Könnun: Innan við fjórðungur hlynnt sölu Íslandsbanka

Ný könnun frá Gallup sýnir fram á að tæp 56 prósent landsmanna leggjast gegn sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka á næstu mánuðum. Væntir kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru langlíklegastir til að vera fylgjandi söluáformunum.

Skoðanir kjósenda stjórnarflokkanna eru mjög mismunandi. Einungis á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokks er meirihlutastuðningur við söluáformin.
Skoðanir kjósenda stjórnarflokkanna eru mjög mismunandi. Einungis á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokks er meirihlutastuðningur við söluáformin.
Auglýsing

Tæp 56 pró­sent lands­manna leggj­ast gegn því að ríkið selji hlut sinn í Íslands­banka á næstu mán­uð­um, sam­kvæmt nýrri skoð­ana­könnun Gallup sem unnin var fyrir Alþýðu­sam­band Íslands á síð­ustu dög­um.

Sam­kvæmt nið­ur­stöðum þess­arar könn­unar segj­ast 23,5 pró­sent vera fylgj­andi sölu og 20,8 pró­sent segj­ast ekki hafa skoðun á mál­inu, hvorki með né á móti.

Áform um að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka njóta takmarkaðs stuðnings á meðal almennings. Mynd: Gallup.

Stuðn­ingur við sölu er mestur meðal kjós­enda Sjálf­stæð­is­flokks­ins, en 56 pró­sent þeirra sem sögð­ust ætla að kjósa Sjálf­stæð­is­flokk­inn voru jafn­framt hlynnt því að selja hlut rík­is­ins í bank­an­um. Næst­mestur stuðn­ingur er á meðal kjós­enda Mið­flokks­ins, eða um 32 pró­sent.

Tekið skal fram að í spurn­ing­unni sem Gallup lagði fyrir svar­endur var ekki til­greint hversu stóran hluta ríkið ætl­aði sér að selja, en eins og fram kom í gær hefur verið lagt til af hálfu þing­nefnda að selja allt að 35 pró­sent af hlut rík­is­ins í bank­an­um. 

65 pró­sent kjós­enda VG á móti sölu

Minnstur er stuðn­ingur meðal mögu­legra kjós­enda Sós­í­alista­flokks­ins og Flokks fólks­ins, en nær allir sem sögð­ust ætla að kjósa þessa flokka sögð­ust jafn­framt and­vígir sölu á hlut rík­is­ins í bank­an­um.

Auglýsing

Að öðru leyti er and­staðan mest í röðum kjós­enda Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, 73 pró­sent, þar næst Pírata, 68 pró­sent og loks Vinstri grænna, 65 pró­sent. Um helm­ingur kjós­enda bæði Við­reisnar og Fram­sókn­ar­flokks lýstu and­stöðu við sölu á hlut rík­is­ins í bank­an­um.

Mynd: Gallup

13 pró­sent kjós­enda Við­reisnar segj­ast hlynntir sölu Íslands­banka, en 23 pró­sent kjós­enda VG eru hlynnt áformun­um. 

Sam­fé­lags­banki virð­ist eiga upp á pall­borðið

Í könn­un­inni sem ASÍ lét Gallup fram­kvæma var einnig spurt um afstöðu til þess að ríkið stofni sam­fé­lags­banka. Fleiri en sex af hverjum tíu voru hlynnt því en ein­ungis 15 pró­sent andsnú­in. 

Kjós­endur Sjálf­stæð­is­flokks­ins vor­u lík­leg­astir til að vera and­snúnir sam­fé­lags­banka. Kjós­endur Við­reisnar og Mið­flokks eru lík­legri en aðrir til að hafa efa­semdir um sam­fé­lags­banka en kjós­endur ann­arra flokka lík­legri til að ­styðja slík áform.

Viðhorf kjósenda til stofnunar samfélagsbanka eru jákvæð samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Mynd: Gallup

Í til­kynn­ingu er haft eftir Drífu Snæ­dal for­seta ASÍ að könn­unin sýni að sú veg­ferð stjórn­valda að selja Íslands­banka njóti ekki stuðn­ings meðal almenn­ings. 

„Salan er keyrð áfram með hraði vegna þess að fjár­magns­eig­endur með full­tingi full­trúa sinna á þingi vilja ljúka henni fyrir kosn­ingar en í þeim kosn­ingum gæti þau öfl misst umboðið til að ráð­stafa eignum almenn­ings. Könn­unin sýnir einnig fram á skýran vilja almenn­ings um að ríkið stofni sam­fé­lags­banka. Stjórn­málin þurfa að hlusta á þetta ákall,“ er haft eftir Drífu.

Skoð­ana­könn­unin var net­könnun sem var fram­kvæmd dag­ana 14.-22. jan­úar 2021. Úrtakið var 1.588 manns af öllu land­inu, 18 ára og eldri. Svar­hlut­fallið var 52,5 pró­sent.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent