Sádi-Arabía áformar að byggja 170 kílómetra langa bíllausa borg

Engir vegir, ekkert vesen. Krónprins Sádi-Arabíu hefur kynnt áform um byggingu 170 kílómetra langrar borgar þar sem enginn íbúi mun þurfa að ganga lengur en 5 mínútur eftir allri nauðsynlegri þjónustu og öll ferðalög fara fram neðanjarðar.

Línan á að teygja sig 170 kílómetra inn í eyðimörkina.
Línan á að teygja sig 170 kílómetra inn í eyðimörkina.
Auglýsing

Mohammed bin Salman krón­prins Sádi-­Ar­abíu kynnti í upp­hafi árs gríð­ar­lega stór­tækar áætl­anir rík­is­ins um upp­bygg­ingu borgar sem á að liggja í 170 kíló­metra beinni línu á Rauða­hafs­strönd rík­is­ins, í norðri, nærri landa­mær­unum að Jórdan­íu. Verk­efnið gengur undir vinnu­heit­inu Línan.

Þar eiga ekki að vera neinir vegir á yfir­borð­inu og þeir milljón íbúar sem sagðir eru eiga að geta búið í borg­inni í fyll­ingu tím­ans eiga ekki að þurfa að ganga lengur en 5 mín­útur eftir allri nauð­syn­legri þjón­ustu, í hverfisklösum sem verða byggðir í beinni línu frá strönd­inni og lengst inn í eyði­mörk­ina. Borgin á að verða algjör­lega kolefn­is­hlut­laus.

Þetta hljómar ótrú­lega. Og senni­lega er það til­fellið. Krón­pris­inn full­yrðir að hægt verði að ferð­ast úr einum enda borg­ar­innar í annan á ein­ungis 20 mín­út­u­m. 

Auglýsing

Sádar virð­ast þannig sjá fyrir sér að ferð­ast verði með Hyperloop-of­ur­hrað­lestum í loft­tæmdum göngum undir yfir­borð­inu á mörg­hund­ruð kíló­metra hraða á klukku­stund. Sú tækni er ekki enn full­gerð, en hefur verið á teikni­borð­inu árum sam­an. 

Undir yfir­borð­inu á einnig að verða „ósýni­legt lag inn­viða“ þar sem vöru­flutn­ingar fyrir borg­ar­ana munu fara fram.Mynd: Kynningarefni LínunnarBin Salman segir í háfleygu kynn­ing­ar­mynd­bandi að verk­efnið sé hugsað til þess að takast á við vand­ann sem fylgi mengun og umferð­ar­slysum og til þess að koma í veg fyrir að fólk þurfi að verja klukku­stundum á dag í að koma sér til og frá vinnu. Allt sem fólk þurfi verði innan seil­ing­ar.

„Af hverju ættum við að fórna nátt­úr­unni í nafni þró­un­ar? Hví skyldu 7 milljón manns deyja árlega vegna meng­un­ar? Hví ættum við að missa milljón manns árlega vegna umferð­ar­slysa?“ segir krón­prins­inn meðal ann­ars í mynd­band­in­u. 

Skýja­borg

Kynn­ingin á Lín­unni hefur fengið af blendin við­brögð og margir telja að þetta verk­efni muni ein­ungis verða til í skýrslum vel laun­aðra ráð­gjafa krón­prins­ins. Bin Salman hefur á und­an­förnum árum verið að reyna að teikna upp hvernig olíu­ríkið Sádi-­Ar­abía getur tek­ist á við heim án olíu, sem auður rík­is­ins bygg­ist að nær öllu leyti á.

Í óvæg­inni umfjöllun dálka­höf­undar hjá banda­ríska vefrit­inu VICE segir að hug­myndin sé hrein­lega afspyrnu­heimsku­leg.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldór Benjamín Þorbergsson og Sólveig Anna Jónsdóttir.
Segir óbilgirnis- og harðlínustefnu hafa verið innleidda eftir að Halldór Benjamín tók við SA
Formaður Eflingar segir atvinnurekendur hafa verið hrifna af baráttulatri verkalýðsforystu. Í Icelandair-málinu hafi ASÍ ekki bara leyst gerendur undan grófu ásettningsbroti heldur opnað á að fyrirtækið fengi umbun í formi fjárfestingar úr lífeyrissjóðum.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sveinn Runólfsson og Andrés Arnalds
Hernaður Skógræktarinnar gegn náttúru Íslands
Kjarninn 18. ágúst 2022
Alls eru nú 665 börn sem verða 12 mánaða eða eldri þann 1. september á biðlista eftir plássi á leikskólum í Reykjavík.
Kynntu sex aðgerðir til að flýta innritun barna á leikskóla
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag aðgerðaáætlun í sex liðum, sem ætluð er til þess að flýta innritun barna á leikskóla. Foreldrar ungra barna hafa sett mikinn þrýsting á borgarfulltrúa sökum þess að útgefnar áætlanir hafa ekki staðist.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og fékk fyrir það um 3,9 milljónir króna á mánuði í fyrra.
Best launuðu hagsmunaverðirnir með hátt í fjórar milljónir króna á mánuði í fyrra
Framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka sjávarútvegsfyrirtækja trónir á toppnum yfir þá hagsmunaverði sem voru með hæstu launin í fyrra. Laun stjórnenda hagsmunasamtaka eru miklu hærri en laun þeirra sem fara fyrir verkalýðsforystunni.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rigningarvatn flæðir niður stiga á neðanjarðarlestarstöð í París í gær.
Himnarnir opnuðust – Mánaðarúrkoma féll á rúmum klukkutíma
Frakkar hafa líkt og fleiri íbúar á meginlandi Evrópu glímt við fordæmalausa hita og þurrka síðustu vikur og mánuði. Nú hefur orðið stórkostleg breyting þar á.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent