229 íslenskar fjölskyldur eiga 237 milljarða króna

Á örfáum árum hafa íslenskar fjölskyldur eignast 2.538 nýja milljarða. Þeir milljarðar hafa skipst mismunandi niður á hópa. Og flestar nýjar krónur lenda hjá ríkasta lagi þjóðarinnar.

ójöfnuður
Auglýsing

Það hefur verið gríð­ar­legur upp­gangur í íslensku efna­hags­lífi á síð­ustu árum. Hann hefur skilað því að eigið fé lands­manna, eignir þeirra þegar búið er að draga skuldir frá, hefur farið úr því að vera 1.565 millj­arðar króna í lok árs 2010 í að vera 4.103 millj­arðar króna um síð­ustu ára­mót. Því hafa orðið til 2.538 nýir millj­arðar króna á umræddu tíma­bili. Þeir hafa skipst mis­jafn­lega niður á lands­menn.

Auður rík­asta eins pró­sents lands­manna, alls 2.290 fjöl­skyldna, hefur til að mynda auk­ist um 270 millj­arða króna frá árs­lokum 2010, sem þýðir að tæp­lega ell­efu pró­sent nýs auðs hefur farið til þess hluta lands­manna. Alls átti þessi hópur 719 millj­arða króna í lok árs 2017.

Þegar enn minni hóp­ur, 0,1 pró­sent rík­ustu fjöl­skyldur lands­ins, alls 229 slík­ar, er skoð­aður kemur í ljós að hann á tæp­lega 237 millj­arða króna. Auður þeirra sem til­heyra þessu rík­asta lagi þjóð­fé­lags­ins hefur auk­ist um tæpa 75 millj­arða króna frá árs­lokum 2010. Með­al­eign hverrar fjöl­skyldu sem til­heyrir þessum hópi er því rúmur millj­arður króna. Og hver og ein þeirra jók eign sína að með­al­tali um 328 millj­ónir króna á tíma­bil­inu. Á árinu 2017 einu saman jókst auður þessa hóps um 35,3 millj­arða króna, eða um 154 millj­ónir króna á hverja fjöl­skyldu.

Auglýsing
Þetta er meðal þess sem kom fram í skrif­legu svari Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, við fyr­ir­spurn Loga Ein­ars­son­ar, for­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, um eignir og tekjur lands­manna árið 2017, sem birt var nýver­ið.

Eiga meira en hag­tölur segja til um

Eignir þessa hóps eru van­metnar í þessum töl­um, þar sem eign í hluta­bréfum er færð til eignar á nafn­virði, ekki mark­aðsvirði, sem er vana­lega miklu hærra. Sem dæmi er nafn­virði allra hluta­bréfa í Icelandair Group um 4,8 millj­arðar króna en mark­aðsvirði félags­ins er vel yfir 50 millj­arðar króna. Það þýðir að sá sem á t.d. hluta­bréf í Icelandair sem eru að nafn­virði skráð á 100 millj­ónir króna gæti selt sömu bréf á yfir einn millj­arð króna.

Efsta lag lands­manna á nær öll verð­bréf sem eru í eigu ein­stak­linga hér­lend­is. Rík­ustu tíu pró­sent þeirra eiga til að mynda 87 pró­sent allra slíkra verð­bréfa. Vert er að taka fram að líf­eyr­is­sjóðir lands­ins eru langstærstu eig­endur verð­bréfa – þeir eiga tæp­lega 70 pró­sent mark­aðs­skulda­bréfa og víxla hér­lendis – og eign þeirra er ekki talin með í ofan­greindum töl­um.

Tölur Hagstofunnar ná ekki yfir þær eignir Íslendinga sem eru geymdar á aflandseyjum.Þá vantar líka inn í töl­urnar allar þær eignir sem Íslend­ingar eiga erlend­is, og eru ekki taldar fram til skatts hér­lend­is. Í skýrslu sem unnin var fyrir fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­ið, og birt var í jan­úar 2017, kom meðal ann­ars fram að aflands­fé­laga­væð­ing íslensks fjár­mála­kerfis hefði haft tugi millj­arða króna af íslenskum almenn­ingi í van­goldnum skatt­greiðslum og búið til gríð­ar­legan aðstöðumun þeirra sem hafa, bæði lög­lega og ólög­lega, getað falið fé í erlendum skatta­skjólum þegar illa árar í íslensku efna­hags­lífi en stýrt fé aftur heim til að kaupa eignir á bruna­út­sölu í nið­ur­sveifl­um.

Þeir sem hagn­ast í upp­sveiflum og á nið­ur­sveiflum

Þetta er yfir­stétt lands­ins. Hún hefur hagn­ast mikið á örfáum árum, og hefur raunar til­hneig­ingu til að koma betur úr bæði hæðum og lægðum í efna­hags­líf­inu. Rík­asta 0,1 pró­sent lands­manna næstum þre­fald­aði til að mynda eigið fé sitt í góð­ær­inu fyrir banka­hrun. Á meðan að verð­bólga og geng­is­fall brenndi upp eignir launa­manna á Íslandi eftir hrunið héld­ust eignir þessa hóps nokkuð stöðug­ar. Og síð­ustu þrjú ár hafa þær vaxið hratt. Aldrei þó hraðar en á árinu 2017 þegar heilir 35,3 millj­arðar króna bætt­ust við eign hóps­ins. Það þýðir að tæp­lega helm­ingur alls þess nýja auðs sem safn­ast hefur saman hjá 0,1 pró­sent rík­ustu Íslend­ing­unum frá árs­lokum 2010, féll til í fyrra. Sú upp­hæð var líka tæp­lega fimm pró­sent af öllum nýjum auð sem varð til í land­inu, og dreifð­ist til ein­stak­linga, á árinu 2017.

Innan þessa hóps er fólkið sem kann á íslenskt efna­hags­kerfi. Sem veit hvenær það á að koma eignum sínum í skjól utan lands áður en að krónan byrjar að síga og hvenær á að koma með þær aftur til baka til að inn­leysa geng­is­hagnað og kaupa eignir á afslætti.

Auglýsing
Um þessar mundir virð­ist vera sá tími í hag­sveifl­unni sem hluti þess hóps sem á mik­inn sparnað er að færa hann í aðra gjald­miðla. Um miðjan októ­ber síð­ast­lið­inn, þegar íslenska krónan hafði veikst um 7,5 pró­sent á innan við mán­uði, sagði Dan­íel Svav­ars­son, for­stöðu­maður hag­fræði­deildar Lands­bank­ans, við Vísi að veik­ing­una mætti meðal ann­ars rekja til þess að inn­lendir aðilar hefðu „verið að flytja hluta af sparn­að­inum sínum í erlenda mynt.“

Vert er að taka fram að rík­asta eitt pró­sent, eða 0,1 pró­sent, þjóð­ar­innar er ekki föst breyta. Þetta er ekki alltaf saman fólk­ið, þótt að gera megi ráð fyrir því að lítil breyt­ing sé á því hverjir séu í þessu efsta lagi milli ára.  Sam­hliða því að Íslend­ingum hefur fjölgað þá hefur eðli­lega fjölgað í hverjum eign­ar­bils­hópi.

Hlut­falls­legur jöfn­uður

Ein­faldur sam­an­burður á eigna­stöðu fólks á Íslandi er flók­inn. Sér­stak­lega vegna þess að þær hag­tölur sem safnað er saman mæla ekki að öllu leyti heild­ar­eignir fólks né taka til­lit til hlut­deildar þess í eignum líf­eyr­is­sjóða­kerf­is­ins. Í þess­ari frétta­skýr­ingu er fyrst og síð­ast horft á hann út frá því hvernig krónur skipt­ast á milli hópa.

Sumir grein­endur kjósa að horfa ein­ungis á hlut­falls­tölur þegar þeir skoða slíkar töl­ur, og hvort ójöfn­uður hafi auk­ist. Ef horft er á slík­ar, sér­stak­lega á afmörk­uðum tíma­bil­um, er mjög auð­velt að kom­ast að þeirri nið­ur­stöðu að eigna­jöfn­uður sé að minnka. Til að mynda áttu rík­ustu fimm pró­sent lands­manna 56,3 pró­sent alls eig­in­fjár í eigu ein­stak­linga árið 2010. Um síð­ustu ára­mót hafði það hlut­fall lækkað niður í 42 pró­sent. En taka verður til­lit til þess að árið 2010 höfðu eignir ann­arra Íslend­inga rýrnað mjög vegna hruns­ins á meðan eignir rík­ustu fimm pró­senta lands­manna, um 11.450 fjöl­skyld­ur, héld­ust nokkuð stöðugar í gegnum storm­inn. Sama má segja um eignir rík­asta eins pró­sents lands­manna (voru 28,3 pró­sent 2010 en eru nú 18,3 pró­sent) og rík­asta 0,1 pró­sent þeirra (voru 10,2 pró­sent en eru nú sex pró­sent).

Ef hins vegar er horft lengra aftur í tím­ann, og enn haldið sig við hlut­föll, þá áttu rík­ustu fimm pró­sent lands­manna 37,2 pró­sent heild­ar­eig­in­fjár ein­stak­linga á Íslandi á árinu 2005, áður en mesti fyr­ir­hruns góð­ær­is­hit­inn færð­ist yfir þjóð­ina. Rík­asta eitt pró­sentið átti á 16,6 pró­sent og rík­asta 0,1 pró­sentið 5,2 pró­sent. Þessi skipt­ing hafði verið nokkuð stöðug hlut­falls­lega frá árinu 1997 þrátt fyrir umtals­verðan efna­hags­upp­gang á Íslandi.

Þessi frétta­skýr­ing er að mestu unnin upp úr ítar­legri umfjöllun Kjarn­ans um ástæður stétta­stríðs á Íslandi, sem birt var á föstu­dags­morg­un.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar