Leigjandi er sá sem kaupir íbúð fyrir annað fólk

Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson skrifa um hvað það þýðir að vera leigjandi á Íslandi í dag.

Guðmundur og Yngvi - samtök leigjenda
Auglýsing

Hvað þýðir það að vera leigj­andi á Íslandi í dag?

Flest okkar eru á leigu­mark­aði vegna þess að við eigum ekki fjár­magn til að leggja í útborgun á íbúð. Við eigum ekki efn­aða for­eldra sem geta gefið okkur útborg­un­ina, erum á of lágum launum til að geta safnað fyrir útborgun eða höfum lent í áföllum sem valda því að við eigum ekki spari­fé, enga sjóði. Og við komumst ekki í gegnum það nál­ar­auga sem greiðslu­matið er, en erum samt með hærri hús­næðis­út­gjöld en fólkið sem nær í gegn. Jafn­vel þótt tekjur okkar séu lægri en þeirra sem fá greiðslu­mat.

Greiðslu­matið er því eins og passi sem hleypir sumum inn á hús­næð­is­mark­að­inn en vísar öðrum inn á leigu­mark­að. Þau sem hafa pass­ann geta lækkað hús­næð­is­kostnað sinn með lægri greiðslu­byrði og fengið aðgengi að eigna­myndun sem byggir á því að fast­eigna­verð hækkar meira en almennt verð­lag. Þau sem ekki fá pass­ann er vísað inn á leigu­markað þar sem þau bera hærri hús­næð­is­kostnað en kaup­end­ur, en eign­ast samt aldrei neitt í hús­næð­inu sem þeir fjár­magna. Og borga svo mikið í húsa­leigu að þau geta ekki sparað fyrir útborg­un, sem er eina leiðin út. Leigu­mark­að­ur­inn er því eins og ævi­lang­t skulda­fang­elsi.

Þessi staða hefur skilið leigj­endur eftir á ber­angri, óvarin fyrir þeim sem vilja græða á veikri stöðu þeirra. Ef þú átt á fjár­magn fyrir útborgun í íbúð og bank­inn er til­bú­inn að lána þér fyrir rest­inni get­urðu keypt íbúð, leigt hana út og látið leigj­endur borga allan kostnað þinn, end­ur­greiða lánið og færa þér íbúð­ina skuld­lausa á til­tölu­lega stuttum tíma. Og fá að auki alla hækkun íbúð­ar­innar umfram verð­lag sem aukið eigið fé. Og þú getur gert þetta aftur og aft­ur, keypt nýja íbúð um leið og leigj­endur þeirrar fyrstu hafa byggt upp nægt eigið fé svo þú getir bætt við þig.

Svo notað sé Bibl­íu­legt mál­far þá má segja að leigj­andi sá sem sáir í akur óvina sinna, upp­sker ekk­ert fyrir erf­iði sitt. Leigj­and­inn borgar leigu­í­búð­ina eins og þau sem búa í eigin íbúð. Mun­ur­inn er að leigj­and­inn kaupir íbúð fyrir annað fólk.

Hið opin­bera ver ekki leigj­endur í þess­ari stöðu, heldur þau sem kaupa hús­næði til að leigja út. Það er gert í stórum stíl í leigu­fé­lög­un­um, en líka á smærri skala af sæmi­lega stæðu fólki sem ávaxtar sparifé sitt á baki leigj­enda. Ungt fólk, sem á fyrir útborg­un, hefur keypt íbúð­ir, leigt þær út meðan eigið fé er að byggj­ast upp og búið hjá pabba og mömmu á með­an. Allt kerfið snýst um að hópur þeirra sem standa vel eru að mis­nota veika stöðu þeirra sem standa verr.

Auglýsing
Hið opin­bera hefur ýmis ráð til að koma í veg fyrir að fólk í sterkri stöðu geti ekki mis­notað yfir­burða­stöðu sína gagn­vart þeim sem veikar standa. Það er gert á vinnu­mark­aði með því að verja áunn­inn rétt­indi og kjör launa­fólks með skipu­lögðum hætti og við­ur­kenndu hlut­verki verka­lýðs­fé­laga. Það er gert á fjár­mála­mark­aði með því að banna okur­vexti. En leigj­endur njóta engra slíkra varna þótt þær séu vel kunnar og reyndar í nágranna­löndum okk­ar. Hér­lendis er það í raun opin­ber stefna að hin betur settu geti nýtt sér veika stöðu leigj­enda til að auðg­ast. Og rík­is­valdið ver þetta kerfi með því að nota greiðslu­mat til að dæma sumt fólk inn á leigu­mark­að­inn þar sem það er óvarið gagn­vart þeim sem vilja græða á því.

Hlut­fallið á milli leigu og kaup­verðs er hærra á Íslandi en í nokkru öðru nágranna­landi. Það merkir að leigj­endur á Íslandi greiða stærri hluta kaup­verðs íbúð­anna en ann­ars stað­ar. Að með­al­tali er mán­að­ar­leiga hér um 100 þús. kr. of há miðað við löndin í kringum okk­ur, sé miðað við hlut­fall leigu og kaup­verðs. Það gera 1,2 m.kr. á ári. Leigj­and­inn borgar því yfir­verð sem safn­ast upp í útborgun á 36 m.kr. íbúð á þriggja ára fresti, m.v. veð­hlut­fall fyrstu kaup­enda.

Miðað við þróun fast­eigna­verðs, leigu og verð­lags á und­an­förnum árum er ávöxtun þess sem kaupir tveggja her­bergja íbúð í Vest­ur­borg­inni á með­al­verði sam­kvæmt Þjóð­skrá og leigir hana út á með­alleigu­verði sam­kvæmt sömu stofnun um 19,6% árlega. Þetta er ávöxtun langt umfram allt sem kall­ast má eðli­legt, ávöxtun byggð á eins­konar okur­vöxt­um. Þetta er ávöxtun sem byggð er á því að fólk sem ekki fær greiðslu­mat er rukkað um leigu, sem oft er um og yfir 50% af ráð­stöf­un­ar­tekjum þess. Þetta er því okur sem er alvar­leg aðför að lífs­af­komu fólks, heilsu og fram­tíð.

Leigu­mark­að­ur­inn hefur þannig öll ein­kenni okur­lána­mark­að­ar. Þetta er vett­vangur þar sem fólk auðg­ast á veikri stöðu með­bræðra sinna. Og hið opin­bera blessar ástandið með því að vernda kerf­ið. Helstu aðgerðir þess eru að gefa leigu­sölum helm­ings afslátt af fjár­magnstekju­skatti og að greiða út hús­næð­is­bætur sem í reynd nið­ur­greiða okur­leig­una. Það eru hins vegar engin tak­mörk á því hversu há leigan má vera, hversu mikið okrið er og hversu hart er gengið að lífs­af­komu leigj­enda.

Við erum félagar í Sam­tökum leigj­enda og hvetjum aðra leigj­endur til að ganga í sam­tökin og berj­ast með okkur fyrir rétt­læti. Það er hægt að skrá sig í sam­tökin á leigj­enda­sam­tok­in.is

Höf­undar eru félagar og stjórn­ar­með­limir í Sam­tökum leigj­enda á Íslandi

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB
„Hlutverk hins opinbera er að tryggja öllum húsnæðisöryggi“
Formaður BSRB segir að margt sé til bóta í tillögunum starfshóps um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði – og gefi ástæðu til hóflegrar bjartsýni um betri tíma.
Kjarninn 19. maí 2022
Árni Guðmundsson
Af þreyttasta frumvarpi Íslandssögunnar
Kjarninn 19. maí 2022
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Húsnæðisstuðningur skuli fyrst og fremst nýtast þeim sem á þurfa að halda
Ljóst er að staða leigjenda út frá húsnæðisöryggi og byrði húsnæðiskostnaðar er lakari en þeirra sem eiga eigin íbúð. Aðgerða er þörf sem miða m.a. að því að lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 19. maí 2022
Margar kvartanir byggðar „á misskilningi“
UN Women lýsa yfir þungum áhyggjum af aðstæðum einstaklinga sem hingað hafa leitað að skjóli og eru hluti af búsetuúrræði ÚTL á Ásbrú. Samkvæmt ÚTL hefur aðstaðan verið í stöðugri endurskoðun undanfarna rúma tvo mánuði.
Kjarninn 19. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að vinna þegar maður tapar
Kjarninn 19. maí 2022
Claudia Ashanie Wilson, Eiríkur Rögnvaldsson, Eliza Reid, Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, Gísli Pálsson og Sema Erla Serdaroglu
Kynþáttamörkun
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar