Rannsóknarleyfi Hvalárvirkjunar útrunnið

Vesturverk sem er í meirihlutaeigu HS Orku sótti ekki um framlengingu á rannsóknarleyfi til Orkustofnunar vegna fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar tímanlega og leyfið er því útrunnið.

Rjúkandi er ein þriggja áa sem Vesturverk áformar að nýta til virkjunarinnar.
Rjúkandi er ein þriggja áa sem Vesturverk áformar að nýta til virkjunarinnar.
Auglýsing

Umsókn um fram­leng­ingu á rann­sókn­ar­leyfi vegna fyr­ir­hug­aðrar Hval­ár­virkj­unar í Árnes­hreppi barst ekki Orku­stofnun fyrr en 20. apríl og þar með eftir að leyfið rann út þann 31. mars síð­ast­lið­inn. Orku­stofnun lítur svo á að ef umsókn um fram­leng­ingu leyfis berst stofn­un­inni eftir að gild­is­tími þess rennur út geti stofn­unin ekki sam­þykkt beiðn­ina, „enda séu þá rétt­indi við­kom­andi niður fallin og verði ekki end­ur­vakin með fram­leng­ing­u,“ segir Krist­ján Geirs­son, verk­efna­stjóri hjá Orku­stofn­un, í skrif­legu svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. Í slíkum til­vikum þurfi fyrrum leyf­is­hafi að sækja um nýtt leyfi og senda svo upp­færð gögn og upp­lýs­ingar sem stofn­unin þarf til afgreiðslu máls­ins sam­kvæmt lögum um rann­sóknir og nýt­ingu auð­linda í jörðu og máls­með­ferð­ar­reglum stjórn­sýslu­laga. Krist­ján bendir á að máls­með­ferð sé því eins og um nýja umsókn sé að ræða og því þarf að leita umsagna eins og við á.

Auglýsing

Orku­stofnun barst umsókn um fram­leng­ingu rann­sókn­ar­leyfis vegna Hval­ár­virkj­unar þann 20. apríl 2021, „þ.e. eftir að gild­is­tími leyf­is­ins rann út,“ segir Krist­ján. Orku­stofnun upp­lýsti fyrri leyf­is­hafa um fram­an­greind við­horf með tölvu­pósti nú í sept­em­ber og umsókn Vest­ur­verks um nýtt rann­sókn­ar­leyfi barst svo stofn­un­inni 12. októ­ber. Grein­ing þeirrar umsóknar stendur yfir. Í sam­ræmi við ákvæði auð­linda­laga ber að leita umsagnar Umhverf­is­stofn­un­ar, Nátt­úru­fræði­stofn­unar Íslands og eftir atvikum Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, áður en leyfi er veitt.

Krist­ján bendir á að rann­sókn­ar­leyfi sam­kvæmt auð­linda­lögum sé ekki í öllum til­vikum lög­bund­ið. Land­eig­andi geti sjálfur stundað rann­sóknir á sínu landi eða heim­ilað það öðrum en hefur þó ákveðnar skyldur samt sem áður á grund­velli lag­anna er varðar rann­sókn­irn­ar.

Þrjár ár og fimm stíflur

Virkj­un­ar­kost­ur­inn Hval­ár­virkjun var sett í orku­nýt­ing­ar­flokk ramma­á­ætl­unar árið 2013. Hið ísfirska fyr­ir­tæki Vest­ur­verk stóð að baki virkj­un­ar­hug­mynd­inni en árið 2014 keypti HS orka hins vegar meiri­hluta í fyr­ir­tæk­inu.

Áformin ganga út á að reisa virkjun í eyði­firð­inum Ófeigs­firði og virkja til þess rennsli þriggja áa með fimm stíflum á Ófeigs­fjarð­ar­heiði: Hvalár, Rjúkanda og Eyvind­ar­fjarð­ar­ár. Ráð­gert afl virkj­un­ar­innar er 55 MW.

Orku­stofnun gaf út rann­sókn­ar­leyfi til Vest­ur­verks vegna Hval­ár­virkj­unar árið 2015 „vegna áætl­ana um virkjun Hvalár og Rjúkanda í einu þrepi úr Hvalár­vatni að sjáv­ar­máli við Ófeigs­fjörð í Árnes­hreppi,“ líkt og það var orðað í leyf­inu. Gild­is­tími leyf­is­ins var tvö ár. Leyfið var veitt að feng­inni umsögn Umhverf­is­stofn­unar og Nátt­úru­fræði­stofn­un­ar. Í umsögn Umhverf­is­stofn­unar kom fram að fyr­ir­hugað rann­sókn­ar­svæði væri að mestu óraskað og benti á að hálendið sunnan Dranga­jök­uls teld­ist til víð­erna og að stjórn­völd hefðu markað þá stefnu að vernda slík svæði. Nátt­úru­fræði­stofnun vís­aði í sinni umsögn til þess að virkj­un­ar­kost­ur­inn væri í nýt­ing­ar­flokki ramma­á­ætl­unar og gerði ekki athuga­semdir við útgáfu rann­sókn­ar­leyf­is.

Orku­stofnun fram­lengdi rann­sókn­ar­leyfið í tvígang; fyrst árið 2017 og svo aftur árið 2019 og þá til tveggja ára eða til 31. mars 2021.

Horft yfir Ófeigsfjarðarheiði. Drangajökull í baksýn. Mynd: Golli

Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan rann­sókn­ar­leyfið var fyrst gefið út. Mati á umhverf­is­á­hrifum fram­kvæmd­ar­innar lauk með áliti Skipu­lags­stofn­unar árið 2017 og var nið­ur­staðan sú að áhrif virkj­un­ar­innar yrðu nei­kvæð eða veru­lega nei­kvæð á flesta þá þætti sem voru til skoð­un­ar.

Þá lagði Nátt­úru­fræði­stofnun til árið 2018 að Dranga­jök­ul­svíð­ernin yrðu friðuð en innan þess svæðis eru m.a. fossar í ánum Rjúkandi, Hvalá og Eyvind­ar­fjarð­ará.

Deilt um landa­merki

Einnig standa yfir deilur um landa­merki á hinu fyr­ir­hug­aða virkj­ana­svæði. Eig­endur um 75 pró­­sent eyð­i­jarð­­ar­innar Dranga­víkur hafa höfðað mál á hendur eig­endum jarð­anna Engja­­ness og Ófeigs­fjarðar en þeir sömdu báðir á sínum tíma við Vest­ur­verk um vatns­rétt­indi vegna virkj­un­ar­inn­ar. Er þess kraf­ist að við­­ur­­kennt verði með dómi að landa­­merki Dranga­víkur séu eins og þeim var lýst í þing­lýstum landa­­merkja­bréfum frá árinu 1890, líkt og fjallað var ítar­lega um í Kjarn­anum í fyrra.

Verði krafa land­eig­end­anna stað­­fest mun það setja áform um Hval­ár­­virkjun í upp­­­nám. Eyvind­­ar­fjarð­­ará og Eyvind­ar­fjarð­ar­vatn, sem fram­kvæmda­að­ilar hyggj­ast nýta til virkj­un­­ar­inn­ar þótt ekki sé um það fjallað í rann­sókn­ar­leyfum sem gefin hafa verið út hingað til, yrðu þá inni á landi í eigu fólks sem margt hvert kærir sig ekki um virkj­un­ina.

Skrif­stofu Vest­ur­verks á Ísa­firði var lokað vorið 2020 og öllum starfs­mönnum sagt upp. Til stóð að hefja und­ir­bún­ings­fram­kvæmdir á virkj­un­ar­svæð­inu á Ófeigs­fjarð­ar­heiði í fyrra­sumar en af því varð ekki. Stjórn­ar­for­maður Vest­ur­verks sagði í sam­tali við Kjarn­ann síð­asta haust að ákveðið hefði verið að hægja á fram­gangi verk­efn­is­ins vegna óvissu á raf­orku­mark­aði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Síminn vill greiða hluthöfum 31,5 milljarða vegna sölunnar á Mílu – og svo sennilega meira
Franska fyrirtækið Ardian er búið að gera upp við Símann vegna kaupanna á Mílu. Síminn ætlar að leggja tillögu um að greiða hluthöfum 31,5 milljarða króna af söluandvirðinu fyrir hluthafafund í lok október.
Kjarninn 30. september 2022
Á fjórum stöðum streymir gas upp af leiðslunni í Eystrasalti.
„Um viljaverk var að ræða“
Götin á Nord Stream-gasleiðslunum er mjög stór og gríðarlegt magn metans streymir enn út í andrúmsloftið. Danir og Svíar ætla að gæta þess að á fundi öryggisráðs Sþ í kvöld verði fjallað um staðreyndir, „nefnilega þær að um viljaverk var að ræða“.
Kjarninn 30. september 2022
Fleiri íbúar landsbyggðarinnar en höfuðborgarsvæðisins telja sig hafa verið bitna af lúsmýi og mest er aukningin á Norðurlandi.
Lúsmýið virðist hafa náð fótfestu á Norðurlandi í sumar
Áttunda sumarið í röð herjaði lúsmýið á landann. Nærri þrefalt fleiri landsmenn telja sig hafa verið bitna af lúsmýi í sumar, tvöfalt fleiri en fyrir þremur árum. Mest var aukningin á Norðurlandi.
Kjarninn 30. september 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Deng Xiaoping - seinni hluti 邓小平 下半
Kjarninn 30. september 2022
Gatnamótin sem um ræðir eru við norðurenda stokksins og yrðu mislæg, en þó í plani við umhverfið í kring.
Borgin vill sjá útfærslu umfangsminni gatnamóta við mynni Sæbrautarstokks
Allt að sex akreinar verða á hluta Kleppsmýrarvegar samkvæmt einu tillögunni að nýjum mislægum gatnamótum við mynni Sæbrautarstokks sem lögð var fram í matsáætlun. Reykjavíkurborg vill að umfangsminni gatnamót verði skoðuð til samanburðar.
Kjarninn 30. september 2022
Gylfi Helgason
Staða menningarmála: Fornleifar
Kjarninn 30. september 2022
Vilhjálmur Árnason (t.v.) er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins er á meðal alls 22 meðflutningsmanna Vilhjálms.
Yfir tuttugu þingmenn vilja að Ísland verði leiðandi í rannsóknum á hugvíkkandi efnum
Stór hópur þingmanna úr öllum flokkum nema Vinstrihreyfingunni – grænu framboði vill sjá heilbrigðisráðherra skapa löglegan farveg fyrir rannsóknir á virka efninu í ofskynjunarsveppum hér á landi, þannig að Ísland verði „leiðandi“ í rannsóknum á efninu.
Kjarninn 30. september 2022
Þóra Hreinsdóttir var fimmtán ára er hún ritaði í dagbókina sína um náin samskipti við Jón Baldvin árið 1970.
Unglingsstúlka lýsti nánu sambandi við Jón Baldvin Hannibalsson í dagbók
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands, sagði í bréfi til stúlku árið 1970 að hjarta hans slægi örar og blóðið rynni hraðar þegar hann hugsaði til hennar. Stúlkan var 15 ára. Hann 31 árs. Var kennarinn. Hún nemandinn.
Kjarninn 30. september 2022
Meira úr sama flokkiInnlent