Könnun: Innan við fjórðungur hlynnt sölu Íslandsbanka

Ný könnun frá Gallup sýnir fram á að tæp 56 prósent landsmanna leggjast gegn sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka á næstu mánuðum. Væntir kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru langlíklegastir til að vera fylgjandi söluáformunum.

Skoðanir kjósenda stjórnarflokkanna eru mjög mismunandi. Einungis á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokks er meirihlutastuðningur við söluáformin.
Skoðanir kjósenda stjórnarflokkanna eru mjög mismunandi. Einungis á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokks er meirihlutastuðningur við söluáformin.
Auglýsing

Tæp 56 pró­sent lands­manna leggj­ast gegn því að ríkið selji hlut sinn í Íslands­banka á næstu mán­uð­um, sam­kvæmt nýrri skoð­ana­könnun Gallup sem unnin var fyrir Alþýðu­sam­band Íslands á síð­ustu dög­um.

Sam­kvæmt nið­ur­stöðum þess­arar könn­unar segj­ast 23,5 pró­sent vera fylgj­andi sölu og 20,8 pró­sent segj­ast ekki hafa skoðun á mál­inu, hvorki með né á móti.

Áform um að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka njóta takmarkaðs stuðnings á meðal almennings. Mynd: Gallup.

Stuðn­ingur við sölu er mestur meðal kjós­enda Sjálf­stæð­is­flokks­ins, en 56 pró­sent þeirra sem sögð­ust ætla að kjósa Sjálf­stæð­is­flokk­inn voru jafn­framt hlynnt því að selja hlut rík­is­ins í bank­an­um. Næst­mestur stuðn­ingur er á meðal kjós­enda Mið­flokks­ins, eða um 32 pró­sent.

Tekið skal fram að í spurn­ing­unni sem Gallup lagði fyrir svar­endur var ekki til­greint hversu stóran hluta ríkið ætl­aði sér að selja, en eins og fram kom í gær hefur verið lagt til af hálfu þing­nefnda að selja allt að 35 pró­sent af hlut rík­is­ins í bank­an­um. 

65 pró­sent kjós­enda VG á móti sölu

Minnstur er stuðn­ingur meðal mögu­legra kjós­enda Sós­í­alista­flokks­ins og Flokks fólks­ins, en nær allir sem sögð­ust ætla að kjósa þessa flokka sögð­ust jafn­framt and­vígir sölu á hlut rík­is­ins í bank­an­um.

Auglýsing

Að öðru leyti er and­staðan mest í röðum kjós­enda Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, 73 pró­sent, þar næst Pírata, 68 pró­sent og loks Vinstri grænna, 65 pró­sent. Um helm­ingur kjós­enda bæði Við­reisnar og Fram­sókn­ar­flokks lýstu and­stöðu við sölu á hlut rík­is­ins í bank­an­um.

Mynd: Gallup

13 pró­sent kjós­enda Við­reisnar segj­ast hlynntir sölu Íslands­banka, en 23 pró­sent kjós­enda VG eru hlynnt áformun­um. 

Sam­fé­lags­banki virð­ist eiga upp á pall­borðið

Í könn­un­inni sem ASÍ lét Gallup fram­kvæma var einnig spurt um afstöðu til þess að ríkið stofni sam­fé­lags­banka. Fleiri en sex af hverjum tíu voru hlynnt því en ein­ungis 15 pró­sent andsnú­in. 

Kjós­endur Sjálf­stæð­is­flokks­ins vor­u lík­leg­astir til að vera and­snúnir sam­fé­lags­banka. Kjós­endur Við­reisnar og Mið­flokks eru lík­legri en aðrir til að hafa efa­semdir um sam­fé­lags­banka en kjós­endur ann­arra flokka lík­legri til að ­styðja slík áform.

Viðhorf kjósenda til stofnunar samfélagsbanka eru jákvæð samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Mynd: Gallup

Í til­kynn­ingu er haft eftir Drífu Snæ­dal for­seta ASÍ að könn­unin sýni að sú veg­ferð stjórn­valda að selja Íslands­banka njóti ekki stuðn­ings meðal almenn­ings. 

„Salan er keyrð áfram með hraði vegna þess að fjár­magns­eig­endur með full­tingi full­trúa sinna á þingi vilja ljúka henni fyrir kosn­ingar en í þeim kosn­ingum gæti þau öfl misst umboðið til að ráð­stafa eignum almenn­ings. Könn­unin sýnir einnig fram á skýran vilja almenn­ings um að ríkið stofni sam­fé­lags­banka. Stjórn­málin þurfa að hlusta á þetta ákall,“ er haft eftir Drífu.

Skoð­ana­könn­unin var net­könnun sem var fram­kvæmd dag­ana 14.-22. jan­úar 2021. Úrtakið var 1.588 manns af öllu land­inu, 18 ára og eldri. Svar­hlut­fallið var 52,5 pró­sent.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einungis Tyrkir og Pólverjar máttu þola meiri verðhækkanir en Íslendingar í fyrra af löndunum sem Eurostat mælir
Verðbólgan á Íslandi hærri en í flestum Evrópulöndum
Verðhækkanir hérlendis voru langt umfram þróun flestra annarra Evrópulanda í fyrra, en verðbólgan í síðasta mánuði var aðeins hærri í Tyrkland og Póllandi, samkvæmt nýjum mælingum Eurostat.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Úrskurður um að afhenda héraðssaksóknara gögn frá endurskoðanda Samherja ómerktur
Landsréttur hefur ómerkt úrskurð um að embætti héraðssaksóknara eigi að fá gögn varðandi bókhald og reikningskil allra félaga Samherja frá KPMG, fyrrverandi endurskoðanda félagsins, og gert héraðsdómi að taka málið aftur fyrir.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Brexit er efnahagslegt högg fyrir Breta
Kjarninn 25. febrúar 2021
Guðjón Sigurbjartsson
Fæðuöryggi – Hvað á að gera við afa?
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tæplega 30 prósent aðspurðra í nýlegri könnun vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið.
Íslendingarnir sem vilja helst ganga í ESB
Lítil hreyfing er á afstöðu Íslendinga til inngöngu í Evrópusambandið á milli ára og enn eru fleiri andvígir en hlynntir þeirri vegferð, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu. En hvaða kjósendahópar á Íslandi vilja ganga í ESB? Kjarninn kíkti á það.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis lætur af störfum í lok apríl.
Tryggvi hættir sem umboðsmaður Alþingis eftir rúm 22 ár í starfi
Tryggvi Gunnarsson, sem skipaður var umboðsmaður Alþingis árið 1998, hefur beðist lausnar og forsætisnefnd Alþingis samþykkt beiðni hans. Nýr umboðsmaður verður kjörinn af Alþingi fyrir lok aprílmánaðar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Niðurstaðan ýmist sögð staðfesta „tilefnislausa aðför“ eða „kerfislægt misrétti“
Formaður stéttarfélagsins Eflingar og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru ekki sammála um hvernig túlka skuli niðurstöðu héraðsdóms í máli rúmenskra verkamanna gegn starfsmannaleigu og Eldum rétt. Frávísun málsins verður áfrýjað til Landsréttar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Talsvert um að fólk afþakki bólusetningu með bóluefni AstraZeneca
Sóttvarnalæknir telur enga ástæðu fyrir fólk til að afþakka eitt bóluefni umfram önnur líkt og talsverður hópur fólks hefur gert undanfarið.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent