Hafna því að búið sé að ákveða að aflýsa Ólympíuleikunum

Þetta er ekki rétt. Þetta er ekki rétt. Þannig hafa svör japanskra stjórnvalda sem og aðstandenda Ólympíuleikanna í Tókýó verið í dag vegna frétta um að þegar sé búið að ákveða að aflýsa leikunum. „Ólympíueldurinn verður kveiktur 23. júlí.“

Leikarnir áttu að fara fram í Tókýó síðasta sumar en var frestað til sumarsins 2021. Hálft ár er nú til stefnu.
Leikarnir áttu að fara fram í Tókýó síðasta sumar en var frestað til sumarsins 2021. Hálft ár er nú til stefnu.
Auglýsing

Óvissa hefur enn og aftur skap­ast um hvort Ólymp­íu­leik­arnir fari fram í Tókýó í ár líkt og ákveðið var er þeim var frestað í fyrra vegna heims­far­ald­urs­ins. Í fréttum The Times og Reuters er vitnað til ónafn­greindra heim­ild­ar­manna um að japönsk stjórn­völd hafi þegar ákveðið að aflýsa leik­unum sem fram eiga að fara í júlí.Þessum fréttum hafa stjórn­völd í Japan neitað í dag á sama tíma og far­ald­ur­inn er enn útbreiddur víð­ast hvar í heim­inum og gríð­ar­leg óvissa umlykur fram­gang bólu­setn­inga.

AuglýsingFor­sæt­is­ráð­herra Jap­ans sagði fyrr í vik­unni að enn væri stefnt að því að halda Ólymp­íu­leik­ana í júlí. Það sama sagði for­seti alþjóða ólymp­íu­nefnd­ar­inn­ar. Í kjöl­farið fóru fjöl­miðlar að kafa ofan í málið og loks birta fréttir af því að ákvörðun um að aflýsa liggi þegar fyr­ir.„Eng­inn vill vera fyrstur til að segja það en allir eru sam­mála um að þetta yrði of erfitt,“ hefur Times eftir heim­ild­ar­manni sem sagður er hátt­settur innan japönsku stjórn­sýsl­unn­ar. „Per­sónu­lega held að það verði ekki af þeim.“Frétt­irnar voru fyrst birtar í morgun og tals­maður japönsku rík­is­stjórn­ar­innar hafn­aði þeim þegar í stað. „Það er ekk­ert sann­leiks­korn í frétt­inn­i,“ sagði hann á blaða­manna­fundi.Í frétt­inni er einnig sagt að japönsk stjórn­völd og skipu­leggj­endur leik­anna í Tókýó ætli að reyna að tryggja sér leik­ana árið 2032, næstu leika sem eru „á lausu“.Mik­ill meiri­hluti almenn­ings í Japan er á því að hætta eigi við leik­ana. Í könnun sem gerð var í des­em­ber af rík­is­út­varp­inu NHK voru aðeins 27 pró­sent aðspurðra fylgj­andi því að halda þá í sum­ar. Sú könnun var gerð áður en ný bylgja far­ald­urs­ins skall á í land­inu. Síð­ustu daga hafa verið að grein­ast yfir 6.000 til­felli á dag. Á þriðju­dag lét­ust í fyrsta sinn yfir hund­rað manns á einum degi vegna COVID-19.

Slúð­ur­fréttir eða afneit­un?Borg­ar­stjóri Tókýó vís­aði fréttum um að leik­unum verði aflýst á bug í dag og sagði að engar slíkar við­ræður hefur farið fram. Enn sé stefnt að því að halda leik­ana.Aðstand­endur leik­anna segja „slúð­ur­frétt­ir“ á borð við þessar mjög óheppi­legar þar sem þús­undir íþrótta­fólks um allan heim séu að und­ir­búa sig fyrir þátt­töku. Stjórn­ar­and­staðan á jap­anska þing­inu segir hins vegar að óvissan sé þegar til staðar og því betra að taka ákvörðun fyrr en síð­ar.Ástr­alskir fjöl­miðlar hafa greint frá því í dag að for­sprakkar ólymp­íu­nefndar þar í landi segi „orðróminn“ ekki eiga við nein rök að styðj­ast. „Ólymp­íu­eld­ur­inn verður kveiktur 23. júlí 2021,“ sagði Matt Car­roll, for­maður áströlsku nefnd­ar­innar í morg­un.

Neyð­ar­á­stand í TókýóFleiri lands­nefndir hafa tjáð sig í morg­un. Bæði banda­ríska nefndin og sú kanadíska til­kynntu á Twitter að þær hefðu engar upp­lýs­ingar fengið um að til greina komi að fresta leik­un­um.Neyð­ar­á­standi hefur verið lýst yfir í Tókýó og fleiri borgum og landa­mærum Jap­ans lokað fyrir ferða­mönnum vegna þriðju bylgju far­ald­urs­ins sem nú gengur yfir.„Núna höfum við ekki nokkra ástæðu til að halda að Ólymp­íu­leik­arnir í Tókýó verði ekki settir þann 23. júlí á ólymp­íu­leik­vang­inum í Tókýó,“ hefur Reuters eftir Thomas Bach, for­seta alþjóða ólymp­íu­nefnd­ar­inn­ar.

Sex mán­uðir eru til stefnu.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einungis Tyrkir og Pólverjar máttu þola meiri verðhækkanir en Íslendingar í fyrra af löndunum sem Eurostat mælir
Verðbólgan á Íslandi hærri en í flestum Evrópulöndum
Verðhækkanir hérlendis voru langt umfram þróun flestra annarra Evrópulanda í fyrra, en verðbólgan í síðasta mánuði var aðeins hærri í Tyrkland og Póllandi, samkvæmt nýjum mælingum Eurostat.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Úrskurður um að afhenda héraðssaksóknara gögn frá endurskoðanda Samherja ómerktur
Landsréttur hefur ómerkt úrskurð um að embætti héraðssaksóknara eigi að fá gögn varðandi bókhald og reikningskil allra félaga Samherja frá KPMG, fyrrverandi endurskoðanda félagsins, og gert héraðsdómi að taka málið aftur fyrir.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Brexit er efnahagslegt högg fyrir Breta
Kjarninn 25. febrúar 2021
Guðjón Sigurbjartsson
Fæðuöryggi – Hvað á að gera við afa?
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tæplega 30 prósent aðspurðra í nýlegri könnun vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið.
Íslendingarnir sem vilja helst ganga í ESB
Lítil hreyfing er á afstöðu Íslendinga til inngöngu í Evrópusambandið á milli ára og enn eru fleiri andvígir en hlynntir þeirri vegferð, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu. En hvaða kjósendahópar á Íslandi vilja ganga í ESB? Kjarninn kíkti á það.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis lætur af störfum í lok apríl.
Tryggvi hættir sem umboðsmaður Alþingis eftir rúm 22 ár í starfi
Tryggvi Gunnarsson, sem skipaður var umboðsmaður Alþingis árið 1998, hefur beðist lausnar og forsætisnefnd Alþingis samþykkt beiðni hans. Nýr umboðsmaður verður kjörinn af Alþingi fyrir lok aprílmánaðar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Niðurstaðan ýmist sögð staðfesta „tilefnislausa aðför“ eða „kerfislægt misrétti“
Formaður stéttarfélagsins Eflingar og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru ekki sammála um hvernig túlka skuli niðurstöðu héraðsdóms í máli rúmenskra verkamanna gegn starfsmannaleigu og Eldum rétt. Frávísun málsins verður áfrýjað til Landsréttar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Talsvert um að fólk afþakki bólusetningu með bóluefni AstraZeneca
Sóttvarnalæknir telur enga ástæðu fyrir fólk til að afþakka eitt bóluefni umfram önnur líkt og talsverður hópur fólks hefur gert undanfarið.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiErlent