Þingmaður fékk netfang upp á 53 stafbil

Nýr þingmaður Pírata biðlar til forseta Alþingis að beita sér fyrir því að þingið „þurfi ekki að beygja sig undir óþarfa duttlunga stjórnsýslunnar“.

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata.
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata.
Auglýsing

Arn­dísi Önnu Krist­ín­ar­dóttur Gunn­ars­dóttur þing­manni Pírata, og öðrum nýjum þing­mönn­um, var á dög­unum úthlutað net­fangi frá Alþingi. Arn­dís Anna fékk net­fangið arnd­is.anna.krist­in­ar­dott­ir.gunn­ars­dott­ir@alt­hing­i.is en undir liðnum störf þings­ins á Alþingi í dag gagn­rýndi hún lengd net­fangs­ins.

„Ég hef sjálf oft um ævina átt í tölvu­póst­sam­skiptum við þing­menn og hef þá sent póst á net­föng eins og helgi­hrafn@alt­hing­i.is, andres­ing­i@alt­hing­i.is eða birgir@alt­hing­i.­is. Már var hins­vegar úthlutað net­fang­inu arnd­is.anna.krist­in­ar­dott­ir.gunn­ars­dott­ir@alt­hing­i.is – heil 53 staf­bil. Tölvu­póst­fang sem er lengra en með­al­tölvu­póst­ur,“ sagði hún.

Þegar Arn­dís Anna óskaði eftir því að fá þessu breytt var henni tjáð að nýjar reglur frá „ein­hverri nefnd í fjár­mála­ráðu­neyt­inu kveði á um að net­föng þing­manna og starfs­fólks þings­ins skuli mynduð með þessum hætti héðan af“.

Auglýsing

Regl­urnar þjóna engum til­gangi

Þing­mað­ur­inn benti á að það að full­trúar á þingi væru aðgengi­legir væri mik­il­vægur þáttur í lýð­ræð­inu.

„Þing­menn eru ekki starfs­menn stjórn­sýsl­unn­ar, sem starfa nafn­laust í hennar nafni og eiga ekki að þurfa að þola óþarfa ágang frá almenn­ingi. Þing­menn eru ekki starfs­menn þings­ins, sem einnig eiga að njóta verndar í störfum sín­um.

Þing­menn eru full­trúar almenn­ings í lög­gjaf­ar­sam­kundu þjóð­ar­inn­ar. Af því leiðir að þing­menn eiga að vera eins aðgengi­legir og kostur er, að virtri lág­marks­per­sónu­vernd, sem einnig er afar tak­mörkuð fyrir fólk í slíkri opin­berri stöðu. Reglan þjónar í ofaná­lag engum til­gangi og leysir vanda­mál sem er ekk­ert,“ sagði hún.

Arn­dís Anna sagði jafn­framt að þetta væri hugs­an­lega lít­ill próf­steinn á sjálf­stæði lög­gjaf­ar­sam­kundu þjóð­ar­innar en próf­steinn engu að síð­ur. „Ég vil því biðla til for­seta að beita sér fyrir því að Alþingi þurfi ekki að beygja sig undir óþarfa duttl­unga stjórn­sýsl­unn­ar, sem í ofaná­lag stríða gegn þeim mik­il­væga þætti lýð­ræð­is­ins, að full­trúar þjóð­ar­innar á Alþingi séu almenn­ingi eins aðgengi­legir og kostur er.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðherrar þeirrar ríkisstjórnarinnar sem sat að völdum þegar eftirlaunalögin voru samþykkt.
Tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir kostnað vegna eftirlauna ráðherra og þingmanna
257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar fá eftirlaun á grundvelli umdeildra eftirlaunalaga sem voru í gildi á árunum 2003 til 2009. Alls kostaði þetta 876 milljónir króna í fyrra. Hér eru tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir það fé á ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
Kjarninn 21. janúar 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Kínverska fjárfestinga- og innviðaverkefnið Belti og braut
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent