Hildur Björnsdóttir vill verða borgarstjóri – Ætlar að velta Eyþóri Arnalds úr oddvitasæti

Það stefnir i oddvitaslag hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík í prófkjöri flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hildur Björnsdóttir ætlar að skora Eyþór Arnalds á hólm.

Hildur Björnsdóttir Eyþór Arnalds
Auglýsing

Hildur Björns­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks, ætlar að sækj­ast eftir því að verða odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­inni þegar próf­kjör fer fram í vor. Þar með skorar hún Eyþór Arn­alds, núver­andi odd­vita, á hólm en hann hefur þegar til­kynnt að hann sæk­ist að óbreyttu eftir end­ur­kjöri. Hildur var í öðru sæti á lista flokks­ins fyrir síð­ustu kosn­ing­ar.

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans hefur Hildur um nokk­urt skeið kannað jarð­veg­inn fyrir fram­boði gegn Eyþóri innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

Næstu sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingar fara fram í maí næst­kom­andi.

Hildur setti til­kynn­ingu um fram­boð sitt á Face­book klukkan 19 í kvöld. Á sama tíma birt­ist við­tal við hana í Íslandi í dag á Stöð 2 þar sem hún opin­ber­aði áform sín um að reyna að verða næsti borg­ar­stjóri í höf­uð­borg­inni og skömmu síðar mætti hún Degi B. Egg­erts­syni, núver­andi borg­ar­stjóra, í Kast­ljósi RÚV í umræðum um fjár­hags­á­ætlun borg­ar­inn­ar, sem var sam­þykkt í borg­ar­stjórn í gær.

Auglýsing
Í til­kynn­ingu Hildar á Face­book seg­ist hún vilja skapa borg sem virkar fyrir fólk og fyr­ir­tæki. „Höf­uð­borg sem setur fjöl­skyldur í for­gang - skóla sem mæta fjöl­breyttum þörfum og leik­skóla sem tryggja inn­göngu strax í kjöl­far fæð­ing­ar­or­lofs. Ég vil borg­ar­um­hverfi sem styður við fjöl­breyti­leika mann­lífs­ins – og laðar að sér hæfi­leika­fólk með úrvali atvinnu­tæki­færa, lif­andi menn­ingu, spenn­andi búsetu­kostum og greiðum sam­göngum fyrir alla.“

Hún seg­ist enn fremur vilja borg sem ryður veg­inn fyrir þá sem vilja sækja fram og styður við hug­mynda­auðgi og verð­mæta­sköp­un. „Um­hverf­is­væna höf­uð­borg sem bygg­ist á frjálsum val­kost­um, jöfnum tæki­færum, frjálsu fram­taki og hag­kvæmum rekstri. Ég vil lif­andi smá­borg með heims­borg­ar­hjarta - frjálsa og blóm­strandi — Reykja­vík sem virk­ar.“

Ég sæk­ist eftir 1. sæti í próf­kjöri Sjálf­stæð­is­flokks fyrir borg­ar­stjórn­ar­kosn­ingar í vor. Með sjálf­stæð­is­mönnum vil...

Posted by Hildur Björns­dóttir / Borg­ar­full­trúi on Wed­nes­day, Decem­ber 8, 2021

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
Kjarninn 21. janúar 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Kínverska fjárfestinga- og innviðaverkefnið Belti og braut
Kjarninn 21. janúar 2022
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Meiri fjárfesting en minni útboð hjá hinu opinbera
Heildarvirði fjárfestinga hjá stærstu opinberu aðilunum gæti aukist um 20 milljarða króna í ár, en Reykjavíkurborg boðar umfangsmestu framkvæmdirnar. Á hinn bóginn hefur umfang útboða minnkað á milli ára, sem SI segir vera áhyggjuefni.
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent