Bandaríkin tróna á toppi plastfjallsins

Engin þjóð í heiminum hendir jafn miklu af plasti og Bandaríkjamenn. Þúsundir tonna enda árlega í hafinu, ám og vötnum.

Sjálfboðaliði tínir upp plastflösku í fenjunum í Miami í Flórída.
Sjálfboðaliði tínir upp plastflösku í fenjunum í Miami í Flórída.
Auglýsing

Hvergi í heim­inum fellur til jafn mikið af plast­úr­gangi og í Banda­ríkj­unum og stefnu­breyt­ingar er þörf til að takast á við vand­ann, segir í nýrri skýrslu nefndar Banda­ríkja­þings. Vand­inn hefur verið að byggj­ast upp í ára­tugi, segir í skýrsl­unni. Undra­efnið plast sem fundið var upp á síð­ustu öld og gjör­breytti allri fram­leiðslu hefur leitt af sér alþjóð­legt vanda­mál því plast, sem aðal­lega er búið er til úr olíu, „virð­ist vera að safn­ast upp hvert sem litið er“.

Árið 2016 er talið að plast­úr­gangur í Banda­ríkj­unum hafi numið 42 millj­ónum tonna sem er um tvisvar sinnum meira en féll til í Kína og meira en féll til innan Evr­ópu­sam­bands­ins alls.

„Magnið er óhugn­an­lega mik­ið,“ hefur Was­hington Post eftir Marg­aret Spring, yfir­vís­inda­manni hjá Monterey Bay-­stofn­un­inni og for­manni þing­nefnd­ar­innar sem rann­sak­aði plast­úr­gang­inn.

Auglýsing

Í skýrsl­unni kemur fram það mat vís­inda­manna að 1-2 millj­ónir tonna af plast­úr­gangi í land­inu fari út í umhverfið á hverju ári. Talið er að um átta millj­ónir tonna af plasti endi árlega í sjónum á heims­vísu og að með sama áfram­haldi verði tonnin 54 millj­ónir í lok ára­tug­ar­ins. Vís­inda­menn­irnir benda á að það myndi þýða að meira plast­rusl færi í hafið en veitt væri úr því af fiski.

Milljónir tonna af plasti enda í hafinu árlega. Mynd: EPA

Full­trúa­deild Banda­ríkja­þings sam­þykkti á síð­asta ári að kalla eftir skýrslu um plast­vand­ann og lögðu vís­inda­menn í bæði Banda­ríkj­unum og Kanada hönd á plóg við vinnu henn­ar.

„Nið­ur­staða skýrsl­unnar er alvar­leg áminn­ing um umfang þessa vanda,“ segir þing­mað­ur­inn og Repúblikan­inn Dan Sulli­van sem átti sæti í nefnd­inni. Hann segir að í skýrsl­unni séu saman tekin gögn frá „okkar fær­ustu vís­inda­mönn­um“ sem eigi að verða veg­vísir inn í fram­tíð­ina. Grípa þurfi til frek­ari laga­setn­inga til að vernda líf­ríki sjávar svo ekki verði grafið undan fisk­veiðum og efna­hags­lífi almennt.

„Við getum ekki lengur leitt hjá okkur þátt Banda­ríkj­anna í plast­meng­un, einni stærstu ógn sem steðjar að umhverf­inu á okkar tím­um,“ sagði í yfir­lýs­ingu frá

Chri­sty Lea­vitt, fram­kvæmda­stjóra Oceana-­nátt­úru­vernd­ar­sam­tak­anna.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Liðsmenn úkraínsku þjóðlagarappsveitarinnar Kalush Orchestra, sem unnu Eurovision um síðasta helgi, voru mættir til úkraínsku borgarinnar Lviv þremur dögum eftir sigurinn.
Ógjörningur að hunsa pólitíkina í Eurovision
Sigur Úkraínu í Eurovision sýnir svart á hvítu að keppnin er pólitísk. Samstaðan sem Evrópuþjóðir sýndu með með orðum og gjörðum hefur þrýst á Samband evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða reglur um pólitík í Eurovision.
Kjarninn 22. maí 2022
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Segir náin tengsl á milli hatursglæpa, vændis, kvenhaturs og útlendingahaturs
Þingmaður Vinstri grænna segir að hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minnihlutahópa sé útsettara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því sé aldrei hægt að gefa afslátt í málaflokkum sem viðkoma þessum hópum.
Kjarninn 21. maí 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Hvernig stendur á þessari vitleysu?“
Þingflokksformaður Viðreisnar telur að líta þurfi á heilbrigðiskerfið í heild sinni og spyr hvort það sé „í alvöru til of mikils ætlast að stjórnvöld ráði við það verkefni án þess að það bitni á heilsu og líðan fólks“.
Kjarninn 21. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ er í lykilstöðu um myndun meirihluta bæjarstjórnar.
Viðræðum Framsóknarflokksins og Vina Mosfellsbæjar slitið
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ tilkynnti Vinum Mosfellsbæjar skömmu fyrir áætlaðan fund þeirra í morgun að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum. Líklegast er að Framsókn horfi til þess að mynda meirihluta með Samfylkingunni og Viðreisn.
Kjarninn 21. maí 2022
Gísli Pálsson
„Svartur undir stýri“: Tungutak á tímum kynþáttafordóma
Kjarninn 21. maí 2022
Horft frá toppi Úlfarsfells yfir Blikastaði
Blikastaðir eru „fallegasta byggingarland við innanverðan Faxaflóa“
„Notaleg“ laxveiði, æðardúnn í eina sæng á ári og næstu nágrannar huldufólk í hóli og kerling í bæjarfjallinu. Blikastaðir, ein fyrsta jörðin sem Viðeyjarklaustur eignaðist á 13. öld, á sér merka sögu.
Kjarninn 21. maí 2022
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum
Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.
Kjarninn 21. maí 2022
Meira úr sama flokkiErlent