Forseti ASÍ segir skynsamlegt að leggja útsvar á fjármagnstekjur

Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins vill að útsvar verði lagt á fjármagnstekjur svo að auðugt fólk greiði eitthvað til sveitarfélaganna sem það býr í. Forseti ASÍ telur tillöguna skynsamlega.

Sanna og drífa.jpg
Auglýsing

Drífa Snædal, for­seti Alþýðu­sam­bands Íslands, segir það skyn­sam­legt að leggja útsvar á fjár­magnstekj­ur. Það sé „óþol­andi að sumir séu í aðstöðu til að bein­línis velja að greiða ekki skatta til sveit­ar­fé­laga. Við hin borgum þá í stað­inn leik­skóla, grunn­skóla, götu­lýs­ingu, gisti­skýli, menn­ing­ar­stofn­an­ir, umönnun aldr­aðra og veikra og allt annað sem útsvarið okkar fer í.“ 

Þetta segir Drífa í stöðu­upp­færslu á Face­book þar sem hún tengir við frétt Stund­ar­innar um að Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Sós­í­alista­flokks­ins, muni leggja fram til­lögu í borg­ar­stjórn á morgun þess efnis að útsvar verði lagt á fjár­magnstekj­ur. 

Stað­greiðsla skatta af launa­tekjum er á bil­inu 36,94 til 46,24 pró­sent að útsvari með­töldu en fjár­magnstekju­skattur er 22 pró­sent. Þeir sem hafa tekjur sínar af fjár­magni þurfa ekki að greiða útsvar af þeim tekj­u­m. 

Auglýsing
Til­laga Sönnu snýst um að fela þeim borg­ar­full­trúum sem sitja fyrir hönd Reykja­vík­ur­borgar í stjórn Sam­bands íslenskra sveit­ar­fé­laga að leggja fyrir stjórn þess, til­lögu um álagn­ingu útsvars á fjár­magnstekj­ur. Ástæða þess að hún vill taka til­lög­una fyrir á vett­vangi Sam­bands­ins er sú að sveit­ar­fé­lög geta ekki lagt á umrædda skatta án laga frá Alþingi.

Í grein­ar­gerð með til­lögu Sönnu segir að útsvarið sé veiga­mesti tekju­stofn sveit­ar­fé­lag­anna og sé dregið af launum launa­fólks. Fjár­magnstekjur beri hins­vegar ekk­ert útsvar ólíkt launa­tekj­um. „Tekjur hinna allra auð­ug­ustu eru að miklu leyti fjár­magnstekjur og greiða þeir aðilar því ekki sama hlut­fall af tekjum sínum til sveit­ar­fé­lag­anna sem þeir búa í, líkt og launa­fólk­ið. Hafi ein­stak­lingur ein­ungis fjár­magnstekjur en engar launa­tekjur greiðir við­kom­andi ekk­ert útsvar til við­kom­andi sveit­ar­fé­lags sem hann býr í. Þ.e.a.s. við­kom­andi greiðir því ekki í sam­eig­in­legan sjóð borgar eða bæjar líkt og launa­fólk við­kom­andi sveit­ar­fé­lags. Til að vinna gegn þessu ósam­ræmi í skatt­lagn­ingu og til að efla tekju­stofna sveit­ar­fé­lag­anna er mik­il­vægt að leggja útsvar á fjár­magnstekj­ur.“

Sanna telur að með þessu megi styrkja borg­ar­sjóð og þar með borg­ina svo að hún hafi burði til að sinna öllum þeim verk­efnum er koma inn á hennar borð og þannig geti hún veitt sem bestu þjón­ust­una. „Mark­mið þess­arar til­lögu snýr að því að efla tekju­stofna sveit­ar­fé­lag­anna og koma á rétt­lát­ara skatt­kerfi í gegnum álagn­ingu útsvars á fjár­magnstekj­ur. Hlut­verk Sam­bands­ins er að vinna að efl­ingu íslenskra sveit­ar­fé­laga og að hvers konar hags­muna­málum þeirra. Þá snýr til­gangur Sam­bands­ins m.a. að því að vera sam­eig­in­legur málsvari sveit­ar­fé­lag­anna í land­inu og að vinna að sam­eig­in­legum hags­munum þeirra og sam­starfi. Því er lagt til að unnið verið að fram­kvæmd til­lög­unnar á borði Sam­bands­ins.“

Þetta er skyn­söm til­laga enda óþol­andi að sumir séu í aðstöðu til að bein­línis velja að greiða ekki skatta til­...

Posted by Drífa Snæ­dal on Monday, Sept­em­ber 2, 2019


Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Veiran skekur markaði
Ótti við að kórónaveiran muni valda miklum efnahagslegum vandamálum, eins og hún hefur nú þegar gert í Kína, virðist hræða markaði um allan heim. Þeir einkenndust af röðum tölum lækkunar í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Harvey Weinstein
Harvey Weinstein fundinn sekur
Kviðdómur í New York hefur sakfellt Harvey Weinstein fyrir kynferðisbrot.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Rauður dagur í kauphöllinni – Icelandair féll um tæp níu prósent
Heildarvirði félaga sem skráð eru á íslenskan hlutabréfamarkað dróst saman um tugi milljarða í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Guðmundur Guðmundsson
Ef ekki núna, hvenær þá?
Kjarninn 24. febrúar 2020
Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn samþykkja verkfall
Meirihluti félagsmanna í Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur samþykkt boðun verkfallsaðgerða.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Ísland áfram á gráa listanum eftir febrúarfund FATF – Getum næst losnað í júní
Ísland losnaði ekki af gráum lista samtakanna FATF um þau ríki sem eru með ónógar varnir gegn peningaþvætti, þegar aðildarríki þeirra funduðu í lok síðustu viku. Næsta tækifæri til að losna af listanum er í júní.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Samninganefnd Eflingar
Samninganefnd Eflingar segist reiðubúin að ganga nú þegar til viðræðna
Samninganefnd Eflingar lýsir sig reiðubúna til að ganga nú þegar til viðræðna við samninganefnd Reykjavíkurborgar á „þeim breyttu forsendum sem Efling telur að opinberar yfirlýsingar borgarinnar fyrir helgi hafi skapað.“
Kjarninn 24. febrúar 2020
Telur að rannsókn á fjárfestingarleið verði að vera „ítarleg og heildstæð“
Skattrannsóknarstjóri gat ekki rannsakað gögn sem embættið fékk fyrir um fjórum árum um þá sem nýttu sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands með tæmandi hætti. Ástæðan var mannekla og annir við önnur verkefni.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent