Sigmar: Bit- og tannlausar eftirlitsstofnanir eru lítils virði

Þingmaður Viðreisnar segir að blóðmerar og brottkast færi Íslendingum heim sanninn um að bit- og tannlausar eftirlitsstofnanir séu lítils virði. Ábyrgðin liggi hins vegar hjá þeim sem stjórna landinu.

Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar.
Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar.
Auglýsing

Sig­mar Guð­munds­son þing­maður Við­reisnar fjall­aði um eft­ir­lits­mál undir liðnum störf þings­ins á Alþingi í gær. Hann hóf mál sitt á að segja að ekki hefði verið fal­legt að sjá myndefni á dög­unum þar sem níðst var á hryssum þegar tekið var blóð úr þeim.

„Þetta var ekk­ert annað en óhugn­an­legt dýra­níð. Enn og aftur vakna upp spurn­ingar á Íslandi um slæ­legt eft­ir­lit. Mat­væla­stofnun hefur sjálf í umsögn til þings­ins vottað eigið eft­ir­lit með þessum iðn­aði og sagt að þar stang­ist ekk­ert á við lög. Mynd­bandið segir okkur aðra sög­u,“ benti hann á.

Beindi Sig­mar sjónum sínum að brott­kasti en Kjarn­inn greindi frá því byrjun vik­unnar að í upp­hafi þessa árs hefði verið byrjað að not­ast við dróna í eft­ir­liti og von­að­ist Fiski­stofa eftir því að sjá úr lofti góða umgengni við sjáv­ar­auð­lind­ina. Þann 25. nóv­em­ber voru mál­in, þar sem ætlað var að afla bæði stórra og smárra skipa hefði verið kastað í sjó­inn, aftur á móti orðin að minnsta kosti 120 tals­ins. Alls fjögur mál varða brott­kast af skipum af stærstu gerð, sem veiða með botn­vörpu.

Auglýsing

„­Með því að nýta dróna hefur Fiski­stofa fjölgað brott­kasts­málum úr um það bil tíu á ári að jafn­aði í 120 það sem af er ári. Fiski­stofa, sem oft hefur verið harð­lega gagn­rýnd fyrir slæ­legt eft­ir­lit, hefur með breyttum vinnu­brögðum fært okkur aðra sýn á umgengni við sjáv­ar­auð­lind­ina,“ sagði Sig­mar.

Hann benti enn fremur á að stundum stæðu eft­ir­lits­stofn­anir „í lapp­irn­ar“, til að mynda þegar Per­sónu­vernd hefði slegið á fingur fyrr­ver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra „sem reyndi að fela sig á bak við per­sónu­vernd­ar­lög þegar upp­lýsa átti þingið um mik­il­vægt mál. For­stjóri Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins hefur vakið máls á því að hann telji að stjórn­völd standi ekki með eft­ir­lits­stofn­un­um. Þau orð voru nán­ast eins og fyrri partur í vel ortri vísu sem seðla­banka­stjóri botn­aði stuttu síðar með þeim fleygu orðum að Íslandi væri að miklu leyti stýrt af sér­hags­muna­hóp­um.“

Sagð­ist Sig­mar hafa nefnt þetta á þingi vegna þess að ráð­herrar í rík­is­stjórn­inni hefðu á stjórn­mála­ferli sínum talað gegn virku eft­ir­liti og meðal ann­ars sagt galið að for­gangs­raða í þágu eft­ir­lits­iðn­að­ar­ins eins og það var kall­að.

„Það er mikið talað um að efla eft­ir­lit í stjórn­ar­sátt­mál­anum en það væri oflof og jafn­vel háð að segja að það end­ur­spegl­að­ist í fjár­laga­frum­varp­inu. Blóð­merar og brott­kast færa okkur heim sann­inn um að bit- og tann­lausar eft­ir­lits­stofn­anir eru lít­ils virði. Ábyrgðin liggur hins vegar hjá þeim sem stjórna land­in­u,“ sagði hann að lok­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Haraldsson
Landspítali háskólasjúkrahús?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Noregur er einn stærsti raforkuframleiðandi í heimi.
Noregur gæti neyðst til að takmarka útflutning á rafmagni
Stjórnvöld í Noregi segja til greina koma að draga úr áformuðum útflutningi á rafmagni til meginlands Evrópu. Orkuskortur blasir við vegna þess að uppistöðulón hafa ekki fyllst. Óvenjulegum þurrkum er um að kenna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Fordæmalaus húsleit í Mar-a-Lago
Bandarískir alríkislögreglumenn framkvæmdu í gær húsleit á heimili Donalds Trump í Flórída og höfðu þaðan með sér einhver gögn. Aldrei fyrr hefur verið farið í löggæsluaðgerð af þessu tagi gegn fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent