Halli sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk þrefaldaðist á þremur árum

Rekstrarhalli íslenskra sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk þrefaldaðist á jafnmörgum árum og var tæpir 9 milljarðar árið 2020. Til stendur að skipa starfshóp um tillögur varðandi kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga vegna málaflokksins.

Húsnæði í Reykjavík
Auglýsing

Sam­kvæmt sam­komu­lagi milli ríkis og sveit­ar­fé­laga um til­færslu þjón­ustu við fatlað fólk frá 2010 var álagn­ing­ar­pró­senta útsvars í lögum um tekju­stofna sveit­ar­fé­laga hækkuð um 1,2 pró­sentu­stig til að mæta þeim kostn­aði sem félli til hjá sveit­ar­fé­lög­unum við yfir­töku á þjón­ustu við fatlað fólk. Tíu árum síð­ar, árið 2020, var rekstr­ar­nið­ur­staða íslenskra sveit­ar­fé­laga vegna þjón­ust­unnar orðin nei­kvæð um 8,9 millj­arða króna og hafði rekstr­ar­hall­inn þre­fald­ast frá árinu 2018.

Þetta kemur fram í skýrslu starfs­hóps um grein­ingu á kostn­að­ar­þróun í þjón­ustu við fatlað fólk árin 2018-2020 sem birt var á vef stjórn­ar­ráðs­ins í gær, en hún var hluti af stærri skýrslu um heild­ar­end­ur­skoðun laga um þjón­ustu við fatlað fólk með langvar­andi stuðn­ings­þarf­ir. Skýrsl­urnar voru birtar með yfir­lýs­ingu um stofnun nýs starfs­hóps sem á að móta til­lögur varð­andi kostn­að­ar­skipt­ingu ríkis og sveit­ar­fé­laga vegna þjón­ustu við fatlað fólk. Stofnun starfs­hóps­ins var sam­þykkt á rík­is­stjórn­ar­fundi í gær, föstu­dag, og mun Guð­mundur Ingi Guð­brands­son félags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra sjá um að skipa starfs­hóp­inn.

Auglýsing

Hækkun álags­pró­sentu útsvars í lögum um tekju­stofna sveit­ar­fé­laga árið 2010 grund­vall­að­ist á mati á kostn­aði hjá rík­i­s­jóði við þjón­ust­una árin 2008 og 2009 og áætl­aðri fjölgun not­enda, en þá var gert ráð fyrir að jafn­vægi yrði náð með 1.100 not­end­um, sem var fjölgun um rúm 20% frá 2009 þegar not­endur voru 919, en vegna mik­ils kostn­að­ar­auka hjá sveit­ar­fé­lög­unum hefur síðan meðal ann­ars útsvarspró­sentan verið hækk­uð, auk þess sem rík­is­sjóður jók hlut­fall skatt­tekna til Jöfn­un­ar­sjóðs til úthlutnar til sveit­ar­fé­laga vegna mála­flokks­ins.

Not­endum fjölg­aði um 3 pró­sent en gjöld juk­ust um 35

Á árunum sem skýrsla um kostn­að­ar­þróun í þjón­ustu við fatlað fólk fjallar um, 2018 til 2020, fjölg­aði not­endum um minna en 3% úr 1.241 árið 2018 í 1.275 árið 2020, en eins og áður segir jókst rekstr­ar­hall­inn þrefalt, um 300% úr tæpum 3 millj­örðum í tæpa 9 millj­arða króna. Gjöld vegna þjón­ustar við fatlað fólk juk­ust um 35,1% á sama tíma og tekjur juk­ust aðeins um 12,9%.

Í auknum kostn­aði á tíma­bil­inu vega einna hæst laun og launa­tengd gjöld, sem hækk­uðu um 34% úr 15,8 millj­örðum í 21,1 millj­arð króna, og í skýrsl­unni er sú ályktun dregin að magn­breyt­ingar og auknar kröfur um þjón­ustu vegi þungt í auknum launa­kostn­aði, en laun eru langstærsti útgjalda­liður sveit­ar­fé­laga vegna þjón­ustu við fatl­aða í búsetu­úr­ræð­um, eða 84-85%. Þá er gert ráð fyrir tals­verðri hækkun útgjalda í mála­flokknum á næstu árum vegna áætl­ana um að leggja niður her­bergja­sam­býli og gefa fötl­uðu fólki þess í stað kost á að búa í eigin íbúð með það að mark­miði að ein­stak­ling­svæða þjón­ust­una.

Það er því ljóst að útsvar og greiðslur úr Jöfn­un­ar­sjóði standa ekki undir þeirri þróun sem á sér stað í mál­efnum fatl­aðs fólks, en áætlað er að starfs­hópur um kostn­að­ar­skipt­ingu ríkis og sveit­ar­fé­laga vegna þjón­ustu við fatlað fólk skili til­lögum fyrir 15. októ­ber 2022.

Í skýrslu starfs­hóps um heild­ar­end­ur­skoðun laga um þjón­ustu við fatlað fólk með langvar­andi stuðn­ings­þarfir koma fram fjöl­margar til­lögur sem skipt­ast á mörg mála­svið, þ.e. hús­næð­is- og búsetu­mál, atvinnu­mál, not­enda­stýrða per­sónu­lega aðstoð (NPA), hvernig staðið er að sam­ráði aðila og mat á stuðn­ings­þörf. Mun félags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neytið rýna efni þeirra til­lagna og gera til­lögu um frek­ari úrvinnslu og næstu skref, að því er fram kemur í til­kynn­ingu Stjórn­ar­ráðs­ins. Við þá vinnu verði ákvæði í samn­ingi Sam­ein­uðu þjóð­anna um rétt­indi fatl­aðs fólks og Heims­mark­miða Sam­ein­uðu þjóð­anna höfð til hlið­sjón­ar. „Skýrsla starfs­hóps­ins er mik­il­vægt inn­legg í vinnu við lög­fest­ingu samn­ings Sam­ein­uðu þjóð­anna um rétt­indi fatl­aðs fólks, en kveðið er á um lög­fest­ingu hans í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonur mannsins með leppinn: „Svona flúði ég vígasamtök föður míns“
Dakota Adams, sonur leiðtoga vígasamtakanna the Oath Keepers, ólst upp við að heimsendir væri í nánd og að öruggast væri að klæðast herklæðum og eiga sem flestar byssur. Dakota tókst að frelsa móður sína og yngri systkini frá heimilisföðurnum.
Kjarninn 5. desember 2022
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf hjá Veitum.
Aðstoðarmaður borgarstjóra ráðinn, án auglýsingar, í nýja yfirmannsstöðu hjá Veitum
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf þróunar- og viðskiptastjóra hjá Veitum, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur. Starfið var ekki auglýst, samkvæmt svari sem Kjarninn fékk frá Orkuveitunni.
Kjarninn 5. desember 2022
María Heimisdóttir.
María hættir – Vill ekki taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun
María Heimisdóttir hefur sagt upp störfum sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hún segist ekki vilja taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun.
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Migration and Integration in the Era of Climate Change
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Fólksflutningar og samþætting á tímum loftslagsbreytinga
Kjarninn 5. desember 2022
Helga Árnadóttir hannar og myndskreytir Lestar Flóðhesta
Lestrar Flóðhestar eru fjölskylduverkefni
Lestrar Flóðhestar eru ný spil fyrir börn sem eru að taka sín fyrstu skref í lestri. „Okkur fannst vanta eitthvað fjörugt og skemmtilegt í lestrarúrvalið fyrir byrjendur,“ segir Helga Árnadóttir sem hannar og myndskreytir spilin.
Kjarninn 5. desember 2022
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
„Þetta er bara eins og að fara með rangt barn heim af róló“
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi skaut föstum skotum að forsvarsmönnum Bankasýslunnar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og sakaði Lárus Blöndal um að hafa talað gegn betri vitund er hann sjálfur kom fyrir nefndina.
Kjarninn 5. desember 2022
Þórður Snær Júlíusson
Er Tene nýju flatskjáirnir eða eru kerfin og þeir sem stjórna þeim kannski vandamálið?
Kjarninn 5. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent