Umferðareyjan þín?

Lilja G. Karlsdóttir samgönguverkfræðingur spyr: Hvernig er umferðareyjan sem þú býrð á?

Auglýsing

Hvernig er umferð­ar­eyjan sem þú býrð á? „Ég bý ekk­ert á umferð­ar­eyju,“ er sjálf­sagt það fyrsta sem skýtur upp í koll­inn á þér les­andi góð­ur. Stað­reyndin er hins vegar sú að ef þú býrð í þétt­býli eru mjög miklar líkur á því að þú búir einmitt á umferð­ar­eyju. Pru­faðu að ganga út um dyrnar á hús­inu þínu og veltu fyrir þér hversu langt þú getur gengið í höf­uð­átt­irnar fjórar án þess að rekast á þunga umferð­ar­götu, eru það 50 m, 200 m, 500 m?

Þegar þú ert búinn að átta þig á stærð umferð­ar­eyj­unnar þinnar þá er næsta æfing sú að velta fyrir sér hvernig götur afmarka eyj­una þína og liggja innan henn­ar. Eru það rólegar húsa­göt­ur, þyngri umferð­ar­götur eða jafn­vel hrað­braut­ir? Hvernig hafa þessar götur mótað líf þitt? Er auð­velt fyrir þig að kom­ast yfir þær, treyst­irðu þér til að senda barnið þitt eitt yfir þessar göt­ur? Hefur ein­hver látið lífið á þessum göt­um?

Þriðja og síð­asta æfingin er svo að velta fyrir sér hvaða þjón­usta er í boði á umferð­ar­eyj­unni þinni? Kemstu í vinnu án þess að þvera þunga umferð­ar­götu? Kemst barnið þitt í skól­ann án þess að fara yfir slíka götu? Er mat­vöru­búð á eyj­unni þinni? En strætó­stoppi­stöð, heilsu­gæsla, íþrótta­að­staða eða afþrey­ing? Ertu með aðgengi að nátt­úru?

Sam­setn­ing umferð­ar­eyj­unnar þinn­ar, úrval þjón­ustu sem er í boði og hversu miklar hindr­anir nálægar götur eru, er það sem skipu­lags­gerð snýst um. Skipu­lag mótar líf þitt og hegðun og er yfir og allt um kring í lífi þínu sama hvort þér líkar það betur eða verr.

Skipu­lags­gerð er þver­fag­leg og krefst aðkomu margra fag­að­ila til að vel tak­ist til, það þarf til dæmis að ákveða gerðir og stærðir húsa, hvaða hús eru íbúð­ar­hús­næði og hvaða hús eru atvinnu­hús­næði, hvar er pláss fyrir skóla, leik­svæði og nátt­úru? Hvernig kemst skólpið í burtu, hvaðan færðu heitt vatn, kalt vatn, raf­magn og inter­net? Hvað ger­ist með regn­vatn­ið, er því veitt ofan í rör og út til hafs eða er það tekið upp í gróðri og beðum innan hverf­is?

Það er samt fátt í skipu­lagi sem hefur meiri áhrif á þig dags­dag­lega heldur en sam­göng­ur. Sam­göngur gera okkur nefni­lega kleift að ferð­ast á milli staða og eiga sam­skipti og við­skipti við umheim­inn í kringum okk­ur. Sam­göngur eiga það hins vegar til að slasa okkur og jafn­vel drepa okk­ur. Þær eiga það einnig til að taka mikið pláss og vera mik­ill tíma­þjóf­ur, eins og við flest þekkj­um. Það fer hins vegar mikið eftir sam­göngu­tækjum og skipu­lagi hversu pláss­frekar, tíma­frekar og hættu­legar sam­göngur eru.

Auglýsing

Lang­besta sam­göngu­tæki allra tíma fyrir þétt­býli eru fæturnir okkar sem gera okkur kleift að ganga og hjóla. Fætur menga ekki, eru ekki hávær­ir, taka afskap­lega lítið pláss og með því að hreyfa þá reglu­lega höldum við okkur heil­brigð­um. Helsti galli fót­anna er hins vegar að þeir koma okkur ein­göngu tak­mark­aða vega­lengd á hverjum degi. Gott skipu­lag tekur til­lit til þessa og stað­setur versl­un, atvinnu og þjón­ustu nálægt íbúð­ar­hverfum til þess að fólk geti gengið eða hjólað á milli staða. Að sama skapi er miður gott skipu­lag sem stað­setur versl­an­ir, þjón­ustu og atvinnu langt frá íbúð­ar­hverfum og rænir okkur þannig mögu­leik­anum á að nota fæt­urna.

Á eftir fót­unum kemur næst­besta sam­göngu­tæki fyrir þétt­býli - almenn­ings­sam­göng­ur. Góðar almenn­ings­sam­göngur eru hryggjar­stykkið í öllu vel skipu­lögðu þétt­býli. Almenn­ings­sam­göngur eru í raun fram­leng­ing á fót­unum á okk­ur, þær halda okkur heil­brigðum og taka til­tölu­lega lítið pláss. Almenn­ings­sam­göngum fylgir þó meiri hávaða­mengun og loft­mengun en af fót­unum okk­ar, en það er þó til­tölu­lega lítil mengun miðað við fólks­fjöld­ann sem almenn­ings­sam­göngur geta flutt. Gott leið­ar­kerfi almenn­ings­sam­gangna er for­gangs­at­riði þega kemur að góðu borg­ar­skipu­lagi. Utan um það er byggð, stígar og götur skipu­lagt til þess að auð­velda fólki að kom­ast leiðar sinnar þegar fæturnir geta ekki borið mann alla leið. Miður gott skipu­lag byrjar hins vegar á að skipu­leggja götur og byggð og reynir síðan í lokin að þræða almenn­ings­sam­göngur krækl­óttar leiðir í gegnum hverf­in, sem skilar sér í slökum almenn­ings­sam­göngum sem nýt­ast fólki illa.

Sísta sam­göngu­tæki fyrir þétt­býli er einka­bíll­inn. Einka­bíll­inn er pláss­frekur með ein­dæm­um, hann þarf ekki aðeins breiðar og fyr­ir­ferða­miklar göt­ur, heldur mikið geymslu­pláss í formi bíla­stæða. Honum fylgir loft­mengun og hávaða­mengun ásamt því að hann ýtir undir kyrr­setu­líf og lélega lýð­heilsu. Gott skipu­lag í þétt­býli er þar sem einka­bíll­inn er í auka­hlut­verki, götur eru nettar og akst­urs­hraði fer helst ekki yfir 30 km/klst. Miður gott skipu­lag setur hraða einka­bíla­um­ferð í hásæti og miðar allt dag­legt líf út frá notkun einka­bíls­ins.

Því miður hefur skipu­lag síð­ustu ára­tuga á Íslandi verið mjög bílmiðað í þétt­býli. Við höfum kyngt því þegj­andi og hljóða­laust að nær helm­ingur af öllu skipu­lögðu land­svæði höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins sé helgað einka­bíln­um. Við skipu­leggjum blokkir sem taka upp 500 fm land­svæði og hikum ekki við að bæta við öðrum 500 fm í formi mal­bik­aðra bíla­stæða. Við leggjum götur út um alla króka og kima því við teljum sjálf­sögð mann­rétt­indi að geta keyrt á 50 km hraða allt að því inn í stofu til fólks og fyr­ir­tækja.

Einka­bíll­inn er líka mjög dýru verði keypt­ur, við eyðum millj­örðum á millj­arða ofan á hverju ári í að leggja götur og end­urmal­bika ásamt því að moka snjó og sópa. Að ótöldum millj­örð­unum sem fara í smurn­ingu, dekk og við­gerð­ir.

Það dýrasta af öllu eru þó manns­líf­in, um það bil 3.600 ein­stak­lingar láta lífið í umferð­inni í heim­inum á degi hverj­um. Einka­bíll­inn er orsaka­valdur í lang­flestum þess­ara dauðs­falla. Þetta sam­svarar því að um 20 Boeing 737 far­þega­flug­vélar myndu hrapa á hverjum ein­asta degi allan árs­ins hring! Það eru 7.300 flug­vélar á ári! Til þess að setja þá tölu í eitt­hvað sam­hengi þá er heild­ar­fjöldi af flutn­inga- og far­þega­flug­vélum í heim­inum um 24.000 tals­ins.

Gott skipu­lag getur komið í veg fyrir flest þess­ara slysa.

Höf­undur er sam­göngu­verk­fræð­ingur og sviðs­stjóri hjá VSB verk­fræði­stofu.

Þessi pist­ill er hluti grein­­ar­aðar í til­­­efni af því að 100 ár eru liðin frá for­m­­­legu upp­­­hafi skipu­lags­­­gerðar hér á landi með setn­ingu laga um skipu­lag kaup­túna og sjá­v­­­­ar­þorpa árið 1921.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Þórir Haraldsson er forstjóri Líflands. Félagið flytur inn korn sem það malar í hveiti annars vegar og fóður hins vegar.
Verð á hveiti hækkað um 40 prósent á hálfu ári
Litlar líkur eru á því að hveiti muni skorta hér á landi að sögn forstjóra Líflands en félagið framleiðir hveiti undir merkjum Kornax í einu hveitimyllu landsins. Verð gæti lækkað á næsta ári ef átökin í Úkraínu stöðvast fljótlega.
Kjarninn 24. júní 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, lagði fram tillögu um skipun starfshópsins sem var samþykkt.
Eru íslensku bankarnir að okra á heimilum landsins?
Starfshópur hefur verið skipaður til að greina hvernig íslenskir bankar haga gjaldtöku sinni, hvernig þeir græða peninga og hvort það sé vísvitandi gert með ógagnsæjum hætti í skjóli fákeppni. Hópurinn á að bera það saman við stöðuna á Norðurlöndum.
Kjarninn 24. júní 2022
Valgerður Jóhannsdóttir og Finnborg Salome Steinþórsdóttir eru höfundar greinarinnar Kynjaslagsíða í fréttum: Um fjölbreytni og lýðræðishlutverk fjölmiðla.
Konur aðeins þriðjungur viðmælanda íslenskra fjölmiðla
Hlutur kvenna í fréttum hér á landi er rýrari en annars staðar á Norðurlöndum. Ekki er afgerandi kynjaskipting eftir málefnasviðum í íslenskum fréttum, ólíkt því sem tíðkast víðast hvar annars staðar.
Kjarninn 24. júní 2022
Seðlabankinn tekur beiðni Kjarnans um „ruslaskistu Seðlabankans“ til efnislegrar meðferðar
Nýlegur úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál skikkar Seðlabanka Íslands til að kanna hvort hann hafi gögn um Eignasafn Seðlabanka Íslands undir höndum og leggja í kjölfarið mat á hvort þau gögn séu háð þagnarskyldu.
Kjarninn 24. júní 2022
Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir
Af hverju eru svona mörg kynferðisbrotamál felld niður?
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar