Þingmaður fékk netfang upp á 53 stafbil

Nýr þingmaður Pírata biðlar til forseta Alþingis að beita sér fyrir því að þingið „þurfi ekki að beygja sig undir óþarfa duttlunga stjórnsýslunnar“.

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata.
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata.
Auglýsing

Arn­dísi Önnu Krist­ín­ar­dóttur Gunn­ars­dóttur þing­manni Pírata, og öðrum nýjum þing­mönn­um, var á dög­unum úthlutað net­fangi frá Alþingi. Arn­dís Anna fékk net­fangið arnd­is.anna.krist­in­ar­dott­ir.gunn­ars­dott­ir@alt­hing­i.is en undir liðnum störf þings­ins á Alþingi í dag gagn­rýndi hún lengd net­fangs­ins.

„Ég hef sjálf oft um ævina átt í tölvu­póst­sam­skiptum við þing­menn og hef þá sent póst á net­föng eins og helgi­hrafn@alt­hing­i.is, andres­ing­i@alt­hing­i.is eða birgir@alt­hing­i.­is. Már var hins­vegar úthlutað net­fang­inu arnd­is.anna.krist­in­ar­dott­ir.gunn­ars­dott­ir@alt­hing­i.is – heil 53 staf­bil. Tölvu­póst­fang sem er lengra en með­al­tölvu­póst­ur,“ sagði hún.

Þegar Arn­dís Anna óskaði eftir því að fá þessu breytt var henni tjáð að nýjar reglur frá „ein­hverri nefnd í fjár­mála­ráðu­neyt­inu kveði á um að net­föng þing­manna og starfs­fólks þings­ins skuli mynduð með þessum hætti héðan af“.

Auglýsing

Regl­urnar þjóna engum til­gangi

Þing­mað­ur­inn benti á að það að full­trúar á þingi væru aðgengi­legir væri mik­il­vægur þáttur í lýð­ræð­inu.

„Þing­menn eru ekki starfs­menn stjórn­sýsl­unn­ar, sem starfa nafn­laust í hennar nafni og eiga ekki að þurfa að þola óþarfa ágang frá almenn­ingi. Þing­menn eru ekki starfs­menn þings­ins, sem einnig eiga að njóta verndar í störfum sín­um.

Þing­menn eru full­trúar almenn­ings í lög­gjaf­ar­sam­kundu þjóð­ar­inn­ar. Af því leiðir að þing­menn eiga að vera eins aðgengi­legir og kostur er, að virtri lág­marks­per­sónu­vernd, sem einnig er afar tak­mörkuð fyrir fólk í slíkri opin­berri stöðu. Reglan þjónar í ofaná­lag engum til­gangi og leysir vanda­mál sem er ekk­ert,“ sagði hún.

Arn­dís Anna sagði jafn­framt að þetta væri hugs­an­lega lít­ill próf­steinn á sjálf­stæði lög­gjaf­ar­sam­kundu þjóð­ar­innar en próf­steinn engu að síð­ur. „Ég vil því biðla til for­seta að beita sér fyrir því að Alþingi þurfi ekki að beygja sig undir óþarfa duttl­unga stjórn­sýsl­unn­ar, sem í ofaná­lag stríða gegn þeim mik­il­væga þætti lýð­ræð­is­ins, að full­trúar þjóð­ar­innar á Alþingi séu almenn­ingi eins aðgengi­legir og kostur er.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mótmæli hafa orðið að nokkurskonar þjóðaríþrótt Íslendinga eftir bankahrunið.
Tíu atburðir og ákvarðanir sem okkur hefur verið sagt að læra af
Síðastliðin 14 ár hafa verið stormasöm. Margar rannsóknarskýrslur hafa verið gerðar sem sýndu aðra mynd en haldin var að almenningi. Stjórnmálamenn hafa tekið ákvarðanir sem hafa virst vera í andstöðu við gildandi lög eða þau viðmið sem eru ráðandi.
Kjarninn 2. desember 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Skrítið ef „enginn staður á Íslandi kæmi til greina fyrir vindorku“
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir að tvöfalda þurfi orkuframleiðslu á Íslandi „hið minnsta“ til að ná fram orkuskiptum. Íslendingar séu langt á eftir öðrum þegar komi að vindorkunni.
Kjarninn 2. desember 2022
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar.
Samfylkingin mælist með yfir 20 prósent fylgi og hefur ekki mælst stærri í áratug
Fylgi Samfylkingarinnar hefur rúmlega tvöfaldast frá því að kosið var síðasta fyrir rúmu ári síðan. Flokkurinn mælist nú með 21,1 prósent fylgi hjá Gallup. Framsókn hefur ekki mælst minni á kjörtímabilinu og Vinstri græn eru í miklum öldudal.
Kjarninn 1. desember 2022
Esjan á vetrardegi. Félagið Esjuferja ehf. vill reisa kláf upp á fjallið.
Hugmyndir um kláf upp á Esjuna verða teknar til skoðunar á ný
Félagið Esjuferja hefur óskað eftir því við borgina að fá lóðir leigðar undir farþegakláf upp á Esjubrún. Borgarráð samþykkti í dag að leggja mat á raunhæfni hugmyndanna, sem eru ekki nýjar af nálinni.
Kjarninn 1. desember 2022
Jón Ólafur Ísberg
Nýr þjóðhátíðardagur
Kjarninn 1. desember 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - „Það er enginn að fara hakka mig”
Kjarninn 1. desember 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Sýndu þakklæti í verki 感恩图报
Kjarninn 1. desember 2022
Kísilverksmiðjan í Helguvík verður líklega flutt, eða fundið nýtt hlutverk, samkvæmt tilkynningu Arion banka.
„Allt útlit fyrir“ að kísilverið í Helguvík verði ekki gangsett á ný
Arion banki og PCC hafa slitið viðræðum um möguleg kaup PCC á kísilverksmiðjunni í Helguvík. Einnig hefur Arion sagt upp raforkusamningi við Landsvirkjun, þar sem framleiðsla kísils var forsenda samningsins.
Kjarninn 1. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent