Forseti ASÍ segir skynsamlegt að leggja útsvar á fjármagnstekjur

Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins vill að útsvar verði lagt á fjármagnstekjur svo að auðugt fólk greiði eitthvað til sveitarfélaganna sem það býr í. Forseti ASÍ telur tillöguna skynsamlega.

Sanna og drífa.jpg
Auglýsing

Drífa Snædal, for­seti Alþýðu­sam­bands Íslands, segir það skyn­sam­legt að leggja útsvar á fjár­magnstekj­ur. Það sé „óþol­andi að sumir séu í aðstöðu til að bein­línis velja að greiða ekki skatta til sveit­ar­fé­laga. Við hin borgum þá í stað­inn leik­skóla, grunn­skóla, götu­lýs­ingu, gisti­skýli, menn­ing­ar­stofn­an­ir, umönnun aldr­aðra og veikra og allt annað sem útsvarið okkar fer í.“ 

Þetta segir Drífa í stöðu­upp­færslu á Face­book þar sem hún tengir við frétt Stund­ar­innar um að Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Sós­í­alista­flokks­ins, muni leggja fram til­lögu í borg­ar­stjórn á morgun þess efnis að útsvar verði lagt á fjár­magnstekj­ur. 

Stað­greiðsla skatta af launa­tekjum er á bil­inu 36,94 til 46,24 pró­sent að útsvari með­töldu en fjár­magnstekju­skattur er 22 pró­sent. Þeir sem hafa tekjur sínar af fjár­magni þurfa ekki að greiða útsvar af þeim tekj­u­m. 

Auglýsing
Til­laga Sönnu snýst um að fela þeim borg­ar­full­trúum sem sitja fyrir hönd Reykja­vík­ur­borgar í stjórn Sam­bands íslenskra sveit­ar­fé­laga að leggja fyrir stjórn þess, til­lögu um álagn­ingu útsvars á fjár­magnstekj­ur. Ástæða þess að hún vill taka til­lög­una fyrir á vett­vangi Sam­bands­ins er sú að sveit­ar­fé­lög geta ekki lagt á umrædda skatta án laga frá Alþingi.

Í grein­ar­gerð með til­lögu Sönnu segir að útsvarið sé veiga­mesti tekju­stofn sveit­ar­fé­lag­anna og sé dregið af launum launa­fólks. Fjár­magnstekjur beri hins­vegar ekk­ert útsvar ólíkt launa­tekj­um. „Tekjur hinna allra auð­ug­ustu eru að miklu leyti fjár­magnstekjur og greiða þeir aðilar því ekki sama hlut­fall af tekjum sínum til sveit­ar­fé­lag­anna sem þeir búa í, líkt og launa­fólk­ið. Hafi ein­stak­lingur ein­ungis fjár­magnstekjur en engar launa­tekjur greiðir við­kom­andi ekk­ert útsvar til við­kom­andi sveit­ar­fé­lags sem hann býr í. Þ.e.a.s. við­kom­andi greiðir því ekki í sam­eig­in­legan sjóð borgar eða bæjar líkt og launa­fólk við­kom­andi sveit­ar­fé­lags. Til að vinna gegn þessu ósam­ræmi í skatt­lagn­ingu og til að efla tekju­stofna sveit­ar­fé­lag­anna er mik­il­vægt að leggja útsvar á fjár­magnstekj­ur.“

Sanna telur að með þessu megi styrkja borg­ar­sjóð og þar með borg­ina svo að hún hafi burði til að sinna öllum þeim verk­efnum er koma inn á hennar borð og þannig geti hún veitt sem bestu þjón­ust­una. „Mark­mið þess­arar til­lögu snýr að því að efla tekju­stofna sveit­ar­fé­lag­anna og koma á rétt­lát­ara skatt­kerfi í gegnum álagn­ingu útsvars á fjár­magnstekj­ur. Hlut­verk Sam­bands­ins er að vinna að efl­ingu íslenskra sveit­ar­fé­laga og að hvers konar hags­muna­málum þeirra. Þá snýr til­gangur Sam­bands­ins m.a. að því að vera sam­eig­in­legur málsvari sveit­ar­fé­lag­anna í land­inu og að vinna að sam­eig­in­legum hags­munum þeirra og sam­starfi. Því er lagt til að unnið verið að fram­kvæmd til­lög­unnar á borði Sam­bands­ins.“

Þetta er skyn­söm til­laga enda óþol­andi að sumir séu í aðstöðu til að bein­línis velja að greiða ekki skatta til­...

Posted by Drífa Snæ­dal on Monday, Sept­em­ber 2, 2019


Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ný lög eiga að setja upp varnir gegn hagsmunaárekstrum
Frumvarp er komið í samráðsgátt sem fjallar um hvernig megi tryggja betur að hagsmunaárekstrar valdi ekki vandræðum
Kjarninn 18. nóvember 2019
Þorsteinn Már hættir sem stjórnarformaður Síldarvinnslunnar
Þorsteinn Már Baldvinsson er hættur sem stjórnarformaður Síldarvinnslunnar.
Kjarninn 18. nóvember 2019
Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Til skoðunar að stærri óskráð fyrirtæki skili inn rekstrarupplýsingum
Forsætisráðherra segir að til skoðunar sé að gera kröfu til fyrirtækja, sem fara yfir vissa stærð en eru ekki skráð á hlutabréfamarkað, að þau skili einnig inn upplýsingum ársfjórðungslega.
Kjarninn 18. nóvember 2019
Fasteignavelta ekki verið hærri í fjögur ár
Fasteignavelta á höfuðborgarsvæðinu var 50,8 milljarðar í síðasta mánuði en heildarvelta í einum mánuði hefur ekki verið hærri síðan 2015. Tæplega þúsund kaupsamningum var þinglýst í október.
Kjarninn 18. nóvember 2019
Molar
Molar
Molar – Peningaþvætti, Japan og kvótaþak
Kjarninn 18. nóvember 2019
Jón Ólafsson
Spillingarhættur lobbíismans
Kjarninn 18. nóvember 2019
Þorsteinn Már með alla þræði í hendi sér
Sérfræðingar á vegum KPMG í Hollandi unnu úttekt á starfsemi Samherja og sögðu forstjórann nær einráðan í fyrirtækinu, í úttekt sinni. Ef fyrirtæki er með raunverulega framkvæmdastjórn á Íslandi á það að greiða skatta þar.
Kjarninn 18. nóvember 2019
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Ójöfnuður í menntun
Kjarninn 18. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent