Er Jón Gunnarsson besta dómsmálaráðherraefni Sjálfstæðisflokksins?

Þingmaður Pírata og fjármála- og efnahagsráðherra ræddu skipan dómsmálaráðherra á þingi í dag.

Halldóra Mogensen og Bjarni Benediktsson
Halldóra Mogensen og Bjarni Benediktsson
Auglýsing

Hall­dóra Mog­en­sen þing­flokks­for­maður Pírata telur að lítil rök séu fyrir ákvörð­unum stjórn­ar­flokk­anna um ráð­herra­efni og segir hún sér­stak­lega furðu­legt að fylgj­ast með því að ráð­herr­arnir sjálfir hefðu sjálfir komið af fjöllum þegar þeir voru skip­aðir í emb­ætti. Þetta kom fram í máli hennar í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag.

Hún spurði Bjarna Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og for­mann Sjálf­stæð­is­flokks­ins hvort Jón Gunn­ars­son hefði verið besta dóms­mála­ráð­herra­efni Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Bjarni sagði að hann væri „mjög gott ráð­herra­efni“ og hefði hann fært fyrir því rök að Jón hefði mjög sterkt lýð­ræð­is­legt umboð til emb­ætt­is­ins.

Hall­dóra sagði í fyr­ir­spurn sinni að flokk­arnir sem boð­uðu stöð­ug­leika í kosn­inga­bar­átt­unni hefðu látið það verða sitt fyrsta verk að setja af stað „mestu ráð­herra­hringekju Íslands­sög­unn­ar“. Aðeins flokks­for­menn­irnir hefðu fengið að halda stöð­unum sínum en öðrum verið „ruslað til“ án nokk­urra hald­bærra útskýr­inga – hvorki gagn­vart þjóð­inni né ráð­herr­unum sjálf­um.

Auglýsing

„Þessar manna­breyt­ingar lykta frekar af van­trausti í garð ein­stakra ráð­herra en fag­legu mati eða það er alla­vega ljóst að áhugi eða reynsla ráð­herra af verk­efnum ráðu­neyt­anna skiptir litlu máli. Þetta þykir því skilj­an­lega und­ar­legt, for­seti. Og allra und­ar­leg­ust þykir skipun Jóns Gunn­ars­sonar í emb­ætti dóms­mála­ráð­herra sem hrein­lega eng­inn botnar í,“ sagði hún og vitn­aði í svör Bjarna fyrir Morg­un­blaðið þegar hann til­kynnti um skipun Jóns.

Þar sagði hann: „Jón kemur úr stærsta kjör­dæmi lands­ins þar sem fylgi Sjálf­stæð­is­flokks­ins er mest. Hann hefur verið þing­maður frá árinu 2007 og gegndi ráð­herra­emb­ætti um skamma hríð. Hann er rit­ari flokks­ins sömu­leiðis og hefur sterkt umboð innan flokks­ins og er ágæt­lega að þessu kom­inn.“

Hall­dóra telur þetta ekki merki­leg með­mæli. „Hæst­virtum dóms­mála­ráð­herra virð­ist ein­fald­lega hafa fengið emb­ætti sitt af því að hann er svo gegn­heill Sjálf­stæð­is­mað­ur. En í þing­flokki hæst­virts fjár­mála­ráð­herra eru hins vegar 18 Sjálf­stæð­is­menn. Ráð­herra fékk níu vikur til að íhuga val sitt og því má ætla að ákvörðun hæst­virts fjár­mála­ráð­herra hafi verið úthugs­uð.“

Hún spurði ráð­herr­ann ein­fald­lega hvort Jón Gunn­ars­son væri besta dóms­mála­ráð­herra­efni Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

„Ég held að ég hafi valið góðan mann til að til­nefna“

Bjarni kom í pontu og sagð­ist langa að byrja á því að tala um stöð­ug­leik­ann sem Hall­dóra kom inn á.

„Rík­is­stjórn­inni er umhugað um stöð­ug­leika í efna­hags­mál­um, stöð­ug­leika í stjórn­ar­fari og stöð­ug­leika bara fyrir fólk og fyr­ir­tæki. Það hefur ekk­ert með það að gera hvort við getum gert breyt­ingar á Stjórn­ar­ráð­inu. Höfum ekki áhyggjur af því þó að þar ríki ekki nákvæm­lega sami stöð­ug­leik­inn, hvorki fyrir stjórn­mála­menn né aðra sem sinna verk­efnum í Stjórn­ar­ráð­inu, vegna þess að þar skiptir miklu meira máli að stjórn­kerfið styðji við áherslur rík­is­stjórn­ar­innar og þarfir þjóð­fé­lags­ins.“

Benti Bjarni á að þau í þing­flokki Sjálf­stæð­is­flokks­ins væru víst 17 – en ekki 18. „Ég er spurður að því hvort Jón Gunn­ars­son sé besta dóms­mála­ráð­herra­efni Sjálf­stæð­is­manna. Hann er að minnsta kosti að mínu áliti mjög gott ráð­herra­efni og ég hef fært fyrir því rök að hann hafi mjög sterkt lýð­ræð­is­legt umboð, bæði úr kosn­ingum og eins innan flokks­ins sem rit­ari flokks­ins. Hann hefur reynslu sem snertir margra þá mála­flokka sem er feng­ist við í dóms­mála­ráðu­neyt­inu. Ég nefni sér­stak­lega allt sem snýr að almanna­vörnum og sú reynsla sem hann kemur með þar. En svo hefur hann líka lengi verið á þingi og hefur áður gegnt ráð­herra­emb­ætti. Þannig að já, ég verð nú að segja það að ég held að ég hafi valið góðan mann til að til­nefna og þing­flokk­ur­inn hafi sam­þykkt gott ráð­herra­efni fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn í dóms­mála­ráðu­neyt­in­u,“ sagði hann.

Á ráðu­neytið „ekki einmitt skilið smá­stöð­ug­leika“?

Hall­dóra baðst afsök­unar ef hún hefði mis­talið Sjálf­stæð­is­menn – enda hefðu þessar tölur verið mikið á flakki nýverið og kannski erf­ið­ara að fylgj­ast með.

„En ég spurði hvort Jón Gunn­ars­son væri besta dóms­mála­ráð­herra­efni Sjálf­stæð­is­flokks­ins og það er kannski ekki furða að maður spyrji vegna þess að það fylgja voða lítil rök fyrir þessum ákvörð­unum stjórn­ar­flokk­anna um ráð­herra­efni og var sér­stak­lega furðu­legt að fylgj­ast með því að ráð­herr­arnir sjálfir komu af fjöllum þegar þeir voru skip­aðir í emb­ætti. En mér finnst áhuga­vert að biðja hæst­virtan ráð­herra að útskýra hvernig honum tekst að bera fullt traust, heyr­ist mér, til hæst­virts dóms­mála­ráð­herra en samt bara treysta honum til að gegna emb­ætt­inu í 18 mán­uði, sér­stak­lega í ljósi þess að dóms­mála­ráð­herrar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hafa átt í stök­ustu vand­ræðum með að sitja út heilt kjör­tíma­bil. Ég spyr því hvort þetta ráðu­neyti eigi ekki einmitt skilið smá­stöð­ug­leika. Hvers vegna bara 18 mán­uð­ir?“ spurði hún.

Úr vöndu að ráða

Bjarni kom aftur í pontu og svar­aði í annað sinn. „Það sprettur kannski upp af þeim vanda að við erum bara með svo marga hæfa ein­stak­linga í þing­flokki Sjálf­stæð­is­flokks­ins að við þurfum að skipta verkum milli fólks. Hér var það lagt til að Guð­rún Haf­steins­dótt­ir, sem er nýr odd­viti Sjálf­stæð­is­manna á Suð­ur­landi, tæki við af Jóni á þessu kjör­tíma­bili. Það var ekki flókn­ara en svo.

Jón hefði verið ágæt­lega að því kom­inn að vera lengur í ráð­herra­emb­ætti en hér er lagt upp með, en svona er þetta nú. Það getur verið úr vöndu að ráða þegar verið er að skipa til sætis og fela fólki ólík verk­efni. En ég held að það hafi bara tek­ist mjög vel til,“ sagði hann.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Þórir Haraldsson er forstjóri Líflands. Félagið flytur inn korn sem það malar í hveiti annars vegar og fóður hins vegar.
Verð á hveiti hækkað um 40 prósent á hálfu ári
Litlar líkur eru á því að hveiti muni skorta hér á landi að sögn forstjóra Líflands en félagið framleiðir hveiti undir merkjum Kornax í einu hveitimyllu landsins. Verð gæti lækkað á næsta ári ef átökin í Úkraínu stöðvast fljótlega.
Kjarninn 24. júní 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, lagði fram tillögu um skipun starfshópsins sem var samþykkt.
Eru íslensku bankarnir að okra á heimilum landsins?
Starfshópur hefur verið skipaður til að greina hvernig íslenskir bankar haga gjaldtöku sinni, hvernig þeir græða peninga og hvort það sé vísvitandi gert með ógagnsæjum hætti í skjóli fákeppni. Hópurinn á að bera það saman við stöðuna á Norðurlöndum.
Kjarninn 24. júní 2022
Valgerður Jóhannsdóttir og Finnborg Salome Steinþórsdóttir eru höfundar greinarinnar Kynjaslagsíða í fréttum: Um fjölbreytni og lýðræðishlutverk fjölmiðla.
Konur aðeins þriðjungur viðmælanda íslenskra fjölmiðla
Hlutur kvenna í fréttum hér á landi er rýrari en annars staðar á Norðurlöndum. Ekki er afgerandi kynjaskipting eftir málefnasviðum í íslenskum fréttum, ólíkt því sem tíðkast víðast hvar annars staðar.
Kjarninn 24. júní 2022
Seðlabankinn tekur beiðni Kjarnans um „ruslaskistu Seðlabankans“ til efnislegrar meðferðar
Nýlegur úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál skikkar Seðlabanka Íslands til að kanna hvort hann hafi gögn um Eignasafn Seðlabanka Íslands undir höndum og leggja í kjölfarið mat á hvort þau gögn séu háð þagnarskyldu.
Kjarninn 24. júní 2022
Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir
Af hverju eru svona mörg kynferðisbrotamál felld niður?
Kjarninn 24. júní 2022
Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Þorsteinn Már Baldvinsson hittust nokkrum sinnum. Sá fyrrnefndi hefur verið ákærður í Namibíu og sá síðarnefndi er með stöðu sakbornings í rannsókn á Íslandi.
Fjármagnsskortur stendur ekki í vegi fyrir áframhaldandi rannsókn á Samherja
Útistandandi réttarbeiðni í Namibíu er stærsta hindrun þess að hægt sé að ljúka rannsókn á Samherjamálinu svokallaða. Skortur á fjármunum er ekki ástæða þess að ákvörðun um ákæru hefur ekki verið tekin, tveimur og hálfu ári eftir að rannsókn hófst.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent