Vesturverk: Við höldum okkar striki

Í sumar verður ekki farið í gerð vinnuvega um Ófeigsfjarðarheiði vegna fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar að sögn Vesturverks. Fyrirtækið segir ennfremur að ekki sé hægt að tilgreina hvenær hafist verði handa við byggingu virkjunarinnar.

Fossinn Rjúkandi á Ófeigsfjarðarheiði.
Fossinn Rjúkandi á Ófeigsfjarðarheiði.
Auglýsing

Vest­ur­verk, sem áformar að reisa Hval­ár­virkjun í Ár­nes­hreppi, segir að mál­sókn meiri­hluta eig­enda jarð­ar­innar Dranga­víkur hafi engin áhrif á fyr­ir­ætl­anir fyr­ir­tæk­is­ins. „Stefnan bein­ist ekki að Vest­ur­verki heldur að land­eig­endum og því bregð­umst við ekki sér­stak­lega við henn­i,“ seg­ir í skrif­legu svari Birnu Lár­us­dótt­ur, upp­lýs­inga­full­trúa Vest­ur­verks, við ­spurn­ingum Kjarn­ans. „Við höldum okkar strik­i.“

Í grein sem birt­ist á mbl.is árið 2017 kom fram að Vest­ur­verk ætti 3% hlut í jörð­inni Ófeigs­firði. Var það haft eftir Pétri Guð­munds­syni, stærsta eig­anda jarð­ar­inn­ar. ­Sam­kvæmt veð­bók­ar­vott­orði útgefnu af sýslu­mann­inum á Vest­fjörðum í byrjun apr­íl, sem Kjarn­inn hefur undir hönd­um, eiga þrír menn, sem allir eru eig­endur í Vest­ur­verki í gegnum Glámu fjár­fest­ingar slhf., sinn hlut­inn hver í jörð­inn­i. 

Eig­endur Vest­ur­verks eru því sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans meðal stefndu í landa­merkja­mál­in­u. 

Auglýsing

Meiri­hluti eig­enda Dranga­víkur hefur stefnt eig­endum þriggja jarða í Árnes­hreppi og Stranda­byggð og krefst þess að við­ur­kennd verði með dómi landa­merki Dranga­víkur gagn­vart hinum jörð­unum og þau séu eins og þeim var lýst í þing­lýstum land­merkja­bréfum frá árinu 1890. 

Verði krafa land­eig­end­anna ­stað­fest mun það setja áform Vest­ur­verks um Hval­ár­virkjun í upp­nám. Ey­vind­ar­fjarð­ará og Eyvind­ar­fjarð­ar­vatn, sem til stendur að nýta til­ ­virkj­un­ar­inn­ar, yrðu þá inni á landi í eigu fólks sem margt hvert kærir sig ekki um virkj­un­ina. Tvær aðrar ár, Rjúk­andi og Hvalá, sem einnig yrð­u ­virkj­að­ar, renna hins vegar sann­ar­lega um jörð­ina Ófeigs­fjörð.

Auglýsing

„Hval­ár­virkjun hefur verið í und­ir­bún­ingi í 14 ár,“ seg­ir Birna í svari sínu. „Þar til síð­asta sum­ar, þegar ýmis kæru­mál upp­hófust, höfð­u engar ábend­ingar borist um að landa­merki í Ófeigs­firði væru ekki í sam­ræmi við öll þau opin­beru gögn og landa­merkja­bréf, sem bæði Vest­ur­Verk og opin­ber­ir að­ilar hafa unnið eftir alla tíð.“

Í stefnu land­eig­enda Dranga­víkur kemur fram að landa­merkja­bréf­in ­sem krafa þeirra byggi á, hafi verið öruggar heim­ildir síns tíma, ver­ið ­sam­þykkt af eig­endum jarð­anna og séu þing­lýstar heim­ildir fyrir eign­ar­rétti. Engir ­samn­ingar hafa verið gerðir eftir að landa­merkja­bréfin voru skráð sem breyta að mati land­eig­enda Dranga­víkur merkjum milli jarð­anna svo merkja­lýs­ingar þeirra skulu gilda.

Ákveðið að ljúka skipu­lags­breyt­ingum

Þær fyr­ir­ætl­anir Vest­ur­verks á þessu ári, sem Birna vís­ar til í svari sínu og segir að stefna land­eig­end­anna hafi engin áhrif á, eru m.a. ­rann­sóknir á vatnaf­ari, snjó­dýpt og umfangi flóða á fyr­ir­hug­uðu virkj­un­ar­svæð­i. Auk þess sem áfram verður unnið að seinni hluta skipu­lags­breyt­inga vegna ­virkj­un­ar­inn­ar. Ætla má, að sögn Birnu, að sú skipu­lags­vinna taki allt þetta ár. „Ákveðið hefur verið að ljúka við skipu­lags­breyt­ing­arnar áður en far­ið verður í umfangs­meiri fram­kvæmdir á svæð­inu, s.s. vega­gerð upp á Ó­feigs­fjarð­ar­heið­i.“

­Spurð hvort að þessar áætl­anir muni standast, m.a. með­ tilliti til ástands­ins í sam­fé­lag­inu vegna kór­ónu­veirunn­ar, segir Birna að svo ­sé. Gert sé ráð fyrir að rann­sóknar­á­form stand­ist og skipu­lags­vinna haldi áfram ­sam­kvæmt áætl­un.

Hvað fram­haldið varð­ar, s.s. bygg­ingu sjálfr­ar ­virkj­un­ar­innar sem er mann­afls­frekt verk­efni, segir Birna að unnið verði áfram að und­ir­bún­ingi. Það sé hins vegar ekki hægt að til­greina fram­kvæmda­tím­ann með­ vissu, eins og sakir standa.

Sex kæru­mál á borði úrskurð­ar­nefndar

Landa­merki jarða á áhrifa­svæði fyr­ir­hug­aðrar Hval­ár­virkj­un­ar eru ekki einu deilu­málin sem upp hafa komið og eru til skoð­un­ar, m.a. hjá úr­skurð­ar­nefnd umhverf­is- og auð­linda­mála. Sex kæru­mál sem tengj­ast virkj­un­inn­i eru á borði nefnd­ar­inn­ar. Kærur vegna ákvörð­unar hrepps­nefndar Árnes­hrepps um ­sam­þykkt deiliskipu­lags og sam­þykktar fram­kvæmda­leyfis fyrir vinnu­vegum um hið ­fyr­ir­hug­aða virkj­ana­svæði eru þar á með­al.

Í svari lög­manns Vest­ur­verks nú í apríl við fyr­ir­spurn úr­skurð­ar­nefnd­ar­innar segir „að vegna kæru- og dóms­mála og þess óvissu­á­stands ­sem skap­ast hefur vegna núver­andi þjóð­fé­lags­á­stands hefur umbjóð­andi minn ­upp­lýst að ekki hafi verið unnin ný fram­kvæmda­á­ætlun vegna [Hval­ár­virkj­un­ar]. Ekk­ert liggur því fyrir um hvenær ráð­gert er að hefja fram­kvæmdir að nýju. Ó­lík­legt verður að telj­ast að ráð­ist verði í nokkrar fram­kvæmdir á allra næst­u vikum eða mán­uð­u­m.“

Í svar­inu kemur enn­fremur fram að Vest­ur­verk muni til­kynna ­nefnd­inni þegar fram­kvæmda­á­ætlun hefur verið gerð og „áður en ráð­ist verður í nokkrar fram­kvæmdir á grund­velli hinna kærðu leyfa“.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kostnaður við rekstur þjóðkirkjunnar greiðist úr ríkissjóði þar sem kirkjan og ríki eru ekki aðskilin hérlendis.
Prestar ósáttir við tillögu um að hætta að rukka fyrir hjónavígslur, skírnir og útfarir
Lagt hefur verið til að hætt verði að rukka fyrir aukaverk presta. Það þyki fráhrindandi að prestur sem þjónar fólki á gleði- og sorgarstundum sendi viðkomandi síðan reikning. Einkum sé þetta „slæm birtingarmynd þegar um efnalítið fólk er að ræða.“
Kjarninn 18. október 2021
Á meðal íbúða sem Bjarg leigufélag, sem er óhagnaðardrifið, hefur byggt og leigir nú út eru íbúðir við Hallgerðargötu í Laugarneshverfi.
Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum mun ánægðari en aðrir
Uppbygging almennra íbúða í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög hefur aukið verulega framboð á húsnæði fyrir fólk með lágar tekjur. Leigjendur í kerfinu eru mun ánægðari en aðrir leigjendur og telja sig búa við meira húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. október 2021
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent