Leigjandi er sá sem kaupir íbúð fyrir annað fólk

Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson skrifa um hvað það þýðir að vera leigjandi á Íslandi í dag.

Guðmundur og Yngvi - samtök leigjenda
Auglýsing

Hvað þýðir það að vera leigj­andi á Íslandi í dag?

Flest okkar eru á leigu­mark­aði vegna þess að við eigum ekki fjár­magn til að leggja í útborgun á íbúð. Við eigum ekki efn­aða for­eldra sem geta gefið okkur útborg­un­ina, erum á of lágum launum til að geta safnað fyrir útborgun eða höfum lent í áföllum sem valda því að við eigum ekki spari­fé, enga sjóði. Og við komumst ekki í gegnum það nál­ar­auga sem greiðslu­matið er, en erum samt með hærri hús­næðis­út­gjöld en fólkið sem nær í gegn. Jafn­vel þótt tekjur okkar séu lægri en þeirra sem fá greiðslu­mat.

Greiðslu­matið er því eins og passi sem hleypir sumum inn á hús­næð­is­mark­að­inn en vísar öðrum inn á leigu­mark­að. Þau sem hafa pass­ann geta lækkað hús­næð­is­kostnað sinn með lægri greiðslu­byrði og fengið aðgengi að eigna­myndun sem byggir á því að fast­eigna­verð hækkar meira en almennt verð­lag. Þau sem ekki fá pass­ann er vísað inn á leigu­markað þar sem þau bera hærri hús­næð­is­kostnað en kaup­end­ur, en eign­ast samt aldrei neitt í hús­næð­inu sem þeir fjár­magna. Og borga svo mikið í húsa­leigu að þau geta ekki sparað fyrir útborg­un, sem er eina leiðin út. Leigu­mark­að­ur­inn er því eins og ævi­lang­t skulda­fang­elsi.

Þessi staða hefur skilið leigj­endur eftir á ber­angri, óvarin fyrir þeim sem vilja græða á veikri stöðu þeirra. Ef þú átt á fjár­magn fyrir útborgun í íbúð og bank­inn er til­bú­inn að lána þér fyrir rest­inni get­urðu keypt íbúð, leigt hana út og látið leigj­endur borga allan kostnað þinn, end­ur­greiða lánið og færa þér íbúð­ina skuld­lausa á til­tölu­lega stuttum tíma. Og fá að auki alla hækkun íbúð­ar­innar umfram verð­lag sem aukið eigið fé. Og þú getur gert þetta aftur og aft­ur, keypt nýja íbúð um leið og leigj­endur þeirrar fyrstu hafa byggt upp nægt eigið fé svo þú getir bætt við þig.

Svo notað sé Bibl­íu­legt mál­far þá má segja að leigj­andi sá sem sáir í akur óvina sinna, upp­sker ekk­ert fyrir erf­iði sitt. Leigj­and­inn borgar leigu­í­búð­ina eins og þau sem búa í eigin íbúð. Mun­ur­inn er að leigj­and­inn kaupir íbúð fyrir annað fólk.

Hið opin­bera ver ekki leigj­endur í þess­ari stöðu, heldur þau sem kaupa hús­næði til að leigja út. Það er gert í stórum stíl í leigu­fé­lög­un­um, en líka á smærri skala af sæmi­lega stæðu fólki sem ávaxtar sparifé sitt á baki leigj­enda. Ungt fólk, sem á fyrir útborg­un, hefur keypt íbúð­ir, leigt þær út meðan eigið fé er að byggj­ast upp og búið hjá pabba og mömmu á með­an. Allt kerfið snýst um að hópur þeirra sem standa vel eru að mis­nota veika stöðu þeirra sem standa verr.

Auglýsing
Hið opin­bera hefur ýmis ráð til að koma í veg fyrir að fólk í sterkri stöðu geti ekki mis­notað yfir­burða­stöðu sína gagn­vart þeim sem veikar standa. Það er gert á vinnu­mark­aði með því að verja áunn­inn rétt­indi og kjör launa­fólks með skipu­lögðum hætti og við­ur­kenndu hlut­verki verka­lýðs­fé­laga. Það er gert á fjár­mála­mark­aði með því að banna okur­vexti. En leigj­endur njóta engra slíkra varna þótt þær séu vel kunnar og reyndar í nágranna­löndum okk­ar. Hér­lendis er það í raun opin­ber stefna að hin betur settu geti nýtt sér veika stöðu leigj­enda til að auðg­ast. Og rík­is­valdið ver þetta kerfi með því að nota greiðslu­mat til að dæma sumt fólk inn á leigu­mark­að­inn þar sem það er óvarið gagn­vart þeim sem vilja græða á því.

Hlut­fallið á milli leigu og kaup­verðs er hærra á Íslandi en í nokkru öðru nágranna­landi. Það merkir að leigj­endur á Íslandi greiða stærri hluta kaup­verðs íbúð­anna en ann­ars stað­ar. Að með­al­tali er mán­að­ar­leiga hér um 100 þús. kr. of há miðað við löndin í kringum okk­ur, sé miðað við hlut­fall leigu og kaup­verðs. Það gera 1,2 m.kr. á ári. Leigj­and­inn borgar því yfir­verð sem safn­ast upp í útborgun á 36 m.kr. íbúð á þriggja ára fresti, m.v. veð­hlut­fall fyrstu kaup­enda.

Miðað við þróun fast­eigna­verðs, leigu og verð­lags á und­an­förnum árum er ávöxtun þess sem kaupir tveggja her­bergja íbúð í Vest­ur­borg­inni á með­al­verði sam­kvæmt Þjóð­skrá og leigir hana út á með­alleigu­verði sam­kvæmt sömu stofnun um 19,6% árlega. Þetta er ávöxtun langt umfram allt sem kall­ast má eðli­legt, ávöxtun byggð á eins­konar okur­vöxt­um. Þetta er ávöxtun sem byggð er á því að fólk sem ekki fær greiðslu­mat er rukkað um leigu, sem oft er um og yfir 50% af ráð­stöf­un­ar­tekjum þess. Þetta er því okur sem er alvar­leg aðför að lífs­af­komu fólks, heilsu og fram­tíð.

Leigu­mark­að­ur­inn hefur þannig öll ein­kenni okur­lána­mark­að­ar. Þetta er vett­vangur þar sem fólk auðg­ast á veikri stöðu með­bræðra sinna. Og hið opin­bera blessar ástandið með því að vernda kerf­ið. Helstu aðgerðir þess eru að gefa leigu­sölum helm­ings afslátt af fjár­magnstekju­skatti og að greiða út hús­næð­is­bætur sem í reynd nið­ur­greiða okur­leig­una. Það eru hins vegar engin tak­mörk á því hversu há leigan má vera, hversu mikið okrið er og hversu hart er gengið að lífs­af­komu leigj­enda.

Við erum félagar í Sam­tökum leigj­enda og hvetjum aðra leigj­endur til að ganga í sam­tökin og berj­ast með okkur fyrir rétt­læti. Það er hægt að skrá sig í sam­tökin á leigj­enda­sam­tok­in.is

Höf­undar eru félagar og stjórn­ar­með­limir í Sam­tökum leigj­enda á Íslandi

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Maria Witteman og kollegar að störfum í skógum Rúanda.
Regnskógar gætu illa ráðið við loftslagsbreytingar
Það getur verið heitt og rakt í regnskógunum en þeir þola þó ekki langvarandi hátt hitastig og þurrka. Þannig gætu loftslagsbreytingar haft áhrif á hina náttúrulegu kolefnisbindingu þeirra.
Kjarninn 1. október 2022
Jina Amini, 22 ára Kúrdi, lést í haldi írönsku siðgæðislögreglunnar í síðasta mánuði. Mótmæli hafa staðið yfir í Íran, og víðar, frá því að hún lést.
Kona, líf, frelsi
Mannréttindasamtök segja að minnsta kosti 83 látna í mótmælum í Íran. Yfirvöld segja töluna mun lægri, 41 í mesta lagi. Þingmaður Pírata hvetur fólk til að segja nafn konunnar sem kom mómæltunum af stað: Jina Amini.
Kjarninn 1. október 2022
Tækninni á sviði snjallgreiðslna fleygir fram og Íslendingar hafa tileinkað sér það hratt að nota síma og önnur snjalltæki til þess að greiða fyrir verslun og þjónustu.
Plastkort enn mest notaða greiðslulausnin en snjallgreiðslur sækja á
Í hópi þess þorra fólks sem greiðir fyrir vörur eða þjónustu einu sinni í viku að lágmarki eru nú hátt í fjörutíu prósent byrjuð að nota snjalltæki af einhverju tagi til þess að inna greiðslur að hendi, að jafnaði. Vægi reiðufjár minnkar sífellt.
Kjarninn 1. október 2022
Sjö molar um efnahags- og stjórnmálastorm í Bretlandi
Er Bretar leyfðu sér loks að líta upp úr langdreginni erfidrykkju Elísabetar drottningar tók ekki skárra við. Ný ríkisstjórn Liz Truss virðist búin að skapa sér djúpa efnahagslega og pólitíska krísu, ofan á orkukrísuna.
Kjarninn 1. október 2022
Líffræðileg fjölbreytni er grunnþáttur í viðhaldi vistkerfa í sjó, á landi, í vatni og lofti.
Landeigendur fái meiri hvata til endurheimtar vistkerfa
Loftslagsbreytingar, mengun, ágengar tegundir, eyðing búsvæða og bein nýting mannsins eru helstu áskoranir varðandi hnignun líffræðilegrar fjölbreytni á Íslandi. Neysla er t.d. drifkraftur framleiðslu sem oft leiðir til ósjálfbærrar nýtingar auðlinda.
Kjarninn 1. október 2022
Þeir skipta þúsundum, tannburstarnir í norska skóginum.
Tannburstarnir í skóginum
Jordan, tannburstaframleiðandinn þekkti, hefur auglýst eftir notuðum tannburstum sem áhugi er á að reyna að endurvinna. Í norskum skógi hafa fleiri þúsund tannburstar frá Jordan legið í áratugi og rifist er um hver beri ábyrgð á að tína þá upp.
Kjarninn 30. september 2022
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Síminn vill greiða hluthöfum 31,5 milljarða vegna sölunnar á Mílu – og svo sennilega meira
Franska fyrirtækið Ardian er búið að gera upp við Símann vegna kaupanna á Mílu. Síminn ætlar að leggja tillögu um að greiða hluthöfum 31,5 milljarða króna af söluandvirðinu fyrir hluthafafund í lok október.
Kjarninn 30. september 2022
Á fjórum stöðum streymir gas upp af leiðslunni í Eystrasalti.
„Um viljaverk var að ræða“
Götin á Nord Stream-gasleiðslunum er mjög stór og gríðarlegt magn metans streymir enn út í andrúmsloftið. Danir og Svíar ætla að gæta þess að á fundi öryggisráðs Sþ í kvöld verði fjallað um staðreyndir, „nefnilega þær að um viljaverk var að ræða“.
Kjarninn 30. september 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar