Forseti ASÍ segir skynsamlegt að leggja útsvar á fjármagnstekjur

Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins vill að útsvar verði lagt á fjármagnstekjur svo að auðugt fólk greiði eitthvað til sveitarfélaganna sem það býr í. Forseti ASÍ telur tillöguna skynsamlega.

Sanna og drífa.jpg
Auglýsing

Drífa Snædal, for­seti Alþýðu­sam­bands Íslands, segir það skyn­sam­legt að leggja útsvar á fjár­magnstekj­ur. Það sé „óþol­andi að sumir séu í aðstöðu til að bein­línis velja að greiða ekki skatta til sveit­ar­fé­laga. Við hin borgum þá í stað­inn leik­skóla, grunn­skóla, götu­lýs­ingu, gisti­skýli, menn­ing­ar­stofn­an­ir, umönnun aldr­aðra og veikra og allt annað sem útsvarið okkar fer í.“ 

Þetta segir Drífa í stöðu­upp­færslu á Face­book þar sem hún tengir við frétt Stund­ar­innar um að Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Sós­í­alista­flokks­ins, muni leggja fram til­lögu í borg­ar­stjórn á morgun þess efnis að útsvar verði lagt á fjár­magnstekj­ur. 

Stað­greiðsla skatta af launa­tekjum er á bil­inu 36,94 til 46,24 pró­sent að útsvari með­töldu en fjár­magnstekju­skattur er 22 pró­sent. Þeir sem hafa tekjur sínar af fjár­magni þurfa ekki að greiða útsvar af þeim tekj­u­m. 

Auglýsing
Til­laga Sönnu snýst um að fela þeim borg­ar­full­trúum sem sitja fyrir hönd Reykja­vík­ur­borgar í stjórn Sam­bands íslenskra sveit­ar­fé­laga að leggja fyrir stjórn þess, til­lögu um álagn­ingu útsvars á fjár­magnstekj­ur. Ástæða þess að hún vill taka til­lög­una fyrir á vett­vangi Sam­bands­ins er sú að sveit­ar­fé­lög geta ekki lagt á umrædda skatta án laga frá Alþingi.

Í grein­ar­gerð með til­lögu Sönnu segir að útsvarið sé veiga­mesti tekju­stofn sveit­ar­fé­lag­anna og sé dregið af launum launa­fólks. Fjár­magnstekjur beri hins­vegar ekk­ert útsvar ólíkt launa­tekj­um. „Tekjur hinna allra auð­ug­ustu eru að miklu leyti fjár­magnstekjur og greiða þeir aðilar því ekki sama hlut­fall af tekjum sínum til sveit­ar­fé­lag­anna sem þeir búa í, líkt og launa­fólk­ið. Hafi ein­stak­lingur ein­ungis fjár­magnstekjur en engar launa­tekjur greiðir við­kom­andi ekk­ert útsvar til við­kom­andi sveit­ar­fé­lags sem hann býr í. Þ.e.a.s. við­kom­andi greiðir því ekki í sam­eig­in­legan sjóð borgar eða bæjar líkt og launa­fólk við­kom­andi sveit­ar­fé­lags. Til að vinna gegn þessu ósam­ræmi í skatt­lagn­ingu og til að efla tekju­stofna sveit­ar­fé­lag­anna er mik­il­vægt að leggja útsvar á fjár­magnstekj­ur.“

Sanna telur að með þessu megi styrkja borg­ar­sjóð og þar með borg­ina svo að hún hafi burði til að sinna öllum þeim verk­efnum er koma inn á hennar borð og þannig geti hún veitt sem bestu þjón­ust­una. „Mark­mið þess­arar til­lögu snýr að því að efla tekju­stofna sveit­ar­fé­lag­anna og koma á rétt­lát­ara skatt­kerfi í gegnum álagn­ingu útsvars á fjár­magnstekj­ur. Hlut­verk Sam­bands­ins er að vinna að efl­ingu íslenskra sveit­ar­fé­laga og að hvers konar hags­muna­málum þeirra. Þá snýr til­gangur Sam­bands­ins m.a. að því að vera sam­eig­in­legur málsvari sveit­ar­fé­lag­anna í land­inu og að vinna að sam­eig­in­legum hags­munum þeirra og sam­starfi. Því er lagt til að unnið verið að fram­kvæmd til­lög­unnar á borði Sam­bands­ins.“

Þetta er skyn­söm til­laga enda óþol­andi að sumir séu í aðstöðu til að bein­línis velja að greiða ekki skatta til­...

Posted by Drífa Snæ­dal on Monday, Sept­em­ber 2, 2019


Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent