Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra

Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.

fimm þúsund krónur
Auglýsing

Íslenska banka­­kerfið lán­aði atvinn­u­­fyr­ir­tækjum lands­ins alls sjö millj­arða króna í nýjum útlán­um, að frá­­­dregnum upp­­greiðslum og umfram­greiðsl­u­m, í des­em­ber síð­ast­liðn­um. Við það hækk­aði heild­ar­um­fang nýrra útlána sem veitt voru til fyr­ir­tækja á árinu 2020 veru­lega, eða upp í 7,8 millj­arða króna.

Þetta kemur fram í nýjum tölum um stöðu banka­kerf­is­ins sem Seðla­banki Íslands birti á föstu­dag.

Í októ­ber­mán­uði voru upp­­greiðslur og umfram­greiðslur atvinn­u­­fyr­ir­tækja 16 millj­­örðum krónum umfram þá upp­­hæð sem bank­­arnir lán­uðu út í ný útlán og í nóv­em­ber­mán­uði voru ný útlán 19 millj­­ónum krónum umfram það sem var greitt upp. Staðan sner­ist hins vegar við í jóla­mán­uð­inum og útlán til atvinnu­fyr­ir­tækja tóku kipp.

Sá mán­uður var einn af fjórum mán­uðum árs­ins þar sem bank­­arnir lán­uðu sem ein­hverju nemur til atvinn­u­­fyr­ir­tækja. Í mars voru 16,2 millj­­arðar króna lán­aðir út nettó, í ágúst 12,5 millj­­arðar króna og í sept­­em­ber átta millj­­arðar króna. Hina mán­uði árs­ins voru ný útlán annað hvort verið nei­­kvæð eða hverf­and­i. 

Þau voru samt sem áður langt frá því sem þau voru árið 2019, þegar heild­ar­um­fang nýrra útlána umfram upp­greiðslur og umfram­greiðsl­ur, var 105 millj­arðar króna. Mun­ur­inn er enn meiri ef borið er saman við árið 2018, þegar bank­arnir lán­uðu tæp­lega 209 millj­arða króna í ný útlán til fyr­ir­tækja, eða 27 sinnum meira en þeir gerðu í fyrra. 

Mik­ill sam­dráttur

Mik­ill vöxtur var í útlánum inn­­­láns­­­stofn­ana lands­ins á upp­gangs­tímum síð­­­­­ustu ára. Um er að ræða, að upp­­i­­­­stöðu, útlán sem Lands­­­bank­inn, Íslands­­­­­banki, Arion banki og Kvika banki veita. 

Auglýsing
Árið 2013 voru ný veitt útlán til atvinn­u­­­fyr­ir­tækja 79,2 millj­­­arðar króna. Ári síðar voru þeir 30 pró­­­sent meiri og á árinu 2015 juk­ust þau um 52 pró­­­sent. Ári síðar var heild­­­ar­um­­­fang nýrra útlána komið í 196,5 millj­­­arða króna og hélst á því róli út árið 2018, þegar það topp­aði í 208,7 millj­­­örðum króna.

Síðan þá hefur verið umtals­verður sam­­­dráttur í nýjum útlán­­­um. Árið 2019 voru þau 104,8 millj­­­arðar króna og nán­­­ast helm­ing­uð­ust á milli ára. 

Í fyrra varð síðan orðið eðl­is­breyt­ing og bank­­­arnir grein­i­­­lega haldið að sér höndum í útlánum í þeirri heimskreppu sem nú gengur yfir.

Umfangs­miklar aðgerðir skila litlu

Seðla­­­banki Íslands hefur gripið til ýmissa aðgerða vegna yfir­­­stand­andi ástands sem ætti að nýt­­­ast bönkum og við­­­skipta­vinum þeirra. Sveiflu­­­jöfn­un­­­ar­­­auki, við­­bót­­ar­­kröfur á eigið fé fjár­­­mála­­fyr­ir­tækja umfram lög­­bundnar eig­in­fjár­­­kröf­­ur, var afnumin sem losar veru­­­lega um það eigið fé sem bank­­­arnir þurfa að halda á og stýri­vextir voru lækk­­­aðir úr 4,5 pró­­­sentum niður í 0,75 pró­­­sent, sem átti að skila miklu betri kjörum fyrir við­­­skipta­vini banka. 

Seðla­­­bank­inn sagði í Fjár­­­­­mála­­­stöð­ug­­­leika­­­riti sínu sem kom út í júní 2020 að vaxta­­­lækk­­­un­­­ar­­­ferlið hafi hins vegar „ekki skilað sér alveg eins vel á inn­­­láns- og útláns­vexti KMB [kerf­is­lega mik­il­vægir bankar] og sér­­­stak­­­lega hafa vextir nýrra útlána til fyr­ir­tækja lítið lækk­­­að.“

Fjár­­­mála­­stöð­ug­­leika­­nefnd Seðla­­bank­ans ákvað að halda sveiflu­­jöfn­un­­ar­auk­­anum á fjár­­­mála­­fyr­ir­tæki í núll næstu þrjá mán­uði með ákvörðun sem var birt um miðjan des­em­ber. Ef mikil hætta er á þenslu getur Seðla­­­bank­inn hækkað auk­ann til að koma í veg fyrir of mik­inn útlána­vöxt, en ef hætta er á sam­drætti getur bank­inn lækkað auk­ann til að efla útlána­­­getu fjár­­­­­mála­­­fyr­ir­tækj­anna.

Meiri hætta á gjald­þrotum

Fjallað var áfram um þessa þróun í nýjasta Fjár­­­­­mála­­­stöð­ug­­­leika­­­riti Seðla­­­banka Íslands, sem kom út í lok sept­­em­ber­ síð­ast­lið­ins. Þar sagði að sam­­­dráttur í inn­­­­­lendum skuldum fyr­ir­tækja bendi til þess að aðgengi fyr­ir­tækja að fjár­­­­­magni sé hugs­an­­­lega tor­veld­­­ara en áður, fyrst og fremst vegna auk­innar áhættu sem end­­­ur­­­spegl­­­ast í hækk­­­andi vaxta­á­lagi fyr­ir­tækja­út­­­lána bank­anna. „Efna­hags­­­sam­­­drátt­­­ur­inn og aukin óvissa vegna far­­­sótt­­­ar­innar hefur einnig dregið veru­­­lega úr eft­ir­­­spurn eftir lánum þar sem sam­hliða dregur bæði úr áhætt­u­­­sækni fyr­ir­tækja og fram­­­boði á arð­­­bærum fjár­­­­­fest­ing­­­ar­tæki­­­fær­­­um.“

Seðla­­­bank­inn sagði þar að hann teldi að skuldir fyr­ir­tækja sem nýta sér lána­úr­ræði stjórn­­­­­valda og fjár­­­­­mála­­­fyr­ir­tækja myndi fara vax­andi. „Mörg fyr­ir­tæki hafa orðið fyrir miklum tekju­­­sam­drætti og munu fara skuld­­­sett­­­ari inn í þann efna­hags­bata sem vænta má þegar far­­­sóttin verður um garð geng­in. Áhætta fyr­ir­tækja vegna vaxta­breyt­inga og/eða tekju­­­falls eykst með auk­inni skuld­­­setn­ingu. Lágt vaxta­stig styður þó við skuld­­­sett fyr­ir­tæki að öðru óbreyttu og eykur sjálf­­­bærni skuld­­­setn­ing­­­ar.“

Versn­andi útlána­­­gæði lána­­­stofn­ana end­­­ur­­­spegl­ist hins vegar í breyttu áhætt­u­mati og vax­andi virð­is­rýrnun á öðrum árs­fjórð­ungi. Enn sem komið er hafi aðeins lít­ill hluti útlána kerf­is­lega mik­il­vægra banka til fyr­ir­tækja verið færður á stig 3 sam­­­kvæmt IFR­S-9-­­­reikn­ings­skila­­­stað­l­in­um, en við­­­búið sé að það breyt­ist næstu mis­­s­eri enda hafi orðið tvö­­­­­földun á kröf­u­virði útlána á stigi 2 og virð­is­rýrnun þeirra fimm­fald­­­ast. „Hættan á enn frek­­­ari virð­is­rýrnun og fjölgun gjald­­­þrota fer vax­and­i.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík getur vel við unað. Allir flokkar innan hans hafa bætt við sig fylgi það sem af er kjörtímabilinu. Næst verður kosið í borginni eftir rúmt ár, 2022.
Fylgi Sjálfstæðisflokks í borginni dregst mikið saman og Samfylkingin mælist stærst
Vinstri græn næstum tvöfalda fylgi sitt í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun og myndu bæta við sig borgarfulltrúa á kostnað Sjálfstæðisflokks. Allir flokkarnir í meirihlutanum bæta við sig fylgi en allir flokkar í minnihluta utan Sósíalistaflokks tapa fylgi.
Kjarninn 4. mars 2021
Það er að birta til í faraldrinum, ári eftir að hann hófst hér á landi.
Tíu fróðleiksmolar um faraldurinn á Íslandi
Við höfum kannski ekki átt sjö dagana sæla í ýmsum skilningi undanfarna mánuði en við fikrumst þó í átt að viku án greindra smita á ný sem hefur ekki gerst síðan í júlí. Frá upphafi faraldursins fyrir rúmu ári hafa samtals 104 dagar verið án nýrra smita.
Kjarninn 3. mars 2021
„Þetta er mjög krítísk staða – órói sem sýnir að kvika sé að brjóta skorpuna en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer.“
„Þetta er mjög krítísk staða“
„Þetta er mjög krítísk staða,“ segir Freysteinn Sigmundsson deildarforseti jarðvísindadeildar Háskóla Íslands um gosóróann á Reykjanesi sem sýni að kvika sé að brjóta jarðskorpuna „en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer“.
Kjarninn 3. mars 2021
Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Allur afli á markað
Kjarninn 3. mars 2021
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Engar hamfarir yfirvofandi“
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir sterkt merki um að gos sé að hefjast á Reykjanesi en bendir ennfremur á að engar hamfarir séu yfirvofandi.
Kjarninn 3. mars 2021
Óróapúlsinn mælist við Litla Hrút, suður af Keili.
Órói mælist á Reykjanesi
Eldgos er mögulega að hefjast á Reykjanesi. Það myndi ekki ógna byggð né vegasamgöngum. Óróapúls byrjaði að mælast kl. 14:20, en slíkir púlsar margra smárra jarðskjálfta mælast gjarnan í aðdraganda eldgosa. Síðast gaus á Reykjanesi á 13. öld.
Kjarninn 3. mars 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Mæla á fyrir tillögu um að Alþingi biðjist afsökunar á Landsdómsmálinu
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem felur í sér að Geir H. Haarde, og þeir þrír ráðherrar sem ekki var ákveðið að ákæra, verði beðin afsökunar á Landsdómsmálinu. Til stendur að mæla fyrir málinu í dag.
Kjarninn 3. mars 2021
Spyr hvar Alþingisappið sé
Sara Elísa Þórðardóttir, varaþingmaður Pírata, vill að komið verði á fót smáforriti þar sem almenningur getur sótt sér upplýsingar um störf þingsins. Forritið mætti fjármagna með sölu á varningi í gegnum netið.
Kjarninn 3. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent