Er Jón Gunnarsson besta dómsmálaráðherraefni Sjálfstæðisflokksins?

Þingmaður Pírata og fjármála- og efnahagsráðherra ræddu skipan dómsmálaráðherra á þingi í dag.

Halldóra Mogensen og Bjarni Benediktsson
Halldóra Mogensen og Bjarni Benediktsson
Auglýsing

Hall­dóra Mog­en­sen þing­flokks­for­maður Pírata telur að lítil rök séu fyrir ákvörð­unum stjórn­ar­flokk­anna um ráð­herra­efni og segir hún sér­stak­lega furðu­legt að fylgj­ast með því að ráð­herr­arnir sjálfir hefðu sjálfir komið af fjöllum þegar þeir voru skip­aðir í emb­ætti. Þetta kom fram í máli hennar í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag.

Hún spurði Bjarna Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og for­mann Sjálf­stæð­is­flokks­ins hvort Jón Gunn­ars­son hefði verið besta dóms­mála­ráð­herra­efni Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Bjarni sagði að hann væri „mjög gott ráð­herra­efni“ og hefði hann fært fyrir því rök að Jón hefði mjög sterkt lýð­ræð­is­legt umboð til emb­ætt­is­ins.

Hall­dóra sagði í fyr­ir­spurn sinni að flokk­arnir sem boð­uðu stöð­ug­leika í kosn­inga­bar­átt­unni hefðu látið það verða sitt fyrsta verk að setja af stað „mestu ráð­herra­hringekju Íslands­sög­unn­ar“. Aðeins flokks­for­menn­irnir hefðu fengið að halda stöð­unum sínum en öðrum verið „ruslað til“ án nokk­urra hald­bærra útskýr­inga – hvorki gagn­vart þjóð­inni né ráð­herr­unum sjálf­um.

Auglýsing

„Þessar manna­breyt­ingar lykta frekar af van­trausti í garð ein­stakra ráð­herra en fag­legu mati eða það er alla­vega ljóst að áhugi eða reynsla ráð­herra af verk­efnum ráðu­neyt­anna skiptir litlu máli. Þetta þykir því skilj­an­lega und­ar­legt, for­seti. Og allra und­ar­leg­ust þykir skipun Jóns Gunn­ars­sonar í emb­ætti dóms­mála­ráð­herra sem hrein­lega eng­inn botnar í,“ sagði hún og vitn­aði í svör Bjarna fyrir Morg­un­blaðið þegar hann til­kynnti um skipun Jóns.

Þar sagði hann: „Jón kemur úr stærsta kjör­dæmi lands­ins þar sem fylgi Sjálf­stæð­is­flokks­ins er mest. Hann hefur verið þing­maður frá árinu 2007 og gegndi ráð­herra­emb­ætti um skamma hríð. Hann er rit­ari flokks­ins sömu­leiðis og hefur sterkt umboð innan flokks­ins og er ágæt­lega að þessu kom­inn.“

Hall­dóra telur þetta ekki merki­leg með­mæli. „Hæst­virtum dóms­mála­ráð­herra virð­ist ein­fald­lega hafa fengið emb­ætti sitt af því að hann er svo gegn­heill Sjálf­stæð­is­mað­ur. En í þing­flokki hæst­virts fjár­mála­ráð­herra eru hins vegar 18 Sjálf­stæð­is­menn. Ráð­herra fékk níu vikur til að íhuga val sitt og því má ætla að ákvörðun hæst­virts fjár­mála­ráð­herra hafi verið úthugs­uð.“

Hún spurði ráð­herr­ann ein­fald­lega hvort Jón Gunn­ars­son væri besta dóms­mála­ráð­herra­efni Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

„Ég held að ég hafi valið góðan mann til að til­nefna“

Bjarni kom í pontu og sagð­ist langa að byrja á því að tala um stöð­ug­leik­ann sem Hall­dóra kom inn á.

„Rík­is­stjórn­inni er umhugað um stöð­ug­leika í efna­hags­mál­um, stöð­ug­leika í stjórn­ar­fari og stöð­ug­leika bara fyrir fólk og fyr­ir­tæki. Það hefur ekk­ert með það að gera hvort við getum gert breyt­ingar á Stjórn­ar­ráð­inu. Höfum ekki áhyggjur af því þó að þar ríki ekki nákvæm­lega sami stöð­ug­leik­inn, hvorki fyrir stjórn­mála­menn né aðra sem sinna verk­efnum í Stjórn­ar­ráð­inu, vegna þess að þar skiptir miklu meira máli að stjórn­kerfið styðji við áherslur rík­is­stjórn­ar­innar og þarfir þjóð­fé­lags­ins.“

Benti Bjarni á að þau í þing­flokki Sjálf­stæð­is­flokks­ins væru víst 17 – en ekki 18. „Ég er spurður að því hvort Jón Gunn­ars­son sé besta dóms­mála­ráð­herra­efni Sjálf­stæð­is­manna. Hann er að minnsta kosti að mínu áliti mjög gott ráð­herra­efni og ég hef fært fyrir því rök að hann hafi mjög sterkt lýð­ræð­is­legt umboð, bæði úr kosn­ingum og eins innan flokks­ins sem rit­ari flokks­ins. Hann hefur reynslu sem snertir margra þá mála­flokka sem er feng­ist við í dóms­mála­ráðu­neyt­inu. Ég nefni sér­stak­lega allt sem snýr að almanna­vörnum og sú reynsla sem hann kemur með þar. En svo hefur hann líka lengi verið á þingi og hefur áður gegnt ráð­herra­emb­ætti. Þannig að já, ég verð nú að segja það að ég held að ég hafi valið góðan mann til að til­nefna og þing­flokk­ur­inn hafi sam­þykkt gott ráð­herra­efni fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn í dóms­mála­ráðu­neyt­in­u,“ sagði hann.

Á ráðu­neytið „ekki einmitt skilið smá­stöð­ug­leika“?

Hall­dóra baðst afsök­unar ef hún hefði mis­talið Sjálf­stæð­is­menn – enda hefðu þessar tölur verið mikið á flakki nýverið og kannski erf­ið­ara að fylgj­ast með.

„En ég spurði hvort Jón Gunn­ars­son væri besta dóms­mála­ráð­herra­efni Sjálf­stæð­is­flokks­ins og það er kannski ekki furða að maður spyrji vegna þess að það fylgja voða lítil rök fyrir þessum ákvörð­unum stjórn­ar­flokk­anna um ráð­herra­efni og var sér­stak­lega furðu­legt að fylgj­ast með því að ráð­herr­arnir sjálfir komu af fjöllum þegar þeir voru skip­aðir í emb­ætti. En mér finnst áhuga­vert að biðja hæst­virtan ráð­herra að útskýra hvernig honum tekst að bera fullt traust, heyr­ist mér, til hæst­virts dóms­mála­ráð­herra en samt bara treysta honum til að gegna emb­ætt­inu í 18 mán­uði, sér­stak­lega í ljósi þess að dóms­mála­ráð­herrar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hafa átt í stök­ustu vand­ræðum með að sitja út heilt kjör­tíma­bil. Ég spyr því hvort þetta ráðu­neyti eigi ekki einmitt skilið smá­stöð­ug­leika. Hvers vegna bara 18 mán­uð­ir?“ spurði hún.

Úr vöndu að ráða

Bjarni kom aftur í pontu og svar­aði í annað sinn. „Það sprettur kannski upp af þeim vanda að við erum bara með svo marga hæfa ein­stak­linga í þing­flokki Sjálf­stæð­is­flokks­ins að við þurfum að skipta verkum milli fólks. Hér var það lagt til að Guð­rún Haf­steins­dótt­ir, sem er nýr odd­viti Sjálf­stæð­is­manna á Suð­ur­landi, tæki við af Jóni á þessu kjör­tíma­bili. Það var ekki flókn­ara en svo.

Jón hefði verið ágæt­lega að því kom­inn að vera lengur í ráð­herra­emb­ætti en hér er lagt upp með, en svona er þetta nú. Það getur verið úr vöndu að ráða þegar verið er að skipa til sætis og fela fólki ólík verk­efni. En ég held að það hafi bara tek­ist mjög vel til,“ sagði hann.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent