Fólksfjölgun setur enn frekari þrýsting á húsnæðismarkaðinn

Hagfræðingur Húsaskjóls skrifar um húsnæðismarkaðinn.

Auglýsing

Hús­næð­is­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hækk­aði um 1,4% í októ­ber sem þýðir að árs­hækk­un­ar­takt­ur­inn er kom­inn upp í 17,1%. Tæp­lega 600 kaup­samn­ingar voru und­ir­rit­aðir sem er um 40% sam­dráttur frá því í fyrra. Veltu­sam­drátt­ur­inn skýrist enn sem komið er af fram­boðs­skorti frekar en minni kaupá­huga þar sem aðeins um 640 íbúðir eru aug­lýstar til sölu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Hlut­fall íbúða sem seld­ist yfir ásettu verði í sept­em­ber nam 41% og hefur aldrei verið hærra auk þess sem með­al­sölu­tími er nálægt lág­marki. Verð­þrýst­ing­ur­inn er því greini­lega enn þó nokk­ur.

Heimildir: Þjóðskrá Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls.

Seðla­bank­inn hefur brugð­ist við þessu með því að hækka vexti, núna síð­ast um 50 punkta þann 17. nóv­em­ber en það þýðir að meg­in­vextir bank­ans standa í 2,0%. Við­skipta­bank­arnir þrír hafa allir brugð­ist við með vaxta­hækk­unum og nú eru fastir vextir á óverð­tryggðum lánum á bil­inu 4,65-5,24% en óverð­tryggð fasta­vaxta­lán eru vin­sælasta lána­formið eins og er.

Auglýsing

Heimildir: Hagstofa Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls.

Áhrif vaxta­hækk­ana eiga enn eftir að koma fram enn mögu­lega duga þær vaxta­hækk­anir sem þegar hefur verið ráð­ist í skammt á þá stöðu sem er komin upp á fast­eigna­mark­aðn­um. Það er greini­legt að það er fram­boðs­skortur en nú hefur fólks­fjölgun einnig tekið við sér. Íbúum lands­ins hefur fjölgað um rúm­lega 6.000 manns það sem af er ári en um helm­ingur skýrist af aðflutn­ingi erlendra rík­is­borg­ara. Þá er mik­ill vöxtur í barn­eignum en 8% fleiri börn hafa komið í heim­inn á Íslandi á fyrstu 9 mán­uðum árs­ins sam­an­borið við í fyrra.

Heimildir: Hagstofa Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls.

Það hefur mikið verið ritað og rætt um mark­að­ur­inn geti ekki haldið áfram að hækka svona og það hljóti að fara að hægja á hækk­un­um. Aðflutn­ingur erlendra rík­is­borg­ara núna á þriðja árs­fjórð­ungi gæti hins vegar gefið til­efni til að setja spurn­inga­merki við það. Alls fluttu rúm­lega 2.500 manns til lands­ins á þriðja árs­fjórð­ungi en aðeins einu sinni áður hafa fleiri flutt til lands­ins á einum árs­fjórð­ungi og það var árið 2017. Þá fór árs­hækk­un­ar­taktur hús­næð­is­verðs hæst upp í 24%.

Heimildir: Hagstofa Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls.

Það verður mjög áhuga­vert að fylgj­ast með þróun íbúa­fjölda á Íslandi á næstu mán­uðum en ef fjölg­unin heldur áfram á þessum hraða er nokkuð ljóst að Seðla­bank­inn þarf að ráð­ast í frek­ari aðgerðir til að koma í veg fyrir ofhitnun á mark­aðn­um. Lík­urnar á enn frek­ari hækk­unum á næstu mán­uðum hafa auk­ist nokkuð og mögu­lega temprast hækk­an­irnar ekki almenni­lega fyrr en á síð­ari hluta næsta árs. Sam­spil fólks­fjölda og íbúða­upp­bygg­ingar ræður þar miklu um auk aðgerða Seðla­bank­ans að sjálf­sögðu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
Loðin svör um endurgreiðslur til neytenda berast frá N1 Rafmagni
Óskir um útskýringar á því af hverju N1 Rafmagn, sem hefur frá sumrinu 2020 rukkað þrautavaraviðskiptavini meira fyrir rafmagn en almenna viðskiptavini, ætli einungis að endurgreiða mismun undanfarinna tveggja mánaða, skila loðnum svörum.
Kjarninn 26. janúar 2022
Aksturskostnaður Ásmundar Friðrikssonar 34 milljónir frá því að hann settist á þing
Kostnaður almennings vegna aksturs þingmanna jókst um ellefu prósent milli ára. Fjórir af þeim fimm þingmönnum sem keyra mest eru í Sjálfstæðisflokknum og fá yfir 30 prósent allra endurgreiðslna vegna aksturs.
Kjarninn 26. janúar 2022
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Tímabært að „henda grímunni“
Í dag kemur í ljós hvort dönsk stjórnvöld fallist á tillögu farsóttarnefndar um að aflétta nær öllum takmörkunum í landinu á næstu dögum. „Tímabært“ segja margir sérfræðingar en einhverjir eru þó skeptískir á tímasetningu.
Kjarninn 26. janúar 2022
Íslandsbanki býst við að verðhækkanirnar á húsnæðismarkaðnum róist á árinu.
Spá fjögurra prósenta stýrivöxtum eftir tvö ár
Í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka er gert ráð fyrir að stýrivextir verði 3,25 prósent á árinu. Í ársbyrjun 2024 verði vextirnir svo komnir í fjögur prósent, sem bankinn telur vera nálægt jafnvægisgildi þeirra.
Kjarninn 26. janúar 2022
SÁÁ fordæmir vændiskaup fyrrum formanns og ætlar að ráðast í gagngera skoðun
SÁÁ ætlar að gera nauðsynlegar umbætur á starfi sínu og kappkosta að tryggja öryggi skjólstæðinga sinna sem margir eru í viðkvæmri stöðu. „Umfram allt stöndum við með þolendum.“
Kjarninn 25. janúar 2022
Svandís Svavarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Segir þá samþjöppun sem átt hefur sér stað í sjávarútvegi ekki sanngjarna
Sjávar- og landbúnaðarráðherra og formaður Viðreisnar tókust á um sjávarútvegsmál á þingi í dag.
Kjarninn 25. janúar 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tóku við félagshagfræðilegri greiningu um Sundabraut í gær.
Sundabraut samfélagslega hagkvæm, fækkar eknum kílómetrum en fjölgar bílferðum
Ábatinn af lagningu Sundabrautar fyrir samfélagið gæti numið allt að 236 milljörðum króna, samkvæmt greiningu Mannvits og COWI. Eknum kílómetrum gæti fækkað um rúmlega 140 þúsund á dag, en daglegum bílferðum gæti að sama skapi fjölgað um þúsundir.
Kjarninn 25. janúar 2022
Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata.
„Það er lygi hjá Útlendingastofnun“
Miklar umræður sköpuðust á þingi í dag um fyrirkomulag er varðar afgreiðslu umsókna um ríkisborgararétt.
Kjarninn 25. janúar 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar