Forseti ASÍ segir skynsamlegt að leggja útsvar á fjármagnstekjur

Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins vill að útsvar verði lagt á fjármagnstekjur svo að auðugt fólk greiði eitthvað til sveitarfélaganna sem það býr í. Forseti ASÍ telur tillöguna skynsamlega.

Sanna og drífa.jpg
Auglýsing

Drífa Snædal, for­seti Alþýðu­sam­bands Íslands, segir það skyn­sam­legt að leggja útsvar á fjár­magnstekj­ur. Það sé „óþol­andi að sumir séu í aðstöðu til að bein­línis velja að greiða ekki skatta til sveit­ar­fé­laga. Við hin borgum þá í stað­inn leik­skóla, grunn­skóla, götu­lýs­ingu, gisti­skýli, menn­ing­ar­stofn­an­ir, umönnun aldr­aðra og veikra og allt annað sem útsvarið okkar fer í.“ 

Þetta segir Drífa í stöðu­upp­færslu á Face­book þar sem hún tengir við frétt Stund­ar­innar um að Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Sós­í­alista­flokks­ins, muni leggja fram til­lögu í borg­ar­stjórn á morgun þess efnis að útsvar verði lagt á fjár­magnstekj­ur. 

Stað­greiðsla skatta af launa­tekjum er á bil­inu 36,94 til 46,24 pró­sent að útsvari með­töldu en fjár­magnstekju­skattur er 22 pró­sent. Þeir sem hafa tekjur sínar af fjár­magni þurfa ekki að greiða útsvar af þeim tekj­u­m. 

Auglýsing
Til­laga Sönnu snýst um að fela þeim borg­ar­full­trúum sem sitja fyrir hönd Reykja­vík­ur­borgar í stjórn Sam­bands íslenskra sveit­ar­fé­laga að leggja fyrir stjórn þess, til­lögu um álagn­ingu útsvars á fjár­magnstekj­ur. Ástæða þess að hún vill taka til­lög­una fyrir á vett­vangi Sam­bands­ins er sú að sveit­ar­fé­lög geta ekki lagt á umrædda skatta án laga frá Alþingi.

Í grein­ar­gerð með til­lögu Sönnu segir að útsvarið sé veiga­mesti tekju­stofn sveit­ar­fé­lag­anna og sé dregið af launum launa­fólks. Fjár­magnstekjur beri hins­vegar ekk­ert útsvar ólíkt launa­tekj­um. „Tekjur hinna allra auð­ug­ustu eru að miklu leyti fjár­magnstekjur og greiða þeir aðilar því ekki sama hlut­fall af tekjum sínum til sveit­ar­fé­lag­anna sem þeir búa í, líkt og launa­fólk­ið. Hafi ein­stak­lingur ein­ungis fjár­magnstekjur en engar launa­tekjur greiðir við­kom­andi ekk­ert útsvar til við­kom­andi sveit­ar­fé­lags sem hann býr í. Þ.e.a.s. við­kom­andi greiðir því ekki í sam­eig­in­legan sjóð borgar eða bæjar líkt og launa­fólk við­kom­andi sveit­ar­fé­lags. Til að vinna gegn þessu ósam­ræmi í skatt­lagn­ingu og til að efla tekju­stofna sveit­ar­fé­lag­anna er mik­il­vægt að leggja útsvar á fjár­magnstekj­ur.“

Sanna telur að með þessu megi styrkja borg­ar­sjóð og þar með borg­ina svo að hún hafi burði til að sinna öllum þeim verk­efnum er koma inn á hennar borð og þannig geti hún veitt sem bestu þjón­ust­una. „Mark­mið þess­arar til­lögu snýr að því að efla tekju­stofna sveit­ar­fé­lag­anna og koma á rétt­lát­ara skatt­kerfi í gegnum álagn­ingu útsvars á fjár­magnstekj­ur. Hlut­verk Sam­bands­ins er að vinna að efl­ingu íslenskra sveit­ar­fé­laga og að hvers konar hags­muna­málum þeirra. Þá snýr til­gangur Sam­bands­ins m.a. að því að vera sam­eig­in­legur málsvari sveit­ar­fé­lag­anna í land­inu og að vinna að sam­eig­in­legum hags­munum þeirra og sam­starfi. Því er lagt til að unnið verið að fram­kvæmd til­lög­unnar á borði Sam­bands­ins.“

Þetta er skyn­söm til­laga enda óþol­andi að sumir séu í aðstöðu til að bein­línis velja að greiða ekki skatta til­...

Posted by Drífa Snæ­dal on Monday, Sept­em­ber 2, 2019


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þinglýstum kaupsamningum fækkaði á milli ára í flestum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Smávægileg aukning varð í Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi.
Þinglýstum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fækkar milli ára
Þinglýstum kaupsamningum fjölgar víða utan höfuðborgarsvæðisins á öðrum ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra. Alls fækkaði þeim um 31 prósent innan höfuðborgarsvæðisins en fjölgaði um 0,5 prósent utan þess.
Kjarninn 14. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra óskaði eftir flýtimeðferð á boðuðu dómsmáli
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur óskað eftir flýtimeðferð á dómsmáli sínu gegn skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá hnekkt úrskurði kærunefndar jafnréttismála.
Kjarninn 14. júlí 2020
Bílaleigubílum í umferð fjölgar milli mánaða
Bílaleigur hafa fjölgað bílum í umferð um tæplega 2.500 á milli mánaða. Flotinn heldur samt sem áður áfram að minnka og hann er núna fimmtungi minni en á sama tíma í fyrra.
Kjarninn 14. júlí 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Alvarleg hættumerki sem kalli á að rödd Íslands verði að vera háværari
Formaður Viðreisnar telur að valdboðsstjórnmál séu víða að ryðja sér til rúms þar sem óþolinmæði leiðtoga gagnvart réttarríkinu, mannréttindum, fjölmiðlum og lýðræði sé sýnilega að aukast. Henni líst ekki á að Ingibjörg Sólrún láti af störfum hjá ÖSE.
Kjarninn 14. júlí 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Spjallað við Herdísi Stefánsdóttur
Kjarninn 14. júlí 2020
Á gangi í Piccadily Circus í London.
Takmarkanir settar á að nýju – andlitsgrímur skylda í verslunum á Englandi
„Ég vil vera hreinskilinn við ykkur: Við munum ekki snúa til sömu lífshátta í fyrirsjáanlegri framtíð,“ segir framkvæmdastjóri WHO. Enn og aftur hafa ýmsar takmarkanir verið settar á, m.a. í Kaliforníu þar sem smitum hefur fjölgað gífurlega hratt síðustu
Kjarninn 14. júlí 2020
Í matsskýrslu kemur fram að Arctic Sea Farm áformi að hefja laxeldi á þremur svæðum í Arnarfirði: í Trostansfirði, við Hvestudal og við Lækjarbót.
Eldið í Arnarfirði myndi hafa nokkuð neikvæð áhrif á villta laxa
Samanlagt mun núverandi og fyrirhugað laxeldi í Arnarfirði verða 20 þúsund tonn. Þar með yrði burðarþoli fjarðarins að mati Hafró náð. Eldið myndi hafa nokkuð neikvæð áhrif á villta laxa með tilliti til erfðablöndunar og laxalúsar.
Kjarninn 14. júlí 2020
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún lætur af störfum hjá ÖSE – Utanríkisráðherra segir þetta aðför að stofnuninni
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir læt­ur af störf­um sem for­stjóri lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur sinnt starfinu í þrjú ár.
Kjarninn 13. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent