Mynd: Golli

Fjárlagafrumvarpið á mannamáli

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti fjárlagafrumvarp vegna ársins 2023 í gær. Það segir til um hvernig þjóðarheimilið er rekið. Í hvað erum við að eyða, hverjir borga mest fyrir það og þau nýju verkefni sem verið er að ráðast í. Í þeim er að finna rammann utan um samfélagið sem við lifum í.

Hver er stóra mynd­in?

Heild­­­­ar­­­­tekjur rík­­­­is­­­­sjóðs verða um 1.117 millj­­­arðar króna á næsta ári. Það er tekju­aukn­ing upp á 103 millj­­arða króna milli ára, miðað við fyr­ir­liggj­andi áætlun árs­ins 2022. Tekjur yfir­­stand­andi árs hafa verið end­­ur­­metnar frá því sem sett var fram í fjár­­lögum og eru nú áætl­­aðar 79 millj­­örðum krónum meiri. Ástæður þess eru tvær, ann­­ars vegar vegna bættra efna­hags­­for­­senda og hins vegar vegna auk­innar verð­­bólg­u. 

Áætl­­­­aður halli á árinu 2023 er 89 millj­­­­arðar króna en í fjár­­­mála­á­ætlun sem lögð var fram í vor var hann áætl­­aður 82,5 millj­­arðar króna. Áætl­­aður halli hefur því auk­ist um 6,5 millj­­arða króna frá því í vor. Halli rík­­is­­sjóðs vegna árs­ins 2022 var áætl­­aður 187 millj­­arðar króna en er nú talin verða 142 millj­­arðar króna.  

Útgjöld munu aukast nokkuð milli ára, eða um 6,4 pró­sent, og verða 1.296 millj­­­arðar króna. 

Hverjir fá mest?

Fram­lög til heil­brigð­is­­­­mála verða aukin um 12,2 millj­­­­arða króna á árinu 2023 og verða um 327 millj­­arðar króna á föstu verð­lagi.

Það þýðir að um fjórð­ungur af öllum útgjöldum rík­­is­­sjóðs fari í rekstur heil­brigð­is­­mála (25 pró­­sent). Svipað fer í félags-, hús­næð­is- og trygg­inga­­mál og um 133 millj­­arðar króna fara í mennta- og menn­ing­­ar­­mál.

Fram­lög til nýsköp­un­ar, rann­sóknar og þekk­ing­ar, sem fela aðal­lega í sér end­ur­greiðslur á kostn­aði fyr­ir­tækja munu halda áfram að hækka lít­il­lega milli ára og fram­lög til umhverifs­mála aukst um tæpa þrjá millj­arða króna og verða 27,9 millj­arðar króna.

Hvað er nýtt?

Það sem hefur helst vakið athygli er að rík­is­sjóður ætlar að auka tekjur um 700 millj­ónir króna á næsta ári með því að draga úr afslætti í toll­frjálsum versl­unum þannig að áfeng­is­gs­gjaldið í þeim fari úr tíu í 25 pró­sent og tóbaks­gjaldið úr 40 í 50 pró­sent. Þetta mun fyrst og síð­ast hafa áhrif á frí­höfn­ina í Leifs­stöð þar sem ferða­menn hafa hingað til getað keypt ódýr­ara áfengi og tóbak en ann­ars­staðar á land­in­u. 

Þá er gert ráð fyrir að breytt vöru­gjald á öku­tæki muni skila 2,7 millj­örðum nýjum krónum í rík­is­sjóðs og breyt­ingar á bif­reiða­gjaldi, aðal­lega vegna vegna þess að gjald­taka á raf­magns- og tvinn­bílum verður auk­in, muni skila auknum tekjum upp á 2,2 millj­arða króna.

Athygli vekur að fjár­laga­frum­varpið gerir ráð fyrir að eft­ir­stand­andi 42,5 pró­sent hlutur rík­is­ins í Íslands­banka verði seldur fyrir 75,8 millj­arða króna. Það er gert þrátt fyrir að salan hafi verið sett á ís í vor á meðan að Rík­is­end­ur­skoðun og fjár­mála­eft­ir­lit Seðla­banka Íslands rann­sök­uðu hluta síð­asta skrefs sem stigið var í sölu­ferl­inu. Hvorki Rík­is­end­ur­skoðun né fjár­mála­eft­ir­litið hefur birt neins konar nið­ur­stöðu úr rann­sóknum sín­um. 

Hvar á að spara?

Fjár­fest­ingar drag­ast veru­lega saman á næsta ári, eða um 16,6 pró­sent. Það er annað árið í röð sem það ger­ist en fjár­fest­ingar rík­is­sjóðs dróg­ust saman um 17,3 pró­sent í ár. Búist er við því að útgjöld til fjár­fest­ingar verði aukin aftur á næsta ári.

Heilt yfir er því aðal­lega sparað með því að fresta fjár­fest­inga­verk­efnum og með því að ráð­ast ekki í ný útgjöld. Sú fjár­fest­ing sem frestað er, og skilar mestum sparn­aði á næsta ári, er fram­lag vegna við­bygg­ingar við Stjórn­ar­ráðs­hús­ið, sem lækkar um 850 millj­ónir króna frá því sem áður var áætl­að. 

Mynd: Bára Huld Beck

Þá hefur verið til­kynnt um að fram­lög til stjórn­mála­flokka verði lækkuð til að sýna aðhald í verki. Fram­lagið var lækkað úr 728,2 í 692,2 millj­ónir króna á ári, eða um 36 millj­ónir króna. 

Er tekið á stöð­unni á hús­næð­is­mark­aði?

Í kynn­ingu fjár­laga­frum­varps­ins segir að rík­is­sjóði yrði beitt til að stemma stigu við verð­bólgu og þenslu í efna­hags­líf­inu, en verð­bólga mælist nú 9,7 pró­sent. Sá ein­staki þáttur sem hefur ráðið mestu um vöxt verð­bólg­unnar er gríð­ar­leg hækkun á hús­næð­is­verði, sem hefur hækkað um 48 pró­sent á höf­uð­borg­ar­svæð­inu frá byrjun því í mars 2020.

Helsta ástæða þess­arar þró­unar er að eft­ir­spurn eftir íbúðum hefur verið langt umfram fram­boð, og í febr­úar á þessu ári voru ein­ungis 437 íbúðir aug­lýstar til sölu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, sem er sögu­legt lág­mark. 

Til að stemma stigu við þessu hefur Seðla­banki Íslands þrengt að lána­skil­yrðum og hækkað stýri­vexti úr 0,75 í 5,75 pró­sent frá því í maí í fyrra. 

Engar sér­stakar nýjar aðgerðir til að auka á fram­boð á íbúða­mark­aði eru kynntar til leiks í fjár­laga­frum­varp­inu en til­lögur þess efnis boð­aðar síð­ar. Þvert á móti eru stofn­fram­lög til upp­bygg­ingar í almenna íbúða­kerf­inu lækkuð um tvo millj­arða króna.

Sömu sögu er að segja um auk­inn hús­næð­is­stuðn­ing, en greiðslu­byrði hús­næð­is­kostn­aðar hefur stór­hækkað sam­hliða auk­inni verð­bólgu. Í mörgum til­fellum hefur greiðslu­byrði lána hækkað um meira en 100 þús­und krónur á mán­uði. frá byrjun árs. Sú hækkun sem er á hús­næð­is­stuðn­ingi milli ára er til­komin ann­ars vegar vegna þegar til­kynntra mót­væg­is­að­gerða við verð­bólgu og hins vegar vegna fjölg­unar fólks á leigu­mark­aði. Í frum­varp­inu stend­ur: „Starfs­hópur um hús­næð­is­stuðn­ing er nú að störfum með það hlut­verk að end­ur­skoða beinan hús­næð­is­stuðn­ing til ein­stak­linga. Á grund­velli þeirrar vinnu verður horft til breyt­inga og hækk­unar á hús­næð­is­stuðn­ingi rík­is­ins frá því sem gert er í frum­varpi þessu. Þar sem hóp­ur­inn er enn að störfum er horft til ann­arrar umræðu fjár­laga í því sam­heng­i.“

Í kynn­ingu fjár­laga­frum­varps­ins var hins vegar sér­stak­lega vikið að aðgerðum sem sam­þykktar voru fyrr á þessu ári, og eru þenslu­vald­andi. Þ.e. þær auka á eft­ir­spurn­ina sem Seðla­bank­inn er að reyna að slá á. Aðgerð­irnar fela í sér að kaup­endur geta frá næstu ára­mótum notað svo­kall­aða til­greinda sér­eign til að safna fyrir fyrstu íbúð, auk þess að fá helm­ings afslátt af stimp­il­gjöld­um. Þá verður þeim sem ekki hafa átt íbúð í fimm ár eða lengur gert kleift að nýta úrræði fyrstu kaup­enda. 

Hver borgar fyrir tekjur rík­­­is­­­sjóðs?

Ein­stak­l­ingar og fyr­ir­tæki

Skatt­­­tekjur verða alls 877,2 millj­arðar króna á næsta ári gangi for­sendur frum­varps­ins eft­ir. Áætlað er að þær verði 793,4 millj­arðar króna í ár og því munu skatt­tekj­urnar hækka um 83,8 millj­arða króna milli ára. Ein­stak­l­ingar munu greiða 241,4 millj­­­arða króna í tekju­skatt og skatt­greiðslu sem  er tæp­lega ell­efu pró­­sent meira en í ár. Til við­­­bótar borgum við auð­vitað virð­is­auka­skatt af flestu. Á næsta ári er búist við að virð­is­auka­skatts­tekj­urnar verði 338,4 millj­­­arðar króna (tólf pró­­sent aukn­ing)  og að við fáum að greiða 7,6 millj­­­arða króna í við­­­bót í stimp­il­­­gjöld. 

Tekju­skattur sem leggst á lög­­­­að­ila, fyr­ir­tæki og félög lands­ins, er nú áætl­­­aður 97 millj­­­arðar króna á næsta ári og tekjur vegna hans aukast um 20 millj­arða króna, eða 26 pró­sent, milli ára.

Þá munu tekjur rík­­­is­­­sjóðs vegna trygg­inga­gjalds aukast og verða 122,3 millj­­­arðar króna á næsta ári. Það er rúmum átta millj­örðum krónum hærri tekjur en reiknað er með að skatt­stofnin skili rík­is­sjóði í ár.

Sér­­­stakt gjald á banka

Bankar lands­ins borga líka sinn skerf til rík­­­is­ins til við­­­bótar við hefð­bundnar skatt­greiðsl­­­ur, þótt það fram­lag fari lækk­­­andi. Þar skiptir mestu að á banka­skatt­­­ur­inn var lækk­­­aður niður í 0,145 pró­­­sent skulda árið 2020 sem hluti af efna­hags­að­gerðum rík­is­stjórn­ar­innar til að takast á við kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn. Fyrir vikið lækk­­­aði álagður banka­skattur sem rík­­­is­­­sjóður lagði á bank­ana um 6,1 millj­­­arð króna vegna árs­ins 2020 og var 4,8 millj­­­arðar króna. Það var lækkun upp á 56,2 pró­­­sent. Áætlað er að hann hafi verið um 5,4 millj­­arðar króna í ár og að hann verði 5,9 millj­­arðar króna á næsta ári.

Veið­i­­­­gjöld

Svo eru það auð­vitað útgerð­­­ar­­­fyr­ir­tæk­in. Þau borga rík­­­is­­­sjóði sér­­­­­stök veið­i­­­­gjöld umfram aðra skatta fyrir afnot af fisk­veið­i­­auð­lind­inni.

Ný lög um veið­i­­­­­gjald tóku gildi í byrjun árs 2019 þar sem meðal ann­­­­ars var settur nýr reikni­stofn sem bygg­ist á afkomu við veiðar hvers nytja­­­­stofns. Sam­­­kvæmt þeim er veið­i­­gjaldið nú ákveðið fyrir alm­an­aksár í stað fisk­veið­i­­ár­s. Útgerð­­irnar greiddu 4,8 millj­­arða króna í veið­i­­­gjöld árið 2020, 7,7 millj­­arða króna árið 2021 og áætlað er að veið­i­­gjaldið skili 7,4 millj­­arða króna í rík­­is­­sjóð á árinu 2022. Á næsta ári er búist við að veiði­gjöldin skili rúm­lega 9,8 millj­örðum króna, en af þeirri upp­hæð fellur 1,5 millj­arður króna til vegna gjalds á fisk­eldi sem var inn­­­leitt 2020. Tvær breyt­ingar eru gerðar á verð­mæta­gjaldi vegna sjó­kvía­eld­is. Ann­ars vegar er gjald­hlut­fallið hækkað úr 3,5 í fimm pró­sent og hins vegar er við­mið­un­ar­tíma­bil gjalds­ins fært nær í tíma. Útgerð­irnar greiða því 8,3 millj­arða króna í veiði­gjald. 

Mynd: Wiki Commons

Til sam­an­burðar voru veiði­gjöld útgerða 11,3 millj­­­arðar króna árið 2018, á verð­lagi þess árs.

Þeir sem eiga mikið af pen­ingum

Rík­­­is­­­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur hækk­­­aði fjár­­­­­magnstekju­skatt í byrjun árs 2018, úr 20 í 22 pró­­­sent. For­­­sæt­is­ráð­herra sagði við það til­­­efni að þessi hækkun væri liður í því að gera skatt­­­kerfið rétt­lát­­­ara.

Kjarn­inn greindi frá því í júlí að í grein­ingu á álagn­ingu opin­berra gjalda ein­stak­l­inga eftir tekju­­­tí­undum sem Bjarni Bene­dikts­­­son, fjár­­­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, kynnti á rík­­­is­­­stjórn­­­­­ar­fundi 22. júní síð­­­ast­lið­inn, hafi komið fram að þau tíu pró­­­sent lands­­­manna sem höfðu mestar fjár­­­­­magnstekjur á síð­­­asta ári hafi tekið til sín 81 pró­­­sent allra fjár­­­­­magnstekna ein­stak­l­inga á árinu 2021. Alls höfðu ein­stak­l­ingar 181 millj­­­arð króna í fjár­­­­­magnstekjur í fyrra og því liggur fyrir að efsta tíund­in, sem telur nokkur þús­und fjöl­­­skyld­­­ur, var með tæp­­­lega 147 millj­­­arða króna í fjár­­­­­magnstekjur á síð­­­asta ári. Heild­­­ar­fjár­­­­­magnstekjur ein­stak­l­inga hækk­­­uðu um 57 pró­­­sent milli ára, eða alls um 65 millj­­­arða króna. Mest hækk­­­­aði sölu­hagn­aður hluta­bréfa sem var 69,5 millj­­­­arðar króna á árinu 2021. 

Þessi gríð­ar­lega aukn­ing á fjár­magnstekj­um, sem var að stóru leyti til­komin vegna aðgerða sem rík­is­stjórnin og Seðla­banki Íslands gripu til og dældu fé inn á eigna­mark­aði, gerði það að verkum að fjár­magnstekju­skatt­ur­inn skil­aði 16 millj­örðum krónum meira í tekjur í ár en áætlað var í fjár­lög­um, eða 47,5 millj­örðum króna. Umtals­verður sam­dráttur verður á tekjum vegna fjár­magnstekju­skatts á næsta ári, en reiknað er með því að hann skili 41,9 millj­örðum króna í rík­is­sjóð á árinu 2023.

Dauð­inn

Gert er ráð fyrir að erfða­fjár­­skattur skili rík­­is­­sjóði 8,6 millj­­örðum króna í tekjur árið 2023. Það minna en skatt­ur­inn skil­aði í ár þegar lands­menn greiddu tíu millj­arða króna í erfða­fjár­skatt. 

Ráð­andi breyta í því að inn­heimtur erfða­fjár­skattur var þriðj­ungi hærri í ár en áætl­anir gerðu ráð fyrir voru gríð­ar­legar hækk­anir á íbúð­ar­verð­i. 

Bif­­­reið­­­ar­eig­end­­ur

Alls eru áætl­­­aðar tekjur rík­­­is­­­sjóðs vegna vöru­gjalda af öku­tækjum auk­ist um 2,7 millj­arða króna og verði 8,2 millj­arðar króna á næsta ári. 

Vöru­gjöld af bens­íni aukast um 440 millj­ónir króna milli ára og verða 9,3 millj­arðar króna, kolefn­is­gjöld aukast um 560 millj­ónir og verða 7,5 millj­arðar króna og olíu­gjaldið eykst um tæpan millj­arð króna og verður rúm­lega 13,5 millj­arðar króna. 

Mynd: ON

Kíló­metra­gjald mun skila rúm­lega 1,6 millj­arð króna í rík­is­sjóð og bif­reiða­gjöld 10,6 millj­örðum króna.

Þeir sem drekka og reykja

Reyk­ing­­­ar­­­fólk og áfeng­is­­­neyt­endur fá áfram sem áður að borga sinn skerf til sam­­­neysl­unn­­­ar. Alls er lagt til að áfeng­is- og tóbaks­gjaldið hækki um 7,7 pró­sent milli ára til við­bótar við þá miklu hækkun sem lögð verður á þessar vörur í frí­höfn­inn­i. 

Allir sem flytja inn eða fram­­­­leiða áfengi hér á landi til sölu eða vinnslu ber að greiða áfeng­is­­­­gjald. Einnig þeir sem flytja áfengi með sér eða fá það sent erlendis frá, til eigin nota. Áfeng­is­­­­gjald er greitt af neyslu­hæfu áfengi sem í er meira en 2.25 pró­­­­sent af vín­­­­anda að rúm­­­­máli. Þessu gjaldi er velt út í verð­lag og því hækkar það útsölu­verð til neyt­enda. 

Tekjur vegna áfeng­is­gjalds­ins á næsta ári eru áætl­­aðar um 25,5 millj­­arðar króna sem er 1,7 hærra en áætlað er fyrir 2022. Tekjur rík­­is­­sjóðs af áfeng­is­gjaldi hafa því hækkað 37 pró­­sent frá 2018, eða í krónum talið eða um 6,9 millj­­arða króna. 

Mynd: Pexels

Tóbaks­­­gjaldið átti að skila tæp­lega 5,8 millj­­­örðum króna í rík­­­is­­­kass­ann í ár en skil­aði á end­­anum um 200 millj­­ónum krónum minna. Senni­leg­ast er að hrun í notkun á íslensku nef­tó­baki, sem ÁTVR fram­leiðir og sel­ur, skipti þar máli. Á næsta ári munu tekj­­urnar aukast á ný um 75 millj­ónir króna eftir hina miklu hækkun sem gripið verður til um ára­mót og verða rúm­lega 5,8 millj­arðar króna. 

Óreglu­­­legu tekj­­­urnar

Ríkið hefur alls­­­konar aðrar tekjur en skatta. Þar ber auð­vitað hæst arð­greiðslur frá fyr­ir­tækjum sem ríkið á, sér­­­stak­­­lega bönk­­­unum og Lands­­­virkj­un. Slíkar arð­greiðslur hríð­­­féllu vegna kór­ón­u­veiru­far­ald­­­ur­s­ins, og fóru niður í 18,7 millj­­arða króna árið 2021, en tóku aftur við sér í ár. Þá voru arð­greiðslur rík­­is­ins áætl­­aðar 45,9 millj­arðar króna. Á næsta ári er áætlað að mót­tek­inn arður verði 34,3 millj­arðar króna, eða 11,6 millj­örðum krónum lægri en í ár. Þar skiptir máli að ríkið hefur þegar selt stóran hluta af eign sinni í Íslands­banka og  fær ekki arð af þeim eign­­ar­hluta leng­­ur.

Ríkið mun líka inn­­­heimta 17,5 millj­­­arða króna í vaxta­­­tekjur og 37,4 millj­­­arða króna vegna sölu á vöru og þjón­­­ustu. Inni í þeirri sölu eru til að mynda inn­­­­­rit­un­­­ar­­­gjöld í háskóla og fram­halds­­­­­skóla, sala á vega­bréfum og öku­­­skír­teinum og greidd gjöld vegna þing­lýs­inga, svo dæmi séu tek­in. Þá fær ríkið um 4,9 millj­­­arða króna vegna sekta og skaða­­­bóta.

Mynd: Íslandsbanki

Rík­­­is­­­stjórnin ætlar að selja eft­ir­stand­andi 42,5  pró­­­sent eign­­­ar­hlut sinn í Íslands­­­­­banka að fullu á næsta ári fyrir 75,8 millj­arða króna.

Hvernig stendur rekstur rík­­­is­­­sjóðs?

Hall­inn var yfir 600 millj­­arðar króna á þriggja ára tíma­bili (2020 til 2022) en skap­legri á næsta ári, eða 89 millj­arðar króna. Upp­safn­aður halli áranna 2020 og 2021 er áþekkur að stærð í hlut­falli af vergri lands­fram­leiðslu og hallin árin 2009 og 2010 í kjöl­far banka­hruns­ins. Um kom­andi ára­mót verða heild­ar­skuldir rík­is­sjóðs 1.210 millj­arðar króna og fjár­laga­frum­varpið gerir ráð fyrir að þær fari upp í 1.276 millj­arða króna í lok næsta árs.

Gangi áform um að selja rest­ina af Íslands­banka eftir munu skuldir rík­is­sjóðs ná að verða 33 pró­sent af vergri lands­fram­leiðslu í lok næsta árs, en áætl­anir gera ráð fyrir að það verði 33,4 pró­sent í lok árs 2022. Verði hlut­ur­inn ekki seldur mun þeir 75,8 millj­arðar króna sem banka­salan á að skila í rekst­ur­inn á næsta ári verða teknir að láni og skulda­hlut­fallið hækka umtals­vert. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar