Fjórar af hverjum tíu auglýsingakrónum virðast hafa runnið úr landi árið 2019

Tekjur íslenskra fjölmiðla drógust saman um sjö prósent á milli áranna 2018 og 2019. Um 7,8 milljarðar af auglýsingafé innlendra aðila eru taldir hafa runnið úr landi, stór hluti til Facebook og Google. Hlutdeild RÚV á auglýsingamarkaði var 17 prósent.

Sjónvarpið var árið 2019 sem fyrr sá miðill sem tekur til sín stærstan hluta tekna á íslenskum fjölmiðlamarkaði, eða rúmlega 12,6 milljarða af alls 25 milljarða tekjum íslenskra fjölmiðla.
Sjónvarpið var árið 2019 sem fyrr sá miðill sem tekur til sín stærstan hluta tekna á íslenskum fjölmiðlamarkaði, eða rúmlega 12,6 milljarða af alls 25 milljarða tekjum íslenskra fjölmiðla.
Auglýsing

Tekjur íslenskra fjöl­miðla dróg­ust saman um 7 pró­sent á milli áranna 2018 og 2019 og námu sam­an­lagðar tekjur þeirra tæp­lega 25 millj­örð­um. Rúmur fjórð­ungur allra tekna fjöl­miðla á Íslandi árið 2019 rann til Rík­is­út­varps­ins og um 85 pró­sent af sam­an­lögðum tekjum fjöl­miðla runnu til fimm stærstu aðil­anna á fjöl­miðla­mark­aði.

Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hag­stofu Íslands, sem birti sam­an­tekt um þróun á tekjum fjöl­miðla og þróun íslenska aug­lýs­inga­mark­að­ar­ins á vef sínum í morg­un. Athygli vekur að Hag­stof­unni reikn­ast til að rúm­lega fjórar af hverjum tíu krónum sem varið var í aug­lýs­ingar runnu til erlendra aðila, eða 41 pró­sent. Þetta hlut­fall hefur auk­ist hratt á und­an­förnum árum og aldrei verið hærra í tölum Hag­stof­unn­ar.

Í umfjöllun Hag­stof­unnar segir að það sé marg­vís­legum erf­ið­leikum bundið að henda reiður á þetta, þar sem erlendir aug­lýs­inga­miðlar skuldi íslenskum yfir­völdum upp­lýs­ingar um greiðslur sem til þeirra renna vegna birt­ing­ar. Hag­stofan áætlar þó að um 7,8 millj­arðar króna vegna kaupa á aug­lýs­ingum hafi runnið úr landi á síð­asta ári, en 11,5 millj­arðar farið til inn­lendra fjöl­miðla og kvik­mynda­húsa.

Tals­verður hluti til Face­book og Google

Hag­stofan segir að án efa megi rekja sam­drátt í aug­lýs­inga­tekjum íslenskra fjöl­miðla til aug­lýs­inga­birt­inga á erlendum vef­síðum og miðl­um. Þó verði einnig að hafa hug­fast að tals­verður hluti þess fjár sem greiddur var til erlendra aðila sé vegna aug­lýs­inga sem beint var að erlendum neyt­end­um, ekki síst í tengslum við ferða­mennsku. 

Auglýsing

Því geti þær krónur sem fari úr landi ekki reikn­ast alfarið sem tekju­tap inn­lendra fjöl­miðla. Hag­stofan segir þó einnig að engar upp­lýs­ingar séu til­tækar um slíka skipt­ingu.

Þó megi gera ráð fyrir að umtals­verður hluti af þeim aug­lýs­inga­krónum sem fari úr landi renni til banda­rísku stór­fyr­ir­tækj­anna Face­book og Goog­le, en upp­lýs­ingar um rúm­lega fjög­urra millj­arða króna greiðslu­korta­við­skipti sýni að um 90 pró­sent hafi runnið til þess­ara tveggja aðila. 

Hlut­deild RÚV í aug­lýs­inga­tekjum 17 pró­sent

Fram kemur í tölum Hag­stof­unnar að hlut­deild Rík­is­út­varps­ins í aug­lýs­inga­tekjum hafi hækkað úr 16 pró­sentum og upp í 17 pró­sent á milli áranna 2018 og 2019. Hlutur RÚV í sam­an­lögðum aug­lýs­inga­tekjum ljós­vaka­miðla hækk­aði úr 40 upp í 44 pró­sent, en árið 2019 tók RÚV til sín 38 pró­sent af aug­lýs­inga­tekjum í útvarpi og 49 pró­sent af aug­lýs­inga­tekjum í sjón­varpi. RÚV aug­lýsir ekki á vef­miðli sín­um.

Mynd: Hagstofa Íslands

Hlutur Rík­is­út­varps­ins í aug­lýs­inga­tekjum hefur farið lít­il­lega lækk­andi frá árinu 1997, þegar hlut­deildin var 20 pró­sent, en á árunum fyrir efna­hags­hrunið 2008 var hlut­deild RÚV í heild­ar­aug­lýs­inga­kök­unni mun lægri.

Hlut­deild RÚV af öllum tekjum fjöl­miðla á Íslandi var sam­kvæmt Hag­stof­unni 26 pró­sent árið 2019, á meðan að einka­reknir fjöl­miðlar taka til sín 74 pró­sent af tekj­unum á fjöl­miðla­mark­að­i.

Vef­miðlar með um 7 pró­sent af tekj­unum

Sam­kvæmt tölum Hag­stof­unnar voru íslenskir vef­miðlar með um sjö pró­sent af öllum tekjum íslenskra fjöl­miðla árið 2019. Tekjur sjón­varps­miðla eru sem fyrr stærsti hluti sam­an­lagðra tekna fjöl­miðla, eða rúmir 12,6 millj­arðar af þeim tæpu 25 millj­örðum sem féllu til íslenskra fjöl­miðla árið 2019.

Tæpur fjórð­ungur rann til dag­blaða og viku­blaða, um fjórtán pró­sent til útvarps og tæp sjö pró­sent til tíma­rita og ann­arra blaða.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einungis Tyrkir og Pólverjar máttu þola meiri verðhækkanir en Íslendingar í fyrra af löndunum sem Eurostat mælir
Verðbólgan á Íslandi hærri en í flestum Evrópulöndum
Verðhækkanir hérlendis voru langt umfram þróun flestra annarra Evrópulanda í fyrra, en verðbólgan í síðasta mánuði var aðeins hærri í Tyrkland og Póllandi, samkvæmt nýjum mælingum Eurostat.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Úrskurður um að afhenda héraðssaksóknara gögn frá endurskoðanda Samherja ómerktur
Landsréttur hefur ómerkt úrskurð um að embætti héraðssaksóknara eigi að fá gögn varðandi bókhald og reikningskil allra félaga Samherja frá KPMG, fyrrverandi endurskoðanda félagsins, og gert héraðsdómi að taka málið aftur fyrir.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Brexit er efnahagslegt högg fyrir Breta
Kjarninn 25. febrúar 2021
Guðjón Sigurbjartsson
Fæðuöryggi – Hvað á að gera við afa?
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tæplega 30 prósent aðspurðra í nýlegri könnun vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið.
Íslendingarnir sem vilja helst ganga í ESB
Lítil hreyfing er á afstöðu Íslendinga til inngöngu í Evrópusambandið á milli ára og enn eru fleiri andvígir en hlynntir þeirri vegferð, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu. En hvaða kjósendahópar á Íslandi vilja ganga í ESB? Kjarninn kíkti á það.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis lætur af störfum í lok apríl.
Tryggvi hættir sem umboðsmaður Alþingis eftir rúm 22 ár í starfi
Tryggvi Gunnarsson, sem skipaður var umboðsmaður Alþingis árið 1998, hefur beðist lausnar og forsætisnefnd Alþingis samþykkt beiðni hans. Nýr umboðsmaður verður kjörinn af Alþingi fyrir lok aprílmánaðar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Niðurstaðan ýmist sögð staðfesta „tilefnislausa aðför“ eða „kerfislægt misrétti“
Formaður stéttarfélagsins Eflingar og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru ekki sammála um hvernig túlka skuli niðurstöðu héraðsdóms í máli rúmenskra verkamanna gegn starfsmannaleigu og Eldum rétt. Frávísun málsins verður áfrýjað til Landsréttar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Talsvert um að fólk afþakki bólusetningu með bóluefni AstraZeneca
Sóttvarnalæknir telur enga ástæðu fyrir fólk til að afþakka eitt bóluefni umfram önnur líkt og talsverður hópur fólks hefur gert undanfarið.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent