Þingmaður fékk netfang upp á 53 stafbil

Nýr þingmaður Pírata biðlar til forseta Alþingis að beita sér fyrir því að þingið „þurfi ekki að beygja sig undir óþarfa duttlunga stjórnsýslunnar“.

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata.
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata.
Auglýsing

Arn­dísi Önnu Krist­ín­ar­dóttur Gunn­ars­dóttur þing­manni Pírata, og öðrum nýjum þing­mönn­um, var á dög­unum úthlutað net­fangi frá Alþingi. Arn­dís Anna fékk net­fangið arnd­is.anna.krist­in­ar­dott­ir.gunn­ars­dott­ir@alt­hing­i.is en undir liðnum störf þings­ins á Alþingi í dag gagn­rýndi hún lengd net­fangs­ins.

„Ég hef sjálf oft um ævina átt í tölvu­póst­sam­skiptum við þing­menn og hef þá sent póst á net­föng eins og helgi­hrafn@alt­hing­i.is, andres­ing­i@alt­hing­i.is eða birgir@alt­hing­i.­is. Már var hins­vegar úthlutað net­fang­inu arnd­is.anna.krist­in­ar­dott­ir.gunn­ars­dott­ir@alt­hing­i.is – heil 53 staf­bil. Tölvu­póst­fang sem er lengra en með­al­tölvu­póst­ur,“ sagði hún.

Þegar Arn­dís Anna óskaði eftir því að fá þessu breytt var henni tjáð að nýjar reglur frá „ein­hverri nefnd í fjár­mála­ráðu­neyt­inu kveði á um að net­föng þing­manna og starfs­fólks þings­ins skuli mynduð með þessum hætti héðan af“.

Auglýsing

Regl­urnar þjóna engum til­gangi

Þing­mað­ur­inn benti á að það að full­trúar á þingi væru aðgengi­legir væri mik­il­vægur þáttur í lýð­ræð­inu.

„Þing­menn eru ekki starfs­menn stjórn­sýsl­unn­ar, sem starfa nafn­laust í hennar nafni og eiga ekki að þurfa að þola óþarfa ágang frá almenn­ingi. Þing­menn eru ekki starfs­menn þings­ins, sem einnig eiga að njóta verndar í störfum sín­um.

Þing­menn eru full­trúar almenn­ings í lög­gjaf­ar­sam­kundu þjóð­ar­inn­ar. Af því leiðir að þing­menn eiga að vera eins aðgengi­legir og kostur er, að virtri lág­marks­per­sónu­vernd, sem einnig er afar tak­mörkuð fyrir fólk í slíkri opin­berri stöðu. Reglan þjónar í ofaná­lag engum til­gangi og leysir vanda­mál sem er ekk­ert,“ sagði hún.

Arn­dís Anna sagði jafn­framt að þetta væri hugs­an­lega lít­ill próf­steinn á sjálf­stæði lög­gjaf­ar­sam­kundu þjóð­ar­innar en próf­steinn engu að síð­ur. „Ég vil því biðla til for­seta að beita sér fyrir því að Alþingi þurfi ekki að beygja sig undir óþarfa duttl­unga stjórn­sýsl­unn­ar, sem í ofaná­lag stríða gegn þeim mik­il­væga þætti lýð­ræð­is­ins, að full­trúar þjóð­ar­innar á Alþingi séu almenn­ingi eins aðgengi­legir og kostur er.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Seðlabankinn mun kynna næstu stýrivaxtaákvörðun í næstu viku.
Búast við að stýrivextir verði komnir upp í sex prósent í byrjun næsta árs
Markaðsaðilar vænta þess að verðbólgan sé við hámark nú um stundir en að hún muni hjaðna hægar. Í vor bjuggust þeir við að verðbólga eftir ár yrði fimm prósent en nú telja þeir að hún verði 5,8 prósent.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Segja toppana í samfélaginu hafa tekið sitt og að lágmark sé að launafólk fái það sama
Í Kjarafréttum Eflingar er lagt til að almenn laun hækki um 52.250 krónur á mánuði miðað við núverandi verðbólgu. Ríkið þurfi auk þess að koma að kjarasamningaborðinu með tug milljarða króna aðgerðir til að bæta stöðu þeirra verst settu í samfélaginu.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Starfsmenn Hvals hf. komu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglunnar á Akranesi án þess að til húsleitaraðgerðar þyrfti að koma.
Hvals-menn skiluðu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglu
Lögreglan á Akranesi fékk kvikmyndatökudróna sem starfsmenn Hvals hf. hirtu af starfsmönnum svissnesks ríkisfjölmiðils afhentan og kom honum til eigenda sinna. Bæði drónaflugið og drónastuldurinn eru á borði lögreglunnar.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent