Kossabrúin

Kossabrúin svonefnda milli Nýhafnarinnar og Kristjánshafnar í Kaupmannahöfn er aðeins 6 ára gömul. Við smíði hennar fór allt sem hugsast gat úrskeiðis. Nú þarf að ráðast í kostnaðarsamar viðgerðir á brúnni.

Skömmu eftir að brúin milli Nýhafnar og Kristjánshafnar var opnuð.
Skömmu eftir að brúin milli Nýhafnar og Kristjánshafnar var opnuð.
Auglýsing

Óhætt er að full­yrða að borg­ar­yf­ir­völd í Kaup­manna­höfn hafi andað léttar þegar klippt hafði verið á snúr­una sem mark­aði opnun nýrrar brúar í borg­inni 7. júlí árið 2016. Saga brú­ar­smíð­innar var þyrnum stráð, að ekki sé meira sagt, en nú voru vand­ræðin að baki. Að flestir töldu.

Fljót­lega eftir að óperu­hús­ið, Operaen á Hólm­anum (Krist­jáns­höfn) var tekið í notkun í árs­byrjun 2005 var farið að ræða nauð­syn þess að byggja brú frá Nýhafn­ar­svæð­inu yfir á Krist­jáns­höfn. Óperu­húsið var óneit­an­lega nokkuð úr leið og ein­angrað frá mið­borg­inni. Brú úr Nýhöfn­inni, ásamt minni tengi­brúm myndi bæta úr þessu. Skipa­kóng­inum Mærsk Mc-K­inney Møller (1913 – 2012) sem hafði gefið dönsku þjóð­inni óperu­hús­ið, og skipt sér af öllu við hönnun þess, leist ekki nema miðl­ungi vel á þessa brú­ar­hug­mynd. Hann taldi brú skyggja á óperu­hús­ið, þótt hann segð­ist skilja þörf­ina fyrir greið­ari aðgang. Hann bauðst til að leggja stórfé í brú­ar­smíð­ina að upp­fylltum til­teknum skil­yrð­um, um hæð og fleira. Borgin þáði boð hans og form­leg ákvörðun um brú­ar­smíð­ina var tekin snemma árs 2008. Brúin skyldi vera göngu- og hjóla­brú og til­búin árið 2013. Skipa­kóng­ur­inn féll frá árið 2012 og þá var langt í að brúin yrði til­bú­in.

Auglýsing

Sam­keppni um hönn­un­ina

Efnt var til sam­keppni um hönnun brú­ar­inn­ar, og tveggja tengi­brúa. 20 arki­tekta­stofur tóku þátt í sam­keppn­inni og til­laga Pól­verj­ans Cez­ary Bedn­arski varð fyrir val­inu. Bedn­ar­ski, sem býr og starfar í London, hefur teiknað fjöl­margar þekktar bygg­ingar og mann­virki víða um heim. Verk­fræð­ing­ur­inn Ian Firth var sam­starfs­maður Bedn­arski við hönn­un­ina. Þýsk arki­tekta­stofa hann­aði tengi­brýrnar sem eru þrjár.

Mjög flókið verk­efni

Frá upp­hafi var ákveðið að brú­in, sem form­lega heitir Ind­er­havns­broen, yrði opn­an­leg, fyrir skip. Bedn­arski ákvað, í sam­vinnu við Firth verk­fræð­ing, að brúin yrði ekki hefð­bundin vindu­brú þar sem hluti brú­ar­g­ólfs­ins lyft­ist þegar skip færu um. Mið­hluti brú­ar­inn­ar, 50 metra lang­ur, yrði tví­skiptur (hvor hluti um 250 tonn að þyngd). Þeir myndu drag­ast inn undir brú­ar­sporð­ana þegar opnað væri fyrir skip. Þegar brúin lok­ast mæt­ast þessir tveir fær­an­legu hlutar og brúin lok­ast. Þetta fyr­ir­komu­lag hafði ein­ungis einu sinni verið notað áður. Danir segja að brú­ar­end­arnir kyss­ist og þaðan kemur við­ur­nefnið „Kossa­brú­in“. Brúin fékk reyndar einnig annað við­ur­nefni, meira um það síð­ar. Bedn­arski arki­tekt sagði í við­tali við dag­blaðið Berl­ingske árið 2013 að sér hefði strax orðið ljóst að verk­efnið yrði mjög flók­ið. Hann hafði ekki tekið of djúpt í árinni.

Allt leit vel út í byrjun

Í árs­lok 2009 var til­kynnt að verk­taka­fyr­ir­tækið Phil & Søn hefði átt hag­stæð­asta til­boð­ið. Gert var ráð fyrir að kostn­að­ur­inn næmi um það bil 200 millj­ónum danskra króna og verk­inu yrði lokið árið 2013, eins og áður var nefnt. Tækni­deild Kaup­manna­hafn­ar­borgar skyldi hafa yfir­um­sjón með verk­inu í sam­vinnu við Phil & Søn og fjöl­marga und­ir­verk­taka. Allt hljóm­aði þetta vel en var þegar til kom afar taf­samt, því marga hluti varð að bera undir kjörna borg­ar­full­trúa, áður en end­an­leg ákvörðun lá fyr­ir. Í októ­ber 2011 hófust fram­kvæmdir við fyrsta hluta verks­ins, und­ir­stöðustólpa beggja vegna kanals­ins.

Mun meiri umferð er um brúna en áætlað var við byggingu. Ljósmynd: News Oresund

Babb í bát­inn

Vorið 2012 tóku starfs­menn sem voru að setja upp vinnu­palla öðru megin kanals­ins eftir því að stólp­arn­ir, sem búið var að steypa virt­ust of háir, miðað við vinnu­pall­ana. Stólpana hinum megin kanals­ins var ekki búið að steypa. Starfs­mönn­unum hafði ekki mis­sýn­st, til­búnu stólp­arnir voru rúm­lega hálfum metra of háir, teikn­ing­arnar sem unnið var eftir voru rang­ar. Langan tíma tók að stytta háu stólpana og ljóst að brúin yrði ekki til­búin á til­settum tíma. Verkið mjak­að­ist þó áfram en í mars 2013 komu fram alvar­legir gallar á miðju­hlut­unum tveim­ur, þeim opn­an­legu, sem gerðir voru úr stáli. Skömmu síðar komu í ljós gallar í steyp­unni í brú­ar­gólf­inu. Þessir erf­ið­leikar voru bara byrj­un­in.

Gjald­þrot, flóð og gallar í burð­ar­virki

Í ágúst 2013 varð verka­taka­fyr­ir­tækið Phil & Søn gjald­þrota, það tengd­ist ekki brú­ar­smíð­inni. Þá varð að finna nýjan verk­taka og á meðan sú leit stóð yfir gerð­ist það, í des­em­ber 2013, að storm­ur­inn Bodil gekk yfir Dan­mörku og olli víða skemmd­um. Tvær vélar í öðru vél­ar­rúmi nýju brú­ar­innar eyðilögð­ust.

Nýr verk­taki en ekki allt búið enn

Í byrjun árs 2014 var til­kynnt að nýr verk­taki, Valmont SM hefði verið ráð­inn til brú­ar­smíð­inn­ar. Eng­inn vissi þá, hvenær verk­inu lyki en kostn­að­ur­inn var kom­inn í 100 millj­ónir danskra króna (2 millj­arðar íslenskir) fram úr áætl­un. Og eins og þetta væri nú ekki nóg til­kynnti Valmont SF að þeir hlutar burð­ar­virk­is­ins sem reynd­ust gall­aðir (árið 2013) og þurfti að skipta út yrðu ekki til­búnir á til­settum tíma. Í ágúst 2015 voru miðju­hlut­arnir tveir komnir á sinn stað. Þá kom í ljós að bún­aður til að draga miðju­hlut­ana inn undir brú­ar­sporð­ana, og opna þannig brúna, voru ekki nægi­lega sterk­byggð­ir. Hjólin sem áttu að renna í þar til gerðum brautum moln­uðu og brú­ar­end­arnir stóð­ust ekki á. Þetta varð gár­ungum til­efni við­ur­nefnis brú­ar­inn­ar, köll­uðu hana skökku brúna. Eitt dag­blað­anna sagði þetta við­ur­nefni til­vísun í að frá brúnni er stutt í Krist­jan­íu.

Umferðin miklu meiri en gert var ráð fyrir

Þann 1. júlí 2016 var brúin tekin í notk­un, með borða­klipp­ingum og ræðu­höld­um. Fljótt kom í ljós að umferðin var miklu meiri en fyr­ir­fram var búist við og nú fara dag­lega um 20 þús­und manns gang­andi yfir brúna og litlu færri hjólandi. Brúin er sem sé mik­il­vægur hlekkur í sam­göngu­kerfi Kaup­manna­hafnar og nýtur sömu­leiðis mik­illa vin­sælda ferða­manna.

Brúin séð frá Nyhavn. Í bakgrunn má sjá hús Nordatlantens Brygge, sem meðal annars hýsir Íslenska sendiráðið í Kaupmannahöfn. Ljósmynd: Riccardo Ghinelli

Ýmsir gallar

Stundum er sagt að engin sé rós án þyrna. Þannig er það með Kossa­brúna. Fljótt kom í ljós að yfir­borð brú­ar­innar var hált í bleytu og bein­línis hættu­legt fyrir hjól­reiða­menn sem flestir eru að flýta sér. Úr þessu hefur verið bætt með nýju yfir­borðs­efni. Þá hefur verið gagn­rýnt að bratt­inn frá brú­ar­sporð­unum inná brúna sé allt of mik­ill, þessu er ekki auð­velt að breyta og hjól­reiða­menn neyð­ast ein­fald­lega til að stíga fastar á pedal­ana. Sömu­leiðis kom fljótt í ljós, eftir að brúin var tekin í notk­un, að ekki var nógu greini­legt, Nýhafn­ar­meg­in, hvar gang­andi áttu að halda sig þegar komið var að, eða af, brúnni. Það teng­ist kannski því að umferðin er miklu meiri en búist var við. Nú hefur verið ráðin bót á þessum ann­marka, að miklu leyti að minnsta kosti.

Þörf á miklum við­gerðum

Eins og getið var um í upp­hafi þessa pistils er brúin nú 6 ára göm­ul. Það telst ekki hár aldur mann­virkis en eigi að síður er þörf á umtals­verðum við­gerðum á hluta brú­ar­inn­ar. Það er fyrst og fremst miðju­hlut­inn, þessi sem dregst undir enda­hlut­ana sem veldur vand­ræð­um. Þessi bún­aður hefur aldrei verið í góðu lagi, og nú er svo komið að hafn­ar­yf­ir­völd ótt­ast að að því geti komið að ekki verði hægt að opna brúna, fyrir skip, þegar þörf er á . Kostn­að­ur­inn við þetta er áætl­aður 27 millj­ónir króna (500 millj­ónir íslenskar) en sér­fræð­ingar sem dönsku fjöl­miðl­arnir hafa rætt við telja að það sé van­á­ætl­að. Þessum við­gerðum á að ljúka árið 2024. Rétt er að geta þess að þessar fram­kvæmdir hafa ekki áhrif á umferð gang­andi og hjólandi um brúna.

Í lokin má nefna að arki­tekt­inn Cez­ary Bedn­arski sagði í við­tali við dag­blaðið Berl­ingske árið 2016, að brúin væri sér­kenni­leg­asta verk­efni sem hann hefði unnið að á þeim 37 árum sem hann hefði starfað sem arki­tekt. Hann myndi nota brúna sem dæmi um hvernig ekki ætti að standa að fram­kvæmd­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Komdu í leirkerið 请君入瓮
Kjarninn 6. október 2022
Jón Björnsson, forstjóri Origo.
Eigið fé Origo margfaldast við söluna í Tempo fyrir 28 milljarða króna
Árið 2009 stofnuðu starfsmenn TM Software lítið hugbúnaðarfyrirtæki, sem nefnt var Tempo. Í dag er það metið á 85,4 milljarða króna og Origo var að selja hlut sinn í því á 28 milljarða króna. Við það fer eigið fé Origo úr níu milljörðum í 31 milljarða.
Kjarninn 6. október 2022
Kjartan Magnússon borgarfulltrúi bar tillöguna fram í borgarstjórn.
Borgarhverfi framtíðarinnar eða loftslagsskógur á Geldinganesi?
Tillögu sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur um að skipuleggja Geldinganes undir íbúabyggð var hafnað á fundi borgarstjórnar á þriðjudag. Afar mismunandi sjónarmið komu fram um það hvernig skyldi nýta nesið til framtíðar.
Kjarninn 5. október 2022
Jón Daníelsson
Ósvífinn endurupptökudómur
Kjarninn 5. október 2022
Samkeppniseftirlitinu falið að kortleggja stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi
Matvælaráðuneytið mun fá skýrslu um stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi afhenta fyrir lok næsta árs. Þar verða eignatengsl sjávarútvegsfyrirtækja sem hafa fengið ákveðið umfang aflaheimilda úthlutað, og áhrifavald eigenda þeirra, kortlögð.
Kjarninn 5. október 2022
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og formaður Sósíaldemókrataflokksins.
Kosið til þings í Danmörku 1. nóvember – Frederiksen vill mynda breiða ríkisstjórn
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti á blaðamannafundi í morgun að þingkosningar yrðu haldnar í landinu 1. nóvember, eða eftir tæpar fjórar vikur.
Kjarninn 5. október 2022
Heiðrún Jónsdóttir.
Heiðrún ráðin framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja
Katrín Júlíusdóttir hætti skyndilega sem framkvæmdastjóri SFF um síðustu mánaðamót. Nú hefur nýr framkvæmdastjóri verið ráðinn og hún hefur þegar hafið störf.
Kjarninn 5. október 2022
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 30. þáttur: „Hnattræni þróunariðnaðurinn er mjög yfirgrípandi hugtak yfir mjög fjölbreytilegan geira“
Kjarninn 5. október 2022
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar