Vísindamenn uggandi vegna nýrra afbrigða veirunnar

Þó að litlar rannsóknir á rannsóknarstofum bendi til þess að mótefni fyrri sýkinga af völdum kórónuveirunnar og að vörn sem bóluefni eiga að veita dugi minna gegn suðurafríska afbrigðinu en öðrum er ekki þar með sagt að sú yrði niðurstaðan „í raunheimum”.

Ungur drengur bíður eftir mataraðstoð í Jóhannesarborg. Útbreiðsla faraldursins í Suður-Afríku hefur valdið því að öll þjónusta er í hægagangi.
Ungur drengur bíður eftir mataraðstoð í Jóhannesarborg. Útbreiðsla faraldursins í Suður-Afríku hefur valdið því að öll þjónusta er í hægagangi.
Auglýsing

Vís­bend­ingar eru um að bólu­efni sem þegar hafa verið þróuð gegn COVID-19 veiti ekki vörn gegn sýk­ingu af afbrigði kór­ónu­veirunnar sem fyrst greind­ist í Suð­ur­-Afr­íku. Óvissa um ónæmi sem bólu­efni veita sem og fyrri sýk­ingar af COVID-19 hefur einnig vaknað vegna ann­arra stökk­breyttra afbrigða veirunn­ar. Vís­inda­menn víða um heim vinna nú hörðum höndum að því að kom­ast að hinu sanna með því að fara yfir gögn sem streymt hafa inn um nýju afbrigðin síð­ustu daga.   „Sum gögnin sem ég hef séð und­an­farna daga hafa valdið mér miklum ótta,“ hefur vís­inda­tíma­ritið Nat­ure eftir Daniel Alt­mann, ónæm­is­fræð­ingi við Imper­ial Col­lege í London. Hann segir mögu­legt að nýju bólu­efnin gegn COVID-19 veiti ekki full­nægj­andi vörn gegn sumum hinna nýju afbrigða.Gögnin sem hann vísar til eru nið­ur­stöður úr blóð­rann­sóknum á litlum hópi fólks sem annað hvort hefur þegar fengið COVID-19 eða bólu­setn­ingu gegn sjúk­dómn­um. Í rann­sókn­inni var aðeins kannað hvort að mótefni fólks­ins væru nægj­an­leg til að hindra að veiran sýkti frumur lík­am­ans en ekki hver áhrif ann­arra þátta í ónæm­is­kerfi þeirra gætu ver­ið. Enn er því mikil vinna fyrir höndum áður en hægt er að slá nokkru föstu. „Skipta þessar breyt­ingar [á veirunni] ein­hverju máli? Ég veit það satt best að segja ekki,“ hefur Nat­ure eftir Paul Bieni­asz, veiru­fræð­ingi við Rockefell­er-há­skóla í New York-­borg, en hann kom að einni blóð­rann­sókn­inni.

AuglýsingKórónuveiran dregur nafn sitt af gaddapróteinunum sem umleika hana. Mynd: EPA

Þó að mörg afbrigði veirunnar sem hafa litið dags­ins ljós síð­ustu vikur veki áhyggjur þar sem þau eru talin meira smit­andi en önnur er það sér­stak­lega stofn­inn sem upp­götv­að­ist í Suð­ur­-Afr­íku sem vís­inda­menn ótt­ast.Afbrigð­ið, sem hefur fengið nafnið 501Y.V2 í heimi vís­ind­anna, er talið hafa orðið til þess að mik­ill far­aldur breidd­ist hratt út í aust­ur­hluta Suð­ur­-Afr­íku í nóv­em­ber og hefur síðan þá beiðst út um allt landið og nú til ann­arra landa. Það var Tulio de Oli­veira, líf­tækni­fræð­ingur við KwaZulu-Na­tal-há­skóla í Durban sem greindi afbrigðið fyrst og komst teymi hans að því að miklar stökk­breyt­ingar eru að finna í gadda­próteini hennar frá flestum öðrum afbrigð­um. Það er gadda­próteinið sem kór­ónu­veirur draga nafn sitt af og er það sem veldur því að veiran getur fest sig við frumur manns­lík­am­ans og kom­ist inn í þær.

Fólk að sýkj­ast afturHér­aðið Aust­ur-Höfði varð illa úti í fyrstu bylgju far­ald­urs­ins og þegar hann bloss­aði upp að nýju í sama hér­aði í nóv­em­ber og nýja afbirgðið greind­ist fóru að vakna spurn­ingar um hvort ónæmi af fyrri afbrigðum veitti ekki vörn gegn sýk­ingu af völdum þess nýja.Í kjöl­farið hófust rann­sóknir byggðar á blóð­sýnum úr fólki sem hafði sýkst af öðrum afbrigðum og nið­ur­staðan hingað til er sú að mótefni sem þar er að finna verst suð­ur­a­fríska afbrigð­inu verr en öðr­um. „Þetta er mikið áhyggju­efn­i,“ hefur Nat­ure eftir Oli­veira.Í frétta­skýr­ingu tíma­rits­ins kemur fram að dæmi séu um að fólk sem fengið hefur COVID-19 hafi sýkst aftur vegna suð­ur­a­fríska afbrigð­is­ins. Oli­veira segir því mögu­legt að afbrigðið hafi eig­in­leika til að kom­ast í gegnum þær varnir sem mótefni gegn fyrri afbrigðum veita.

Tóm strönd. Faraldurinn hefur breytt okkar daglega lífi. Mynd: EPAVís­inda­menn í Suð­ur­-Afr­íku og víðar eru nú að hefja frek­ari rann­sóknir vegna máls­ins og verður þeim m.a. sér­stak­lega beint að því hvort að bólu­efni sem þegar hafa verið þróuð gegn COVID-19 virki gegn nýja afbrigð­inu. Frum­nið­ur­stöður slíkra rann­sókna hafa þegar sýnt að virkni bólu­efna Pfizer og Moderna minnkar aðeins lít­il­lega þegar ákveðnar stökk­breyt­ingar suð­ur­a­fríska afbrigð­is­ins eiga í hlut. Þó að vís­inda­menn segi þetta góðs viti á enn eftir að fara dýpra ofan í rann­sókn­ir. Þar sem rann­sókn­irnar hafa hingað til aðeins verið bundnar við rann­sókn­ar­stofur er ekki hægt að full­yrða að bólu­efnin veiti sam­bæri­lega vörn gegn nýja afbrigð­inu og öðrum „í raun­heim­um“. 

Ekk­ert úti­lokað

Sér­fræð­ingur í RNA-veiru­fræðum við háskól­ann í Bern í Sviss segir of snemmt að segja til um hvort að hin nýju bólu­efni, sem eru sum hver þróuð með svo­kall­aðri mRNA-­tækni, dugi. Það er hins vegar alls ekki úti­lok­að. „Þó að bólu­efnin ráð­ist aðeins gegn erfða­ein­ingu gadda­próteins­ins þá ættu þau enn að geta fram­kallað ónæm­is­við­brögð gegn þessum nýju afbrigð­u­m.“Breska afbrigðið svo­kall­aða, sem sumir vilja kenna við Kent-­sýslu þar sem það upp­götv­að­ist fyrst, er einnig talið hafa svip­aða eig­in­leika og það suð­ur­a­fríska. Í fyrstu var talið að það væri allt að 70 pró­sent meira smit­andi en fyrri afbrigði en nú þykir ljóst að smit­hættan er lík­lega alls ekki svo mikil heldur nær 35 pró­sent meiri en þekkst hef­ur.

Óvissa og meiri óvissa

 Rann­sókn líf­tækni­fyr­ir­tæk­is­ins BioNtech, sem kom að þróun bólu­efnis með Pfiz­er, hefur sýnt að bólu­efnið getur varist sýk­ingu af völdum breska afbrigð­is­ins nægi­lega. Sú rann­sókn var lítil og önnur lítil rann­sókn vís­inda­manna við Háskól­ann í Cambridge leiddi í ljós örlítið minni vörn efn­is­ins gegn afbrigð­inu. Það ætti hins vegar ekki að koma að sök í stóru mynd­inni, segja vís­inda­menn.Óvissa er því svarið sem vís­inda­heim­ur­inn getur gefið á þess­ari stundu við því hvort að bólu­efnin gagn­ist gegn nýjum afbrigðum veirunn­ar. Oli­veira, sá sem greindi fyrst suð­ur­a­fríska afbrigð­ið, segir að vís­bend­ingar um að fólk sem fengið hafði COVID-19 sé aftur að sýkj­ast vera stóra áhyggju­efnið og rann­sókn­ar­verk­efnið á næst­unni. „Ef það reyn­ist til­fellið er hug­myndin um hjarð­ó­næmi aðeins fjar­lægur draumur – að minnsta kosti hvað snertir nátt­úru­legt hjarð­ó­næmi.“Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinunn Bragadóttir og Steinunn Rögnvaldsdóttir
Efnahagsaðgerðir, jafnrétti og besta nýtingin á almannafé
Kjarninn 4. mars 2021
Borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík getur vel við unað. Allir flokkar innan hans hafa bætt við sig fylgi það sem af er kjörtímabilinu. Næst verður kosið í borginni eftir rúmt ár, 2022.
Fylgi Sjálfstæðisflokks í borginni dregst mikið saman og Samfylkingin mælist stærst
Vinstri græn næstum tvöfalda fylgi sitt í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun og myndu bæta við sig borgarfulltrúa á kostnað Sjálfstæðisflokks. Allir flokkarnir í meirihlutanum bæta við sig fylgi en allir flokkar í minnihluta utan Sósíalistaflokks tapa fylgi.
Kjarninn 4. mars 2021
Það er að birta til í faraldrinum, ári eftir að hann hófst hér á landi.
Tíu fróðleiksmolar um faraldurinn á Íslandi
Við höfum kannski ekki átt sjö dagana sæla í ýmsum skilningi undanfarna mánuði en við fikrumst þó í átt að viku án greindra smita á ný sem hefur ekki gerst síðan í júlí. Frá upphafi faraldursins fyrir rúmu ári hafa samtals 104 dagar verið án nýrra smita.
Kjarninn 3. mars 2021
„Þetta er mjög krítísk staða – órói sem sýnir að kvika sé að brjóta skorpuna en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer.“
„Þetta er mjög krítísk staða“
„Þetta er mjög krítísk staða,“ segir Freysteinn Sigmundsson deildarforseti jarðvísindadeildar Háskóla Íslands um gosóróann á Reykjanesi sem sýni að kvika sé að brjóta jarðskorpuna „en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer“.
Kjarninn 3. mars 2021
Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Allur afli á markað
Kjarninn 3. mars 2021
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Engar hamfarir yfirvofandi“
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir sterkt merki um að gos sé að hefjast á Reykjanesi en bendir ennfremur á að engar hamfarir séu yfirvofandi.
Kjarninn 3. mars 2021
Óróapúlsinn mælist við Litla Hrút, suður af Keili.
Órói mælist á Reykjanesi
Eldgos er mögulega að hefjast á Reykjanesi. Það myndi ekki ógna byggð né vegasamgöngum. Óróapúls byrjaði að mælast kl. 14:20, en slíkir púlsar margra smárra jarðskjálfta mælast gjarnan í aðdraganda eldgosa. Síðast gaus á Reykjanesi á 13. öld.
Kjarninn 3. mars 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Mæla á fyrir tillögu um að Alþingi biðjist afsökunar á Landsdómsmálinu
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem felur í sér að Geir H. Haarde, og þeir þrír ráðherrar sem ekki var ákveðið að ákæra, verði beðin afsökunar á Landsdómsmálinu. Til stendur að mæla fyrir málinu í dag.
Kjarninn 3. mars 2021
Meira úr sama flokkiErlent