Sádi-Arabía áformar að byggja 170 kílómetra langa bíllausa borg

Engir vegir, ekkert vesen. Krónprins Sádi-Arabíu hefur kynnt áform um byggingu 170 kílómetra langrar borgar þar sem enginn íbúi mun þurfa að ganga lengur en 5 mínútur eftir allri nauðsynlegri þjónustu og öll ferðalög fara fram neðanjarðar.

Línan á að teygja sig 170 kílómetra inn í eyðimörkina.
Línan á að teygja sig 170 kílómetra inn í eyðimörkina.
Auglýsing

Mohammed bin Salman krón­prins Sádi-­Ar­abíu kynnti í upp­hafi árs gríð­ar­lega stór­tækar áætl­anir rík­is­ins um upp­bygg­ingu borgar sem á að liggja í 170 kíló­metra beinni línu á Rauða­hafs­strönd rík­is­ins, í norðri, nærri landa­mær­unum að Jórdan­íu. Verk­efnið gengur undir vinnu­heit­inu Línan.

Þar eiga ekki að vera neinir vegir á yfir­borð­inu og þeir milljón íbúar sem sagðir eru eiga að geta búið í borg­inni í fyll­ingu tím­ans eiga ekki að þurfa að ganga lengur en 5 mín­útur eftir allri nauð­syn­legri þjón­ustu, í hverfisklösum sem verða byggðir í beinni línu frá strönd­inni og lengst inn í eyði­mörk­ina. Borgin á að verða algjör­lega kolefn­is­hlut­laus.

Þetta hljómar ótrú­lega. Og senni­lega er það til­fellið. Krón­pris­inn full­yrðir að hægt verði að ferð­ast úr einum enda borg­ar­innar í annan á ein­ungis 20 mín­út­u­m. 

Auglýsing

Sádar virð­ast þannig sjá fyrir sér að ferð­ast verði með Hyperloop-of­ur­hrað­lestum í loft­tæmdum göngum undir yfir­borð­inu á mörg­hund­ruð kíló­metra hraða á klukku­stund. Sú tækni er ekki enn full­gerð, en hefur verið á teikni­borð­inu árum sam­an. 

Undir yfir­borð­inu á einnig að verða „ósýni­legt lag inn­viða“ þar sem vöru­flutn­ingar fyrir borg­ar­ana munu fara fram.Mynd: Kynningarefni LínunnarBin Salman segir í háfleygu kynn­ing­ar­mynd­bandi að verk­efnið sé hugsað til þess að takast á við vand­ann sem fylgi mengun og umferð­ar­slysum og til þess að koma í veg fyrir að fólk þurfi að verja klukku­stundum á dag í að koma sér til og frá vinnu. Allt sem fólk þurfi verði innan seil­ing­ar.

„Af hverju ættum við að fórna nátt­úr­unni í nafni þró­un­ar? Hví skyldu 7 milljón manns deyja árlega vegna meng­un­ar? Hví ættum við að missa milljón manns árlega vegna umferð­ar­slysa?“ segir krón­prins­inn meðal ann­ars í mynd­band­in­u. 

Skýja­borg

Kynn­ingin á Lín­unni hefur fengið af blendin við­brögð og margir telja að þetta verk­efni muni ein­ungis verða til í skýrslum vel laun­aðra ráð­gjafa krón­prins­ins. Bin Salman hefur á und­an­förnum árum verið að reyna að teikna upp hvernig olíu­ríkið Sádi-­Ar­abía getur tek­ist á við heim án olíu, sem auður rík­is­ins bygg­ist að nær öllu leyti á.

Í óvæg­inni umfjöllun dálka­höf­undar hjá banda­ríska vefrit­inu VICE segir að hug­myndin sé hrein­lega afspyrnu­heimsku­leg.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 34. Þáttur: Hinn hugdjarfi Yoshitsune
Kjarninn 4. mars 2021
Skjálftarnir færst sunnar – Krýsuvíkursvæðið undir sérstöku eftirliti
Skjálftarnir á Reykjanesi hafa færst til suðvesturs frá því gær. Virkni færðist í aukana í morgun. Krýsuvíkursvæðið er undir sérstöku eftirliti en það kerfi teygir anga sína inn í úthverfi höfuðborgarsvæðisins.
Kjarninn 4. mars 2021
Steinunn Bragadóttir og Steinunn Rögnvaldsdóttir
Efnahagsaðgerðir, jafnrétti og besta nýtingin á almannafé
Kjarninn 4. mars 2021
Borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík getur vel við unað. Allir flokkar innan hans hafa bætt við sig fylgi það sem af er kjörtímabilinu. Næst verður kosið í borginni eftir rúmt ár, 2022.
Fylgi Sjálfstæðisflokks í borginni dregst mikið saman og Samfylkingin mælist stærst
Vinstri græn næstum tvöfalda fylgi sitt í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun og myndu bæta við sig borgarfulltrúa á kostnað Sjálfstæðisflokks. Allir flokkarnir í meirihlutanum bæta við sig fylgi en allir flokkar í minnihluta utan Sósíalistaflokks tapa fylgi.
Kjarninn 4. mars 2021
Það er að birta til í faraldrinum, ári eftir að hann hófst hér á landi.
Tíu fróðleiksmolar um faraldurinn á Íslandi
Við höfum kannski ekki átt sjö dagana sæla í ýmsum skilningi undanfarna mánuði en við fikrumst þó í átt að viku án greindra smita á ný sem hefur ekki gerst síðan í júlí. Frá upphafi faraldursins fyrir rúmu ári hafa samtals 104 dagar verið án nýrra smita.
Kjarninn 3. mars 2021
„Þetta er mjög krítísk staða – órói sem sýnir að kvika sé að brjóta skorpuna en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer.“
„Þetta er mjög krítísk staða“
„Þetta er mjög krítísk staða,“ segir Freysteinn Sigmundsson deildarforseti jarðvísindadeildar Háskóla Íslands um gosóróann á Reykjanesi sem sýni að kvika sé að brjóta jarðskorpuna „en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer“.
Kjarninn 3. mars 2021
Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Allur afli á markað
Kjarninn 3. mars 2021
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Engar hamfarir yfirvofandi“
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir sterkt merki um að gos sé að hefjast á Reykjanesi en bendir ennfremur á að engar hamfarir séu yfirvofandi.
Kjarninn 3. mars 2021
Meira úr sama flokkiErlent