Umferðareyjan þín?

Lilja G. Karlsdóttir samgönguverkfræðingur spyr: Hvernig er umferðareyjan sem þú býrð á?

Auglýsing

Hvernig er umferð­ar­eyjan sem þú býrð á? „Ég bý ekk­ert á umferð­ar­eyju,“ er sjálf­sagt það fyrsta sem skýtur upp í koll­inn á þér les­andi góð­ur. Stað­reyndin er hins vegar sú að ef þú býrð í þétt­býli eru mjög miklar líkur á því að þú búir einmitt á umferð­ar­eyju. Pru­faðu að ganga út um dyrnar á hús­inu þínu og veltu fyrir þér hversu langt þú getur gengið í höf­uð­átt­irnar fjórar án þess að rekast á þunga umferð­ar­götu, eru það 50 m, 200 m, 500 m?

Þegar þú ert búinn að átta þig á stærð umferð­ar­eyj­unnar þinnar þá er næsta æfing sú að velta fyrir sér hvernig götur afmarka eyj­una þína og liggja innan henn­ar. Eru það rólegar húsa­göt­ur, þyngri umferð­ar­götur eða jafn­vel hrað­braut­ir? Hvernig hafa þessar götur mótað líf þitt? Er auð­velt fyrir þig að kom­ast yfir þær, treyst­irðu þér til að senda barnið þitt eitt yfir þessar göt­ur? Hefur ein­hver látið lífið á þessum göt­um?

Þriðja og síð­asta æfingin er svo að velta fyrir sér hvaða þjón­usta er í boði á umferð­ar­eyj­unni þinni? Kemstu í vinnu án þess að þvera þunga umferð­ar­götu? Kemst barnið þitt í skól­ann án þess að fara yfir slíka götu? Er mat­vöru­búð á eyj­unni þinni? En strætó­stoppi­stöð, heilsu­gæsla, íþrótta­að­staða eða afþrey­ing? Ertu með aðgengi að nátt­úru?

Sam­setn­ing umferð­ar­eyj­unnar þinn­ar, úrval þjón­ustu sem er í boði og hversu miklar hindr­anir nálægar götur eru, er það sem skipu­lags­gerð snýst um. Skipu­lag mótar líf þitt og hegðun og er yfir og allt um kring í lífi þínu sama hvort þér líkar það betur eða verr.

Skipu­lags­gerð er þver­fag­leg og krefst aðkomu margra fag­að­ila til að vel tak­ist til, það þarf til dæmis að ákveða gerðir og stærðir húsa, hvaða hús eru íbúð­ar­hús­næði og hvaða hús eru atvinnu­hús­næði, hvar er pláss fyrir skóla, leik­svæði og nátt­úru? Hvernig kemst skólpið í burtu, hvaðan færðu heitt vatn, kalt vatn, raf­magn og inter­net? Hvað ger­ist með regn­vatn­ið, er því veitt ofan í rör og út til hafs eða er það tekið upp í gróðri og beðum innan hverf­is?

Það er samt fátt í skipu­lagi sem hefur meiri áhrif á þig dags­dag­lega heldur en sam­göng­ur. Sam­göngur gera okkur nefni­lega kleift að ferð­ast á milli staða og eiga sam­skipti og við­skipti við umheim­inn í kringum okk­ur. Sam­göngur eiga það hins vegar til að slasa okkur og jafn­vel drepa okk­ur. Þær eiga það einnig til að taka mikið pláss og vera mik­ill tíma­þjóf­ur, eins og við flest þekkj­um. Það fer hins vegar mikið eftir sam­göngu­tækjum og skipu­lagi hversu pláss­frekar, tíma­frekar og hættu­legar sam­göngur eru.

Auglýsing

Lang­besta sam­göngu­tæki allra tíma fyrir þétt­býli eru fæturnir okkar sem gera okkur kleift að ganga og hjóla. Fætur menga ekki, eru ekki hávær­ir, taka afskap­lega lítið pláss og með því að hreyfa þá reglu­lega höldum við okkur heil­brigð­um. Helsti galli fót­anna er hins vegar að þeir koma okkur ein­göngu tak­mark­aða vega­lengd á hverjum degi. Gott skipu­lag tekur til­lit til þessa og stað­setur versl­un, atvinnu og þjón­ustu nálægt íbúð­ar­hverfum til þess að fólk geti gengið eða hjólað á milli staða. Að sama skapi er miður gott skipu­lag sem stað­setur versl­an­ir, þjón­ustu og atvinnu langt frá íbúð­ar­hverfum og rænir okkur þannig mögu­leik­anum á að nota fæt­urna.

Á eftir fót­unum kemur næst­besta sam­göngu­tæki fyrir þétt­býli - almenn­ings­sam­göng­ur. Góðar almenn­ings­sam­göngur eru hryggjar­stykkið í öllu vel skipu­lögðu þétt­býli. Almenn­ings­sam­göngur eru í raun fram­leng­ing á fót­unum á okk­ur, þær halda okkur heil­brigðum og taka til­tölu­lega lítið pláss. Almenn­ings­sam­göngum fylgir þó meiri hávaða­mengun og loft­mengun en af fót­unum okk­ar, en það er þó til­tölu­lega lítil mengun miðað við fólks­fjöld­ann sem almenn­ings­sam­göngur geta flutt. Gott leið­ar­kerfi almenn­ings­sam­gangna er for­gangs­at­riði þega kemur að góðu borg­ar­skipu­lagi. Utan um það er byggð, stígar og götur skipu­lagt til þess að auð­velda fólki að kom­ast leiðar sinnar þegar fæturnir geta ekki borið mann alla leið. Miður gott skipu­lag byrjar hins vegar á að skipu­leggja götur og byggð og reynir síðan í lokin að þræða almenn­ings­sam­göngur krækl­óttar leiðir í gegnum hverf­in, sem skilar sér í slökum almenn­ings­sam­göngum sem nýt­ast fólki illa.

Sísta sam­göngu­tæki fyrir þétt­býli er einka­bíll­inn. Einka­bíll­inn er pláss­frekur með ein­dæm­um, hann þarf ekki aðeins breiðar og fyr­ir­ferða­miklar göt­ur, heldur mikið geymslu­pláss í formi bíla­stæða. Honum fylgir loft­mengun og hávaða­mengun ásamt því að hann ýtir undir kyrr­setu­líf og lélega lýð­heilsu. Gott skipu­lag í þétt­býli er þar sem einka­bíll­inn er í auka­hlut­verki, götur eru nettar og akst­urs­hraði fer helst ekki yfir 30 km/klst. Miður gott skipu­lag setur hraða einka­bíla­um­ferð í hásæti og miðar allt dag­legt líf út frá notkun einka­bíls­ins.

Því miður hefur skipu­lag síð­ustu ára­tuga á Íslandi verið mjög bílmiðað í þétt­býli. Við höfum kyngt því þegj­andi og hljóða­laust að nær helm­ingur af öllu skipu­lögðu land­svæði höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins sé helgað einka­bíln­um. Við skipu­leggjum blokkir sem taka upp 500 fm land­svæði og hikum ekki við að bæta við öðrum 500 fm í formi mal­bik­aðra bíla­stæða. Við leggjum götur út um alla króka og kima því við teljum sjálf­sögð mann­rétt­indi að geta keyrt á 50 km hraða allt að því inn í stofu til fólks og fyr­ir­tækja.

Einka­bíll­inn er líka mjög dýru verði keypt­ur, við eyðum millj­örðum á millj­arða ofan á hverju ári í að leggja götur og end­urmal­bika ásamt því að moka snjó og sópa. Að ótöldum millj­örð­unum sem fara í smurn­ingu, dekk og við­gerð­ir.

Það dýrasta af öllu eru þó manns­líf­in, um það bil 3.600 ein­stak­lingar láta lífið í umferð­inni í heim­inum á degi hverj­um. Einka­bíll­inn er orsaka­valdur í lang­flestum þess­ara dauðs­falla. Þetta sam­svarar því að um 20 Boeing 737 far­þega­flug­vélar myndu hrapa á hverjum ein­asta degi allan árs­ins hring! Það eru 7.300 flug­vélar á ári! Til þess að setja þá tölu í eitt­hvað sam­hengi þá er heild­ar­fjöldi af flutn­inga- og far­þega­flug­vélum í heim­inum um 24.000 tals­ins.

Gott skipu­lag getur komið í veg fyrir flest þess­ara slysa.

Höf­undur er sam­göngu­verk­fræð­ingur og sviðs­stjóri hjá VSB verk­fræði­stofu.

Þessi pist­ill er hluti grein­­ar­aðar í til­­­efni af því að 100 ár eru liðin frá for­m­­­legu upp­­­hafi skipu­lags­­­gerðar hér á landi með setn­ingu laga um skipu­lag kaup­túna og sjá­v­­­­ar­þorpa árið 1921.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar