Auglýsing

Ný rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dótt­ur, saman sett af Vinstri græn­um. Fram­sókn­ar­flokki og Sjálf­stæð­is­flokki, hefur verið mynd­uð. Í stjórn­ar­sátt­mála er sam­­starf þriggja flokka, sem spanni lit­róf íslenskra stjórn­­­mála, sagt skapa „jafn­­vægi sem er mik­il­vægur grund­­völlur fram­fara.“ 

Sátt­­mál­inn er sagður leið­­ar­­stef stjórn­­­ar­inn­ar, sem ætlar að „vaxa til meiri vel­sæld­ar“ og vera um „efna­hags­­legar og félags­­­legar fram­far­ir, vernd umhverf­is, kraft­­mikla verð­­mæta­­sköp­un, jafn­­rétti kynj­anna og jafn­­vægi byggða og kyn­slóða“.

Síð­ast þegar þessir flokkar mynd­uðu rík­is­stjórn sagði í sátt­mála þeirra að til­gangur hennar væri að „byggja upp traust í sam­­fé­lag­inu og efla inn­­viði ásamt því að tryggja póli­­tískan, félags­­­legan og efna­hags­­legan stöð­ug­­leika.“ 

Nú sé staðan hins vegar önnur og sam­­starfið sagt snú­ist um að horfa til fram­­tíð­­ar. 

Við lestur nýs stjórn­ar­sátt­mála er hins vegar erfitt að ráða í hver sú fram­tíð­ar­sýn sé. 

Sunda­braut og and­staða við Evr­ópu­sam­bandið

Þegar Einar Þor­steins­son, stjórn­andi Kast­ljóss, benti Katrínu Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra á það á mánu­dag að stjórn­ar­sátt­mál­inn væri opinn fyrir túlk­unum og margt í honum væri almennt orðað sagði Katrín að það væri „eðli allra stjórn­ar­sátt­mála.“ 

Það þarf þó ekki að vera þannig, og er sann­ar­lega ekki alltaf svo­leið­is. Ný græn, frjáls­lynd félags­hyggju­stjórn sem mynduð var í Þýska­landi setti sér til að mynda skýra for­gangs­röð. Hún ætlar að hækka lág­marks­laun um 25 pró­sent, setja á afkomu­trygg­ingu (eða borg­ara­laun) fyrir hina verst settu, verða leið­andi í heim­inum í lofts­lags­mál­um, færa kosn­inga­rétt niður í 16 ár, lög­leiða kanna­bis, taka á móti fleiri flótta­mönnum og gera meira fyrir þá og ráð­ast í stór­á­tak í upp­bygg­ingu á hús­næði á við­ráð­an­legu verði. Þetta ætlar hún að gera án þess að hækka skatta eða auka skuldir þýska rík­is­ins.

Auglýsing
Í okkar sátt­mála er helstu útfærðu stefnu­málin þau að Sunda­braut eigi að opna fyrir umferð 2031, að hækka eigi frí­tekju­mark elli­líf­eyr­is­þega um 100 þús­und krónur (sem hefur áhrif á tíu pró­sent þeirra) og að flokk­arnir sem standa að rík­is­stjórn­inni eru mjög á móti aðild Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu. Flest annað er í við­teng­ing­ar­hætt­i. 

Fjár­mála­frum­varpið sem rík­is­stjórnin kynnti á mið­viku­dag stað­festi það svo enn frekar að helsta stefnu­mál sitj­andi rík­is­stjórnar er að breyta sem minnstu.

„And­stæð­ing­ar“ Vinstri grænna

Í Kast­ljós­inu á mánu­dag var Katrín spurð um þau mál sem túlkuð hafa verið sem eft­ir­gjöf Vinstri grænna í end­ur­nýj­uðu stjórn­ar­sam­starfi. Þar var sér­stak­lega vísað í að umhverf­is-, orku- og lofts­lags­mála­ráðu­neytið hafi verið eft­ir­látið Sjálf­stæð­is­flokki, sem fékk alls 21 stig af 100 mögu­legum í mati sem fram­kvæmt var á vegum Ungra umhverf­is­sinna fyrir stefnu sína í umhverf­is- og lofts­lags­­málum fyrir síð­ustu kosn­­ing­­ar. Til sam­an­burðar fengu Píratar alls 81,2 stig, Vinstri græn fengu 80,3 stig og Við­reisn fékk 76,3 stig. 

Að reynt sé að láta sem svo að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hafi haft mik­inn áhuga á umhverf­is- og lofts­lags­málum áður en að mála­flokk­ur­inn varð arð­bært við­skipta­tæki­færi er í besta falli bros­legt. Það þarf ekki annað en að lesa rit­stjórn­ar­skrif fyrr­ver­andi for­manns flokks­ins til 14 og hálfs árs, og áhrifa­manns þar inn­an­búðar í mörg ár eftir það, í Morg­un­blað­inu til að sjá að þar fer maður sem bein­línis trúir ekki á til­urð mann­gerðs lofts­lags­vanda. 

Auk þess var bent á að eitt helsta stefnu­mál Vinstri grænna, stofnun Mið­há­lend­is­þjóð­garðs, er nú orðið að útþynntri og tak­mark­aðri lausn en sú sem flokk­ur­inn hefur barist fyr­ir. Þess­ari gagn­rýni svar­aði for­sæt­is­ráð­herra meðal ann­ars svona: „Ég heyri þetta auð­vitað frá okkar and­stæð­ing­um. Það er ekk­ert nýtt.“

„And­stæð­ing­arn­ir“ sem gert hafa þessar athuga­semdir koma frá vinstra hólfi stjórn­mála á Íslandi sem finnst Vinstri græn hafa yfir­gefið þá félags­hyggju sem flokk­ur­inn seg­ist í orði standa fyr­ir. Þeir koma úr félaga­sam­tökum eins og Land­vernd, sem sagði í yfir­lýs­ingu í vik­unni að áform um upp­bygg­ingu vind­orku­vera utan ramma­á­ætl­unar og áform um að „ganga gegn áliti fag­að­ila um röðun í flokka ramma­á­ætl­­unar III“ væru í raun „stríðs­yf­­ir­lýs­ing“. Þeir koma úr hópi fólks sem berst fyrir heild­ar­end­ur­skoðun á stjórn­ar­skrá, líkt og Vinstri græn gerðu áður en flokk­ur­inn hóf yfir­stand­andi stjórn­ar­sam­starf.

Gagn­rýnin kemur því úr ranni „vinstri“, „grænna“ og umbóta­sinn­aðra. Það er merki­leg yfir­lýs­ing frá for­manni Vinstri grænna að það séu and­stæð­ingar flokks­ins í póli­tík í dag.

Bremsa frekar en bens­ín­gjöf

Þessi „and­stæð­ing­ar“ eru að uppi­stöðu fólk sem hefur talið Katrínu vera ein­stakan póli­tískan leið­toga sinnar kyn­slóðar sem hafi getu, gáfur og skírskotun til að leiða umbreyt­ing­ar­stjórn í íslensku sam­fé­lagi þar sem hags­munir heildar eru settir ofar hags­munum útval­inna.

Von­brigði þess stafa af því að Katrín hafi valið að fara ekki þá leið, en þess í stað ákveðið að starfa með áður skil­greindum höf­uð­and­stæð­ingi sínum í stjórn­málum með það að leið­ar­ljósi að sæti við enda rík­is­stjórn­ar­borðs­ins dugi til að draga úr allra verstu póli­tísku hvötum hans. Vera bremsa í stað þess að vera bens­ín­gjöf. 

Auglýsing
Vonbrigðin eru að engar þrepa­skiptar skatt­kerf­is­breyt­ingar verða til að jafna byrð­arnar milli þeirra sem eiga flest og þeirra sem eiga ekk­ert. Þess í stað er stefnt að því að lækka skatta, láta fjár­magns­eig­endur greiða vinnu­manna­út­svar og skoða leiðir til að láta þá hætta að nýta glufur í einka­hluta­fé­laga­form­inu til að borga sem allra minnst til sam­fé­lags­ins.

Auð­vitað liggur sökin ekki ein­vörð­ungu hjá Katrínu eða Vinstri græn­um. Hinum stjórn­mála­flokk­unum sem aðhyll­ast félags­hyggju, kerf­is­breyt­ingar og aukið frjáls­lyndi hefur ein­fald­lega mis­tek­ist að gera sig nægi­lega aðlað­andi til að sækja nægj­an­legt fylgi í kosn­ingum til að skýr val­kostur frá miðju til vinstri liggi fyr­ir­. ­Fyrir vikið hefur ríkt við­var­andi stjórn­ar­kreppa í land­inu árum saman sem leitt hefur af sér það póli­tíska furðu­verk sem sitj­andi rík­is­stjórn er.

Að því sögðu þá var félags­hyggju­val­kost­ur­inn til staðar núna. Hann var bara erf­ið­ari leið. Og hana voru Vinstri græn aldrei til­búin að fara. 

Gagn­sæi, aftur

Ein mestu von­brigðin við stjórn­ar­sátt­mála kyrr­stöðu­stjórn­ar­innar er nær engar líkur eru á því að ráð­ist verði í nauð­syn­legar breyt­ingar á fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerfi sem ein­ungis 14 pró­sent þjóð­ar­innar er ánægt með og tveir af hverjum þremur telja að sé hrein og bein ógn við lýð­ræðið í land­in­u. 

Í sátt­­mál­­anum segir að skipuð verði nefnd til að „kort­­leggja áskor­­anir og tæki­­færi í sjá­v­­­ar­út­­­vegi og tengdum greinum og meta þjóð­hags­­legan ávinn­ing fisk­veið­i­­­stjórn­­un­­ar­­kerf­is­ins. Nefnd­inni verði falið að bera saman stöð­una hér og erlendis og leggja fram til­­lögur til að hámarka mög­u­­leika Íslend­inga til frek­­ari árang­­urs og sam­­fé­lags­­legrar sáttar um umgjörð grein­­ar­inn­­ar.“ 

Þar segir einnig að nefndin eigi að fjalla um „hvernig hægt er að auka gagn­sæi í rekstri fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi og þá sér­stak­lega meðal stærstu fyr­ir­tækja lands­ins.“

Þetta er merk­ing­ar­laust orða­sal­at.

Nú má rifja upp að nefnd var skipuð á síð­asta kjör­tíma­bili, og vinnu hennar hastað eftir að Sam­herj­a­málið kom upp í nóv­em­ber 2019. Á meðal aðgerða sem átti að grípa til var að auka gagn­­­sæi í rekstri sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tækja og varnir gegn hags­muna­á­­­rekstrum og mút­­u­brot­um. Ekk­ert af þessu gekk eftir á síð­asta kjör­tíma­bili. Allar til­raunir til breyt­inga voru kæfð­ar. Veiði­gjöld eru enn allt of lág, stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækin kom­ast enn upp með að halda á miklu meiri kvóta en andi laga segir til um (tíu stærstu halda á tveimur þriðja hluta hans), full­komið ógagn­sæi ríkir víða um hvar í virð­is­keðj­unni fyr­ir­tækin taka út hagnað af nýt­ingu auð­lind­ar­innar og nið­ur­staðan er sú að í fyrra gerð­ist það í fyrsta sinn að sjáv­ar­út­vegur greiddi minna í beina skatta og gjöld en hann greiddi eig­endum sínum í arð. Ofur­stéttin heldur áfram að vaxa, verða rík­ari og áhrifa­meiri og vaxa inn í aðra geira atvinnu­lífs­ins.

Banka­sala og einka­væð­ing inn­viða­fram­kvæmda

Áfram á að selja banka þrátt fyrir að könnun sem Gallup gerði fyrr á árinu sýndi að ein­ungis kjós­­endur eins flokks, Sjálf­­stæð­is­­flokks, væru fylgj­andi sölu Íslands­­­banka. Kjós­­endur allra ann­­arra flokka voru að meiri­hluta á móti henni. Um 56 pró­­sent lands­­manna voru á móti henni og 23 pró­­sent þeirra fylgj­andi. Alls sögð­ust 65 pró­sent kjós­enda Vinstri grænna vera á móti söl­unn­i. 

Sér­­stak­­lega er til­­­tekið í stjórn­ar­sátt­mál­anum að horfa þurfi til þess hvernig megi auka þátt­­töku líf­eyr­is­sjóð­a í inn­­viða­fjár­­­fest­ing­­um. Kjarn­inn greindi frá því um síð­ustu helgi að sjóð­stýr­inga­fyr­ir­tækið Summa sé þegar byrjað á vinnu við upp­­­setn­ingu á slíkum sjóði sem ætli að bjóða líf­eyr­is­­sjóðum upp á að fjár­­­festa í hag­rænum og félags­­­legum innviðum á Ísland­i. Ávöxt­un­ar­krafan þar á að vera allt að tíu pró­sent raun­á­vöxtun á meðan að rík­is­sjóður getur fjár­magnað sig á undir eins pró­sents vöxt­um. Ekki þarf að koma á óvart þó aðrir einka­fjár­festar muni slæða sér með í þessi verk­efni, sem í felst bæði að sækja einka­fjár­magn til upp­bygg­ingu hag­rænna og félags­legra inn­viða eins og á sviði heil­brigð­is, mennt­unar og menn­ing­u. 

Auk þess á að ráð­ast í að sam­eina Sam­keppn­is­eft­ir­litið öðrum stofn­un­um, en það eft­ir­lit, sem hefur það hlut­verk að koma í veg fyrir fákeppni og ein­okun með hags­muni heild­ar­innar að leið­ar­ljósi á okkar örmark­aði, hefur verið mik­ill þyrnir í augum hags­muna­gæslu­að­ila stærstu fyr­ir­tækja lands­ins árum sam­an. 

Eitt stærsta þjóð­þrifa­mál sem við stöndum frammi fyrir er stór­felld sam­ein­ing sveit­ar­fé­laga svo þau sem eftir standi geti ráðið við að bjóða upp á þá þjón­ustu sem íbúar þeirra þurfa. Svo er ekki í dag og það vita allir sem þetta skoða að þetta við­fangs­efni þolir enga frek­ari bið. Stærsta hindr­unin er smá­kónga­veldi sem kostar millj­arða króna á ári og hefur þann eina til­gang að verja eigin völd og afkomu. Í stjórn­ar­sátt­mál­anum er ein­ungis lagt upp með það að nýta fjár­hags­lega hvata til að reyna að fá sveit­ar­fé­lög til að sam­ein­ast. Það er fjarri því nóg. 

Allar þessar áherslur eru hrein og tær hægri og íhalds­-póli­tík.

Vald, ekki þjón­usta

Sam­an­dregið þá hefur verið mynduð rík­is­stjórn um það að stjórna, ekki leiða. Rík­is­stjórn um vald en ekki þjón­ustu við almenn­ing. 

Hún hefur tak­mark­aða sam­eig­in­lega sýn en ráð­herrar hennar ætla að reyna að ná sínu fram í gegnum ráðu­neytin sem þeim er falið að stýra. Sumum ráðu­neytum virð­ist hrein­lega hafa verið klístrað saman á loka­metrum samn­inga­við­ræðna með það fyrir augum að koma sér­stökum hugð­ar­efnum ákveð­inna ráð­herra­efna undir þeirra stjórn án til­lits til þess hversu vel þau hugð­ar­efni passi heild­rænt saman innan ráðu­neyt­is. Eða með það fyrir augum að halda verstu póli­tísku hvötum ákveð­inna ráð­herra í skefj­um.

Úr verður hræri­grautur á versta tíma. Áskor­an­irnar sem við stöndum frammi fyrir á sviði lofts­lags­mála, félags­hyggju, jafn­rétt­is, vinnu­mark­að­ar, hús­næð­is­mála og vegna tækni­fram­þró­unar kalla á skýra stefnu og sterka fram­tíð­ar­sýn. 

Ný rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur virð­ist ekki ætla að bjóða upp á það.

Og það er veru­lega mið­ur. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari