Segir einkavæðingu banka viðkvæma jafnvel við bestu aðstæður

Gylfi Zoega segir mikla áhættu fólgna í því að kerfislega mikilvægir bankar séu í einkaeigu í nýjasta tölublaði Vísbendingar.

Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands
Auglýsing

Mikil áhætta gæti skap­ast í rekstri kerf­is­lega mik­il­vægra banka ef þeir eru í einka­eigu, sökum tak­mark­aðrar ábyrgð eig­enda þeirra og trygg­ingar um að ríkið komi þeim til bjargar þegar illa geng­ur. Einnig er mik­il­vægt að traust sé til banka­kerf­is­ins og sem minnst óvissa sé um mat á eignum bank­ans þegar á að selja hann.  

Þetta eru meðal þess sem Gylfi Zoega, hag­fræði­pró­fessor við Háskóla Íslands, og Ásgeir Brynjar Torfa­son, doktor í fjár­mál­um, minn­ast á í nýjasta tölu­blaði Vís­bend­ingar, sem kom út á föstu­dag­inn. Í blað­inu fara Gylfi og Ásgeir Brynjar yfir eign­ar­hald og rekstur við­skipta­banka, auk þess sem ýmsir áhættu­þætti fyr­ir­hug­aðrar sölu á hlut rík­is­ins í Íslands­banka eru nefnd­ir.

Breytt reglu­verk hjálpi til

Sam­kvæmt Gylfa er ekki nema von að margir hrökkvi við nú þegar minnst er á einka­væð­ingu banka, miðað við reynsl­una af bönkum í einka­eigu á tíma­bil­inu 2003-2008 og umrót­inu sem þeir ollu. Þeir hafi lánað tengdum aðil­um, keypt hluta­bréf í fyr­ir­tækjum sem einnig áttu hluta­bréf í þeim sjálf­um, fölsuðu eigið fé með sölu á hluta­bréfum til starfs­fólks og tóku gríð­ar­leg lán erlendis til þess meðal ann­ars að fjár­magna erlendar fjár­fest­ingar tengdra aðila. 

Auglýsing

Þó segir hann að reglu­verkið sem komið hefur verið á síð­ustu árin girði fyrir mikið af því sem gerð­ist árin fyrir hrun. Nú sé tak­mörk á lán­veit­ingum í erlendum gjald­miðl­um, auknar eig­in­fjár­kröfur og hömlur á fjár­fest­ingum erlendra aðila í skráðum skulda­bréf­um, en allt þetta hefur gert fjár­mála­kerfið stöðugra.  

Of mikil áhætta í einka­væddum bönkum

Þrátt fyrir þetta nefnir Gylfi að einka­væð­ing kerf­is­legra mik­il­vægra banka sé við­kvæmt ferli, og að vissan um að ríkið komi þeim til bjargar með lausafé þegar illa gengur geti skapað freistni­vanda. Einnig bendir hann á nýja rann­sókn sem sýnir fram á að tak­mörkuð ábyrgð stjórn­enda og ráð­andi eig­enda sé stærsta orsök þess að bankar taki of mikla áhættu í rekstri sín­um.  

Gylfi bætir þó við að rík­is­rekstur bank­anna gæti einnig aukið hættu á spill­ingu innan fjár­mála­kerf­is­ins, þar sem stjórn­mála­menn gætu hlut­ast til í ákvörð­unum um lán­veit­ing­ar. Aftur á móti hafi rekstur rík­is­bank­anna tveggja gengið vel síð­ustu ár og  ekki hafi komið neinar ábend­ingar um að við­skipta­vinum sé mis­mun­að. 

Mik­il­vægt að verð­meta rétt

Ásgeir Brynjar fer yfir mik­il­vægi þess að verð­meta eignir banka, það er að segja lána­söfn þeirra,  rétt ef selja á þá fyrir rétt verð. Í yfir­stand­andi heims­far­aldri sé hins vegar erfitt að meta raun­veru­legt virði ýmissa lána, þar sem óvíst sé hverjar af eignum bank­anna tap­ast og hverjum af lán­þegum þeirra verða veittir frek­ari greiðslu­frestir og hve leng­i. 

Einnig segir Ásgeir Brynjar að traust til kerf­is­ins sé algjört lyk­il­at­riði, og minn­ist á að mik­ill meiri­hluti lands­manna virð­ist and­vígur sölu bank­anna. Því til stuðn­ings bendir hann á skoð­ana­könnun frá því í febr­úar á síð­asta ári þar sem 19 pró­sent aðspurðra voru fylgj­andi því að ríkið seldi eign­ar­hlut sinn í bönk­un­um. 

Þá minn­ist Ásgeir einnig á að vegna lágra vaxta liggi fyrir á mark­aði að fjár­mögn­un­ar­kostn­aður rík­is­ins fari lækk­andi. Í slíku umhverfi sé fórn­ar­kostn­að­ur­inn af því að skulda mun minni en áður og því sé sjálf­bærni opin­berra skulda ekki áhyggju­efn­i. Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einungis Tyrkir og Pólverjar máttu þola meiri verðhækkanir en Íslendingar í fyrra af löndunum sem Eurostat mælir
Verðbólgan á Íslandi hærri en í flestum Evrópulöndum
Verðhækkanir hérlendis voru langt umfram þróun flestra annarra Evrópulanda í fyrra, en verðbólgan í síðasta mánuði var aðeins hærri í Tyrkland og Póllandi, samkvæmt nýjum mælingum Eurostat.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Úrskurður um að afhenda héraðssaksóknara gögn frá endurskoðanda Samherja ómerktur
Landsréttur hefur ómerkt úrskurð um að embætti héraðssaksóknara eigi að fá gögn varðandi bókhald og reikningskil allra félaga Samherja frá KPMG, fyrrverandi endurskoðanda félagsins, og gert héraðsdómi að taka málið aftur fyrir.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Brexit er efnahagslegt högg fyrir Breta
Kjarninn 25. febrúar 2021
Guðjón Sigurbjartsson
Fæðuöryggi – Hvað á að gera við afa?
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tæplega 30 prósent aðspurðra í nýlegri könnun vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið.
Íslendingarnir sem vilja helst ganga í ESB
Lítil hreyfing er á afstöðu Íslendinga til inngöngu í Evrópusambandið á milli ára og enn eru fleiri andvígir en hlynntir þeirri vegferð, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu. En hvaða kjósendahópar á Íslandi vilja ganga í ESB? Kjarninn kíkti á það.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis lætur af störfum í lok apríl.
Tryggvi hættir sem umboðsmaður Alþingis eftir rúm 22 ár í starfi
Tryggvi Gunnarsson, sem skipaður var umboðsmaður Alþingis árið 1998, hefur beðist lausnar og forsætisnefnd Alþingis samþykkt beiðni hans. Nýr umboðsmaður verður kjörinn af Alþingi fyrir lok aprílmánaðar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Niðurstaðan ýmist sögð staðfesta „tilefnislausa aðför“ eða „kerfislægt misrétti“
Formaður stéttarfélagsins Eflingar og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru ekki sammála um hvernig túlka skuli niðurstöðu héraðsdóms í máli rúmenskra verkamanna gegn starfsmannaleigu og Eldum rétt. Frávísun málsins verður áfrýjað til Landsréttar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Talsvert um að fólk afþakki bólusetningu með bóluefni AstraZeneca
Sóttvarnalæknir telur enga ástæðu fyrir fólk til að afþakka eitt bóluefni umfram önnur líkt og talsverður hópur fólks hefur gert undanfarið.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent