Rósa Björk sækist eftir oddvitasæti í Suðvesturkjördæmi

Nýjasti þingmaður Samfylkingar sækist eftir því að leiða lista flokksins í Suðvesturkjördæmi, sem Guðmundur Andri Thorsson leiddi í kosningunum árið 2017. Rósa Björk fer því ekki fram í Reykjavík, þrátt fyrir að hafa tekið þátt í skoðanakönnun þar.

Rósa Björk Brynjólfsdóttir sækist eftir efsta sæti hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi.
Rósa Björk Brynjólfsdóttir sækist eftir efsta sæti hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi.
Auglýsing

Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Samfylkingarinnar sækist eftir því að leiða lista flokksins í Suðvesturkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Frá þessu greinir hún í tilkynningu.

Hún er núverandi þingmaður kjördæmisins og leiddi lista Vinstri grænna þar í kosningunum árið 2017. Rósa Björk sagði sig úr VG í september á síðasta ári og var utan flokka í nokkra mánuði áður en hún gekk til liðs við þingflokk Samfylkingarinnar um miðjan desember.

„Ég hef fulla trú á að stefna og sýn Samfylkingarinnar eigi mikinn hljómgrunn hjá kjósendum í Suðvesturkjördæmi, sem og annars staðar og mun ég leggja mig alla fram um að vinna vel í þágu þeirra, nú sem áður. Ég hlakka til að takast á við krefjandi en spennandi verkefni á næsta kjörtímabili,“ segir Rósa Björk í tilkynningu.

Fer ekki fram í Reykjavík

Þingmaðurinn tók þátt í umtalaðri leynilegri skoðanakönnun Samfylkingarinnar í Reykjavík nýlega. Samkvæmt niðurstöðum þeirrar könnunar, sem sagt var frá að hluta í Fréttablaðinu í síðustu viku, var hún á meðal þeirra fimm einstaklinga sem flestir þátttakendur vildu sjá skipa efstu sæti lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur.

Auglýsing

Nú er hins vegar ljóst að hún mun ekki fara fram í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna, heldur sækjast eftir efsta sætinu á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi, fjölmennasta kjördæmi landsins.

Guðmundur Andri Thorsson þingmaður leiddi lista Samfylkingarinnar þar í síðustu alþingiskosningum. Samfylkingin fékk einungis einn þingmann kjörinn í kjördæminu og 12,15 prósent atkvæða.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Hver er stefna stjórnmálaflokkanna í umhverfismálum?
Kjarninn 16. september 2021
Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Boðuð útgjaldaaukning Pírata er ekki fullfjármögnuð
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Halldóru Mogensen um að kosningaloforð Pírata séu fullfjármögnuð með nýjum tekjuöflunarleiðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jón Steindór Valdimarsson
Drifkraftur nýrra lausna í loftslagsmálum
Kjarninn 16. september 2021
Mikil skekkja er í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunarleiðinni sem flokkurinn sá fyrir að fjármagna kosningaloforð sín með.
Tugmilljarða skekkja í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunaraðgerð þeirra
Þingmaður Pírata segir að flokkurinn sé að endurskoða útreikninga sína á áhrifum 3,75 prósentustiga hækkunar efsta þreps tekjuskattskerfisins, eftir að bent var á að þar skeikaði tugmilljörðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jóhann S. Bogason
Vesalings Færeyingarnir
Kjarninn 16. september 2021
Kolefnisgjald leggst meðal annars á bensín og dísil olíu.
Meirihluti stjórnmálaflokka vill hækka kolefnisgjald
Passa verður að kolefnisgjald leggist ekki þyngst á þau sem minnst hafa á milli handanna að mati þeirra flokka sem vilja hækka kolefnisgjald. Útblástur frá vegasamgöngum er helsta uppspretta losunar sem er á beinni ábyrgð Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Liðin tíð að Bandaríkin veiti Íslandi aðstoð „vegna góðvildar“
Íslendingar þurfa tromp á hendi til að vekja áhuga Bandaríkjanna til að styðja landið diplómatísk í alþjóðasamfélaginu og veita viðskiptalegar eða efnahagslegar ívilnanir, að því er fram kemur í þættinum Völundarhús utanríkismála Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 3: Áhugi Bandaríkjanna á Íslandi
Kjarninn 16. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent