Hæfðu hvalkú í bægsli og skáru fóstur úr kviði hennar

Langreyðarkýr sem dregin var að landi í Hvalfirði í gær hafði verið skotin í bægsli og sprengiskutullinn því ekki sprungið. Öðrum skutli var skotið í kvið hennar. Er gert var að kúnni kom í ljós að hún var kelfd.

Starfsmenn Hvals hf. og eftirlitsmenn á vettvangi við fóstrið sem skorið var úr langreyðinni.
Starfsmenn Hvals hf. og eftirlitsmenn á vettvangi við fóstrið sem skorið var úr langreyðinni.
Auglýsing

Önnur þeirra lang­reyða sem skip Hvals hf, Hvalur 8, kom með að landi í gær var með tvo skutla í sér. Annar þeirra hæfði bægsli og sprakk sprengiskut­ull­inn, sem á að aflífa dýrin strax, ekki. Hinn var í kviði henn­ar. Um kven­dýr var að ræða og reynd­ist hún kelfd.

„Við höfum enn einu sinni á þess­ari hval­veiði­ver­tíð orðið vitni að skoti sem geig­ar,“ segir Arne Feu­er­hahn, fram­kvæmda­stjóri sjáv­ar­vernd­ar­sam­tak­anna Hard to Port sem fylgst hafa náið með veið­unum í ár og áður í tvígang myndað hvali með skutl­ana enn í sér, ósprungna. Arne telur að dýrið hafi án efa þjáðst mik­ið. Rann­sóknir sýna að springi skut­ull ekki geti það lengt dauða­stríð hvals­ins um margar mín­út­ur.

Auglýsing

Lang­reyð­urin var dregin á land og það fyrsta sem var gert, að því er fram kemur í frétta­til­kynn­ingu frá Hard to Port, var að fjar­lægja sprengiskut­ul­inn úr henni. Þá var haf­ist handa við að gera að henni og eftir að skurð­ur­inn var nokkuð á veg kom­inn komu inn­yfli dýrs­ins í ljós. Arne segir tvo full­trúa, að því er hann telur eft­ir­lits­að­ila, hafa sýnt legi kýr­innar mik­inn áhuga og farið fram á að það yrði skorið upp. Þá hafi komið í ljós fóst­ur, um metri að lengd. Reynt hafi verið að koma í veg fyrir að sam­tökin næðu myndum af fóstr­inu og það fjar­lægt í skyndi.

„Miðað við hvar seinni skut­ull­inn lenti þá gæti verið að hann hafi ekki aðeins drepið hið full­orðna dýr heldur einnig ófæddan kálf henn­ar,“ segir Arne. „Það var erfitt að verða vitni að þessu, jafn­vel fyrir okkur sem höfum fylgst með þessum veiðum leng­i.“

Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., virti hræ kýrinnar með skutlana tvo fyrir sér er það var enn í sjónum við hvalstöðina. Mynd: Hard to Port

Þetta er langt í frá í fyrsta sinn sem kefld kýr er veidd. Það gerð­ist til dæmis ítrekað á ver­tíð­inni sum­arið 2018, að minnsta kosti ell­efu sinnum. „Það er mjög lík­legt að kelfdar kýr séu veidd­ar,“ segir Edda Elísa­bet Magn­ús­dótt­ir, sjáv­ar- og atferl­is­vist­fræð­ing­ur, í sam­tali við Kjarn­ann. „Þær eru lík­lega um hálf­gengnar eða meira þegar þær eru veidd­ar.“

Það skýrist af því að þær bera á 2-3 ára fresti að jafn­aði. Fengi­tími þeirra er í des­em­ber og burður í nóv­em­ber eftir ell­efu mán­aða með­göngu. Kálf­ur­inn er á spena í um sex mán­uði áður en hann er van­inn und­an.

Langreyðurin hafði verið skotin í bægslið. Og einnig í kviðinn. Mynd: Hard to Port

Sam­kvæmt lögum og reglum um hval­veiðar er bannað að veiða hvalkálfa, hvali á spena og kven­kyns hvali sem kálfar eða hvalir á spena fylgja. Hins vegar er ekki bannað að veiða kelfdar hvalkýr sam­kvæmt núgild­andi lög­um.

Edda Elísa­bet segir það „ekki mögu­leika“ að velja á milli kynja eða ald­urs full­vax­inna dýra þegar veitt er.

Lang­reyður er annað stærsta dýr jarðar á eftir steypireyði. Lang­reyður er almennt talin far­hvalur sem ferð­ast í átt að heim­skautum á vorin og til baka á hlýrri svæða á haustin. Hafið umhverfis Ísland eru einar helstu fæðu­slóðir lang­reyðar í Norður Atl­ants­hafi.

Tveir skutlar voru í kvendýrinu sem veidd var í gær. Annar þeirra hæfði bægsli þess og hinn kvið. Mynd: Hard to Port

Svan­dís Svav­ars­dóttir mat­væla­ráð­herra sagði við Kjarn­ann í gær, spurð um skotin tvö sem þá var vitað að hefðu geig­að, að það væri skýrt í sínum huga að „ef atvinnu­grein­ar, sem byggja á dýra­haldi eða veið­um, geta ekki tryggt mann­úð­lega aflífun dýra – eiga þær sér enga fram­tíð í nútíma­sam­fé­lag­i“.

Hún sagði að ekki yrði nógu mikil áhersla lögð á mik­il­vægi þess að dýr séu aflífuð á mann­úð­legan hátt við veið­ar. Lög og reglur um slátrun dýra í slát­ur­húsum séu skýr og kveði á um að aflífun sé skjót og án þján­ing­ar. „Um aflífun hvala liggja ekki fyrir nægar upp­lýs­ingar til að segja til um hvort hún sé mann­úð­leg eða ekki,“ heldur hún áfram. „Rann­sókn sem unnin var fyrir Fiski­stofu árið 2015 á aflífun 50 lang­reyða bendir til að óásætt­an­lega stór hluti hvala sem eru veiddir í atvinnu­skyni heyi lang­dregið dauða­stríð. Mik­il­vægt er að skera úr um þetta með því að afla betri gagna.“

Svan­dís benti á að við veiðar væri aldrei hægt að tryggja að aflífun eigi sér stað við fyrsta skot, hvort sem verið sé að veiða hvali, fugla eða hrein­dýr. Verk­lags­reglur við hval­veiðar kveði þó skýrt á um að ef skot geigar skuli draga hval að borði og aflífa sem fyrst með skoti í heila.

Svandís Svavarsdóttir.

„Hvorki ráðu­neyt­ið, né und­ir­stofn­arnir þess, hafa upp­lýs­ingar um hvort svo sé gert. Því þarf að breyta og þess vegna hef ég sett í Sam­ráðs­gátt stjórn­valda drög að reglu­gerð sem skyldar þau sem hafa leyfi til stór­hval­veiða að til­nefna einn úr áhöfn­inni sem dýra­vel­ferð­ar­full­trú­a.“

Sam­kvæmt drög­unum skal hann bera ábyrgð á því að rétt sé staðið að vel­ferð hvala við veið­ar, með því að halda skrá yfir allar aðgerðir er varða veið­arn­ar, mynda þær á mynd­band og skrá þær nið­ur. Þessum gögnum skal svo komið til eft­ir­lits­dýra­læknis eftir hverja veiði­ferð og skal hann ganga úr skugga um að ákvæði laga um vel­ferð dýra hafi verið fylgt. Komi eitt­hvað þar í ljós sem bendir til þess að ákvæði laga um vel­ferð dýra séu ekki virt er það á hendi Mat­væla­stofn­unar að meta það hvort vísa skuli mál­inu til lög­reglu.

„Ég held að við höfum safnað nægum sönn­un­ar­gögn­um,“ er haft eftir Arne í til­kynn­ingu Hard to Port í morg­un. „Það er eng­inn vafi að veiðar á þessum stóru sjáv­ar­spen­dýrum brjóta gegn lögum og reglum um dýra­vel­ferð. Myndefni okkar talar fyrir sig sjálft og við erum til­búin að afhenta það ábyrgum yfir­völd­um, fari þau fram á það.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent