Könnun: Innan við fjórðungur hlynnt sölu Íslandsbanka

Ný könnun frá Gallup sýnir fram á að tæp 56 prósent landsmanna leggjast gegn sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka á næstu mánuðum. Væntir kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru langlíklegastir til að vera fylgjandi söluáformunum.

Skoðanir kjósenda stjórnarflokkanna eru mjög mismunandi. Einungis á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokks er meirihlutastuðningur við söluáformin.
Skoðanir kjósenda stjórnarflokkanna eru mjög mismunandi. Einungis á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokks er meirihlutastuðningur við söluáformin.
Auglýsing

Tæp 56 prósent landsmanna leggjast gegn því að ríkið selji hlut sinn í Íslandsbanka á næstu mánuðum, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup sem unnin var fyrir Alþýðusamband Íslands á síðustu dögum.

Samkvæmt niðurstöðum þessarar könnunar segjast 23,5 prósent vera fylgjandi sölu og 20,8 prósent segjast ekki hafa skoðun á málinu, hvorki með né á móti.

Áform um að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka njóta takmarkaðs stuðnings á meðal almennings. Mynd: Gallup.

Stuðningur við sölu er mestur meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins, en 56 prósent þeirra sem sögðust ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn voru jafnframt hlynnt því að selja hlut ríkisins í bankanum. Næstmestur stuðningur er á meðal kjósenda Miðflokksins, eða um 32 prósent.

Tekið skal fram að í spurningunni sem Gallup lagði fyrir svarendur var ekki tilgreint hversu stóran hluta ríkið ætlaði sér að selja, en eins og fram kom í gær hefur verið lagt til af hálfu þingnefnda að selja allt að 35 prósent af hlut ríkisins í bankanum. 

65 prósent kjósenda VG á móti sölu

Minnstur er stuðningur meðal mögulegra kjósenda Sósíalistaflokksins og Flokks fólksins, en nær allir sem sögðust ætla að kjósa þessa flokka sögðust jafnframt andvígir sölu á hlut ríkisins í bankanum.

Auglýsing

Að öðru leyti er andstaðan mest í röðum kjósenda Samfylkingarinnar, 73 prósent, þar næst Pírata, 68 prósent og loks Vinstri grænna, 65 prósent. Um helmingur kjósenda bæði Viðreisnar og Framsóknarflokks lýstu andstöðu við sölu á hlut ríkisins í bankanum.

Mynd: Gallup

13 prósent kjósenda Viðreisnar segjast hlynntir sölu Íslandsbanka, en 23 prósent kjósenda VG eru hlynnt áformunum. 

Samfélagsbanki virðist eiga upp á pallborðið

Í könnuninni sem ASÍ lét Gallup framkvæma var einnig spurt um afstöðu til þess að ríkið stofni samfélagsbanka. Fleiri en sex af hverjum tíu voru hlynnt því en einungis 15 prósent andsnúin. 

Kjósendur Sjálfstæðisflokksins voru líklegastir til að vera andsnúnir samfélagsbanka. Kjósendur Viðreisnar og Miðflokks eru líklegri en aðrir til að hafa efasemdir um samfélagsbanka en kjósendur annarra flokka líklegri til að styðja slík áform.

Viðhorf kjósenda til stofnunar samfélagsbanka eru jákvæð samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Mynd: Gallup

Í tilkynningu er haft eftir Drífu Snædal forseta ASÍ að könnunin sýni að sú vegferð stjórnvalda að selja Íslandsbanka njóti ekki stuðnings meðal almennings. 

„Salan er keyrð áfram með hraði vegna þess að fjármagnseigendur með fulltingi fulltrúa sinna á þingi vilja ljúka henni fyrir kosningar en í þeim kosningum gæti þau öfl misst umboðið til að ráðstafa eignum almennings. Könnunin sýnir einnig fram á skýran vilja almennings um að ríkið stofni samfélagsbanka. Stjórnmálin þurfa að hlusta á þetta ákall,“ er haft eftir Drífu.

Skoðanakönnunin var netkönnun sem var framkvæmd dagana 14.-22. janúar 2021. Úrtakið var 1.588 manns af öllu landinu, 18 ára og eldri. Svarhlutfallið var 52,5 prósent.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Hver er stefna stjórnmálaflokkanna í umhverfismálum?
Kjarninn 16. september 2021
Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Boðuð útgjaldaaukning Pírata er ekki fullfjármögnuð
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Halldóru Mogensen um að kosningaloforð Pírata séu fullfjármögnuð með nýjum tekjuöflunarleiðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jón Steindór Valdimarsson
Drifkraftur nýrra lausna í loftslagsmálum
Kjarninn 16. september 2021
Mikil skekkja er í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunarleiðinni sem flokkurinn sá fyrir að fjármagna kosningaloforð sín með.
Tugmilljarða skekkja í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunaraðgerð þeirra
Þingmaður Pírata segir að flokkurinn sé að endurskoða útreikninga sína á áhrifum 3,75 prósentustiga hækkunar efsta þreps tekjuskattskerfisins, eftir að bent var á að þar skeikaði tugmilljörðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jóhann S. Bogason
Vesalings Færeyingarnir
Kjarninn 16. september 2021
Kolefnisgjald leggst meðal annars á bensín og dísil olíu.
Meirihluti stjórnmálaflokka vill hækka kolefnisgjald
Passa verður að kolefnisgjald leggist ekki þyngst á þau sem minnst hafa á milli handanna að mati þeirra flokka sem vilja hækka kolefnisgjald. Útblástur frá vegasamgöngum er helsta uppspretta losunar sem er á beinni ábyrgð Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Liðin tíð að Bandaríkin veiti Íslandi aðstoð „vegna góðvildar“
Íslendingar þurfa tromp á hendi til að vekja áhuga Bandaríkjanna til að styðja landið diplómatísk í alþjóðasamfélaginu og veita viðskiptalegar eða efnahagslegar ívilnanir, að því er fram kemur í þættinum Völundarhús utanríkismála Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 3: Áhugi Bandaríkjanna á Íslandi
Kjarninn 16. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent