Guðmundur í Brimi keypti þrjú þúsund bækur til að gefa í grunn- og leikskóla landsins

Útgáfufélag sem er meðal annars í eigu viðskiptaritstjóra Morgunblaðsins og eiginkonu hans gefur út bækur sem Brim hefur ákveðið að færa öllum leik- og grunnskólum á Íslandi.

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri og stærsti eigandi Brims.
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri og stærsti eigandi Brims.
Auglýsing

Guð­mundur Krist­jáns­son, stærsti eig­andi Brim og for­stjóri félags­ins, keypti nýverið þrjú þús­und ein­tök af  barna­bókum í flokknum Litla fólkið og stóru draum­arnir og ætlar að gefa í alla grunn- og leik­skóla lands­ins. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2 í gær­kvöldi og í Morg­un­blað­inu í dag

Útgef­andi bókanna er bóka­út­gáfu­fé­lagið Stórir draumar ehf. Það er í eigu tveggja hjóna, þeirra Stef­áns Ein­ars Stef­áns­son­ar, við­skipta­rit­stjóra Morg­un­blaðs­ins, og Söru Lind Guð­bergs­dótt­ir, lög­fræð­ings í fjár­mála­ráðu­neyt­inu, og þeirra Gísla Freys Val­dórs­son­ar, rit­stjóra Þjóð­mála og rágjafa hjá almanna­tengla­fyr­ir­tæk­inu KOM, og Rakelar Lúð­víks­dótt­ur, kenn­ara. Útgáfan var stofnuð fyrr á þessu ári. 

Í við­tali við Stöð 2 sagði Guð­mundur að hann teldi ekki óæski­legt að skilja meiri pen­inga eftir inni í fyr­ir­tækjum lands­ins svo að þau svo verji þeim í sam­fé­lags­leg verk­efni, í stað þess að fela það ein­vörð­ungu rík­is­vald­inu. Þar seg­ist hann ekki vera að kaupa sér vini. „Ég held að við útgerð­ar­kar­l­arn­ir, það er seint að við verðum vin­sælir hér á Ísland­i.“

Mann­rétt­inda­fröm­uðir og báráttu­fólk gegn lofts­lags­breyt­ingum

Bæk­urnar sem um ræðir eru þýddar barna­bækur úr bóka­flokki eftir spænska rit­höf­undin Maria Isa­bel Sánchez Veg­ara. Þær fjalla um vís­inda­menn, bar­áttu­fólk fyrir mann­rétt­ind­um, íþrótta­fólk, lista­fólk eða annað fólk sem hefur afrekað merki­lega hluti. Þegar eru komnar út sex bækur á íslensku og í við­tali við útgef­endur í Morg­un­blað­inu í nóv­em­ber kom fram að sex titlar til við­bótar myndu koma út í febr­ú­ar. Á meðal við­fangs­efna í þeim bókum sem komnar eru út eru mann­rétt­inda­fröm­uðir á borð við Malala Yousafzai og Rosu Parks og dýra­vernd­un­ar- og lofts­lags­bar­átt­u­goð­sögnin David Atten­borough. Á meðal þeirra sem fjallað verður um í bók­unum sem eru vænt­an­legar er Greta Thun­berg, Michele Obama og Mich­ael Jor­d­an. 

Auglýsing
Á heima­síðu útgáf­unnar Stórir draumar kemur fram að smá­sölu­verð á hverri bók sé 3.490 krón­ur. Þrjú þús­und ein­tök kosta því um 10,5 millj­ónir króna í smá­sölu. 

Íslands­banki gefur líka öllum börnum sem leggja fjár­muni inn á Fram­tíð­ar­reikn­ing bank­ans ein­tak af bók­unum úr bóka­flokkn­um. Á heima­síðu bank­ans segir að með bóka­gjöf­inni vilji hann „hvetja unga krakka til að æfa sig í lestri en bæk­urnar eru sniðnar að þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í lestr­ar­námi.“

Frá­bært að falla ekki í rétt­trún­að­ar­gildr­una

Guð­mundur segir í við­tal­inu við Stöð 2 að fyr­ir­tæki lands­ins séu ekki að gera nóg til að efla íslensku­kunn­áttu starfs­fólks síns sem sé af erlendu bergi brot­ið. Fyrir vikið fari læsi hrak­andi og aðflutt fólk sjái smut ekki ástæðu til að reyna að læra tungu­mál­ið. Þess vegna setji hann tugi millj­óna króna í verk­efni tengd íslenskri tungu á hverju ári. 

Stefán Ein­ar, einn eig­enda útgáf­unnar Stórir draumar, tjáir sig um máli í Face­book-­færslu sem hann birti í gær. Þar segir hann það vera frá­bært að menn skuli ekki falla í rétt­trún­að­ar­gildr­una. „Auð­vitað er það eft­ir­sókn­ar­vert fyrir fólk sem hingað flyst að læra íslensku. Guð­mundur Krist­jáns­son, for­stjóri Brims hefur haft for­göngu um að fyr­ir­tækið stendur nú fyrir einni stærstu bóka­gjöf í sögu lands­ins. Allir leik- og grunn­skólar lands­ins munu fá sent ein­tak af fyrstu sex titl­unum í bóka­flokkn­um, Litla fólkið og stóru draum­arn­ir. Þar er sögð saga ekki ómerk­ari ein­stak­linga en Malölu Yousafzai, David Atten­bo­urough, Rosu Parks, Martin Luther King jr., Steve Jobs og Marie Curi­e.“

Mark­aðsvirðið 149 millj­arðar króna

Brim hefur verið skráð í Kaup­höll Íslands frá árinu 2014. Það er stærsta ein­staka útgerð­ar­fyr­ir­tæki lands­ins og mark­aðsvirði þess er sem stendur 149 millj­arðar króna. Langstærsti eig­andi þess er Útgerð­­­­ar­­­­fé­lag Reykja­vík­­­­­­­ur, sem á 43,97 pró­­­­sent hlut í Brim beint og í gegnum dótt­­­­ur­­­­fé­lag sitt RE-13 ehf. Það félag er að uppi­stöðu í eigu Guð­mundar Krist­jáns­son­ar.

Sam­kvæmt nýlegum útreikn­ingum Fiski­stofu hélt Brim á 13,2 pró­sent af heild­ar­verð­mæti úthlut­aðra afla­heim­ilda hér­lendis í byrjun nóv­em­ber. Það var yfir lög­­bundnu hámarki á fisk­veið­i­­kvóta sem einn útgerð má halda á sam­­kvæmt lög­­um, en það er tólf pró­­sent. Þar mun­aði mestu um að Brim er fékk 18 pró­­sent af nýlega úthlut­uðum loðn­u­kvóta, sem var stór­auk­inn milli ára. Brim hafði sex mán­uði frá byrjun nóv­em­ber til að koma sér undir kvóta­þak­ið. Það gerði félagið 18. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn þegar Brim seldi aflal­hlut­deild fyrir 3,4 millj­arða króna til Útgerð­ar­fé­lags Reykja­vík­ur.

Útgerð­ar­fé­lag Reykja­víkur hafði fyrir þann tíma fengið úthlutað eða keypt 2,23 pró­­­­sent af öllum afla­heim­ild­­­um. Til við­­­­bótar heldur útgerð­­­­ar­­­­fé­lagið Ögur­vík, að fullu í eigu Brims, á 0,76 pró­­­­sent af úthlut­uðum kvóta. Þessi þrjú félög halda því á 16,19 pró­­­sent af úthlut­uðum kvóta.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðherrar þeirrar ríkisstjórnarinnar sem sat að völdum þegar eftirlaunalögin voru samþykkt.
Tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir kostnað vegna eftirlauna ráðherra og þingmanna
257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar fá eftirlaun á grundvelli umdeildra eftirlaunalaga sem voru í gildi á árunum 2003 til 2009. Alls kostaði þetta 876 milljónir króna í fyrra. Hér eru tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir það fé á ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
Kjarninn 21. janúar 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Kínverska fjárfestinga- og innviðaverkefnið Belti og braut
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent