Hvað má valdstjórnin gera ef fólk harðneitar að fara í landamæraskimun?

Sannfæringarkraftur landamæravarða um nauðsyn sýnatöku á landamærum hefur reynst nægur. Ekki hefur þurft að beita þvingunarúrræðum eða vísa fólki rakleiðis úr landi. Þær heimildir eru þó til staðar í sóttvarnalögum og útlendingalögum.

Ekki hefur enn komið til þess að einhverjir ferðamenn gjörsamlega harðneiti að fara í skimun.
Ekki hefur enn komið til þess að einhverjir ferðamenn gjörsamlega harðneiti að fara í skimun.
Auglýsing

Frá því reglur voru hertar á landa­mærum Íslands í síð­ustu viku og allir sem til lands­ins koma voru skyld­aðir til þess að fara í COVID-­próf við kom­una hefur ekki enn komið til þess að ein­hver hafi gjör­sam­lega harð­neitað að und­ir­gang­ast sýna­töku.

Ef ein­hver neitar í fyrstu hefur verið rætt við við­kom­andi og upp­lýst um mik­il­vægi þess að hann veiti sýni. Sú aðferð hefur ekki klikkað til þessa, sam­kvæmt svari frá emb­ætti rík­is­lög­reglu­stjóra við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. Ein­hverjir hafa þó hugsað sig um klukku­stundum saman áður en þeir ákveða að und­ir­gang­ast skimun­ina.

Í kjöl­far þess að heil­brigð­is­ráð­herra boð­aði föstu­dag­inn 15. jan­úar að allir yrðu almennt skyld­aðir til að fara í tvö­falda skimun við kom­una til lands­ins óskaði Kjarn­inn eftir upp­lýs­ingum frá rík­is­lög­reglu­stjóra um það hvaða vald­heim­ildir lög­regla hefði gagn­vart þeim sem harð­neit­uðu skimun og á hverju þær vald­heim­ildir byggð­ust.

Efa­semdir höfðu verið uppi um það af hálfu heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins að laga­stoð væri fyrir þeim hertu aðgerðum sem Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir lagði til við Svandísi Svav­ars­dóttur heil­brigð­is­ráð­herra, en síðan sam­þykkti rík­is­stjórnin á fundi sínum að gera tvö­falda landamæra­skimun með fimm daga sótt­kví á milli að skyld­u. 

„Neyð­ar­úr­ræð­i,“ sagði heil­brigð­is­ráð­herra, en sótt­varna­læknir hafði lýst yfir áhyggjum af nýjum og meira smit­andi afbrigðum kór­ónu­veirunnar og upp­gangi far­ald­urs­ins í flestum nágranna­ríkjum Íslands.

Útlend­inga­lög og sótt­varna­lög

Ef svo illa færi að sann­fær­ing­ar­kraftur landamæra­varða myndi ekki duga væri ýmist hægt að vísa fólki frá land­inu eða beita það þving­unar­úr­ræðum inn­an­lands, sam­kvæmt svari emb­ættis rík­is­lög­reglu­stjóra við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Auglýsing

Heim­ild er til þess að vísa útlend­ingum sem neita að fara í skimun frá land­inu á grund­velli ákvæða útlend­inga­laga. Í sótt­varna­lögum er svo heim­ild til þess að beita þving­unar­úr­ræðum á borð við sýna­töku, ein­angrun eða sótt­kví, sem sótt­varna­læknir myndi ákveða hver ættu að vera í hverju máli fyrir sig.

„Áður en gripið er til þving­un­ar­að­gerða skal ætíð reynt að leysa mál með öðrum hætt­i,“ segir í svar­inu frá emb­ætti rík­is­lög­reglu­stjóra.

Bara hægt að vísa útlend­ingum úr landi

Eitt gildir um erlenda rík­is­borg­ara og annað fyrir Íslend­inga. Á landa­mærum hefur lög­reglan heim­ild til þess að beita frá­vís­unum gagn­vart útlend­ing­um, meðal ann­ars á grund­velli almanna­heil­brigð­is. Sú heim­ild er ekki til staðar gagn­vart Íslend­ing­um, enda ná útlend­inga­lög ekki yfir þá.

„Þannig liggja fyrir verk­lags­reglur um frá­vís­anir á grund­velli útlend­inga­laga gagn­vart þeim útlend­ingum sem geta ekki eða vilja ekki fara eftir þeim sótt­varn­ar­reglum sem í gildi eru,“ segir í svari emb­ættis rík­is­lög­reglu­stjóra.

Þar segir enn fremur að áhersla sé lögð á að skoða hvert til­vik fyrir sig. Ein­stak­lingar séu upp­lýstir um gild­andi sótt­varna­reglur og aðgerðir stjórn­valda til að koma í veg fyrir að smit ber­ist til lands­ins. Túlkar eru kall­aðir til ef þörf kref­ur.

Sótt­varna­læknir myndi þurfa að leggja til þving­unar­úr­ræði

Um heim­ildir til þess að beita þving­unar­úr­ræðum inn­an­lands er farið eftir ákvæðum sótt­varna­laga og reglu­gerðar heil­brigð­is­ráð­herra um sótt­kví og ein­angrun og sýna­töku við landa­mæri Íslands vegna COVID-19.

Neiti ein­stak­lingur að fara í sýna­töku eða sótt­kví, og und­an­þágu­skil­yrði eiga ekki við, getur sótt­varna­læknir leitað aðstoðar lög­reglu­yf­ir­valda vegna aðgerða til að varna smiti, s.s. sýna­töku, ein­angrun eða sótt­kví í sam­ræmi við 14. gr. sótt­varna­laga.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur ekki enn þurft að taka ákvörðun um neinar þvingunaraðgerðir. Sannfæringarkraftur landamæravarða hefur verið nægur. Mynd: Almannavarnir

Í svari emb­ættis rík­is­lög­reglu­stjóra segir að ef ein­hver neiti að fara í sýna­töku og ljóst sé að við­kom­andi sé ekki und­an­þeg­inn skimun, hafi lög­regla sam­band við sótt­varn­ar­lækni sem taki ákvörðun um þving­unar­úr­ræði sem  beita skuli gagn­vart við­kom­andi ein­stak­lingi í sam­ræmi við sótt­varna­lög. 

Sótt­varna­læknir tekur ákvörðun um það hvar við­kom­andi á að dvelja á meðan hann er þving­aður í sótt­kví, til dæmis í far­sótt­ar­húsi, sam­kvæmt emb­ætti rík­is­lög­reglu­stjóra.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Aksturskostnaður Ásmundar Friðrikssonar 34 milljónir frá því að hann settist á þing
Kostnaður almennings vegna aksturs þingmanna jókst um ellefu prósent milli ára. Fjórir af þeim fimm þingmönnum sem keyra mest eru í Sjálfstæðisflokknum og fá yfir 30 prósent allra endurgreiðslna vegna aksturs.
Kjarninn 26. janúar 2022
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Tímabært að „henda grímunni“
Í dag kemur í ljós hvort dönsk stjórnvöld fallist á tillögu farsóttarnefndar um að aflétta nær öllum takmörkunum í landinu á næstu dögum. „Tímabært“ segja margir sérfræðingar en einhverjir eru þó skeptískir á tímasetningu.
Kjarninn 26. janúar 2022
Íslandsbanki býst við að verðhækkanirnar á húsnæðismarkaðnum róist á árinu.
Spá fjögurra prósenta stýrivöxtum eftir tvö ár
Í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka er gert ráð fyrir að stýrivextir verði 3,25 prósent á árinu. Í ársbyrjun 2024 verði vextirnir svo komnir í fjögur prósent, sem bankinn telur vera nálægt jafnvægisgildi þeirra.
Kjarninn 26. janúar 2022
SÁÁ fordæmir vændiskaup fyrrum formanns og ætlar að ráðast í gagngera skoðun
SÁÁ ætlar að gera nauðsynlegar umbætur á starfi sínu og kappkosta að tryggja öryggi skjólstæðinga sinna sem margir eru í viðkvæmri stöðu. „Umfram allt stöndum við með þolendum.“
Kjarninn 25. janúar 2022
Svandís Svavarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Segir þá samþjöppun sem átt hefur sér stað í sjávarútvegi ekki sanngjarna
Sjávar- og landbúnaðarráðherra og formaður Viðreisnar tókust á um sjávarútvegsmál á þingi í dag.
Kjarninn 25. janúar 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tóku við félagshagfræðilegri greiningu um Sundabraut í gær.
Sundabraut samfélagslega hagkvæm, fækkar eknum kílómetrum en fjölgar bílferðum
Ábatinn af lagningu Sundabrautar fyrir samfélagið gæti numið allt að 236 milljörðum króna, samkvæmt greiningu Mannvits og COWI. Eknum kílómetrum gæti fækkað um rúmlega 140 þúsund á dag, en daglegum bílferðum gæti að sama skapi fjölgað um þúsundir.
Kjarninn 25. janúar 2022
Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata.
„Það er lygi hjá Útlendingastofnun“
Miklar umræður sköpuðust á þingi í dag um fyrirkomulag er varðar afgreiðslu umsókna um ríkisborgararétt.
Kjarninn 25. janúar 2022
Lilja Alfreðsdóttir er ráðherra menningarmála.
Ríkisstjórnin setur 450 milljónir króna í aðgerðir fyrir tónlist og sviðslistir
Viðbótarlistamannalaun verða að stóru leyti eyrnamerkt tónlistar- og sviðslistarfólki undir 35 ára aldri og fjármunir verða settir í að styðja við ýmis konar viðburðarhald til að mæta miklum samdrætti í tekjum í kórónuveirufaraldrinum.
Kjarninn 25. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent