Hvað er svona merkilegt við þessa Dranga?

Umræða um friðlýsingu eyðijarðar norður á Ströndum „í skjóli nætur“ og áhrif þess gjörnings á Hvalárvirkjun hafa bergmálað í sölum Alþingis og í fréttum. Kyrrð og ró ríkir samtímis í óbyggðum víðernum Vestfjarða sem hafa nú að hluta verið friðuð.

Drangaskörð eru stórkostleg náttúrusmíð.
Drangaskörð eru stórkostleg náttúrusmíð.
Auglýsing

Á eyði­jörð­inni Dröngum á Ströndum er að finna eitt sér­stæð­asta nátt­úru­fyr­ir­brigði Íslands, Dranga­skörð. Aðrar nátt­úru­minjar eða nátt­úru­­fyr­ir­­bæri sem setja svip sinn á Dranga­landið eru Dranga­jök­­ull, árn­­ar, heitar upp­­­sprettur og laug­­ar, eyj­­ur, hólmar og sker, mýrar og vot­­lendi ásamt vogskornum hlíð­um, urðum og klett­­um. „Ein­­stök verð­­mæti eru í ósnortnum víð­ernum í landi Dranga og mikil áhersla lögð á að vernda þau svæði um ókomna tíð,“ segir í grein­ar­gerð skipu­lags­til­lagna um litla frí­stunda­byggð við Dranga­bæ­inn sem land­eig­endur fyr­ir­huga, Árnes­hreppur aug­lýsti fyrr á árinu og Skipu­lags­stofnun stað­festi svo um miðjan ágúst.

Það er þó hvorki frí­stunda­byggðin við ysta haf né Dranga­skörðin til­komu­miklu sem verið hafa umfjöll­un­ar­efni frétta upp á síðkastið heldur frið­lýs­ing jarð­ar­innar sem umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra und­ir­rit­aði í lok nóv­em­ber. Þar með urðu Drangar fyrsta land­svæðið á Íslandi til að verða frið­lýst sem óbyggt víð­erni sam­kvæmt lögum um nátt­úru­vernd.

Auglýsing

Sam­starfs­hópur skip­aður full­trúum Umhverf­is­stofn­un­ar, land­eig­anda Dranga, sveit­ar­fé­lags­ins Árnes­hrepps, Minja­stofn­unar Íslands og umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­is­ins hefur unnið að und­ir­bún­ingi frið­lýs­ing­ar­inn­ar, sem gerð var að frum­kvæði land­eig­enda og í minn­ingu síð­ustu ábú­enda jarð­ar­inn­ar, frá því í lok árs 2018. Áformin voru aug­lýst árið 2019 og með til­liti til athuga­semda sem bár­ust aug­lýsti Umhverf­is­stofnun til­lögu að frið­lýs­ingu nú í ágúst. Því ferli lauk 25. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn. Dag­inn eft­ir, eða föstu­dag­inn 26. Nóv­em­ber, und­ir­rit­aði ráð­herr­ann frið­lýs­ing­una sem mun taka gildi nú um miðjan des­em­ber.

Það er einmitt þessi tíma­setn­ing und­ir­rit­un­ar­innar sem vakið hefur athygli og ratað í umræðu í þing­sal og frétt­ir. Því sá sem skrif­aði undir var Guð­mundur Ingi Guð­brands­son sem nokkrum klukku­stundum síðar var ekki lengur umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra heldur orð­inn félags­mála- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra.

Á þessum gjörn­ingi vakti hér­aðs­blaðið Bæj­ar­ins besta fyrst athygli í frétt á vef sínum þann 7. des­em­ber. Og síðar þann dag tók Berg­þór Óla­son, þing­maður Mið­flokks­ins, málið upp á Alþingi. Sagði hann „al­veg hreint ótrú­legt“ að sjá að umhverf­is­ráð­herr­ann hefði friðað Dranga að kvöldi „síð­asta dags síns“ í emb­ætti.

„Óháð því hvað okk­ur þykir um akkúrat þær aðgerðir sem hér hafa komið til tals, þessa friðun í skjóli síð­ustu næt­­ur, minna þær óneit­an­­lega á aðgerðir ein­hverra sem telja sig þurfa að verja virkið áður en það fell­ur í óvina­hend­­ur,” sagði Hanna Katrín Frið­riks­son, þing­maður Við­reisn­ar. „Þetta er svo­­lítið sér­­stakt í ljósi þess að um er að ræða sömu rík­­is­­stjórn­­­ar­­flokka.“

Frið­lýs­ingin er því orðin póli­tískt bit­bein. En af fleiri en einni ástæðu. Ein er sú stað­reynd að Guð­mundur Ingi skrif­aði undir aug­lýs­ing­una rétt áður en hann fór úr umhverf­is­ráðu­neyt­inu. Önnur er svo vanga­veltur um hvaða áhrif frið­lýs­ingin hefur á stóra og umdeilda virkj­un­ar­hug­mynd – Hval­ár­virkjun –sem áform hafa verið uppi um að reisa á nágranna­jörð­inni Ófeigs­firði. Berg­þór Óla­son sagði að frið­lýs­ingin hefði „veru­leg áhrif á einn til­tek­inn virkj­un­ar­kost sem í dag er í nýt­ing­ar­flokki” ramma­á­ætl­un­ar.

En er það svo?

Guðmundur Ingi Guðbrandsson. Mynd: Bára Huld Beck

Fyrst skulum við rifja upp skýr­ingar Guð­mundar Inga á því að hann und­ir­rit­aði frið­lýs­ing­una á þessum tíma­punkti. „Þetta ein­fald­lega kom ekki inn fyrr en þennan dag,“ sagði Guð­mundur Ingi við RÚV í gær. „Málið var búið að vera í vinnslu í næstum því fjögur ár, þetta var eitt af fyrstu verk­efn­unum sem ég setti í gang varð­andi frið­lýs­ingar vegna frum­kvæðis stór­huga land­eig­enda sem vildu að það yrði ráð­ist í að frið­lýsa jörð­ina þeirra. Þannig að ég vildi reyna að klára þetta áður en ég færi úr emb­ætt­i.“

Spurður hvort ekki hefði komið til greina að eft­ir­láta nýjum ráð­herra verk­efnið svar­aði Guð­mundur Ingi því til að und­ir­bún­ingur frið­lýs­ing­ar­innar hefði verið í vinnslu allt kjör­tíma­bilið „og mér fannst bara eðli­legt að ég kláraði það“.

Stormur í vatns­glasi

Frið­lýs­ing Dranga var hans síð­asta emb­ætt­is­verk og segir hann ekk­ert óeðli­legt við það. Hann hafi farið í einu og öllu eftir þeim ferlum sem lög kveði á um og ekki hafa gert þetta til að koma í veg fyrir bygg­ingu Hval­ár­virkj­un­ar. Við mat á frið­lýs­ing­unni hafi enda komið í ljós að hún hefði ekki áhrif á þær fram­kvæmd­ir. „Það er utan þess svæðis sem er þetta mögu­lega virkj­ana­svæði í tengslum við Hval­ár­virkj­un.“ Sagði hann umræð­una á Alþingi vera „stormur í vatns­glasi“.

Hval­ár­virkjun er ekki fyr­ir­huguð á landi Dranga. Því hefur hins vegar verið velt upp hvort að návígið við Ófeigs­fjörð, þar sem virkj­unin er áformuð, gæti haft áhrif á fyr­ir­ætl­an­irn­ar.

Bærinn Drangar. Drangaskörð til hægri. Mynd: Gunnar Guðjónsson

Athuga­semdir sem bár­ust Umhverf­is­stofnun á aug­lýs­ing­ar­tíma frið­lýs­ing­ar­til­lög­unnar snér­ust einmitt m.a. um þetta: Hvort að frið­lýs­ingin kynni að hafa áhrif á hags­muni og rétt­indi land­eig­enda aðliggj­andi jarða og þá á hina fyr­ir­hug­uðu virkj­un. Var í athuga­semdum vísað til nátt­úru­vernd­ar­laga um að óbyggð víð­erni skuli vera í að minnsta kosti fimm kíló­metra fjar­lægð frá mann­virkjum og öðrum tækni­legum ummerkj­um, svo sem raf­lín­um, orku­verum, miðl­un­ar­lónum og upp­byggðum veg­um. Umhverf­is­stofnun bendir hins vegar á að þess­ari til­teknu máls­grein lag­anna hafi verið breytt í fyrra á þann hátt að á undan orð­unum „í a.m.k. 5 km fjar­lægð“ var bætt við orð­unum að jafn­aði. „Eftir fram­an­greinda laga­breyt­ingu verður ekki séð að frið­lýs­ing [Dranga] hafi áhrif á mögu­legar fram­kvæmdir við Hval­ár­virkjun í Ófeigs­firði eða hafi áhrif á hags­muni og rétt­indi land­eig­enda aðliggj­andi jarða,“ segir í umsögn Umhverf­is­stofn­un­ar.

Eva Sig­ur­björns­dótt­ir, odd­viti Árnes­hrepps og stuðn­ings­maður Hval­ár­virkj­unar til margra ára, deilir ekki þessum áhyggjum af áhrifum frið­unar Dranga á mögu­lega virkj­un. „Fyrir það fyrsta vitum við ekk­ert hvort það verður ein­hvern tím­ann ein­hver Hval­ár­virkj­un,“ sagði hún í sam­tali við RÚV í gær. „Það er nú svo­lít­ill spölur þarna á milli þannig að ég held nú að menn þurfi ekk­ert að velta vöngum yfir því.“

Fædd­ist Leifur heppni á Dröng­um?

Drangar eru land­náms­jörð og þar nam Þor­valdur Ásvalds­son land. Sonur hans var Eiríkur rauði er flutti síðar til Græn­lands, en sonur hans var Leifur heppni. Eiríkur bjó á Dröngum eftir föður sinn og færa má líkur að því að þar hafi Leifur sonur hans fæðst.

Hjónin Anna Jak­obína Guð­jóns­dóttir og Krist­inn Hallur Jóns­­son og börn þeirra voru síð­­­ustu ábú­endur á Dröngum og voru þar með búskap allt til árs­ins 1966. Það er þó vart hægt að kalla Dranga eyð­i­jörð enda haf­­ast afkom­endur Önnu og Krist­ins þar við stóran hluta árs­ins. Eng­inn akvegur liggur þang­að. Aðeins er fært á báti eða fót­­gang­andi og á því ferða­lagi koma hin tign­ar­legu Dranga­skörð við sögu.

Drangar ná frá Dranga­jökli að sjó á milli Bjarn­ar­fjarðar og Dranga­víkur og hið nú frið­lýsta svæði er 105 fer­kíló­metrar að stærð. Þar af eru níu fer­kíló­metrar í hafi. Svæðið er hluti af víð­áttu­miklu sam­felldu óbyggðu víð­erni á Vest­fjörð­um.

Mörk hins friðlýsta svæðis á jörðinni Dröngum sýnd með grænum lit. Mynd: Umhverfisstofnun

Vernd­ar­gildi svæð­is­ins er mjög hátt á bæði íslenskan og alþjóð­legan mæli­kvarða og felst fyrst og fremst í víð­erni og til­komu­miklu lands­lagi mótað af jöklum ísald­ar. „Dalir og hvilftir eru grafnar af jöklum í almennt eins­leitan og mjög reglu­legan jarð­lagastafla,“ segir í frið­lýs­ing­ar­aug­lýs­ing­unni. Á milli basalt­hraun­laga eru rauð­leit set­lög, oft­ast forn jarð­vegur að upp­runa. „Lands­lag er mik­il­feng­legt og áhrifa­mik­ið, s.s. Dranga­skörð, gróð­ur­far sér­stakt, víð­ern­is­upp­lifun mikil sem og nátt­úru­feg­urð og svæðið er nær órask­að. Við strönd­ina er að finna menn­ing­arminjar sem standa sem minn­is­varðar um búsetu­hætti og tíð­ar­anda fyrri tíma.“

Kyrrð og ró

Mark­miðið með frið­lýs­ing­unni er að standa vörð um umfangs­mikið óbyggt víð­erni „þar sem nátt­úran fær að þró­ast á eigin for­send­um, varð­veita og við­halda óvenju­legu, mik­il­feng­legu og fjöl­breyttu lands­lagi sem og víð­sýni. Frið­lýs­ing­unni er einnig ætlað að tryggja vernd jarð­minja, vist­kerfa og líf­ríki þeirra innan svæð­is­ins. Þá miðar frið­lýs­ingin að því að tryggja að núlif­andi og kom­andi kyn­slóðir geti not­ið, í kyrrð og ró, ein­stakrar nátt­úru þar sem nátt­úru­legir ferlar eru ríkj­andi og beinna ummerkja manns­ins gætir lítið eða ekk­ert“.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Óskar Guðmundsson
Hugmynd að nýju launakerfi öryrkja
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar