Halli sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk þrefaldaðist á þremur árum

Rekstrarhalli íslenskra sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk þrefaldaðist á jafnmörgum árum og var tæpir 9 milljarðar árið 2020. Til stendur að skipa starfshóp um tillögur varðandi kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga vegna málaflokksins.

Húsnæði í Reykjavík
Auglýsing

Sam­kvæmt sam­komu­lagi milli ríkis og sveit­ar­fé­laga um til­færslu þjón­ustu við fatlað fólk frá 2010 var álagn­ing­ar­pró­senta útsvars í lögum um tekju­stofna sveit­ar­fé­laga hækkuð um 1,2 pró­sentu­stig til að mæta þeim kostn­aði sem félli til hjá sveit­ar­fé­lög­unum við yfir­töku á þjón­ustu við fatlað fólk. Tíu árum síð­ar, árið 2020, var rekstr­ar­nið­ur­staða íslenskra sveit­ar­fé­laga vegna þjón­ust­unnar orðin nei­kvæð um 8,9 millj­arða króna og hafði rekstr­ar­hall­inn þre­fald­ast frá árinu 2018.

Þetta kemur fram í skýrslu starfs­hóps um grein­ingu á kostn­að­ar­þróun í þjón­ustu við fatlað fólk árin 2018-2020 sem birt var á vef stjórn­ar­ráðs­ins í gær, en hún var hluti af stærri skýrslu um heild­ar­end­ur­skoðun laga um þjón­ustu við fatlað fólk með langvar­andi stuðn­ings­þarf­ir. Skýrsl­urnar voru birtar með yfir­lýs­ingu um stofnun nýs starfs­hóps sem á að móta til­lögur varð­andi kostn­að­ar­skipt­ingu ríkis og sveit­ar­fé­laga vegna þjón­ustu við fatlað fólk. Stofnun starfs­hóps­ins var sam­þykkt á rík­is­stjórn­ar­fundi í gær, föstu­dag, og mun Guð­mundur Ingi Guð­brands­son félags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra sjá um að skipa starfs­hóp­inn.

Auglýsing

Hækkun álags­pró­sentu útsvars í lögum um tekju­stofna sveit­ar­fé­laga árið 2010 grund­vall­að­ist á mati á kostn­aði hjá rík­i­s­jóði við þjón­ust­una árin 2008 og 2009 og áætl­aðri fjölgun not­enda, en þá var gert ráð fyrir að jafn­vægi yrði náð með 1.100 not­end­um, sem var fjölgun um rúm 20% frá 2009 þegar not­endur voru 919, en vegna mik­ils kostn­að­ar­auka hjá sveit­ar­fé­lög­unum hefur síðan meðal ann­ars útsvarspró­sentan verið hækk­uð, auk þess sem rík­is­sjóður jók hlut­fall skatt­tekna til Jöfn­un­ar­sjóðs til úthlutnar til sveit­ar­fé­laga vegna mála­flokks­ins.

Not­endum fjölg­aði um 3 pró­sent en gjöld juk­ust um 35

Á árunum sem skýrsla um kostn­að­ar­þróun í þjón­ustu við fatlað fólk fjallar um, 2018 til 2020, fjölg­aði not­endum um minna en 3% úr 1.241 árið 2018 í 1.275 árið 2020, en eins og áður segir jókst rekstr­ar­hall­inn þrefalt, um 300% úr tæpum 3 millj­örðum í tæpa 9 millj­arða króna. Gjöld vegna þjón­ustar við fatlað fólk juk­ust um 35,1% á sama tíma og tekjur juk­ust aðeins um 12,9%.

Í auknum kostn­aði á tíma­bil­inu vega einna hæst laun og launa­tengd gjöld, sem hækk­uðu um 34% úr 15,8 millj­örðum í 21,1 millj­arð króna, og í skýrsl­unni er sú ályktun dregin að magn­breyt­ingar og auknar kröfur um þjón­ustu vegi þungt í auknum launa­kostn­aði, en laun eru langstærsti útgjalda­liður sveit­ar­fé­laga vegna þjón­ustu við fatl­aða í búsetu­úr­ræð­um, eða 84-85%. Þá er gert ráð fyrir tals­verðri hækkun útgjalda í mála­flokknum á næstu árum vegna áætl­ana um að leggja niður her­bergja­sam­býli og gefa fötl­uðu fólki þess í stað kost á að búa í eigin íbúð með það að mark­miði að ein­stak­ling­svæða þjón­ust­una.

Það er því ljóst að útsvar og greiðslur úr Jöfn­un­ar­sjóði standa ekki undir þeirri þróun sem á sér stað í mál­efnum fatl­aðs fólks, en áætlað er að starfs­hópur um kostn­að­ar­skipt­ingu ríkis og sveit­ar­fé­laga vegna þjón­ustu við fatlað fólk skili til­lögum fyrir 15. októ­ber 2022.

Í skýrslu starfs­hóps um heild­ar­end­ur­skoðun laga um þjón­ustu við fatlað fólk með langvar­andi stuðn­ings­þarfir koma fram fjöl­margar til­lögur sem skipt­ast á mörg mála­svið, þ.e. hús­næð­is- og búsetu­mál, atvinnu­mál, not­enda­stýrða per­sónu­lega aðstoð (NPA), hvernig staðið er að sam­ráði aðila og mat á stuðn­ings­þörf. Mun félags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neytið rýna efni þeirra til­lagna og gera til­lögu um frek­ari úrvinnslu og næstu skref, að því er fram kemur í til­kynn­ingu Stjórn­ar­ráðs­ins. Við þá vinnu verði ákvæði í samn­ingi Sam­ein­uðu þjóð­anna um rétt­indi fatl­aðs fólks og Heims­mark­miða Sam­ein­uðu þjóð­anna höfð til hlið­sjón­ar. „Skýrsla starfs­hóps­ins er mik­il­vægt inn­legg í vinnu við lög­fest­ingu samn­ings Sam­ein­uðu þjóð­anna um rétt­indi fatl­aðs fólks, en kveðið er á um lög­fest­ingu hans í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir ofsagróða stórútgerða hafa ruðningsáhrif – „Þjóðin fær ekki réttlátan hlut í arðinum“
Þingmaður Samfylkingarinnar spurði matvælaráðherra á þingi i dag hvort hún hygðist leggja fram frumvarp um breytingar á lögum sem vinna gegn samþjöppun í sjávarútveginum. Ráðherrann telur mikilvægt að grafast fyrir um þessi mál.
Kjarninn 16. maí 2022
Anna Sigríður Jóhannsdóttir
„Með hækkandi sól“
Kjarninn 16. maí 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Ítreka stuðning við ákvörðun Finnlands og Svíþjóðar að sækja um aðild að NATO
Forsætisráðherrar Íslands, Danmerkur og Noregs hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segja að ríkin muni aðstoða Finnland og Svíþjóð með öllum ráðum verði öryggi þeirra ógnað áður en aðild að Atlantshafsbandalaginu gengur í gildi.
Kjarninn 16. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ fékk fjóra bæjarfulltrúa kjörna í svietarstjórnakosningum um helgina og er í lykilstöðu við myndun meirihluta.
Framsóknarflokkur sagður horfa til samstarfs með öðrum en Sjálfstæðisflokki í Mosfellsbæ
Samkvæmt heimildum Kjarnans telur Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ niðurstöður kosninganna ákall frá kjósendum um að binda enda á stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins. Þetta er í fyrsta sinn í rúm 50 ár sem flokkurinn er ekki sá stærsti í bænum.
Kjarninn 16. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er oddviti Viðreisnar.
Þórdís Lóa útilokar ekki meirihlutasamstarf við Sjálfstæðisflokk og Framsókn
Þótt þrír af flokkunum sem standa að fráfarandi meirihluta ætli að fylgjast að í komandi viðræðum útilokar oddviti Viðreisnar og eini borgarfulltrúi þess flokks ekki að mynda annars konar meirihluta. Það opnar glufu fyrir Sjálfstæðisflokkinn að völdum.
Kjarninn 16. maí 2022
BJörgunarmenn að störfum í Durban eftir gríðarleg flóð.
Hamfarir í Suður-Afríku tvöfalt líklegri vegna loftslagsbreytinga
Ef veðurfar væri svipað nú og það var fyrir iðnbyltingu myndu hamfarir á borð við þær sem kostuðu 435 manneskjur lífið í Suður-Afríku í apríl eiga sér stað á 40 ára fresti en ekki einu sinni á hverjum tuttugu árum.
Kjarninn 16. maí 2022
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, skrifar undir umsögnina ásamt aðalhagfræðingi samtakanna.
Samtök iðnaðarins vilja framlengja milljarða króna endurgreiðslur vegna byggingavinnu
Þegar kórónuveirufaraldurinn skall á voru endurgreiðslur vegna „Allir vinna“ átaksins hækkaðar upp í 100 prósent. Á tæpum tveimur árum kostaði það ríkissjóð 16,5 milljarða króna í tekjum sem voru ekki innheimtar.
Kjarninn 16. maí 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – iPod lagður til grafar
Kjarninn 16. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent