Rannsóknarleyfi Hvalárvirkjunar útrunnið

Vesturverk sem er í meirihlutaeigu HS Orku sótti ekki um framlengingu á rannsóknarleyfi til Orkustofnunar vegna fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar tímanlega og leyfið er því útrunnið.

Rjúkandi er ein þriggja áa sem Vesturverk áformar að nýta til virkjunarinnar.
Rjúkandi er ein þriggja áa sem Vesturverk áformar að nýta til virkjunarinnar.
Auglýsing

Umsókn um fram­leng­ingu á rann­sókn­ar­leyfi vegna fyr­ir­hug­aðrar Hval­ár­virkj­unar í Árnes­hreppi barst ekki Orku­stofnun fyrr en 20. apríl og þar með eftir að leyfið rann út þann 31. mars síð­ast­lið­inn. Orku­stofnun lítur svo á að ef umsókn um fram­leng­ingu leyfis berst stofn­un­inni eftir að gild­is­tími þess rennur út geti stofn­unin ekki sam­þykkt beiðn­ina, „enda séu þá rétt­indi við­kom­andi niður fallin og verði ekki end­ur­vakin með fram­leng­ing­u,“ segir Krist­ján Geirs­son, verk­efna­stjóri hjá Orku­stofn­un, í skrif­legu svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. Í slíkum til­vikum þurfi fyrrum leyf­is­hafi að sækja um nýtt leyfi og senda svo upp­færð gögn og upp­lýs­ingar sem stofn­unin þarf til afgreiðslu máls­ins sam­kvæmt lögum um rann­sóknir og nýt­ingu auð­linda í jörðu og máls­með­ferð­ar­reglum stjórn­sýslu­laga. Krist­ján bendir á að máls­með­ferð sé því eins og um nýja umsókn sé að ræða og því þarf að leita umsagna eins og við á.

Auglýsing

Orku­stofnun barst umsókn um fram­leng­ingu rann­sókn­ar­leyfis vegna Hval­ár­virkj­unar þann 20. apríl 2021, „þ.e. eftir að gild­is­tími leyf­is­ins rann út,“ segir Krist­ján. Orku­stofnun upp­lýsti fyrri leyf­is­hafa um fram­an­greind við­horf með tölvu­pósti nú í sept­em­ber og umsókn Vest­ur­verks um nýtt rann­sókn­ar­leyfi barst svo stofn­un­inni 12. októ­ber. Grein­ing þeirrar umsóknar stendur yfir. Í sam­ræmi við ákvæði auð­linda­laga ber að leita umsagnar Umhverf­is­stofn­un­ar, Nátt­úru­fræði­stofn­unar Íslands og eftir atvikum Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, áður en leyfi er veitt.

Krist­ján bendir á að rann­sókn­ar­leyfi sam­kvæmt auð­linda­lögum sé ekki í öllum til­vikum lög­bund­ið. Land­eig­andi geti sjálfur stundað rann­sóknir á sínu landi eða heim­ilað það öðrum en hefur þó ákveðnar skyldur samt sem áður á grund­velli lag­anna er varðar rann­sókn­irn­ar.

Þrjár ár og fimm stíflur

Virkj­un­ar­kost­ur­inn Hval­ár­virkjun var sett í orku­nýt­ing­ar­flokk ramma­á­ætl­unar árið 2013. Hið ísfirska fyr­ir­tæki Vest­ur­verk stóð að baki virkj­un­ar­hug­mynd­inni en árið 2014 keypti HS orka hins vegar meiri­hluta í fyr­ir­tæk­inu.

Áformin ganga út á að reisa virkjun í eyði­firð­inum Ófeigs­firði og virkja til þess rennsli þriggja áa með fimm stíflum á Ófeigs­fjarð­ar­heiði: Hvalár, Rjúkanda og Eyvind­ar­fjarð­ar­ár. Ráð­gert afl virkj­un­ar­innar er 55 MW.

Orku­stofnun gaf út rann­sókn­ar­leyfi til Vest­ur­verks vegna Hval­ár­virkj­unar árið 2015 „vegna áætl­ana um virkjun Hvalár og Rjúkanda í einu þrepi úr Hvalár­vatni að sjáv­ar­máli við Ófeigs­fjörð í Árnes­hreppi,“ líkt og það var orðað í leyf­inu. Gild­is­tími leyf­is­ins var tvö ár. Leyfið var veitt að feng­inni umsögn Umhverf­is­stofn­unar og Nátt­úru­fræði­stofn­un­ar. Í umsögn Umhverf­is­stofn­unar kom fram að fyr­ir­hugað rann­sókn­ar­svæði væri að mestu óraskað og benti á að hálendið sunnan Dranga­jök­uls teld­ist til víð­erna og að stjórn­völd hefðu markað þá stefnu að vernda slík svæði. Nátt­úru­fræði­stofnun vís­aði í sinni umsögn til þess að virkj­un­ar­kost­ur­inn væri í nýt­ing­ar­flokki ramma­á­ætl­unar og gerði ekki athuga­semdir við útgáfu rann­sókn­ar­leyf­is.

Orku­stofnun fram­lengdi rann­sókn­ar­leyfið í tvígang; fyrst árið 2017 og svo aftur árið 2019 og þá til tveggja ára eða til 31. mars 2021.

Horft yfir Ófeigsfjarðarheiði. Drangajökull í baksýn. Mynd: Golli

Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan rann­sókn­ar­leyfið var fyrst gefið út. Mati á umhverf­is­á­hrifum fram­kvæmd­ar­innar lauk með áliti Skipu­lags­stofn­unar árið 2017 og var nið­ur­staðan sú að áhrif virkj­un­ar­innar yrðu nei­kvæð eða veru­lega nei­kvæð á flesta þá þætti sem voru til skoð­un­ar.

Þá lagði Nátt­úru­fræði­stofnun til árið 2018 að Dranga­jök­ul­svíð­ernin yrðu friðuð en innan þess svæðis eru m.a. fossar í ánum Rjúkandi, Hvalá og Eyvind­ar­fjarð­ará.

Deilt um landa­merki

Einnig standa yfir deilur um landa­merki á hinu fyr­ir­hug­aða virkj­ana­svæði. Eig­endur um 75 pró­­sent eyð­i­jarð­­ar­innar Dranga­víkur hafa höfðað mál á hendur eig­endum jarð­anna Engja­­ness og Ófeigs­fjarðar en þeir sömdu báðir á sínum tíma við Vest­ur­verk um vatns­rétt­indi vegna virkj­un­ar­inn­ar. Er þess kraf­ist að við­­ur­­kennt verði með dómi að landa­­merki Dranga­víkur séu eins og þeim var lýst í þing­lýstum landa­­merkja­bréfum frá árinu 1890, líkt og fjallað var ítar­lega um í Kjarn­anum í fyrra.

Verði krafa land­eig­end­anna stað­­fest mun það setja áform um Hval­ár­­virkjun í upp­­­nám. Eyvind­­ar­fjarð­­ará og Eyvind­ar­fjarð­ar­vatn, sem fram­kvæmda­að­ilar hyggj­ast nýta til virkj­un­­ar­inn­ar þótt ekki sé um það fjallað í rann­sókn­ar­leyfum sem gefin hafa verið út hingað til, yrðu þá inni á landi í eigu fólks sem margt hvert kærir sig ekki um virkj­un­ina.

Skrif­stofu Vest­ur­verks á Ísa­firði var lokað vorið 2020 og öllum starfs­mönnum sagt upp. Til stóð að hefja und­ir­bún­ings­fram­kvæmdir á virkj­un­ar­svæð­inu á Ófeigs­fjarð­ar­heiði í fyrra­sumar en af því varð ekki. Stjórn­ar­for­maður Vest­ur­verks sagði í sam­tali við Kjarn­ann síð­asta haust að ákveðið hefði verið að hægja á fram­gangi verk­efn­is­ins vegna óvissu á raf­orku­mark­aði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent