Sjálfstæðisflokkurinn vildi að borgin lánaði leigjendum til að kaupa félagslegar íbúðir

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks vildu að leigjendum Félagsbústaða yrði gert kleift að kaupa íbúðirnar sem þeir búa í. Reykjavíkurborg átti að lána þeim fyrir útborgun. Sósíalistaflokkurinn vildi fella niður eins mánaðar leigu.

Eyþór Arnalds er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Eyþór Arnalds er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Auglýsing

Á borg­ar­stjórn­ar­fundi á þriðju­dag lögðu borg­ar­full­trúar Sjálf­stæð­is­flokks fram til­lögu um að gera fólki sem leigir félags­legt hús­næði Félags­bú­staða kleift að eign­ast það. 

Í til­lög­unni fólst að Félags­bú­stað­ir, sem eru að öllu leyti í eigu Reykja­vík­ur­borg­ar, myndu selja allt að 100 íbúðir árlega eða allt að 300 íbúðir á þremur árum. „Þannig láni Reykja­vík­ur­borg fyrir útborgun í félags­legu hús­næði til handa núver­andi leigj­endum með sér­stöku eig­in­fjár­láni til þriggja ára sem gerir þeim sem eru eigna­minni auð­veld­ara að greiða útborg­un­ina. Þannig myndi Reykja­vík­ur­borg lána allt að 20 pró­sent.“

Til­lagan er felld með 14 atkvæðum borg­ar­full­trúa Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Við­reisn­ar, Pírata, Sós­í­alista­flokks Íslands, Vinstri grænna og Flokks fólks­ins gegn níu atkvæðum borg­ar­full­trúa Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Mið­flokks­ins. 

Á sama fundi var til­laga Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur, borg­ar­full­trúa Sós­í­alista­flokks Íslands, um nið­ur­fell­ingu leigu hjá leigj­endum Félags­bú­staða á kreppu­tímum lögð fram. 

Auglýsing
Hún sner­ist um að fella niður leigu hjá leigj­endum Félags­bú­staða í einn mán­uð, jan­ú­ar­mánuð 2022, og að borg­ar­sjóður bæti Félags­bú­stöðum tekju­tap vegna þessa, alls um 380 millj­ónir króna. Á móti myndu sér­stakar hús­næð­is­bætur upp á 52 millj­ónir króna falla niður og kostn­að­ar­auki vegna til­lög­unnar því sam­tals 328 millj­ónir króna.

Til­lagan var felld með felld  atkvæðum borg­ar­full­trúa Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Við­reisn­ar, Pírata og Vinstri grænna gegn tveimur atkvæðum borg­ar­full­trúa Sós­í­alista­flokks Íslands og Flokks fólks­ins. Borg­ar­full­trúar Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Mið­flokks­ins sátu hjá við afgreiðslu máls­ins. 

Íbú­arnir borga lægri leigu og eru ánægð­ari

Í Reykja­vík er 78 pró­sent af öllu félags­legu hús­næði á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, þótt íbúar höf­uð­borg­ar­innar séu 56 pró­sent íbúa á svæð­in­u. 

Alls halda Félags­bú­staðir á 2.966 íbúð­um. Almennar íbúðir eru 2.154, 428 eru svo útbúnar fyrir fatl­aða, 384 eru fyrir aldr­aða og 43 íbúð­­ar­ein­ingar eru fyrir heim­il­is­­laust fólk. Að öllu með­­­töldu er 22 félags­­­leg íbúð á hverja 1.000 íbúa Reykja­víkur – en þeir voru 134.162 tals­ins þann í upp­­hafi ágúst. Heild­­ar­­fjöldi félags­­­legra íbúða í Reykja­vík við árs­­lok 2017 var sagður 2.513 og hefur þeim því fjölgað um rúm­­lega 450 síðan þá.

Í nýlegri könnun kom fram að 84 pró­sent leigj­enda óhagn­að­ar­drif­inna leigu­fé­laga á borð við Félags­bú­staði eru ánægðir með að leigja þar. Á­nægjan hjá þeim sem leigja hjá einka­reknu leig­u­­fé­lög­unum á Íslandi er hins vegar mun minni, en á meðal leigj­enda þeirra segj­­ast 64 pró­­sent vera ánægð með núver­andi hús­næði.

Tölu­verður munur er á því að leigja af einka­að­ila og því að leigja af hinu opin­bera. Í mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­unar (HMS) sem birt var í októ­ber kom fram að það kosti að með­­al­tali 168 þús­und krónur á mán­uði að leigja af einka­að­ila en 126 þús­und krónur á mán­uði að leigja íbúð í eigu ríkis eða sveit­­ar­­fé­laga. 

Því er þriðj­ungi dýr­­ara að leigja af einka­að­ila en af opin­berum aðila.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristrún í formannsframboð: „Samfylkingin þarf að ná virkari tengingu við venjulegt fólk“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún ætlar að leggja áherslu á kjarnamál jafnaðarmanna, jákvæða pólitík, meiri samkennd og minni einstaklingshyggju. „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Í könnuninni var spurt hvaða verkalýðsleiðtoga fólk treysti helst til að leiða ASÍ. Auk þessara fjögurra var nafn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar á listanum.
Reykvíkingar, háskólamenntaðir og kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til Drífu
Drífa Snædal naut mests trausts kjósenda allra flokka nema Sósíalistaflokks Íslands til þess að leiða Alþýðusamband áfram næstu tvö árin, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Gallup var falið að framkvæma.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Húðtóna heyrnartól frá Kardashian
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýr íslenskur „banki“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Sjúklingar þurfa ekki að eiga snjallsíma til að nýta sér þjónustu Uber Health.
Uber haslar sér völl í heilbrigðisþjónustu
Ástralskir læknar geta nú bókað akstur fyrir sjúklinga sína á læknastofur og sjúkrahús hjá farveitunni Uber. Margir hafa lýst yfir efasemdum um að fyrirtækinu sé treystandi fyrir heilbrigðisupplýsingum fólks.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Þorsteinn Víglundsson
Vinnumarkaður í úlfakreppu
Kjarninn 19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún boðar til fundar– Telur að Samfylkingin geti náð aftur vopnum sínum
Kristrún Frostadóttir mun tilkynna um framboð sitt til formann Samfylkingarinnar á fundi í dag. Þar ætlar hún að segja frá því hvernig hún telur að endurvekja megi „von og trú fólks á að það sé hægt að breyta og reka samfélagið okkar betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent