Katrín vill hækka skatta á fjármagnstekjur – Bjarni segir að það standi ekki til

Fjármagnseigendur, sem tilheyra ríkustu tíu prósent landsins, juku ráðstöfunarfé sitt langt um meira í fyrra en aðrir tekjuhópar en skattbyrði þeirra lækkaði. Ekki er sátt á meðal leiðtoga ríkisstjórnarinnar um hvort hækka eigi álögur á fjármagnseigendur.

Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra, og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra, og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks og fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, segir að ekki standi til að hækka fjár­magnstekju­skatta. Það sé ekki gert ráð fyrir skatta­hækk­unum í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Þetta kemur fram í svari Bjarna við fyr­ir­spurn Við­skipta­Mogg­ans, fylgi­blaðs Morg­un­blaðs­ins um efna­hags­mál og við­skipti, sem greint er frá í dag. 

Þar er Bjarni að bregð­ast við orðum Katrínar Jak­obs­dóttur, for­manns Vinstri grænna og for­sæt­is­ráð­herra, sem sagði í ræðu á flokks­ráðs­fundi flokks síns á Ísa­firði á laug­ar­dag að Vinstri græn myndu halda áfram að vinna að rétt­lát­­ara skatt­­kerfi á Íslandi. „Nú er kom­inn tími til að breyta skatt­lagn­ingu þeirra sem fyrst og fremst hafa fjár­­­magnstekjur og tryggja að þau greiði sann­­gjarnan hlut í útsvar til sveit­­ar­­fé­lag­anna til að fjár­­­magna þau mik­il­vægu verk­efni sem þau sinna ekki síst í félags- og vel­­ferð­­ar­­þjón­ust­u. Um það hefur verið talað í tutt­ugu ár en nú er kom­inn tími aðgerða.“

Í stjórn­­­­­­­­­­­ar­sátt­­­­­­mála rík­­­­­­is­­­­­­stjórn­­­­­­­­­­­ar­innar frá 30. nóv­­­­­­em­ber 2021 sagði að reglu­verk í kringum tekju­til­­­­­­flutn­ing yrði „tekið til end­­­­­­ur­­­­­­skoð­unar til að tryggja að þau sem hafa ein­­­­­­göngu fjár­­­­­­­­­­­magnstekjur reikni sér end­­­­­­ur­­­­­­gjald og greiði þannig útsvar.“

Efsta tíundin tekur til sín 81 pró­sent fjár­magnstekna

Fjár­­­­­­­magnstekjur eru þær tekjur sem ein­stak­l­ingar hafa af eignum sín­­­­um. Þær eru til að mynda vext­ir, arð­­­­ur, sölu­hagn­aður eða leig­u­­­­tekjur af lausafé og af útleigu á fast­­­­eign­­­­um. Þeir sem fá mestar fjár­­­­­magnstekjur á Íslandi eru því sá hópur ein­stak­l­inga sem á flest hluta­bréf og flestar fast­­­eign­­­ir. Sá hópur sem hefur sankað að sér flestum eign­­­um. 

Auglýsing
Sá hópur sem jók fjár­­­magnstekjur sínar mest í fyrra var allra tekju­hæsta tíund lands­­manna. Kjarn­inn greindi frá því í júlí að í grein­ingu á álagn­ingu opin­berra gjalda ein­stak­l­inga eftir tekju­­­­tí­und­um, sem Bjarni kynnti á rík­­­­is­­­­stjórn­­­­­­­ar­fundi 22. júní síð­­­­ast­lið­inn, hafi komið fram að þau tíu pró­­­­sent lands­­­­manna sem höfðu mestar fjár­­­­­­­magnstekjur á síð­­­­asta ári hafi tekið til sín 81 pró­­­­sent allra fjár­­­­­­­magnstekna ein­stak­l­inga á árinu 2021. 

Alls höfðu ein­stak­l­ingar 181 millj­­­­arð króna í fjár­­­­­­­magnstekjur í fyrra og því liggur fyrir að efsta tíund­in, sem telur nokkur þús­und fjöl­­­­skyld­­­­ur, var með tæp­­­­lega 147 millj­­­­arða króna í fjár­­­­­­­magnstekjur á síð­­­­asta ári. Heild­­­­ar­fjár­­­­­­­magnstekjur ein­stak­l­inga hækk­­­­uðu um 57 pró­­­­sent milli ára, eða alls um 65 millj­­­­arða króna. Mest hækk­­­­­aði sölu­hagn­aður hluta­bréfa sem var 69,5 millj­­­­­arðar króna á árinu 2021. 

Ráð­stöf­un­ar­tekjur fjár­magns­eig­enda hækk­uðu mest

Hjá þeim heim­ilum í land­inu sem höfðu hæstar tekjur hækk­­uðu ráð­­stöf­un­­ar­­tekjur að með­­al­tali um ríf­­lega tíu pró­­sent, að lang­­mestu leyti vegna auk­inna fjár­­­magnstekja. 

Auglýsing
Tekju­hækkun hjá öðrum hópum sam­­fé­lags­ins var mun minni, en kaup­máttur ráð­­stöf­un­­ar­­tekna ein­stak­l­inga hækk­­aði að með­­al­tali um 5,1 pró­­sent í fyrra.

Þetta þýðir að ráð­stöf­un­ar­tekjur efsta tekju­hóps­ins hækk­uðu mun meira hlut­falls­lega en ann­arra tekju­hópa ofan á það að tekjur þess hóps voru meiri fyr­ir. Krón­unum í vasa þeirra sem höfðu miklar fjár­magnstekjur fjölg­aði því umtals­vert meira en í vasa þeirra sem þáðu fyrst og síð­ast launa­tekjur á síð­asta ári. 

Skatt­byrði efsta tekju­hóps­ins dróst saman

Fjár­­­­­­­magnstekjur dreifast mun ójafnar en launa­­­­tekj­­­­ur. Þær lendi mun frekar hjá tekju­hæstu hópum lands­ins, sem eiga mestar eign­­­­ir.

Alls um níu pró­­­sent þeirra sem telja fram skatt­greiðslur á Íslandi fá yfir höfuð fjár­­­­­magnstekj­­­ur. Fjár­­­­­magnstekju­skattur er líka 22 pró­­­­­sent, sem er mun lægra hlut­­­­­fall en greitt er af t.d. launa­­­­­tekj­um, þar sem skatt­hlut­­­­­fallið er frá 31,45 til 46,25 pró­­­­­sent eftir því hversu háar tekj­­­­­urnar eru. 

Í nýlegu Mán­að­­ar­yf­­ir­liti ASÍ kom fram að skatt­­byrði hafi heilt yfir auk­ist í fyrra þegar hún er reiknuð sem hlut­­fall tekju- og fjár­­­magnstekju­skatts af heild­­ar­­tekj­­um. Hún fór úr 22,4 pró­­sent af heild­­ar­­tekjum í 23,4 pró­­sent.

Skatt­byrði efstu tíund­­ar­innar dróst hins vegar sam­­an. Árið 2020 borg­aði þessi hópur 28,9 pró­­sent af tekjum sínum í skatta en 27,3 pró­­sent í fyrra. Skatt­­byrði allra ann­­arra hópa, hinna 90 pró­­sent heim­ila í land­inu, jókst á sama tíma. 

Í minn­is­­­­blaði um áður­­­­­nefnda grein­ing­u sem lagt var fyrir rík­­­­is­­­­stjórn í síð­­­asta mán­uði var þetta stað­­­­fest. Þar kom fram að hækk­­­­andi skatt­greiðslur efstu tekju­­­­tí­und­­­­ar­innar séu fyrst og síð­­­­­­­ast til­­­­komnar vegna þess að fjár­­­­­­­magnstekjur þeirra hafa stór­­­­aukist, enda greiðir þessi hópur 87 pró­­­­sent af öllum fjár­­­­­­­magnstekju­skatti.

Mestar á Nes­inu og í Garðabæ

Með­­­al­tals­fjár­­­­­magnstekjur íbúa á Sel­tjarn­­­ar­­­nesi og í Garðabæ voru umtals­vert hærri á síð­­asta ári en í öðrum stærri sveit­­­ar­­­fé­lögum á höf­uð­­­borg­­­ar­­­svæð­in­u. Á Sel­tjarn­­ar­­nesi voru þær 1.585 þús­und krónur á hvern íbúa í fyrra en 1.556 þús­und krónur í Garða­bæ. Á sama tíma voru þær 679 þús­und krónur á hvern íbúa Reykja­vík­­­­­ur, 746 þús­und krónur á íbúa í Kópa­vogi, 554 þús­und krónur á íbúa í Mos­­­fellsbæ og 525 þús­und krónur í Hafn­­­ar­­­firð­i. 

Alls var með­­­al­­­tal fjár­­­­­magnstekna á land­inu 709 þús­und krónur og því voru með­­­al­fjár­­­­­magnstekjur á íbúa á Sel­tjarn­­­ar­­­nesi tæp­­­lega 124 pró­­­sent hærri en hjá meðal Íslend­ingn­um og næstum 130 pró­­sent hærri en hjá íbúum Reykja­vík­­­ur, Þess sveit­­ar­­fé­lags sem liggur að Nes­in­u. 

Þetta kemur fram í nýlegum tölum frá Hag­­stofu Íslands. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flensusprautan gagnast vel gegn alvarlegum veikindum af inflúensu.
Mikill veikindavetur framundan
COVID-19, inflúensa og RS-veiran. Margir smitsjúkdómar á kreiki á sama tíma kalla á aukna varúð. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur yfirvöld til að vera vel á verði og almenning til að gæta að persónulegum sóttvörnum sínum.
Kjarninn 6. desember 2022
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar á blaðamannafundinum í dag.
Vilja færa 13 milljarða í kjarabætur til almennings með sértækum skattahækkunum
Samfylkingin kynnti í dag breytingatillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Flokkurinn leggur til að um 17 milljarðar króna verði sóttir með sértækum skattahækkunum til þess að fjármagna almennar kjarabótaaðgerðir fyrir launafólk.
Kjarninn 6. desember 2022
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ponzi-leikur eða fjárfesting til framtíðar?
Kjarninn 6. desember 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata.
„Þau hefðu bara átt góðan séns á því að fá hæli á Íslandi“
Hælisleitendur, sem vísað var úr landi í lok október, eru í hópi þeirra sem eiga rétt á að mál þeirra verði tekin til efnislegrar meðferðar samkvæmt nýjum úrskurði kærunefndar útlendingamála.
Kjarninn 6. desember 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihlutans yrðu felldar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihluta borgarstjórnar við fjárhagsáætlun borgarinnar yrðu felldar. Búast má við því að umræðan um hagræðingu í Reykjavíkurborg standi fram á kvöld.
Kjarninn 6. desember 2022
Sérstaklega á að styrkja landsbyggðarmiðla sem framleiða sjónvarpsefni.
100 milljóna framlag vegna reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða fyrir sjónvarp
Ein breyting var gerð á framlögum til fjölmiðla milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Meirihluti stjórnarflokkanna ætlar að setja 100 milljónir króna í styrki vegna „reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigið efni fyrir sjónvarpsstöð.“
Kjarninn 6. desember 2022
„Atvinnulífið hefur ekki sýnt vott af samfélagsábyrgð á miklum óvissutímum“
Formaður VR segir atvinnulífið hafa nýtt sér viðkvæma stöðu í samfélaginu, Þar sem verðbólga er há og vextir í hæstu hæðum, til að skapa sér „fordæmalaust góðæri á kostnað almennings.“
Kjarninn 6. desember 2022
Gæti verið að ein hæð úr SAS-hótelinu í Kaupmannahöfn leynist á hafsbotni?
Hótelið á hafsbotni
Í áratugi hafa gengið sögur um að á hafsbotni norðan við Helsingjaborg í Svíþjóð liggi stærðar steypuhlunkur sem átti að vera hluti eins þekktasta hótels á Norðurlöndum. En skyldi þetta nú vera rétt?
Kjarninn 6. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent