Frumvarp sem lætur fjármagnseigendur borga útsvar til sveitarfélaga lagt fram í apríl

Fjármála- og efnahagsráðherra ætlar að leggja fram frumvarp á yfirstandandi þingi sem felur í sér að þeir sem hafa eingöngu fjármagnstekjur reikni sér endurgjald og greiði þannig útsvar. Hingað til hefur þessi hópur ekki greitt skatta til sveitarfélaga.

Áform um að leggja útsvar á þá sem eru einvörðungu með fjármagnstekjur rataði inn í stjórnarsáttmálann. Bjarni Benediktsson mun leggja fram frumvarp þess efnis næsta vor.
Áform um að leggja útsvar á þá sem eru einvörðungu með fjármagnstekjur rataði inn í stjórnarsáttmálann. Bjarni Benediktsson mun leggja fram frumvarp þess efnis næsta vor.
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, hyggst leggja fram frum­varp til breyt­inga á lögum um tekju­skatt í apríl næst­kom­andi sem felur meðal ann­ars í sér að þeir sem hafa ein­göngu fjár­magnstekjur verði gert að greiða útsvar til sveit­ar­fé­laga. 

Þetta kemur fram í þing­mála­skrá rík­is­stjórn­ar­innar fyrir kom­andi þing­vet­ur. Þar segir að með frum­varp­inu verði lagðar til end­ur­skoð­aðar og ein­fald­ari reglur um reiknað end­ur­gjald í atvinnu­rekstri eða sjálf­stæðri starf­semi aðila í eigin rekstri með það að mark­miði að varna mis­munun í skatt­lagn­ingu úttekta eig­enda úr félög­um. „Þá verður reglu­verk í kringum tekju­til­flutn­ing tekið til end­ur­skoð­unar til að tryggja að þau sem hafa ein­göngu fjár­magnstekjur reikni sér end­ur­gjald og greiði þannig útsvar.“

Lengi hefur verið kallað eftir því víða að ráð­ist verði í þessa kerf­is­breyt­ingu og þeir sem hafi ein­vörð­ungu fjár­magnstekj­ur, og greiða af þeim 22 pró­sent skatt, verði líka gert að greiða útsvar. Á meðal þeirra sem það hafa gert er Drífa Snædal, þáver­andi for­seti Alþýðu­sam­bands Íslands. Árið 2019 lét hún hafa það eftir sér að það væri „óþol­andi að sumir séu í aðstöðu til að bein­línis velja að greiða ekki skatta til sveit­­­ar­­­fé­laga. Við hin borgum þá í stað­inn leik­­­skóla, grunn­­­skóla, göt­u­lýs­ingu, gist­i­­­skýli, menn­ing­­­ar­­­stofn­an­ir, umönnun aldr­aðra og veikra og allt annað sem útsvarið okkar fer í.“ 

Auglýsing
Þar var Drífa að bregð­ast við til­lögu Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur, borg­ar­full­trúa Sós­í­alista­flokks Íslands, sem lögð var fram í borg­ar­stjórn og í fólst að fela þeim borg­­ar­­full­­trúum sem sitja fyrir hönd Reykja­vík­­­ur­­borgar í stjórn Sam­­bands íslenskra sveit­­ar­­fé­laga að leggja fyrir stjórn þess, til­­lögu um álagn­ingu útsvars á fjár­­­magnstekj­­ur. Borg­ar­stjórn sam­þykkti til­lög­una fyrir þremur árum síð­an.

Borg­ar­full­trúar Sjálf­stæð­is­flokks­ins lögð­ust gegn til­lög­unni. Í bókun þeirra sagði: „Þessi til­laga er skatta­hækk­un­ar­til­laga.“

Katrín segir tíma aðgerða kom­inn

Málið var tekið upp í síð­ustu stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­um. Það rataði í kjöl­farið inn í stjórn­­­­­­­­­­­­­ar­sátt­­­­­­­mála rík­­­­­­­is­­­­­­­stjórn­­­­­­­­­­­­­ar­innar frá 30. nóv­­­­­­­em­ber 2021. Þar segir að reglu­verk í kringum tekju­til­­­­­­­flutn­ing yrði „tekið til end­­­­­­­ur­­­­­­­skoð­unar til að tryggja að þau sem hafa ein­­­­­­­göngu fjár­­­­­­­­­­­­­magnstekjur reikni sér end­­­­­­­ur­­­­­­­gjald og greiði þannig útsvar.“

Katrín Jak­obs­dóttir, for­­manns Vinstri grænna og for­­sæt­is­ráð­herra, ræddi þetta mál í ræðu á flokks­ráðs­fundi flokks síns á Ísa­­firði í síð­asta mán­uði. Þar sagði hún að Vinstri græn myndu halda áfram að vinna að rétt­lát­­­ara skatt­­­kerfi á Íslandi. „Nú er kom­inn tími til að breyta skatt­lagn­ingu þeirra sem fyrst og fremst hafa fjár­­­­­magnstekjur og tryggja að þau greiði sann­­­gjarnan hlut í útsvar til sveit­­­ar­­­fé­lag­anna til að fjár­­­­­magna þau mik­il­vægu verk­efni sem þau sinna ekki síst í félags- og vel­­­ferð­­­ar­­­þjón­ust­u. Um það hefur verið talað í tutt­ugu ár en nú er kom­inn tími aðgerða.“

Efsta tíundin tekur til sín 81 pró­­sent fjár­­­magnstekna

Fjár­­­­­­­­­magnstekjur eru þær tekjur sem ein­stak­l­ingar hafa af eignum sín­­­­­um. Þær eru til að mynda vext­ir, arð­­­­­ur, sölu­hagn­aður eða leig­u­­­­­tekjur af lausafé og af útleigu á fast­­­­­eign­­­­­um. Þeir sem fá mestar fjár­­­­­­­magnstekjur á Íslandi eru því sá hópur ein­stak­l­inga sem á flest hluta­bréf og flestar fast­­­­eign­­­­ir. Sá hópur sem hefur sankað að sér flestum eign­­­­um. 

Sá hópur sem jók fjár­­­­­magnstekjur sínar mest í fyrra var allra tekju­hæsta tíund lands­­­manna. Kjarn­inn greindi frá því í júlí að í grein­ingu á álagn­ingu opin­berra gjalda ein­stak­l­inga eftir tekju­­­­­tí­und­um, sem Bjarni kynnti á rík­­­­­is­­­­­stjórn­­­­­­­­­ar­fundi 22. júní síð­­­­­ast­lið­inn, hafi komið fram að þau tíu pró­­­­­sent lands­­­­­manna sem höfðu mestar fjár­­­­­­­­­magnstekjur á síð­­­­­asta ári hafi tekið til sín 81 pró­­­­­sent allra fjár­­­­­­­­­magnstekna ein­stak­l­inga á árinu 2021. 

Alls höfðu ein­stak­l­ingar 181 millj­­­­­arð króna í fjár­­­­­­­­­magnstekjur í fyrra og því liggur fyrir að efsta tíund­in, sem telur nokkur þús­und fjöl­­­­­skyld­­­­­ur, var með tæp­­­­­lega 147 millj­­­­­arða króna í fjár­­­­­­­­­magnstekjur á síð­­­­­asta ári. Heild­­­­­ar­fjár­­­­­­­­­magnstekjur ein­stak­l­inga hækk­­­­­uðu um 57 pró­­­­­sent milli ára, eða alls um 65 millj­­­­­arða króna. Mest hækk­­­­­­aði sölu­hagn­aður hluta­bréfa sem var 69,5 millj­­­­­­arðar króna á árinu 2021. 

Ráð­­stöf­un­­ar­­tekjur fjár­­­magns­eig­enda hækk­­uðu mest

Hjá þeim heim­ilum í land­inu sem höfðu hæstar tekjur hækk­­­uðu ráð­­­stöf­un­­­ar­­­tekjur að með­­­al­tali um ríf­­­lega tíu pró­­­sent, að lang­­­mestu leyti vegna auk­inna fjár­­­­­magnstekja. 

Tekju­hækkun hjá öðrum hópum sam­­­fé­lags­ins var mun minni, en kaup­máttur ráð­­­stöf­un­­­ar­­­tekna ein­stak­l­inga hækk­­­aði að með­­­al­tali um 5,1 pró­­­sent í fyrra.

Þetta þýðir að ráð­­stöf­un­­ar­­tekjur efsta tekju­hóps­ins hækk­­uðu mun meira hlut­­falls­­lega en ann­­arra tekju­hópa ofan á það að tekjur þess hóps voru meiri fyr­­ir. Krón­unum í vasa þeirra sem höfðu miklar fjár­­­magnstekjur fjölg­aði því umtals­vert meira en í vasa þeirra sem þáðu fyrst og síð­­­ast launa­­tekjur á síð­­asta ári. 

Skatt­­byrði efsta tekju­hóps­ins dróst saman

Fjár­­­­­­­­­magnstekjur dreifast mun ójafnar en launa­­­­­tekj­­­­­ur. Þær lendi mun frekar hjá tekju­hæstu hópum lands­ins, sem eiga mestar eign­­­­­ir.

Alls um níu pró­­­­sent þeirra sem telja fram skatt­greiðslur á Íslandi fá yfir höfuð fjár­­­­­­­magnstekj­­­­ur. Fjár­­­­­­­magnstekju­skattur er líka 22 pró­­­­­­sent, sem er mun lægra hlut­­­­­­fall en greitt er af t.d. launa­­­­­­tekj­um, þar sem skatt­hlut­­­­­­fallið er frá 31,45 til 46,25 pró­­­­­­sent eftir því hversu háar tekj­­­­­­urnar eru. 

Í nýlegu Mán­að­­­ar­yf­­­ir­liti ASÍ kom fram að skatt­­­byrði hafi heilt yfir auk­ist í fyrra þegar hún er reiknuð sem hlut­­­fall tekju- og fjár­­­­­magnstekju­skatts af heild­­­ar­­­tekj­­­um. Hún fór úr 22,4 pró­­­sent af heild­­­ar­­­tekjum í 23,4 pró­­­sent.

Skatt­­byrði efstu tíund­­­ar­innar dróst hins vegar sam­­­an. Árið 2020 borg­aði þessi hópur 28,9 pró­­­sent af tekjum sínum í skatta en 27,3 pró­­­sent í fyrra. Skatt­­­byrði allra ann­­­arra hópa, hinna 90 pró­­­sent heim­ila í land­inu, jókst á sama tíma. 

Í minn­is­­­­­blaði um áður­­­­­­­nefnda grein­ing­u sem lagt var fyrir rík­­­­­is­­­­­stjórn í síð­­­­asta mán­uði var þetta stað­­­­­fest. Þar kom fram að hækk­­­­­andi skatt­greiðslur efstu tekju­­­­­tí­und­­­­­ar­innar séu fyrst og síð­­­­­­­­­ast til­­­­­komnar vegna þess að fjár­­­­­­­­­magnstekjur þeirra hafa stór­­­­­aukist, enda greiðir þessi hópur 87 pró­­­­­sent af öllum fjár­­­­­­­­­magnstekju­skatti.

Mestar á Nes­inu og í Garðabæ

Með­­­­al­tals­fjár­­­­­­­magnstekjur íbúa á Sel­tjarn­­­­ar­­­­nesi og í Garðabæ voru umtals­vert hærri á síð­­­asta ári en í öðrum stærri sveit­­­­ar­­­­fé­lögum á höf­uð­­­­borg­­­­ar­­­­svæð­in­u. Á Sel­tjarn­­­ar­­­nesi voru þær 1.585 þús­und krónur á hvern íbúa í fyrra en 1.556 þús­und krónur í Garða­bæ. Á sama tíma voru þær 679 þús­und krónur á hvern íbúa Reykja­vík­­­­­­­ur, 746 þús­und krónur á íbúa í Kópa­vogi, 554 þús­und krónur á íbúa í Mos­­­­fellsbæ og 525 þús­und krónur í Hafn­­­­ar­­­­firð­i. 

Alls var með­­­­al­­­­tal fjár­­­­­­­magnstekna á land­inu 709 þús­und krónur og því voru með­­­­al­fjár­­­­­­­magnstekjur á íbúa á Sel­tjarn­­­­ar­­­­nesi tæp­­­­lega 124 pró­­­­sent hærri en hjá meðal Íslend­ingn­um og næstum 130 pró­­­sent hærri en hjá íbúum Reykja­vík­­­­­ur, Þess sveit­­­ar­­­fé­lags sem liggur að Nes­in­u. 

Þetta má lesa úr  nýlegum tölum frá Hag­­­stofu Íslands.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðast þyrfti í nauðsynlegar styrkingar vega vegna þungaflutninganna til og frá Mýrdalssandi.
Vikurnám á Mýrdalssandi myndi hafa „verulegan kostnað fyrir samfélagið“
Fullhlaðinn sex öxla vörubíll slítur burðarlagi á við 20-30 þúsund fólksbíla, bendir Umhverfisstofnun á varðandi áformaða vikurflutninga frá Mýrdalssandi til Þorlákshafnar. Ráðast þyrfti í mikla uppbyggingu vegakerfis vegna flutninganna.
Kjarninn 6. október 2022
Ólafur Þ. Harðarson prófessor emerítus í stjórnmálafræði.
„Íslendingar eiga langt í land“ með jöfnuð atkvæðavægis eftir búsetu
Frumvarp sem formaður Viðreisnar mælti fyrir á þingi í september myndi eyða misvægi atkvæða milli bæði flokka og kjördæma, eins og kostur er. Ólafur Þ. Harðarson telur að þingið ætti að samþykkja breytingarnar.
Kjarninn 6. október 2022
Fóru inn í tölvupósta Sólveigar Önnu og Viðars
Þá starfandi formaður Eflingar hafði aðgang að tölvupósthólfum fyrirrennara síns, Sólveigar Önnu Jónsdóttur, og fyrrverandi framkvæmdastjóra Eflingar, Viðars Þorsteinssonar, frá því í janúar á þessu ári og fram í apríl.
Kjarninn 6. október 2022
Hallarekstur SÁÁ stefnir í 450 milljónir
Færri innlagnir, færri meðferðir við ópíóðafíkn og sumarlokanir verður staðan hjá SÁÁ á næsta ári miðað við fyrirliggjandi fjárlagafrumvarp. Samtökin áætla að rekstrargrunnur samtakanna verði vanfjármagnaður um 450 milljónir króna á næsta ári.
Kjarninn 6. október 2022
Seðlabankinn hafnar því að aflétta leynd um ESÍ á grundvelli almannahagsmuna
Árið 2019 var ákvæði bætt við lög um Seðlabanka Íslands sem veitir bankanum heimild til að víkja frá þagnarskylduákvæði ef hagsmunir almennings af birtingu gagna vega þyngra en hagsmunir sem mæla með leynd.
Kjarninn 6. október 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Komdu í leirkerið 请君入瓮
Kjarninn 6. október 2022
Jón Björnsson, forstjóri Origo.
Eigið fé Origo margfaldast við söluna í Tempo fyrir 28 milljarða króna
Árið 2009 stofnuðu starfsmenn TM Software lítið hugbúnaðarfyrirtæki, sem nefnt var Tempo. Í dag er það metið á 85,4 milljarða króna og Origo var að selja hlut sinn í því á 28 milljarða króna. Við það fer eigið fé Origo úr níu milljörðum í 31 milljarða.
Kjarninn 6. október 2022
Kjartan Magnússon borgarfulltrúi bar tillöguna fram í borgarstjórn.
Borgarhverfi framtíðarinnar eða loftslagsskógur á Geldinganesi?
Tillögu sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur um að skipuleggja Geldinganes undir íbúabyggð var hafnað á fundi borgarstjórnar á þriðjudag. Afar mismunandi sjónarmið komu fram um það hvernig skyldi nýta nesið til framtíðar.
Kjarninn 5. október 2022
Meira úr sama flokkiInnlent