Spurði hvort Svandís ætlaði að brjóta upp forréttindakerfið í sjávarútvegi

Þingmaður Viðreisnar rifjaði upp fimm ára gamla ræðu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra þar sem hún sagði engan vera sáttan við fiskveiðistjórnunarkerfið nema þeir sem hagnast verulega á því og þeir sem hafi „gert sér far um að verja þau forréttindi“.

Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar.
Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar.
Auglýsing

Sig­mar Guð­munds­son, þing­maður Við­reisn­ar, spurði Svandísi Svav­ars­dótt­ur, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, í óund­ir­búnum fyr­ir­spurnum í dag hvort hún ætl­aði að nota nýfengið ráð­herra­emb­ætti til að brjóta upp for­rétt­inda­kerfið í sjáv­ar­út­vegi sem sam­starfs­flokkar hennar í rík­is­stjórn stæðu vörð um. Hann spurði ráð­herr­ann einnig hvort gjald­taka vegna veiða yrði aukin og hvort upp­boð á kvóta yrði hluti af bland­aðri lausn.

Svan­dís svar­aði því til að í stjórn­ar­sátt­mál­anum væri henni falið að leggja und­ir­stöðu að nýrri nefnd til að fjalla um þessi mál.  Í stjórn­ar­sátt­mál­unum segir að sú nefnd eigi að „kort­­leggja áskor­­anir og tæki­­færi í sjá­v­­­ar­út­­­vegi og tengdum greinum og meta þjóð­hags­­legan ávinn­ing fisk­veið­i­­­stjórn­­un­­ar­­kerf­is­ins. Nefnd­inni verður einnig falið að bera saman stöð­una hér og erlendis og leggja fram til­­lögur til að hámarka mög­u­­leika Íslend­inga til frek­­ari árang­­urs og sam­­fé­lags­­legrar sáttar um umgjörð grein­­ar­inn­­ar.“ 

Þá á nefndin að fjalla um hvernig hægt sé að auka gagn­­sæi í rekstri fyr­ir­tækja í sjá­v­­­ar­út­­­vegi og þá sér­­stak­­lega meðal stærstu fyr­ir­tækja lands­ins. 

Auglýsing

Engin sáttur við kerfið nema þeir sem hagn­ist veru­lega á því

Í umræðum um stefnu­ræðu for­sæt­is­ráð­herra í síð­ustu viku rifj­aði Sig­mar upp ræðu sem Svan­dís flutti fyrir rúmum fimm árum í þing­inu. Þá ræðu rifj­aði hann aftur upp í óund­ir­búnum fyr­ir­spurnum í dag, en í henni sagði núver­andi sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra meðal ann­ars: „Í sam­fé­lag­inu er við­var­andi og afar djúp­stætt ósætti um núver­andi fisk­veiði­stjórn­ar­kerfi. Auð­lindin sem sann­ar­lega er þjóð­ar­inn­ar, við skiljum það öll svo, skilar ein­fald­lega ekki nægum verð­mætum í sam­eig­in­lega sjóði og örfáar fjöl­skyldur hafa efn­ast gríð­ar­lega um mjög langt skeið. Í raun má segja að eng­inn sé sáttur við kerfið eins og það er nema þeir sem hagn­ast veru­lega á því og svo þeir stjórn­mála­flokkar sem hafa gert sér far um að verja þau for­rétt­indi, núver­andi stjórn­ar­flokk­ar.“

Hægt er að sjá ræðu Svan­dísar frá 25. ágúst 2016 hér að neð­an:

Þeir flokkar sem fóru með stjórn lands­ins á þessum tíma, Sjálf­stæð­is­flokkur og Fram­sókn­ar­flokk­ur, eru í dag sam­starfs­flokkar Vinstri grænna í rík­is­stjórn. Sig­mar spurði Svandísi hvort slá mætti því föstu að hún myndi standa við orð sín um að for­rétt­inda­kerfið sem sam­starfs­flokkar hennar í rík­is­stjórn stæðu vörð um yrði brotið upp, aukin gjald­taka heim­iluð og að upp­boð á kvóta yrði hluti af bland­aðri lausn?

Svan­dís svar­aði því til að leið­ar­ljós allra þing­manna í umfjöllun um mik­il­væg grund­vall­ar­kerfi á borð við fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerfið hlýti alltaf að vera almanna­hag­ur. „Það hlýtur alltaf að vera hagur sam­fé­lags­ins alls, en ekki fárra. Hlýtur alltaf að vera hagur líf­rík­is­ins alls, en ekki ágengar nýt­ing­ar. Síðan er það svo að í stjórn­ar­sátt­mál­anum er mér falið að leggja und­ir­stöðu að nýrri nefnd.“ 

„Já, ég mun stofna nefnd, var svar­ið“

Sig­mar svar­aði því til að ræðan sem Svan­dís hefði haldið fyr­ir  fimm árum hefði verið „snöggt um betri en þessi sem var haldin hér og nú.“ Hann hefði spurt hvort til stæði að standa við orð sín. „Já, ég mun stofna nefnd, var svar­ið. Það að stofna nefnd um það mikla ósætti sem hefur klofið þjóð­ina í gegnum tíð­ina í ára­tugi er ekki stefna. Við þekkjum vand­ann. Hann er sá að þjóð­inni mis­býður hvers konar gjald er tekið fyrir aðgang að auð­lind­inn­i.“

Auglýsing

­Þing­mað­ur­inn ítrek­aði því fyr­ir­spurn sína og spurði ráð­herr­ann hvort til greina kæmi að brjóta upp fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerf­ið, setja öfl­ugt auð­linda­á­kvæði í stjórn­ar­skrá þar sem tíma­bind­ing samn­inga væri útgangs­punkt­ur­inn og  „leið­rétta þetta órétt­læti og auka sátt­ina þannig að við getum farið að snúa okkur að öðrum og upp­byggi­legri verk­efnum heldur en að vera alltaf að hnakk­ríf­ast um kerfi sem ætti þó öllum jafna að vera tals­vert meiri sátt um

Svan­dís svar­aði öðru sinni og sagði verk­efni nefnd­ar­innar sem hún myndi skipa vera að fjalla um hvernig Ísland  geti náð meiri árangri í fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerf­inu og hvernig hægt er að auka gagn­sæi í rekstri fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi og sér­stak­lega meðal stærstu fyr­ir­tækja lands­ins. „Það er stór­mál og það mál er mál sem varðar þessa sátt í sam­fé­lag­inu. [...] Já ég er þeirrar skoð­unar að það sé afar mik­il­vægt og löngu tíma­bært að gera þær end­ur­bætur á stjórn­ar­skrá sem að lúta að öfl­ugu auð­linda­á­kvæð­i.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Chanel Björk Sturludóttir, Elinóra Guðmundsdóttir og Elínborg Kolbeinsdóttir.
Markmiðið að auka skilning á veruleika kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
Chanel Björk, Elinóra og Elínborg safna nú á Karolina Fund fyrir bókinni Hennar rödd: Sögur kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 22. maí 2022
Kristín Ása Guðmundsdóttir
Illa fengin vatnsréttindi og ósvaraðar spurningar um Hvammsvirkjun í Þjórsá
Kjarninn 22. maí 2022
Einar kveðst þurfa að íhuga stöðuna sem upp er komin.
Einar ætlar að ræða við baklandið um eina möguleikann í stöðunni
Einar Þorsteinsson oddivit Framsóknarflokksins í Reykjavík segir aðeins einn meirihluta mögulegan í ljósi yfirlýsingar oddvita Viðreisnar um að ekki komi annað til greina en að virða bandalagið við Samfylkinguna og Pírata.
Kjarninn 22. maí 2022
Þórdís Lóa segir Viðreisn vilji láta á bandalagið reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviræður með Framsóknarflokknum.
Vill hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum
Oddviti Viðreisnar í Reykjavík segir flokkinn vera í bandalagi með Pírötum og Samfylkingu af heilum hug og vill láta á það reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum.
Kjarninn 22. maí 2022
Silja Bára var gestur í Silfrinu á RÚV þar sem hún sagði óásættanlegt að senda eigi 300 flóttamenn frá Íslandi til Grikklands á næstu misserum.
Útlendingastefnan elti þá hörðustu í hinum Norðurlöndunum
Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur og nýkjörinn formaður Rauða krossins á Íslandi segir óásættanlegt að flóttafólki sé mismunað eftir uppruna og að verið sé að taka upp á Íslandi útlendingastefnu sem elti hörðustu stefnur annarra Norðurlanda.
Kjarninn 22. maí 2022
Blikastaðalandið sem var í aðalhlutverki í ólögmætri einkavæðingu ríkisfyrirtækisins
Nýverið var tilkynnt um stórtæka uppbyggingu á jörðinni Blikastöðum, sem tilheyrir Mosfellsbæ. Þar á að byggja þúsundir íbúða og fjölga íbúum bæjarins um tugi prósenta. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem áform hafa verið uppi um uppbyggingu þar.
Kjarninn 22. maí 2022
Liðsmenn úkraínsku þjóðlagarappsveitarinnar Kalush Orchestra, sem unnu Eurovision um síðasta helgi, voru mættir til úkraínsku borgarinnar Lviv þremur dögum eftir sigurinn.
Ógjörningur að hunsa pólitíkina í Eurovision
Sigur Úkraínu í Eurovision sýnir svart á hvítu að keppnin er pólitísk. Samstaðan sem Evrópuþjóðir sýndu með með orðum og gjörðum hefur þrýst á Samband evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða reglur um pólitík í Eurovision.
Kjarninn 22. maí 2022
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent