Matvælastofnun hafi ekki eftirlit með velferð dýra

„Undanfarið hafa komið upp mörg dæmi sem sýna að ekki er hugað nægilega að velferð dýra sem haldin eru eða veidd hér á landi,“ segir í þingsályktunartillögu Pírata um tilfærslu dýraeftirlits frá stofnun sem kennd er við matvæli.

Valgerður Árnadóttir, varaþingmaður Pírata.
Valgerður Árnadóttir, varaþingmaður Pírata.
Auglýsing

Þing­flokkur Pírata hefur lagt fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um að dýra­eft­ir­lit verði fært frá Mat­væla­stofnun til sjálf­stæðs dýra­vel­ferð­ar­sviðs. Fyrsti flutn­ings­maður til­lög­unnar er Val­gerður Árna­dótt­ir, vara­þing­maður Pírata. Sam­hliða til­færsl­unni verði hugað sér­stak­lega að aðgerðum til að tryggja dýra­vel­ferð. Píratar leggja til að emb­ætti yfir­dýra­læknis verði eflt þannig að það geti unnið sjálf­stætt að eft­ir­liti, fræðslu, gagna­öflun og fag­legri stjórn­sýslu varð­andi dýra­vel­ferð.

Einnig er lagt til að stjórn­sýsla dýra­vel­ferðar verði óháð stjórn­sýslu mat­væla­ör­yggis og að vald­heim­ildir til að sinna vel­ferð dýra og til að grípa inn í þar sem er brýn nauð­syn verði aukn­ar. Að end­ingu er lagt til að úrræði til að bjarga dýrum úr slæmum aðstæðum verði tryggð með fjár­magni til að halda úti dýra­at­hvörfum með aðkomu hlut­að­eig­andi sveit­ar­fé­laga. „Mat­væla­ráð­herra hafi í fram­an­greindu skyni sam­ráð við helstu hags­muna­sam­tök og fag­að­ila í grein­inni og leggi eigi síðar en á 154. lög­gjaf­ar­þingi fyrir Alþingi laga­frum­vörp til að stuðla að nauð­syn­legum breyt­ingum á sviði dýra­vel­ferðar í sam­ræmi við ályktun þessa.“

Í grein­ar­gerð með þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unni er bent á að und­an­farið hafi komið upp mörg dæmi sem sýni að ekki er hugað nægi­lega að vel­ferð dýra sem haldin eru eða veidd hér á landi. Þar megi einna helst nefna erfið mál sem hafa komið upp við blóð­mera­hald og hval­veiðar þar sem gögn sýni að dýrin hafa þjáðst að óþörfu. „Það er ljóst að eft­ir­liti er veru­lega ábóta­vant og vald­heim­ildir til að grípa inn í ekki nægj­an­lega sterk­ar. Eft­ir­lit og úrskurð­ar­vald eru á sömu hendi í mála­flokknum sem dregur úr nauð­syn­legu aðhald­i.“

Auglýsing

Enn­fremur er bent á að hags­munir í mat­væla­málum og dýra­vernd fari ekki alltaf saman og „skap­ast hættu­legt ójafn­vægi þegar annar mála­flokk­ur­inn er lát­inn vega þyngra en hinn. Með til­lögu þess­ari er lagt til að eft­ir­lit með vel­ferð dýra verði fært til sjálf­stæðs dýra­vel­ferð­ar­sviðs sem getur sinnt yfir­um­sjón og sam­ræm­ingu á meðan Mat­væla­stofnun eða annar aðili sér um eft­ir­lit og gagna­söfn­un. Nauð­syn­legt er að stór­efla hlut dýra­verndar í stjórn­sýsl­unni. Jafn­framt þarf að auka vald­heim­ildir stjórn­sýslu­að­ila til að taka á erf­iðum dýra­van­rækslu­málum án taf­ar. Rétt er við und­ir­bún­ing til­færslu dýra­eft­ir­lits að athuga hvort færa þurfi emb­ætti yfir­dýra­læknis að fullu til ann­ars ráðu­neytis í þessu skyni og tryggja að emb­ætt­inu sé skylt og kleift að sinna öllum dýra­vel­ferð­ar­málum jafnt, hvort sem um er að ræða villt dýr, hús­dýr eða gælu­dýr“.

Stofnun sett saman úr ýmsu

Mat­væla­stofnun hóf störf 1. jan­úar 2008 þegar Land­bún­að­ar­stofn­un, mat­væla­svið Umhverf­is­stofn­unar og mat­væla­svið Fiski­stofu voru sam­einuð undir einum hatti. Stofn­unin starfar undir yfir­stjórn atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­is, sem sett hefur reglu­gerð nr. 1/2008 um skipu­lag og starf­semi Mat­væla­stofn­un­ar. Aðal­skrif­stofa er á Sel­fossi en mark­aðs­stofa í Hafn­ar­firði. Stofn­unin rekur einnig umdæm­i­s­krif­stofur víðs vegar um land­ið, auk landamæra­stöðva vegna inn­flutn­ings sjáv­ar­af­urða frá ríkjum utan EES.

Með stöð­ugum flutn­ingi verk­efna til stofn­un­ar­innar hefur umfang starf­sem­innar auk­ist jafnt og þétt.

Tíma­lína

2006: Land­bún­að­ar­stofnun

Sam­ein­ing Emb­ættis yfir­dýra­lækn­is, Aðfanga­eft­ir­lits, Veiði­mála­stjóra, Yfir­kjöt­mats og ann­arra verk­efna

2008: Mat­væla­stofnun

Sam­runi Land­bún­að­ar­stofn­unar og mat­væla­sviða Fiski­stofu og Umhverf­is­stofn­unar

2010: Eft­ir­lit með búfjár­af­urðum

Eft­ir­lit með kjöt­vinnslum og mjólk­ur­búum fært frá sveit­ar­fé­lögum til MAST

2011: Eft­ir­lit með fisk­vinnslum

Mat­væla­stofnun tók yfir verk­efni Skoð­un­ar­stofa í sjáv­ar­út­vegi

2013: Eft­ir­lit með dýra­vel­ferð

Stjórn­sýsla og eft­ir­lit flutt frá Umhverf­is­stofnun til Mat­væla­stofn­unar

2014: Búfjár­eft­ir­lit

Fært frá sveit­ar­fé­lögum til MAST sam­hliða end­ur­skipu­lagi eft­ir­lits með dýra­vel­ferð

2015: Eft­ir­lit með fisk­eldi

Fært frá Fiski­stofu til MAST auk verk­efna sem MAST vinnur fyrir Umhverf­is­stofnun

2016: Bún­að­ar­stofa

Stjórn­sýslu­verk­efni flytj­ast frá BÍ til MAST

2018: Líf­ræn ræktun

Stjórn­sýsla og eft­ir­lit færð frá atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­inu til MAST

2020: Brott­hvarf Bún­að­ar­stofu

Bún­að­ar­stofa flutt frá MAST til atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­is­ins

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent