Hin ólaunaða skipulags- og tilfinningavakt vanmetin

Þingmaður Samfylkingarinnar segir að verkefni svokallaðrar þriðju vaktarinnar séu vanmetin og jafnvel sé álitið sjálfsagt að konur sinni þeim verkefnum frekar en karlar. Þriðja vaktin sé enn fremur margfalt þyngri fyrir konur en karla.

Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

„Mig langar núna í þessum anna­sama mán­uði til að minna þing­heim á þriðju vakt­ina, hverjir sinna henni, hverjir borga fyrir hana og hvernig það kemur niður á konum á vinnu­mark­aði á Ísland­i.“

Þetta sagði Þór­unn Svein­bjarn­ar­dóttir þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar undir liðnum störf þings­ins á Alþingi í vik­unni.

Byrj­aði hún á því að vitna í færslu sem hún rakst á á sam­fé­lags­miðlum á dög­unum en í henni stóð: „Hálf­mán­arnir bak­aðir og jóla­und­ir­bún­ingi lokið af minni hálf­u.“ Færsl­una skrif­aði hús­bóndi á höf­uð­borg­ar­svæð­inu – „Von­andi í grín­i,“ sagði Þór­unn.

Auglýsing

Álitið sjálf­sagt að konur sinni þessum verk­efnum frekar en karlar

„Stétt­ar­fé­lagið VR vekur þessa dag­ana athygli okkar á þriðju vakt­inni sem sinnt er launa­laust og af miklum móð á lang­flestum heim­ilum allt árið um kring. Hún leggst ofan á hinar tvær; fyrstu vakt­ina, sem eru launuð störf utan heim­il­is, og varla þarf að segja frá því hér að atvinnu­þátt­taka kvenna á Íslandi er sú mesta í heimi, og aðra vakt­ina; heim­il­is­verk­in, barna­upp­eld­ið, sam­skipti við nána ætt­ingja, verk­efni sem fjöl­skyldan sinnir dag­lega.

Það liggur fyrir að konur á Íslandi sinna heim­il­is­störfum í níu klukku­stundir á viku, karlar í sjö. Þar munar um það bil tveim­ur. Barna­upp­eldi sinna konur í u.þ.b. tíu klukku­stundir á viku, aðspurð­ar, karlar í tæpar átta. Þarna undir er auð­vitað munur sem segir okkur svo sem ekki neinar frétt­ir,“ sagði Þór­unn.

Benti hún á að þriðja vakt­in, sem líka er kölluð skipu­lags- og til­finn­inga­vakt­in, væri ólaunuð og sner­ist um yfir­um­sjón og verk­stýr­ingu á heim­il­is­stör­f­un­um.

„Verk­efni hennar eru van­metin og jafn­vel álitið sjálf­sagt að konur sinni því frekar en karl­ar. Hún er marg­falt þyngri fyrir konur en karla, a.m.k. í gagn­kyn­hneigðum sam­bönd­um.

Henni fylgir álag, hún tekur heila­rými, sem hindrar atvinnu­þátt­töku, fram­gang í starfi og veldur streitu og álagi. Það er eft­ir­tekt­ar­vert að aðspurðir segj­ast karlar sinna heim­il­is­verkum í miklu meiri mæli en þeir gera í raun og konur segja að þær geri of mik­ið,“ sagði þing­mað­ur­inn.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Um er að ræða enn eitt skrefið í margþættri rannsókn á tilraunum Trump til þess að halda völdum.
Geymdi háleynileg gögn heima hjá sér
Meðal þess sem alríkislögreglan lagði hald á í húsleit á heimili Donalds Trump voru háleynileg gögn sem ekki má opna nema undir öryggisgæslu innan ríkisstofnana Bandaríkjanna.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent