Kostnaður vegna launa aðstoðarmanna og ráðherra hækkar og verður 715 milljónir

Laun ráðherra og aðstoðarmanna þeirra hafa hækkað skarpt á undanförnum árum og langt umfram almenna launaþróun. Ráðherrum hefur verið fjölgað í nýrri ríkisstjórn og því er heimild til að ráða allt að 27 aðstoðarmenn.

Annað ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur.
Annað ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur.
Auglýsing

Rekstur rík­­is­­stjórnar Íslands, sem í fel­­ast launa­greiðslur ráð­herra og aðstoð­­ar­­manna þeirra, er áætl­­aður 714,9 millj­ónir króna á næsta ári sam­kvæmt fyr­ir­liggj­andi fjár­laga­frum­varpi. Það er um fimm pró­sent meiri kostn­aður en áætlun vegna árs­ins 2021 gerir ráð fyr­ir, en þá á rekst­ur­inn að kosta 681,3 millj­ónir króna.

Á fyrsta heila ári fyrri rík­­is­­stjórn­­­ar­innar Katrínar Jak­obs­dóttur við völd, árið 2018, var kostn­aður vegna launa ráð­herra og aðstoð­­ar­­manna áætl­aður 461 millj­­ónir króna. Kostn­að­ur­inn á næsta ári er því 55 pró­sent hærri í krónum talið. 

Kostn­að­ur­inn á þessu fyrsta starfs­ári rík­is­stjórnar Vinstri grænna, Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks reynd­ist á end­anum hærri, eða 597 millj­ónir króna. Því hefur kostn­að­ur­inn vegna launa ráð­herra og aðstoð­ar­manna þeirra alls vaxið um 117,9 millj­ónir króna frá 2018, eða 20 pró­sent. 

Í fjár­laga­frum­varp­inu sem lagt var fram i síð­ustu viku er áætlað að kostn­að­ur­inn hald­ist í sömu krónu­tölu út árið 2024, eða 714,9 millj­ónum króna.

Ráð­herra­laun hækkað um 70 pró­sent frá 2016

Laun þing­­manna hækk­uðu síð­ast í sum­ar, um 6,2 pró­­sent, og eru orðin 1.285.411 krónur á mán­uði. Frá miðju ári 2016 hafa laun þeirra hækkað um rúm­lega 80 pró­sent. Þau laun eru greidd af öðrum lið í fjár­lög­um, af Alþingi sjálfu. Ráð­herra­launin eru hins vegar greidd að áður­nefndum lið sem kall­ast rík­is­stjórn Íslands.

Auglýsing
Grunn­laun for­­sæt­is­ráð­herra sem mið af þing­fara­kaupi en ofan á það legst álags­greiðsla upp á 1.074.642 krón­ur. Sam­tals eru laun Katrínar Jak­obs­dóttur því 2.360.053 krónur á mán­uði. Aðrir ráð­herrar fá lægri álags­greiðslu ofan á þing­fara­kaupið en eru samt sem áður með 2.131.788 krónur í mán­að­ar­laun. 

Laun ráð­herra hafa hækkað skarpt, og langt umfram almenna launa­þró­un, á und­an­förnum árum. Snemm­sum­ars 2016 voru almennir ráð­herrar með 1.257.425 krónur í mán­að­ar­laun og hafa því hækkað um 874.363 krónur síðan þá, eða um 70 pró­sent. Hækkun ráð­herra­­laun­anna nemur rúm­­lega 150 pró­­sent af mið­­gildi heild­­ar­­tekna á Íslandi.

Aðstoð­ar­mönnum fjölgað 2011

Lögum um Stjórn­­­ar­ráð Íslands var breytt árið 2011 með þeim hætti að heim­ild til að fjölga aðstoð­­ar­­mönnum ráð­herra var útvíkkuð þannig að hver og einn þeirra má ráða tvo slíka. Auk þess var sett inn heim­ild fyrir rík­­is­­stjórn­­ina að ráða þrjá aðstoð­­ar­­menn til við­­bótar ef þörf kref­­ur. Í lög­­unum segir að „meg­in­hlut­verk aðstoð­­ar­­manns ráð­herra er að vinna að stefn­u­­mótun á mál­efna­sviði ráðu­­neytis undir yfir­­­stjórn ráð­herra og í sam­vinnu við ráðu­­neyt­is­­stjóra.“ 

Ekki þarf að aug­lýsa aðstoð­­­ar­­­manna­­­stöður heldur eru þeir sem sinna þeim störfum valdir af hverjum ráð­herra fyrir sig, enda oft­­­ast um að ræða nán­­­ustu sam­­­starfs­­­menn ráð­herra á meðan að hann gegnir emb­ætti.

Skömmu eftir að lög­­unum var breytt var ráð­herrum fækkað í átta, en þeir höfðu verið tólf þegar rík­­is­­stjórn Sam­­fylk­ingar og Vinstri grænna tók við völdum árið 2009.

Síðan hefur ráð­herrum verið fjölgað aftur jafnt og þétt með hverri rík­­is­­stjórn­­inni og í dag eru þeir orðnir tólf. Það þýðir að fjöldi leyf­i­­legra aðstoð­­ar­­manna hefur líka auk­ist.

Mega ráða allt að 27 aðstoð­ar­menn

Alls má rík­­is­­stjórnin því ráða 27 aðstoð­­ar­­menn sem stend­ur. Laun og starfs­­kjör aðstoð­­ar­­manna ráð­herra mið­­ast við kjör skrif­­stofu­­stjóra í ráðu­­neytum sam­­kvæmt ákvörð­unum kjara­ráðs.

Að­stoð­­ar­­menn­irnir hafa fengið dug­­lega launa­hækkun á und­an­­förnum árum. Sum­­­arið 2016 voru laun skrif­­stofu­­stjóra í ráðu­­neytum hækkuð um allt að 35 pró­­sent. Eftir þá hækkun eru laun aðstoð­­­ar­­­manna um 1,2 millj­­­ónir króna á mán­uði. Launin hafa hækkað enn frekar síðan þá.

Nú eftir kosn­ingar hafa þegar nokkrir þeirra sem voru aðstoð­ar­menn ráð­herra á síð­asta kjör­tíma­bili til­kynnt að þeir ætli ekki að halda áfram störf­um. Má þar nefnda Lísu Krist­jáns­dótt­ur, fyrr­ver­andi aðstoð­ar­mann for­sæt­is­ráð­herra, Hrannar Pét­urs­son, fyrr­ver­andi aðstoð­ar­mann mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, og Ólaf Teit Guðna­son, fyrr­ver­andi aðstoð­ar­mann ferða­mála-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra. 

Aðstoð­ar­maður ráð­herra á sam­kvæmt lögum rétt á bið­launum í þrjá mán­uði eftir að hann lætur af starfi. þar segir enn­fremur að hafi „að­stoð­ar­maður áður verið rík­is­starfs­maður á hann rétt á að hverfa aftur til fyrra starfs síns eða ann­ars starfs eigi lak­ara að föstum launum í þjón­ustu rík­is­ins. Þiggi fyrr­ver­andi aðstoð­ar­maður ráð­herra laun vegna ann­arra starfa á því tíma­bili sem hann á rétt á bið­launum vegna fyrri starfa sinna sem aðstoð­ar­maður skerð­ast bið­launin sem þeim launum nem­ur.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent