Hvað má valdstjórnin gera ef fólk harðneitar að fara í landamæraskimun?

Sannfæringarkraftur landamæravarða um nauðsyn sýnatöku á landamærum hefur reynst nægur. Ekki hefur þurft að beita þvingunarúrræðum eða vísa fólki rakleiðis úr landi. Þær heimildir eru þó til staðar í sóttvarnalögum og útlendingalögum.

Ekki hefur enn komið til þess að einhverjir ferðamenn gjörsamlega harðneiti að fara í skimun.
Ekki hefur enn komið til þess að einhverjir ferðamenn gjörsamlega harðneiti að fara í skimun.
Auglýsing

Frá því reglur voru hertar á landa­mærum Íslands í síð­ustu viku og allir sem til lands­ins koma voru skyld­aðir til þess að fara í COVID-­próf við kom­una hefur ekki enn komið til þess að ein­hver hafi gjör­sam­lega harð­neitað að und­ir­gang­ast sýna­töku.

Ef ein­hver neitar í fyrstu hefur verið rætt við við­kom­andi og upp­lýst um mik­il­vægi þess að hann veiti sýni. Sú aðferð hefur ekki klikkað til þessa, sam­kvæmt svari frá emb­ætti rík­is­lög­reglu­stjóra við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. Ein­hverjir hafa þó hugsað sig um klukku­stundum saman áður en þeir ákveða að und­ir­gang­ast skimun­ina.

Í kjöl­far þess að heil­brigð­is­ráð­herra boð­aði föstu­dag­inn 15. jan­úar að allir yrðu almennt skyld­aðir til að fara í tvö­falda skimun við kom­una til lands­ins óskaði Kjarn­inn eftir upp­lýs­ingum frá rík­is­lög­reglu­stjóra um það hvaða vald­heim­ildir lög­regla hefði gagn­vart þeim sem harð­neit­uðu skimun og á hverju þær vald­heim­ildir byggð­ust.

Efa­semdir höfðu verið uppi um það af hálfu heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins að laga­stoð væri fyrir þeim hertu aðgerðum sem Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir lagði til við Svandísi Svav­ars­dóttur heil­brigð­is­ráð­herra, en síðan sam­þykkti rík­is­stjórnin á fundi sínum að gera tvö­falda landamæra­skimun með fimm daga sótt­kví á milli að skyld­u. 

„Neyð­ar­úr­ræð­i,“ sagði heil­brigð­is­ráð­herra, en sótt­varna­læknir hafði lýst yfir áhyggjum af nýjum og meira smit­andi afbrigðum kór­ónu­veirunnar og upp­gangi far­ald­urs­ins í flestum nágranna­ríkjum Íslands.

Útlend­inga­lög og sótt­varna­lög

Ef svo illa færi að sann­fær­ing­ar­kraftur landamæra­varða myndi ekki duga væri ýmist hægt að vísa fólki frá land­inu eða beita það þving­unar­úr­ræðum inn­an­lands, sam­kvæmt svari emb­ættis rík­is­lög­reglu­stjóra við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Auglýsing

Heim­ild er til þess að vísa útlend­ingum sem neita að fara í skimun frá land­inu á grund­velli ákvæða útlend­inga­laga. Í sótt­varna­lögum er svo heim­ild til þess að beita þving­unar­úr­ræðum á borð við sýna­töku, ein­angrun eða sótt­kví, sem sótt­varna­læknir myndi ákveða hver ættu að vera í hverju máli fyrir sig.

„Áður en gripið er til þving­un­ar­að­gerða skal ætíð reynt að leysa mál með öðrum hætt­i,“ segir í svar­inu frá emb­ætti rík­is­lög­reglu­stjóra.

Bara hægt að vísa útlend­ingum úr landi

Eitt gildir um erlenda rík­is­borg­ara og annað fyrir Íslend­inga. Á landa­mærum hefur lög­reglan heim­ild til þess að beita frá­vís­unum gagn­vart útlend­ing­um, meðal ann­ars á grund­velli almanna­heil­brigð­is. Sú heim­ild er ekki til staðar gagn­vart Íslend­ing­um, enda ná útlend­inga­lög ekki yfir þá.

„Þannig liggja fyrir verk­lags­reglur um frá­vís­anir á grund­velli útlend­inga­laga gagn­vart þeim útlend­ingum sem geta ekki eða vilja ekki fara eftir þeim sótt­varn­ar­reglum sem í gildi eru,“ segir í svari emb­ættis rík­is­lög­reglu­stjóra.

Þar segir enn fremur að áhersla sé lögð á að skoða hvert til­vik fyrir sig. Ein­stak­lingar séu upp­lýstir um gild­andi sótt­varna­reglur og aðgerðir stjórn­valda til að koma í veg fyrir að smit ber­ist til lands­ins. Túlkar eru kall­aðir til ef þörf kref­ur.

Sótt­varna­læknir myndi þurfa að leggja til þving­unar­úr­ræði

Um heim­ildir til þess að beita þving­unar­úr­ræðum inn­an­lands er farið eftir ákvæðum sótt­varna­laga og reglu­gerðar heil­brigð­is­ráð­herra um sótt­kví og ein­angrun og sýna­töku við landa­mæri Íslands vegna COVID-19.

Neiti ein­stak­lingur að fara í sýna­töku eða sótt­kví, og und­an­þágu­skil­yrði eiga ekki við, getur sótt­varna­læknir leitað aðstoðar lög­reglu­yf­ir­valda vegna aðgerða til að varna smiti, s.s. sýna­töku, ein­angrun eða sótt­kví í sam­ræmi við 14. gr. sótt­varna­laga.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur ekki enn þurft að taka ákvörðun um neinar þvingunaraðgerðir. Sannfæringarkraftur landamæravarða hefur verið nægur. Mynd: Almannavarnir

Í svari emb­ættis rík­is­lög­reglu­stjóra segir að ef ein­hver neiti að fara í sýna­töku og ljóst sé að við­kom­andi sé ekki und­an­þeg­inn skimun, hafi lög­regla sam­band við sótt­varn­ar­lækni sem taki ákvörðun um þving­unar­úr­ræði sem  beita skuli gagn­vart við­kom­andi ein­stak­lingi í sam­ræmi við sótt­varna­lög. 

Sótt­varna­læknir tekur ákvörðun um það hvar við­kom­andi á að dvelja á meðan hann er þving­aður í sótt­kví, til dæmis í far­sótt­ar­húsi, sam­kvæmt emb­ætti rík­is­lög­reglu­stjóra.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einungis Tyrkir og Pólverjar máttu þola meiri verðhækkanir en Íslendingar í fyrra af löndunum sem Eurostat mælir
Verðbólgan á Íslandi hærri en í flestum Evrópulöndum
Verðhækkanir hérlendis voru langt umfram þróun flestra annarra Evrópulanda í fyrra, en verðbólgan í síðasta mánuði var aðeins hærri í Tyrkland og Póllandi, samkvæmt nýjum mælingum Eurostat.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Úrskurður um að afhenda héraðssaksóknara gögn frá endurskoðanda Samherja ómerktur
Landsréttur hefur ómerkt úrskurð um að embætti héraðssaksóknara eigi að fá gögn varðandi bókhald og reikningskil allra félaga Samherja frá KPMG, fyrrverandi endurskoðanda félagsins, og gert héraðsdómi að taka málið aftur fyrir.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Brexit er efnahagslegt högg fyrir Breta
Kjarninn 25. febrúar 2021
Guðjón Sigurbjartsson
Fæðuöryggi – Hvað á að gera við afa?
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tæplega 30 prósent aðspurðra í nýlegri könnun vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið.
Íslendingarnir sem vilja helst ganga í ESB
Lítil hreyfing er á afstöðu Íslendinga til inngöngu í Evrópusambandið á milli ára og enn eru fleiri andvígir en hlynntir þeirri vegferð, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu. En hvaða kjósendahópar á Íslandi vilja ganga í ESB? Kjarninn kíkti á það.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis lætur af störfum í lok apríl.
Tryggvi hættir sem umboðsmaður Alþingis eftir rúm 22 ár í starfi
Tryggvi Gunnarsson, sem skipaður var umboðsmaður Alþingis árið 1998, hefur beðist lausnar og forsætisnefnd Alþingis samþykkt beiðni hans. Nýr umboðsmaður verður kjörinn af Alþingi fyrir lok aprílmánaðar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Niðurstaðan ýmist sögð staðfesta „tilefnislausa aðför“ eða „kerfislægt misrétti“
Formaður stéttarfélagsins Eflingar og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru ekki sammála um hvernig túlka skuli niðurstöðu héraðsdóms í máli rúmenskra verkamanna gegn starfsmannaleigu og Eldum rétt. Frávísun málsins verður áfrýjað til Landsréttar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Talsvert um að fólk afþakki bólusetningu með bóluefni AstraZeneca
Sóttvarnalæknir telur enga ástæðu fyrir fólk til að afþakka eitt bóluefni umfram önnur líkt og talsverður hópur fólks hefur gert undanfarið.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent