Fyrrverandi eiginkona Ragnar Sigurðssonar segir landsliðsnefndarmann ljúga

Magnús Gylfason, fyrrverandi landsliðsnefndarmaður hjá KSÍ, sagði við úttektarnefnd að hann hefði hitt Ragnar Sigurðsson og þáverandi eiginkonu hans á kaffihúsi daginn eftir að hann var talinn hafa beitt hana ofbeldi. Konan segir þetta ekki rétt.

Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu.
Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu.
Auglýsing

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Ragn­ars Sig­urðs­son­ar, fyrr­ver­andi lands­liðs­manns í knatt­spyrnu, segir það rangt sem Magnús Gylfa­son, sem sat í lands­liðsnefnd Knatt­spyrnu­sam­bands Íslands (KSÍ) árið 2016, sagði í skýrslu úttekt­ar­nefndar ÍSÍ sem birt­ist í gær um að hann hafi hitt hana og þáver­andi eig­in­mann hennar á kaffi­húsi dag­inn eftir að lög­regla var kölluð að dval­ar­stað þeirra vegna grun­semda um heim­il­is­of­beld­i. 

Í skýrsl­unni er haft eftir Magn­úsi, sem sat í stjórn KSÍ og í lands­liðsnefnd þangað til fyrir skemmstu, að hann hefði hitt Ragnar og eig­in­konu hans á kaffi­húsi dag­inn eftir að lög­regla var kölluð til. Ragn­ar, sem er kall­aður A í skýrsl­unni, hefði þá greint honum frá því sem hefði gerst um nótt­ina. „Ekk­ert hefði bent til þess á þeim fundi að eig­in­kona A hefði sætt ofbeldi eða að hún hygð­ist leggja fram kæru á hendur A. “

Í við­brögðum við sem fyrr­ver­andi eig­in­kona Ragn­ars hefur sent nefnd­inni vegna birt­ingu skýrsl­unnar segir konan að hún hafi ekki hitt Magnús og Ragnar á kaffi­húsi þennan dag líkt né nokkurn annan og hún geti bent á fleiri en eitt vitni því til stað­fest­ing­ar. „Líðan hennar hafi heldur ekki verið með þeim hætti að hún væri að hitta neinn á kaffi­húsi dag­inn eftir og Magnús hafi engar for­sendur haft til að draga álykt­anir um hennar líð­an. Þá hafi hún heldur ekki hitt A næstu daga.“

Í sam­ræmi við þessar upp­lýs­ingar hefur skýrsla úttekt­ar­nefnd­ar­innar verið upp­færð að þessu leyti.

Þegar nefndin ræddi við fyrr­ver­andi eig­in­konu Ragn­ars á meðan að hún vann að gerð skýrsl­unnar sem lýsti hún von­brigðum sínum „með hvernig KSÍ hefði tekið á þessu máli“. 

Átti sér stað 2016

Frá­sögn kon­unnar er eitt þeirra mála sem er til umfjöll­unar í skýrslu úttekt­ar­nefnd­ar­inn­ar. Frétta­blaðið hafði greint frá málínu í sept­em­ber síð­ast­liðnum en atburð­ur­inn áti sér stað í júlí 2016. Í frá­sögn Frétta­blaðs­ins sagði að lög­reglu hefði verið kölluð að heim­ili Ragn­ars og fyrr­ver­andi eig­in­konu hans eftir að hann „gekk þar ber­serks­gang, braut allt og braml­aði og hafði í hót­unum við þáver­andi eig­in­konu sína“.

Í frétt sem Vísir birti um málið í gær sagði að sam­kvæmt heim­ildum mið­ils­ins hefði konan lýst atvikum þannig að Ragnar hefði tekið hana kverka­taki og hrint henni í sófa.

​​

Auglýsing
Klara Bjart­marz, fram­kvæmda­stjóri KSÍ, greindi frá því í við­tali við nefnd­ina að hún hefði fengið sím­hring­ingu um svipað leyti eftir að ein­stak­lingur hefði haft sam­band við skrif­stofu KSÍ og fengið far­síma­núm­erið henn­ar. „Sá ein­stak­lingur hefði greint henni frá því að lög­reglan hefði verið kölluð að heim­ili A vegna óláta og gruns um heim­il­is­of­beldi. Klara hefði deilt þessum upp­lýs­ingum með Geir Þor­steins­syni, Magn­úsi Gylfa­syni og síðar Guðna Bergs­syni en KSÍ hefði á sínum tíma ekki haft aðrar upp­lýs­ingar en að málið væri í far­vegi hjá lög­reglu. Þar sem málið hefði átt sér stað utan lands­liðs­verk­efnis hefði KSÍ ekki litið svo á að það væri í verka­hring sam­bands­ins heldur lög­reglu að aðhaf­ast frekar í mál­inu. KSÍ hefði löngu síðar fengið þær upp­lýs­ingar að kæran á hendur A hefði verið dregin til baka. “

Sím­tal frá manni sem hót­aði að „brjóta báðar fæt­ur“ Ragn­ars

​​G­unnar Gylfa­son, sem á þessum tíma var starfs­maður KSÍ og A-lands­liðs karla, greindi úttekt­ar­nefnd­inni frá því í við­tali að hann hafi einnig fengið sím­tal frá manni sem hann þekkti ekki vegna máls­ins. 

Sam­kvæmt Gunn­ari mun sá sem hringdi í hann hafa sagt honum frá því að Ragnar hafi ein­hverjum kvöldum áður gengið ber­serks­gang í eða við íbúð sína og unnið skemmdir á henni og að nær­staddir hefðu verið ótta­slegn­ir. „Gunnar hafi spurt mann­inn hvort hann hefði ekki hringt í lög­reglu og hún komið á stað­inn vegna þessa sem hann svar­aði ját­andi. Þegar Gunnar spurði hvað hann ætti að gera í mál­inu fyrst lög­reglan væri með með það sner­ist málið og mað­ur­inn hafi sagt Gunn­ari að ef A gerði þetta aftur myndi hann láta brjóta báða fætur hans en það væri vænt­an­lega ekki gott fyrir fót­bolta­mann. Gunnar kvaðst í við­tali við nefnd­ina alveg hafa séð A í ham og talið ólík­legt að þeim sem ætl­aði að brjóta á honum fæt­urna yrði vel ágengt með það.“

Geir benti Magn­úsi á almanna­tengil

Geir Þor­steins­son, sem á þessum tíma var for­maður KSÍ, kvaðst í skýr­ingum sínum til nefnd­ar­innar minn­ast sam­tals við Magnús Gylfa­son í lands­liðsnefnd um „leik­mann sem virt­ist eiga í erf­ið­leikum í sínu sam­bandi“ og að lög­reglan hefði verið kölluð til. 

Geir kvað málið aldrei hafa verið „form­lega á borði KSÍ og um einka­líf leik­manns­ins var að ræða“. Þá hafi það ekki tengst verk­efnum KSÍ.

Í skýr­ingum sínum til nefnd­ar­innar sagði Geir að það kynni þó vel að vera að hann hefði bent Magn­úsi á ónafn­greindan almanna­tengli sem gæti hjálpað í tengslum við umfjöllun fjöl­miðla. Sá hringdi meðal ann­ars í Nadine Guð­rúnu Yag­hi, sem þá starf­aði sem frétta­maður hjá Vísi og Stöð 2 og vann að umfjöllun um mál­ið, og gerði lítil úr því. 

Geir gekkst einnig við því að hafa sjálfur rætt við almanna­tengil­inn, sem gengur undir nafn­inu Þ í skýrsl­unni. „Út­tekt­ar­nefndin hefur við athugun sína fengið upp­lýs­ingar og gögn sem sýna fram á að félag sem Þ starf­aði hjá sinnti verk­efnum fyrir KSÍ á þessum tíma og fékk greiðslur frá sam­band­inu í umræddum mán­uð­i.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent