Bandaríkin tróna á toppi plastfjallsins

Engin þjóð í heiminum hendir jafn miklu af plasti og Bandaríkjamenn. Þúsundir tonna enda árlega í hafinu, ám og vötnum.

Sjálfboðaliði tínir upp plastflösku í fenjunum í Miami í Flórída.
Sjálfboðaliði tínir upp plastflösku í fenjunum í Miami í Flórída.
Auglýsing

Hvergi í heim­inum fellur til jafn mikið af plast­úr­gangi og í Banda­ríkj­unum og stefnu­breyt­ingar er þörf til að takast á við vand­ann, segir í nýrri skýrslu nefndar Banda­ríkja­þings. Vand­inn hefur verið að byggj­ast upp í ára­tugi, segir í skýrsl­unni. Undra­efnið plast sem fundið var upp á síð­ustu öld og gjör­breytti allri fram­leiðslu hefur leitt af sér alþjóð­legt vanda­mál því plast, sem aðal­lega er búið er til úr olíu, „virð­ist vera að safn­ast upp hvert sem litið er“.

Árið 2016 er talið að plast­úr­gangur í Banda­ríkj­unum hafi numið 42 millj­ónum tonna sem er um tvisvar sinnum meira en féll til í Kína og meira en féll til innan Evr­ópu­sam­bands­ins alls.

„Magnið er óhugn­an­lega mik­ið,“ hefur Was­hington Post eftir Marg­aret Spring, yfir­vís­inda­manni hjá Monterey Bay-­stofn­un­inni og for­manni þing­nefnd­ar­innar sem rann­sak­aði plast­úr­gang­inn.

Auglýsing

Í skýrsl­unni kemur fram það mat vís­inda­manna að 1-2 millj­ónir tonna af plast­úr­gangi í land­inu fari út í umhverfið á hverju ári. Talið er að um átta millj­ónir tonna af plasti endi árlega í sjónum á heims­vísu og að með sama áfram­haldi verði tonnin 54 millj­ónir í lok ára­tug­ar­ins. Vís­inda­menn­irnir benda á að það myndi þýða að meira plast­rusl færi í hafið en veitt væri úr því af fiski.

Milljónir tonna af plasti enda í hafinu árlega. Mynd: EPA

Full­trúa­deild Banda­ríkja­þings sam­þykkti á síð­asta ári að kalla eftir skýrslu um plast­vand­ann og lögðu vís­inda­menn í bæði Banda­ríkj­unum og Kanada hönd á plóg við vinnu henn­ar.

„Nið­ur­staða skýrsl­unnar er alvar­leg áminn­ing um umfang þessa vanda,“ segir þing­mað­ur­inn og Repúblikan­inn Dan Sulli­van sem átti sæti í nefnd­inni. Hann segir að í skýrsl­unni séu saman tekin gögn frá „okkar fær­ustu vís­inda­mönn­um“ sem eigi að verða veg­vísir inn í fram­tíð­ina. Grípa þurfi til frek­ari laga­setn­inga til að vernda líf­ríki sjávar svo ekki verði grafið undan fisk­veiðum og efna­hags­lífi almennt.

„Við getum ekki lengur leitt hjá okkur þátt Banda­ríkj­anna í plast­meng­un, einni stærstu ógn sem steðjar að umhverf­inu á okkar tím­um,“ sagði í yfir­lýs­ingu frá

Chri­sty Lea­vitt, fram­kvæmda­stjóra Oceana-­nátt­úru­vernd­ar­sam­tak­anna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Spilamiðstöð sem eflir félagsleg tengsl og sköpunarkraft
Framkvæmdaglaðir Norðlendingar safna fyrir rekstri spilasalarins Goblin á Akureyri þar sem þau vilja bjóða upp á aðstöðu fyrir skapandi spilamennsku þar sem lögð er áhersla á skjálausa skemmtun.
Kjarninn 4. desember 2022
Signý Sigurðardóttir
Vinnumarkaður hins sterka
Kjarninn 4. desember 2022
Fólk sem ann Siglunesi
Áfram Siglunes – ævintýrið er þarna úti!
Kjarninn 4. desember 2022
Stefán Jón Hafstein
Árásin á vistkerfin
Kjarninn 4. desember 2022
Sigurður Ingi Friðleifsson, sviðsstjóri loftslagsmála, orkuskipta og nýsköpunar hjá Orkustofnun
Loftslagsmarkmið Íslands nást með „norsku leiðinni“
Markmið um samdrátt í losun frá vegasamgöngum á Íslandi nást ef við förum sömu leið og Norðmenn þegar kemur að rafbílavæðingu. „Við státum okkur af silfurverðlaunum, sem ég er orðinn hundleiður á,“ segir sviðsstjóri loftslagsmála hjá Orkustofnun.
Kjarninn 4. desember 2022
Fjölskyldustund í uppnámi?
Í 31 ár hafa danskar fjölskyldur sest saman við sjónvarpið á föstudagskvöldum og horft á dagskrárliðinn Disney Sjov og borðað vikuskammtinn af sælgæti. Nú hverfa Disney myndirnar af skjánum en nýr þáttur kemur í staðinn. Ekki eru allir jafn spenntir.
Kjarninn 4. desember 2022
Frá undirritun samninganna í dag.
Samningar SGS og SA í höfn: Kauptaxtar hækka um að lágmarki 35 þúsund
Kauptaxtar hækka frá 1. nóvember í ár um að lágmarki 35.000 krónur á mánuði. Hagvaxtarauka sem átti að koma til greiðslu 1. maí verður flýtt. Samningar hafa náðst milli Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins.
Kjarninn 3. desember 2022
Sigrún Guðmundsdóttir
Leyfið okkur að njóta jarðhitans áhyggjulaus
Kjarninn 3. desember 2022
Meira úr sama flokkiErlent