Fólksfjölgun setur enn frekari þrýsting á húsnæðismarkaðinn

Hagfræðingur Húsaskjóls skrifar um húsnæðismarkaðinn.

Auglýsing

Hús­næð­is­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hækk­aði um 1,4% í októ­ber sem þýðir að árs­hækk­un­ar­takt­ur­inn er kom­inn upp í 17,1%. Tæp­lega 600 kaup­samn­ingar voru und­ir­rit­aðir sem er um 40% sam­dráttur frá því í fyrra. Veltu­sam­drátt­ur­inn skýrist enn sem komið er af fram­boðs­skorti frekar en minni kaupá­huga þar sem aðeins um 640 íbúðir eru aug­lýstar til sölu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Hlut­fall íbúða sem seld­ist yfir ásettu verði í sept­em­ber nam 41% og hefur aldrei verið hærra auk þess sem með­al­sölu­tími er nálægt lág­marki. Verð­þrýst­ing­ur­inn er því greini­lega enn þó nokk­ur.

Heimildir: Þjóðskrá Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls.

Seðla­bank­inn hefur brugð­ist við þessu með því að hækka vexti, núna síð­ast um 50 punkta þann 17. nóv­em­ber en það þýðir að meg­in­vextir bank­ans standa í 2,0%. Við­skipta­bank­arnir þrír hafa allir brugð­ist við með vaxta­hækk­unum og nú eru fastir vextir á óverð­tryggðum lánum á bil­inu 4,65-5,24% en óverð­tryggð fasta­vaxta­lán eru vin­sælasta lána­formið eins og er.

Auglýsing

Heimildir: Hagstofa Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls.

Áhrif vaxta­hækk­ana eiga enn eftir að koma fram enn mögu­lega duga þær vaxta­hækk­anir sem þegar hefur verið ráð­ist í skammt á þá stöðu sem er komin upp á fast­eigna­mark­aðn­um. Það er greini­legt að það er fram­boðs­skortur en nú hefur fólks­fjölgun einnig tekið við sér. Íbúum lands­ins hefur fjölgað um rúm­lega 6.000 manns það sem af er ári en um helm­ingur skýrist af aðflutn­ingi erlendra rík­is­borg­ara. Þá er mik­ill vöxtur í barn­eignum en 8% fleiri börn hafa komið í heim­inn á Íslandi á fyrstu 9 mán­uðum árs­ins sam­an­borið við í fyrra.

Heimildir: Hagstofa Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls.

Það hefur mikið verið ritað og rætt um mark­að­ur­inn geti ekki haldið áfram að hækka svona og það hljóti að fara að hægja á hækk­un­um. Aðflutn­ingur erlendra rík­is­borg­ara núna á þriðja árs­fjórð­ungi gæti hins vegar gefið til­efni til að setja spurn­inga­merki við það. Alls fluttu rúm­lega 2.500 manns til lands­ins á þriðja árs­fjórð­ungi en aðeins einu sinni áður hafa fleiri flutt til lands­ins á einum árs­fjórð­ungi og það var árið 2017. Þá fór árs­hækk­un­ar­taktur hús­næð­is­verðs hæst upp í 24%.

Heimildir: Hagstofa Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls.

Það verður mjög áhuga­vert að fylgj­ast með þróun íbúa­fjölda á Íslandi á næstu mán­uðum en ef fjölg­unin heldur áfram á þessum hraða er nokkuð ljóst að Seðla­bank­inn þarf að ráð­ast í frek­ari aðgerðir til að koma í veg fyrir ofhitnun á mark­aðn­um. Lík­urnar á enn frek­ari hækk­unum á næstu mán­uðum hafa auk­ist nokkuð og mögu­lega temprast hækk­an­irnar ekki almenni­lega fyrr en á síð­ari hluta næsta árs. Sam­spil fólks­fjölda og íbúða­upp­bygg­ingar ræður þar miklu um auk aðgerða Seðla­bank­ans að sjálf­sögðu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs hagnaðist um 388,4 milljónir vegna afskriftar á láni frá Samherja
Eigið fé félags Eyþórs Arnalds fór úr því að vera neikvætt um 305 milljónir í að vera jákvætt um 83,9 milljónir í fyrra. Félag í eigu Samherja afskrifaði seljendalán sem veitt var vegna kaupa í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Kjarninn 4. október 2022
Neyðarúrræði en ekki neyðarástand
Fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur verið opnuð í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni þar sem Vegagerðin var áður til húsa. Hægt verður að taka á móti 150 manns að hámarki og miðað er við að fólk dvelji ekki lengur en þrjár nætur.
Kjarninn 4. október 2022
Örn Bárður Jónsson
Um skjálífi og skjána
Kjarninn 4. október 2022
Þrjú félög voru skráð á markað í sumar. Þeirra stærst er Alvotech, sem var skráð á First North markaðinn í júní. Hér sést Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður félagsins, hringja inn fyrstu viðskipti með bréfin.
Virði skráðra félaga í Kauphöllinni lækkað um 254 milljarða króna á tveimur mánuðum
Það sem af er ári hefur Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkað um 28,3 prósent. Hún hækkaði um rúmlega 20 prósent árið 2020 og 33 prósent í fyrra. Leiðrétting er að eiga sér stað á virði skráðra félaga.
Kjarninn 4. október 2022
Steingrímur J. Sigfússon
Einu sinni var Póstur og Sími
Kjarninn 4. október 2022
Svandís Svavarsdóttir er matvælaráðherra og fer með málefni sjávarútvegs.
Svandís boðar frumvarp um tengda aðila í sjávarútvegi á næsta ári
Samkvæmt lögum mega tengdir aðilar í sjávarútvegi ekki halda á meira en tólf prósent af úthlutuðum kvóta á hverjum tíma. Skiptar skoðanir eru um hvort mikil samþjöppun í sjávarútvegi sé í samræmi við þetta þak.
Kjarninn 4. október 2022
Ein orðan sem Plaun skartaði, en hún reyndist eftirlíking.
Tvöfaldur í roðinu
Hugo Plaun hefur lengi verið ein helsta stríðshetja Dana, og var vel skreyttur hermaður sem hitti fyrirmenni og sagði ótrúlegar sögur sínar víða. Fyrir nokkrum árum kom í ljós að Plaun laug öllu saman.
Kjarninn 4. október 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Tvöfaldur í roðinu
Kjarninn 4. október 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar