóstur úr kviði hennar

Langreyðarkýr sem dregin var að landi í Hvalfirði í gær hafði verið skotin í bægsli og sprengiskutullinn því ekki sprungið. Öðrum skutli var skotið í kvið hennar. Er gert var að kúnni kom í ljós að hún var kelfd.

Starfsmenn Hvals hf. og eftirlitsmenn á vettvangi við fóstrið sem skorið var úr langreyðinni.
Starfsmenn Hvals hf. og eftirlitsmenn á vettvangi við fóstrið sem skorið var úr langreyðinni.
Auglýsing

Önnur þeirra lang­reyða sem skip Hvals hf, Hvalur 8, kom með að landi í gær var með tvo skutla í sér. Annar þeirra hæfði bægsli og sprakk sprengiskut­ull­inn, sem á að aflífa dýrin strax, ekki. Hinn var í kviði henn­ar. Um kven­dýr var að ræða og reynd­ist hún kelfd.

„Við höfum enn einu sinni á þess­ari hval­veiði­ver­tíð orðið vitni að skoti sem geig­ar,“ segir Arne Feu­er­hahn, fram­kvæmda­stjóri sjáv­ar­vernd­ar­sam­tak­anna Hard to Port sem fylgst hafa náið með veið­unum í ár og áður í tvígang myndað hvali með skutl­ana enn í sér, ósprungna. Arne telur að dýrið hafi án efa þjáðst mik­ið. Rann­sóknir sýna að springi skut­ull ekki geti það lengt dauða­stríð hvals­ins um margar mín­út­ur.

Auglýsing

Lang­reyð­urin var dregin á land og það fyrsta sem var gert, að því er fram kemur í frétta­til­kynn­ingu frá Hard to Port, var að fjar­lægja sprengiskut­ul­inn úr henni. Þá var haf­ist handa við að gera að henni og eftir að skurð­ur­inn var nokkuð á veg kom­inn komu inn­yfli dýrs­ins í ljós. Arne segir tvo full­trúa, að því er hann telur eft­ir­lits­að­ila, hafa sýnt legi kýr­innar mik­inn áhuga og farið fram á að það yrði skorið upp. Þá hafi komið í ljós fóst­ur, um metri að lengd. Reynt hafi verið að koma í veg fyrir að sam­tökin næðu myndum af fóstr­inu og það fjar­lægt í skyndi.

„Miðað við hvar seinni skut­ull­inn lenti þá gæti verið að hann hafi ekki aðeins drepið hið full­orðna dýr heldur einnig ófæddan kálf henn­ar,“ segir Arne. „Það var erfitt að verða vitni að þessu, jafn­vel fyrir okkur sem höfum fylgst með þessum veiðum leng­i.“

Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., virti hræ kýrinnar með skutlana tvo fyrir sér er það var enn í sjónum við hvalstöðina. Mynd: Hard to Port

Þetta er langt í frá í fyrsta sinn sem kefld kýr er veidd. Það gerð­ist til dæmis ítrekað á ver­tíð­inni sum­arið 2018, að minnsta kosti ell­efu sinnum. „Það er mjög lík­legt að kelfdar kýr séu veidd­ar,“ segir Edda Elísa­bet Magn­ús­dótt­ir, sjáv­ar- og atferl­is­vist­fræð­ing­ur, í sam­tali við Kjarn­ann. „Þær eru lík­lega um hálf­gengnar eða meira þegar þær eru veidd­ar.“

Það skýrist af því að þær bera á 2-3 ára fresti að jafn­aði. Fengi­tími þeirra er í des­em­ber og burður í nóv­em­ber eftir ell­efu mán­aða með­göngu. Kálf­ur­inn er á spena í um sex mán­uði áður en hann er van­inn und­an.

Langreyðurin hafði verið skotin í bægslið. Og einnig í kviðinn. Mynd: Hard to Port

Sam­kvæmt lögum og reglum um hval­veiðar er bannað að veiða hvalkálfa, hvali á spena og kven­kyns hvali sem kálfar eða hvalir á spena fylgja. Hins vegar er ekki bannað að veiða kelfdar hvalkýr sam­kvæmt núgild­andi lög­um.

Edda Elísa­bet segir það „ekki mögu­leika“ að velja á milli kynja eða ald­urs full­vax­inna dýra þegar veitt er.

Lang­reyður er annað stærsta dýr jarðar á eftir steypireyði. Lang­reyður er almennt talin far­hvalur sem ferð­ast í átt að heim­skautum á vorin og til baka á hlýrri svæða á haustin. Hafið umhverfis Ísland eru einar helstu fæðu­slóðir lang­reyðar í Norður Atl­ants­hafi.

Tveir skutlar voru í kvendýrinu sem veidd var í gær. Annar þeirra hæfði bægsli þess og hinn kvið. Mynd: Hard to Port

Svan­dís Svav­ars­dóttir mat­væla­ráð­herra sagði við Kjarn­ann í gær, spurð um skotin tvö sem þá var vitað að hefðu geig­að, að það væri skýrt í sínum huga að „ef atvinnu­grein­ar, sem byggja á dýra­haldi eða veið­um, geta ekki tryggt mann­úð­lega aflífun dýra – eiga þær sér enga fram­tíð í nútíma­sam­fé­lag­i“.

Hún sagði að ekki yrði nógu mikil áhersla lögð á mik­il­vægi þess að dýr séu aflífuð á mann­úð­legan hátt við veið­ar. Lög og reglur um slátrun dýra í slát­ur­húsum séu skýr og kveði á um að aflífun sé skjót og án þján­ing­ar. „Um aflífun hvala liggja ekki fyrir nægar upp­lýs­ingar til að segja til um hvort hún sé mann­úð­leg eða ekki,“ heldur hún áfram. „Rann­sókn sem unnin var fyrir Fiski­stofu árið 2015 á aflífun 50 lang­reyða bendir til að óásætt­an­lega stór hluti hvala sem eru veiddir í atvinnu­skyni heyi lang­dregið dauða­stríð. Mik­il­vægt er að skera úr um þetta með því að afla betri gagna.“

Svan­dís benti á að við veiðar væri aldrei hægt að tryggja að aflífun eigi sér stað við fyrsta skot, hvort sem verið sé að veiða hvali, fugla eða hrein­dýr. Verk­lags­reglur við hval­veiðar kveði þó skýrt á um að ef skot geigar skuli draga hval að borði og aflífa sem fyrst með skoti í heila.

Svandís Svavarsdóttir.

„Hvorki ráðu­neyt­ið, né und­ir­stofn­arnir þess, hafa upp­lýs­ingar um hvort svo sé gert. Því þarf að breyta og þess vegna hef ég sett í Sam­ráðs­gátt stjórn­valda drög að reglu­gerð sem skyldar þau sem hafa leyfi til stór­hval­veiða að til­nefna einn úr áhöfn­inni sem dýra­vel­ferð­ar­full­trú­a.“

Sam­kvæmt drög­unum skal hann bera ábyrgð á því að rétt sé staðið að vel­ferð hvala við veið­ar, með því að halda skrá yfir allar aðgerðir er varða veið­arn­ar, mynda þær á mynd­band og skrá þær nið­ur. Þessum gögnum skal svo komið til eft­ir­lits­dýra­læknis eftir hverja veiði­ferð og skal hann ganga úr skugga um að ákvæði laga um vel­ferð dýra hafi verið fylgt. Komi eitt­hvað þar í ljós sem bendir til þess að ákvæði laga um vel­ferð dýra séu ekki virt er það á hendi Mat­væla­stofn­unar að meta það hvort vísa skuli mál­inu til lög­reglu.

„Ég held að við höfum safnað nægum sönn­un­ar­gögn­um,“ er haft eftir Arne í til­kynn­ingu Hard to Port í morg­un. „Það er eng­inn vafi að veiðar á þessum stóru sjáv­ar­spen­dýrum brjóta gegn lögum og reglum um dýra­vel­ferð. Myndefni okkar talar fyrir sig sjálft og við erum til­búin að afhenta það ábyrgum yfir­völd­um, fari þau fram á það.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meghan og Harry kynntust á Instagram. Hljómar kannski ekki eins og ævintýri, enda hafa þau sagt skilið við slík, að minnsta kosti konungleg ævintýri.
Sannleikur Harrys og Meghan – frá þeirra eigin sjónarhorni
Harry og Meghan fundu sig knúin til að segja „sinn eigin sannleika“ af samskiptum þeirra við konungsfjölskylduna og ákvörðun þeirra að segja skilið við allar konunglega skyldur. Sannleikurinn er nú aðgengilegur á Netflix en sitt sýnist hverjum.
Kjarninn 9. desember 2022
Ingrid Kuhlman
Sjö tegundir hvíldar
Kjarninn 9. desember 2022
Tillaga Andrésar Inga Jónsson, þingmanns Pírata, um að fresta umræðu um breytingu á lögum um útlendinga fram yfir áramót var felld við upphaf þingfundar. Stjórnarandstaðan sakar meirihlutann um að setja fjölda mála í uppnám með þessu.
Segja stjórnarmeirihlutann stilla öryrkjum upp á móti útlendingum
Tillaga þingmanns Pírata um að taka af dagskrá frumvarp um alþjóðlega vernd var felld á Alþingi. Stjórnarandstöðuþingmenn segja það fáránlegt að afgreiða eigi frumvarpið áður en eingreiðsla til öryrkja verði tekin fyrir á þingi.
Kjarninn 9. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Ekki upplýst formlega en leitað til hennar „í krafti vináttu og persónulegra tengsla“
Forsætisráðherra segir að hún hafi ekki verið upplýst formlega um að ráðherra hafi sýnt af sér vanvirðandi framkomu. Þegar leitað sé til hennar sem trúnaðarvinar sé um persónuleg málefni að ræða sem kalli ekki á að hún setji þau í farveg stjórnsýslumála.
Kjarninn 9. desember 2022
Hægt er að horfa á sjónvarp með ýmsum hætti.
Myndlyklum í útleigu fækkað um 25 þúsund á fimm árum
Þeim sem leigja myndlykla fyrir nokkur þúsund krónur á mánuði af fjarskiptafyrirtækjum til að horfa á sjónvarp hefur fækkað um tíu þúsund á einu ári. Fleiri og fleiri kjósa að horfa á sjónvarp í gegnum app.
Kjarninn 9. desember 2022
Hér sést annar mannanna vera leiddur inn í héraðsdóm eftir handtöku í september.
Búið að birta ákæru gegn tveimur mönnum fyrir að skipuleggja hryðjuverk
Í september voru tveir menn handteknir grunaðir um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk á Íslandi. Þeir eru taldir hafa ætlað að ráðast að Alþingi og nafngreindum stjórnmálamönnum. Búið er að birta lögmönnum þeirra ákæru.
Kjarninn 9. desember 2022
Litla-Sandfell stendur um 95 metra upp úr Leitahrauni í Þrengslunum.
Náma í Litla-Sandfelli veldur „miklum neikvæðum umhverfisáhrifum“
Skipulagsstofnun telur Eden Mining vanmeta umhverfisáhrif námu í Litla-Sandfelli. Að fjarlægja fjall velti upp þeirri hugmynd „hvort verið sé að opna á þá framtíðarsýn að íslenskar jarðmyndanir verði í stórfelldum mæli fluttar út til sementsframleiðslu“.
Kjarninn 9. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fullyrt að stjórnvöld hafi breytt reglugerð til að aðstoða Pussy Riot eftir beiðni Ragnars
Mikil leynd hefur ríkt yfir því hverjir hafa fengið útgefin sérstök íslensk vegabréf á grundvelli reglugerðarbreytingar sem undirrituð var í vor. Nú er fullyrt að hennii hafi verið breytt eftir að Ragnar Kjartansson leitaði til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 9. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent