Kúgaða fólkið!

Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson benda á að fjölmargir Íslendingar líði herfilega fyrir ástandið á leigumarkaðinum og hvetja fólk til að taka afstöðu í þessum málum.

Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Auglýsing

Byrjum þessa grein á sannri sögu af íslenskum hús­næð­is­mark­aði. Þetta er saga sem sýnir vel hvernig fólk, sem er vel upp alið og heið­ar­legt, en níð­ist svo á fátækum leigj­endum með okur­leigu. Þetta hefur átt sér stað um langt skeið með þegj­andi sam­þykki sam­fé­lags­ins, en nú er slíkri með­virkni lok­ið.

Árið 2014 keypti iðn­að­ar­maður 76 fer­metra íbúð í Vest­ur­bænum á 23 m.kr. Hann átti 7 m.kr. í útborgun og tók 16 m.kr. að láni. Afborg­anir og vextir af lán­inu voru um 62.250 kr., fast­eigna­gjöld um 3.450 kr. á mán­uði og ef við reiknum með 1,1% af verði íbúð­ar­innar í árlegt við­hald þá gera það um 21 þús. kr. á mán­uði. Kostn­aður iðn­að­ar­manns­ins var því tæp­lega 87 þús. kr. á mán­uði.

Þessi maður leigði hins vegar íbúð­ina út á 190 þús. kr. á mán­uði. Ef við reiknum með að eðli­legt væri að bæta 2% umsýslu­kostn­aði og 2,5% greiðslu­falls­trygg­ingu hefði sann­gjarnt leigu­verð á þess­ari 23 m.kr. íbúð verið um 91 þús. kr. Leigan var því meira en tvö­falt of há. Leigj­and­inn greiddi 99 þús. kr. á mán­uði meira en reikna hefði mátt sem útgjöld hús­eig­and­ans. Það eru 120 þús. kr. á núvirði.

Auglýsing

Leiga langt umfram kostnað

Í dag er leigan á þess­ari íbúð 238 þús. kr. Það er rétt rúm­lega hækkun verð­lags, 3,5% meira en hækkun neyslu­vísi­tölu á tíma­bil­inu. Á sama tíma hafa afborg­anir hækkað sam­kvæmt neyslu­vísi­tölu, fast­eigna­gjöld miðað við hækkun íbúð­ar­innar og við­haldið í takt við bygg­ing­ar­vísi­tölu. Kostn­aður hús­eig­and­ans er því í dag um 109.500 kr. á mán­uði og sann­gjörn leiga að teknu til­liti til umsýslu og greiðslu­falls­trygg­ingar ætti að vera tæp­lega 115 þús. kr.

Í dag borgar leigj­andi þessa manns 123 þús. kr. mán­að­ar­lega umfram útgjöld hús­eig­and­ans, 3 þús. kr. meira en hann gerði í upp­hafi fram­reiknað til núvirð­is. Frá miðju ári 2014 fram til dags­ins í dag hefur leigj­and­inn í kjall­ar­anum því borgað iðn­að­ar­mann­inum rúm­lega 10,8 m.kr. á núvirði umfram útgjöld hús­eig­and­ans.

Mikil hækkun á eign hús­eig­and­ans

Núna í lok árs þá selur mað­ur­inn íbúð­ina og hafa þessar sjö milj­ónir sem hann lagði í búð­ina skilað honum um 430% ávöxt­un. Arð­ur­inn jafn­gildir um 315 þús. kr. á hverjum mán­uði sem hann leigði frá sér íbúð­ina. Frá 2014 hefur þessi íbúð hækkað í takt við aðrar íbúðir í Vest­ur­bænum af sömu stærð, var hún seld á 43,5 m.kr. Það er hækkun upp á 15,6 m.kr. umfram verð­lag. Auk þess hefur eign hús­eig­and­ans auk­ist um 1,5 m.kr. vegna nið­ur­greiðslu höf­uð­stóls.

Eign hús­eig­and­ans er því 17,1 m.kr. verð­mæt­ari í dag en hún var þegar hann keypti kjall­ara­í­búð­ina. Og hann hefur fengið af henni 10,8 m.kr. í tekjur umfram kostnað á tíma­bil­inu. Sam­tals grætt 27,9 m.kr. á þess­ari 76 fer­metra íbúð.

Finnst þér þetta sann­gjarnt?

Nú er það svo að við sjáum ótal dæmi um að fólk sem kemst ekki í gegnum greiðslu­mat vegna lágra tekna en endar á því að borga mikið meira í hús­næð­is­kostnað en það sem greiðslu­mat gerir ráð fyrir og leiðir til synj­un­ar. Nýleg saga konu sem vegna skiln­aðar þurfti að verða sér út um hús­næði sýnir ber­lega. Hún átti 8 millj­ónir króna í útborgun og sótti um greiðslu­mat til að kom­ast í sér­eign. Konan fékk synj­un, þar sem greiðslu­matið gerði ráð fyrir að hún gæti ekki greitt 160.000 í hús­næð­is­kostnað á hverjum mán­uði. Í dag er þessi kona á leigu­mark­aði og er að greiða 220.000 krónur í húsa­leigu, og er látin borga lánin fyrir annað fólk og útvega því rekstr­ar- og reiðufé með.

Þetta er ekk­ert eins­dæmi, heldur nán­ast algilt á íslenskum leigu­mark­aði. Þar tíðkast það smán­ar­lega atferli að níð­ast á leigj­endum í skjóli lög­leysis og afskipta­leysis stjórn­valda.

Bara á Íslandi!

Enda vitum við að Ísland er eina vest­ræna landið sem býr svona um hnút­ana, þar sem þeir sem eiga pen­inga er veitt hálf­gert skot­leyfi á þá sem ekki tekst að verða sér úti um sér­eign af ein­hverjum ástæðum en verða samt að upp­fylla grunn­þörf sína fyrir að hafa þak yfir höf­uð­ið.

Þau for­rétt­indi að eiga spari­fé, láns­traust og góðar tekjur veita sumum aðgang að hús­næð­is­mark­aðnum í ann­ar­legum til­gangi. Sér­stak­lega er það lokk­andi fyrir okur-brask­ara sem í þeim til­gangi einum vilja verða sér úti um hús­næði til að nýta sér þá neyð og þann skort sem hefur vaxið stans­laust alla síð­asta ára­tug­inn. Það að kom­ast í þá stöðu að geta haft 50-70% af ráð­stöf­un­ar­tekjum fólks af því með lít­illi fyr­ir­höfn er lokk­andi fyrir marga.

Stjórn­völd ýta svo undir þessa stöðu með lágum sköttum og með því að veita skatta­af­slætti. Ásókn okur-brask­ara á leigu­mark­að­inn ýtir svo upp hús­næð­is­verði, sem aftur ýtir upp leigu­verði vegna ávöxt­un­ar­kröfu þeirra sem fjár­festa í hús­næði til útleigu. Ávöxt­un­ar­mögu­leikar á leigu­mark­aðnum eiga sér vart hlið­stæðu í lög­legum við­skipt­um.

Bíddu, af hverju?

Af hverju er þetta svona gæti maður spurt sig í sak­leysi sínu en þetta er auð­vitað svona af því að stjórn­völd láta þetta við­gang­ast. Eitt besta dæmið um það frum­varp til breyt­inga á húsa­leigu­lögum sem núna liggur fyrir Alþingi. Í sam­ráðs­gátt Alþingis mætti frum­varpið mik­illi and­stöðu frá hús­eig­enda­fé­lag­inu og fleirum vegna þess að þar inni er gert ráð fyrir „leigu­bremsu“. Sú „leigu­bremsa“ tak­markar hækkun á húsa­leigu við á 30% á þremur árum sem er raun ekk­ert annað en lög­fest­ing á þeirri gíf­ur­legri hækkun á leigu sem hefur verið hér á Íslandi und­an­farin ára­tug. Húsa­leiga á Íslandi hefur hækkað um 100% á síð­ustu 10 árum en á sama tíma í Evr­ópu hefur leiga hækkað um 15.3%. Hús­eig­enda­fé­lag­inu og fleiri fjár­magns­eig­endum fannst það hins­vegar alveg ótækt að setja um þá hækkun ein­hver tak­mörk, þrátt fyrir að öll hækkun sé mjög skað­leg fyrir afkomu tug­þús­unda sam­borga þeirra.

Eins og kom fram í annarri grein okkar félaga sem birt­ist fyrir skemmstu þá er húsa­leiga á Íslandi fyrir með­al­stóra fjöl­skyldu­í­búð (90-110 fm) að með­al­tali um 100.000 kr. of há ef miðað er við leigu sem hlut­fall af kaup­verði. Á meg­in­land­inu og þeim löndum sem við berum okkur saman við og hafa komið sér upp heil­brigðum hús­næð­is­mark­aði er leiga sem hlut­fall af kaup­verði mikið lægri. Margar ástæður geta verið fyrir því að leiga sé lægri í nágranna­lönd­un­um, svo sem öflug óhagn­að­ar­drifin leigu­fé­lög, aðkoma sveit­ar­fé­lag­anna að því að tryggja nægt fram­boð af hús­næði og þol­in­mótt og félags­legt fjár­magn sem fjár­fest er til hús­næð­is­upp­bygg­ing­ar. Víða er leigu­mark­að­ur­inn mjög þrosk­aður og alvöru val­kostur fyrir fólk. Ekki bara tíma­bundið og fyrir milli­bils­á­stand heldur er það víða val­kost­ur, ekki síðri en að kaupa sér hús­næði. Stærð óhagn­að­ar­drif­ins hús­næð­is­mark­aðs getur því haft mjög jákvæð áhrif í átt að skapa stöð­ug­leika á hús­næð­is­mark­aði og gera fleirum kleift að öðl­ast hið lang­þráða hús­næð­is­ör­yggi.

Taktu afstöðu

Það getur verið les­andi góður að þú líður ekki per­sónu­lega fyrir ástandið á leigu­mark­aðn­um, en það gera tug­þús­undir sam­borg­ara þinna. Það getur líka verið að þú hagn­ist á núver­andi ástandi. Núver­andi ástand eykur fátækt, skapar mikla hættu á félags­legum vanda­mál­um, eykur þörf­ina fyrir félags­lega aðstoð, dregur úr lífs­gæðum leigj­enda og flytur mikla fjár­muni frá fátæk­asta hluta lands­manna til þeirra sem eiga mest. Vilt þú við­halda þessu ástandi? Ef ekki gakktu þá til liðs við Sam­tök leigj­enda á Íslandi.

Það eru 30.000 heim­ili á leigu­mark­aðn­um, það er ansi ríf­legur sam­taka­máttur í þeim stóra hópi. Á næstu miss­erum munum við breyta orð­ræð­unni um hús­næð­is­mál, hafa áhrif á ákvarð­ana­töku yfir­valda og stefnu þeirra. Við munum líka vinna hörðum höndum að því að lækka hér leigu­verð og byggja upp stór og öflug sam­tök leigj­enda á lands­vísu.

Taktu afstöðu, og vertu með Það er hægt að skrá sig í sam­tökin á leigj­enda­­sam­tok­in.is.

Höf­undar eru félagar og stjórn­­­ar­­með­­limir í Sam­­tökum leigj­enda á Íslandi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs hagnaðist um 388,4 milljónir vegna afskriftar á láni frá Samherja
Eigið fé félags Eyþórs Arnalds fór úr því að vera neikvætt um 305 milljónir í að vera jákvætt um 83,9 milljónir í fyrra. Félag í eigu Samherja afskrifaði seljendalán sem veitt var vegna kaupa í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Kjarninn 4. október 2022
Neyðarúrræði en ekki neyðarástand
Fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur verið opnuð í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni þar sem Vegagerðin var áður til húsa. Hægt verður að taka á móti 150 manns að hámarki og miðað er við að fólk dvelji ekki lengur en þrjár nætur.
Kjarninn 4. október 2022
Örn Bárður Jónsson
Um skjálífi og skjána
Kjarninn 4. október 2022
Þrjú félög voru skráð á markað í sumar. Þeirra stærst er Alvotech, sem var skráð á First North markaðinn í júní. Hér sést Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður félagsins, hringja inn fyrstu viðskipti með bréfin.
Virði skráðra félaga í Kauphöllinni lækkað um 254 milljarða króna á tveimur mánuðum
Það sem af er ári hefur Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkað um 28,3 prósent. Hún hækkaði um rúmlega 20 prósent árið 2020 og 33 prósent í fyrra. Leiðrétting er að eiga sér stað á virði skráðra félaga.
Kjarninn 4. október 2022
Steingrímur J. Sigfússon
Einu sinni var Póstur og Sími
Kjarninn 4. október 2022
Svandís Svavarsdóttir er matvælaráðherra og fer með málefni sjávarútvegs.
Svandís boðar frumvarp um tengda aðila í sjávarútvegi á næsta ári
Samkvæmt lögum mega tengdir aðilar í sjávarútvegi ekki halda á meira en tólf prósent af úthlutuðum kvóta á hverjum tíma. Skiptar skoðanir eru um hvort mikil samþjöppun í sjávarútvegi sé í samræmi við þetta þak.
Kjarninn 4. október 2022
Ein orðan sem Plaun skartaði, en hún reyndist eftirlíking.
Tvöfaldur í roðinu
Hugo Plaun hefur lengi verið ein helsta stríðshetja Dana, og var vel skreyttur hermaður sem hitti fyrirmenni og sagði ótrúlegar sögur sínar víða. Fyrir nokkrum árum kom í ljós að Plaun laug öllu saman.
Kjarninn 4. október 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Tvöfaldur í roðinu
Kjarninn 4. október 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar