Vísindamenn uggandi vegna nýrra afbrigða veirunnar

Þó að litlar rannsóknir á rannsóknarstofum bendi til þess að mótefni fyrri sýkinga af völdum kórónuveirunnar og að vörn sem bóluefni eiga að veita dugi minna gegn suðurafríska afbrigðinu en öðrum er ekki þar með sagt að sú yrði niðurstaðan „í raunheimum”.

Ungur drengur bíður eftir mataraðstoð í Jóhannesarborg. Útbreiðsla faraldursins í Suður-Afríku hefur valdið því að öll þjónusta er í hægagangi.
Ungur drengur bíður eftir mataraðstoð í Jóhannesarborg. Útbreiðsla faraldursins í Suður-Afríku hefur valdið því að öll þjónusta er í hægagangi.
Auglýsing

Vís­bend­ingar eru um að bólu­efni sem þegar hafa verið þróuð gegn COVID-19 veiti ekki vörn gegn sýk­ingu af afbrigði kór­ónu­veirunnar sem fyrst greind­ist í Suð­ur­-Afr­íku. Óvissa um ónæmi sem bólu­efni veita sem og fyrri sýk­ingar af COVID-19 hefur einnig vaknað vegna ann­arra stökk­breyttra afbrigða veirunn­ar. Vís­inda­menn víða um heim vinna nú hörðum höndum að því að kom­ast að hinu sanna með því að fara yfir gögn sem streymt hafa inn um nýju afbrigðin síð­ustu daga.   



„Sum gögnin sem ég hef séð und­an­farna daga hafa valdið mér miklum ótta,“ hefur vís­inda­tíma­ritið Nat­ure eftir Daniel Alt­mann, ónæm­is­fræð­ingi við Imper­ial Col­lege í London. Hann segir mögu­legt að nýju bólu­efnin gegn COVID-19 veiti ekki full­nægj­andi vörn gegn sumum hinna nýju afbrigða.



Gögnin sem hann vísar til eru nið­ur­stöður úr blóð­rann­sóknum á litlum hópi fólks sem annað hvort hefur þegar fengið COVID-19 eða bólu­setn­ingu gegn sjúk­dómn­um. Í rann­sókn­inni var aðeins kannað hvort að mótefni fólks­ins væru nægj­an­leg til að hindra að veiran sýkti frumur lík­am­ans en ekki hver áhrif ann­arra þátta í ónæm­is­kerfi þeirra gætu ver­ið. Enn er því mikil vinna fyrir höndum áður en hægt er að slá nokkru föstu. „Skipta þessar breyt­ingar [á veirunni] ein­hverju máli? Ég veit það satt best að segja ekki,“ hefur Nat­ure eftir Paul Bieni­asz, veiru­fræð­ingi við Rockefell­er-há­skóla í New York-­borg, en hann kom að einni blóð­rann­sókn­inni.

Auglýsing



Kórónuveiran dregur nafn sitt af gaddapróteinunum sem umleika hana. Mynd: EPA

Þó að mörg afbrigði veirunnar sem hafa litið dags­ins ljós síð­ustu vikur veki áhyggjur þar sem þau eru talin meira smit­andi en önnur er það sér­stak­lega stofn­inn sem upp­götv­að­ist í Suð­ur­-Afr­íku sem vís­inda­menn ótt­ast.



Afbrigð­ið, sem hefur fengið nafnið 501Y.V2 í heimi vís­ind­anna, er talið hafa orðið til þess að mik­ill far­aldur breidd­ist hratt út í aust­ur­hluta Suð­ur­-Afr­íku í nóv­em­ber og hefur síðan þá beiðst út um allt landið og nú til ann­arra landa. Það var Tulio de Oli­veira, líf­tækni­fræð­ingur við KwaZulu-Na­tal-há­skóla í Durban sem greindi afbrigðið fyrst og komst teymi hans að því að miklar stökk­breyt­ingar eru að finna í gadda­próteini hennar frá flestum öðrum afbrigð­um. Það er gadda­próteinið sem kór­ónu­veirur draga nafn sitt af og er það sem veldur því að veiran getur fest sig við frumur manns­lík­am­ans og kom­ist inn í þær.

Fólk að sýkj­ast aftur



Hér­aðið Aust­ur-Höfði varð illa úti í fyrstu bylgju far­ald­urs­ins og þegar hann bloss­aði upp að nýju í sama hér­aði í nóv­em­ber og nýja afbirgðið greind­ist fóru að vakna spurn­ingar um hvort ónæmi af fyrri afbrigðum veitti ekki vörn gegn sýk­ingu af völdum þess nýja.



Í kjöl­farið hófust rann­sóknir byggðar á blóð­sýnum úr fólki sem hafði sýkst af öðrum afbrigðum og nið­ur­staðan hingað til er sú að mótefni sem þar er að finna verst suð­ur­a­fríska afbrigð­inu verr en öðr­um. „Þetta er mikið áhyggju­efn­i,“ hefur Nat­ure eftir Oli­veira.



Í frétta­skýr­ingu tíma­rits­ins kemur fram að dæmi séu um að fólk sem fengið hefur COVID-19 hafi sýkst aftur vegna suð­ur­a­fríska afbrigð­is­ins. Oli­veira segir því mögu­legt að afbrigðið hafi eig­in­leika til að kom­ast í gegnum þær varnir sem mótefni gegn fyrri afbrigðum veita.

Tóm strönd. Faraldurinn hefur breytt okkar daglega lífi. Mynd: EPA



Vís­inda­menn í Suð­ur­-Afr­íku og víðar eru nú að hefja frek­ari rann­sóknir vegna máls­ins og verður þeim m.a. sér­stak­lega beint að því hvort að bólu­efni sem þegar hafa verið þróuð gegn COVID-19 virki gegn nýja afbrigð­inu. Frum­nið­ur­stöður slíkra rann­sókna hafa þegar sýnt að virkni bólu­efna Pfizer og Moderna minnkar aðeins lít­il­lega þegar ákveðnar stökk­breyt­ingar suð­ur­a­fríska afbrigð­is­ins eiga í hlut. Þó að vís­inda­menn segi þetta góðs viti á enn eftir að fara dýpra ofan í rann­sókn­ir. Þar sem rann­sókn­irnar hafa hingað til aðeins verið bundnar við rann­sókn­ar­stofur er ekki hægt að full­yrða að bólu­efnin veiti sam­bæri­lega vörn gegn nýja afbrigð­inu og öðrum „í raun­heim­um“. 

Ekk­ert úti­lokað

Sér­fræð­ingur í RNA-veiru­fræðum við háskól­ann í Bern í Sviss segir of snemmt að segja til um hvort að hin nýju bólu­efni, sem eru sum hver þróuð með svo­kall­aðri mRNA-­tækni, dugi. Það er hins vegar alls ekki úti­lok­að. „Þó að bólu­efnin ráð­ist aðeins gegn erfða­ein­ingu gadda­próteins­ins þá ættu þau enn að geta fram­kallað ónæm­is­við­brögð gegn þessum nýju afbrigð­u­m.“



Breska afbrigðið svo­kall­aða, sem sumir vilja kenna við Kent-­sýslu þar sem það upp­götv­að­ist fyrst, er einnig talið hafa svip­aða eig­in­leika og það suð­ur­a­fríska. Í fyrstu var talið að það væri allt að 70 pró­sent meira smit­andi en fyrri afbrigði en nú þykir ljóst að smit­hættan er lík­lega alls ekki svo mikil heldur nær 35 pró­sent meiri en þekkst hef­ur.

Óvissa og meiri óvissa

 Rann­sókn líf­tækni­fyr­ir­tæk­is­ins BioNtech, sem kom að þróun bólu­efnis með Pfiz­er, hefur sýnt að bólu­efnið getur varist sýk­ingu af völdum breska afbrigð­is­ins nægi­lega. Sú rann­sókn var lítil og önnur lítil rann­sókn vís­inda­manna við Háskól­ann í Cambridge leiddi í ljós örlítið minni vörn efn­is­ins gegn afbrigð­inu. Það ætti hins vegar ekki að koma að sök í stóru mynd­inni, segja vís­inda­menn.



Óvissa er því svarið sem vís­inda­heim­ur­inn getur gefið á þess­ari stundu við því hvort að bólu­efnin gagn­ist gegn nýjum afbrigðum veirunn­ar. Oli­veira, sá sem greindi fyrst suð­ur­a­fríska afbrigð­ið, segir að vís­bend­ingar um að fólk sem fengið hafði COVID-19 sé aftur að sýkj­ast vera stóra áhyggju­efnið og rann­sókn­ar­verk­efnið á næst­unni. „Ef það reyn­ist til­fellið er hug­myndin um hjarð­ó­næmi aðeins fjar­lægur draumur – að minnsta kosti hvað snertir nátt­úru­legt hjarð­ó­næmi.“



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent