Verður Ólympíueldurinn ljósið við enda ganganna?

Simone Biles veit ekki hvort hún rakar inn gulli á Ólympíuleikunum 2021 og enginn virðist alveg vita hvað það mun á endanum kosta að fresta Ólympíuleikum um heilt ár. En jafnt skipuleggjendur sem væntanlegir keppendur halda sínu striki.

Simone Biles fangaði hjörtu áhorfenda á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Hún æfir nú fyrir Ólympíuleikana sem vonandi verða haldnir 2021.
Simone Biles fangaði hjörtu áhorfenda á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Hún æfir nú fyrir Ólympíuleikana sem vonandi verða haldnir 2021.
Auglýsing

Eftir að end­an­leg ákvörðun hafði verið tekin um að fresta Ólymp­íu­leik­un­um, við­burði sem aðeins heims­styrj­aldir hafa haggað fram til þessa, sagði for­seti alþjóða Ólymp­íu­nefnd­ar­innar að Ólymp­íu­eld­ur­inn frægi yrð­i „­ljósið við enda gang­anna," og vís­aði þar vænt­an­lega í heims­far­aldur kór­ónu­veiru sem heims­byggðin fetar sig nú gegnum í sam­ein­ingu. Afreks­fólk hefur ár í við­bót til að und­ir­búa sig og yfir­völd í Japan bæta á sig kostn­aði vegna seink­un­ar­inn­ar. Allir halda þó haus enda mikið í húfi. Þegar til­kynnt var að Tókýó í Japan yrði vett­vangur Ólymp­íu­leik­anna í ár voru fagn­að­ar­læti japönsku full­trú­anna ósvik­in. Þeir grétu og hlógu til skipt­is, enda hafði Tókýó sótt um að halda leik­ana 2016 en laut það skiptið í lægra haldið fyrir Ríó í Bras­il­íu. Í þetta skipti skyldi Tókýó­borg og Japan baða sig í athygli heims­ins. Auglýsing

Ólympíuverðlaunahafinn og skylmingahetjan Uki Ota fagnar þegar ljóst var að Tókýó hefði verið valin til að hýsa Ólympíuleikana 2020. Mynd: EPA.

Leik­arnir áttu að fara fram 24. júlí til 9. ágúst en hefur verið frestað um ár og hefj­ast þess í stað 23. júlí 2021 og lýkur þann 8. ágúst. Ef ekki tekst að halda leik­ana þá, ef kór­ónu­veiran verður enn of mikil ógn, verður hætt við leik­ana. Eng­inn vill þó alveg hugsa þá hugsun til enda.

Ólymp­íu­leikar eru engin venju­leg íþrótta­keppni. Ekk­ert er til spar­að, sýn­ingin á alltaf að vera stór­kost­leg og leit­ast í við að toppa síð­ustu leika. Valið á borg fyrir Ólymp­íu­leika byggir á mati val­nefndar á kynn­ingum borg­anna. Því stór­feng­legri sem kynn­ingin er - því meiri líkur á að hljóta hnoss­ið. 

30 millj­arðar króna í umsóknir

Tókýó varði 150 millj­ónum dala í að reyna að fá að halda Ólymp­íu­leik­ana 2016 eða sem nemur ríf­lega 20 millj­örðum króna. Í seinna skipt­ið, þegar sótt var um leik­ana 2020, voru 75 millj­ónir dala, um tíu millj­arðar króna, settir í kynn­ing­una. 

Árið 2013, þegar ákveðið var að Tókýó fengið leik­ana í ár, höfðu japönsk yfir­völd þannig þegar varið sem nemur 30 millj­örðum króna til verk­efn­is­ins. 

En sú upp­hæð er þó bara dropi í hafið miðað við hvað það kostar að byggja Ólymp­íu­þorp, leik­vanga og almennt að styrkja inn­viði lands­ins til að ráða við svona mót, und­ir­búa það og halda sjálfa leik­ana. 

Skipu­leggj­endur í Japan hafa sagt að Ólymp­íu­leik­arnir í Tókýó, sem hefðu átt að vera í gangi þessa dag­ana en hefur verið frestað um eitt ár vegna kór­ónu­veirunn­ar, myndu hafa kostað 12,6 millj­arða dala. Í skýrslu frá rík­is­end­ur­skoð­anda í Japan sem út kom í lok síð­asta árs kom þó fram að nær væri að kostn­að­ur­inn væri tvö­föld sú tala. 

Lík­lega verður ekki hægt að leggja fylli­lega mat á kostn­að­inn við að fresta leik­unum en áætlað hefur verið að það geti kostað á bil­inu tvo til sex millj­arða dala til við­bótar við upp­haf­legan kostn­að.

Heild­ar­kostn­aður fyrir japönsku Ólymp­íu­nefnd­ina og jap­anska skatt­greið­endur gæti því hlaupið á bil­inu 15 til 30 millj­örðum dala. Það eru svo háar tölur að allar skatt­tekjur íslenska rík­is­ins dygðu aðeins fyrir um tæp­lega hálfum Ólymp­íu­leik­um, miðað við lægsta mögu­lega kostn­að. Er eitt­hvað upp úr þessu að hafa?

Ólymp­íu­leikar eru við­burður af þeirri stærð­argráðu að þeir hafa gjarnan orðið umfjöll­un­ar­efni hag­fræð­inga, sem reyna að rýna í tölur og skoða ávinn­ing og ábata af leik­un­um. 

Í sem stystu máli virð­ast ansi margir hafa kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að áhrif Ólymp­íu­leik­anna séu síður en svo jákvæð fyrir efna­hag þeirra borga sem halda þá. Skamm­tíma­á­hrif eru ein­hver, til dæmis fjölgar störfum mjög mikið til skamms tíma, en til lengri tíma sitja borgir gjarnan uppi með skulda­hala og ógn­ar­háan rekstr­ar­kostnað lítið not­aðra mann­virkja. 

Ríó í Bras­ilíu situr uppi með veru­legar skuldir vegna leik­anna 2016 og hefur verið í vand­ræðum með að kosta við­hald á öllum þeim stóru íþrótta­mann­virkjum sem byggð voru fyrir leik­ana. Rýnt hefur verið í tölur eftir leik­ana í London 2012 en þar hefur komið í ljós að aðeins 10 pró­sent þeirra sem fengu atvinnu tengda Ólymp­íu­leik­unum í borg­inni voru atvinnu­laus áður. Það þýðir að ekki var um að ræða ný störf nema að litlu leyt­i. 

Almennt hafa borgir ekki komið sér­lega vel út úr því fjár­hags­lega að halda Ólymp­íu­leika vegna þess slig­andi kostn­aðar sem fylgir mann­virkj­unum sem byggð eru fyrir leik­ana. Ávinn­ingur er þó gjarnan tal­inn fel­ast í auk­inni umferð ferða­manna sem vilji heim­sækja Ólymp­íu­borg­irnar í kjöl­far leik­anna, sem þó er mikil óvissa um varð­andi leik­ana 2021. Einnig er óvíst hvort hægt verður að taka við öllum þeim fjölda áhorf­enda sem vana­lega sækja leik­ana. 

Aðal­málið er þó heið­ur­inn sem borg­unum hlotn­ast að vera vald­ar, en hann er erfitt að meta til fjár. Því þrátt fyrir gríð­ar­legan kostnað þá má líka að segja að gleðin sem leik­arnir færa sé ekki þess eðlis að hægt sé að setja á hana verð­miða. 

Kasól­étt 2020 en í keppn­is­formi 2021

En þótt sýn­ingin sé gjarnan mik­il­feng­leg og hvergi sé til sparað þá snýst þetta auð­vitað ekki bara um pen­inga. Það eru íþrótta­hetj­urnar sem eru í for­grunn­i. 

Chloe Esposito getur verið með á leikunum að ári en hefðu þeir verið haldnir á þessu ári væri hún upptekin við annað. Skjáskot af BBC.

Fyrir sumt afreks­fólk er það óvart bara kær­komið að fresta leik­un­um. Ástr­alska fimm­þraut­ar­konan og gull­verð­launa­hafi í sinni grein á síðusu Ólymp­íu­leik­um, Chloe Esposito, er til dæmis kasól­étt og hefði verið fjarri góðu gamni í sumar en eygir von um að vera komin í keppn­is­form fyrir leik­ana 2021. 

Hún er því meðal þeirra íþrótta­manna sem er bara frekar ánægð með frest­un­ina, af skilj­an­legum ástæð­u­m. 

Fyrir þá íþrótta­menn sem ætl­uðu sér að hætta eftir leik­ana í ár, hefðu þeir verið haldnir á réttum tíma, þýðir frestun leik­anna í ein­hverjum til­vikum að þeir hætta keppni áður en leik­arnir eiga sér stað. Treysta lík­ama sínum ein­fald­lega ekki til þess að fara í gegnum ár í við­bót af ströngum æfing­um. Biles veit ekki hvort hún verður enn á toppnum 2021

Fáir íþrótta­menn komu sér jafn ræki­lega fyrir í hjörtum áhorf­enda á Ólymp­íu­leik­unum í Ríó 2016 og fim­leika­stjarnan Simone Biles. Hún kom heim með fjögur gull um háls­inn og eitt brons. Biles hefur mætt í nokkur við­töl í heima­landi sínu Banda­ríkj­unum und­an­farið til að ræða Ólymp­íu­leik­ana. Hún ætlar sér á leik­ana 2021 en hún er þó ekk­ert endi­lega viss um að hún nái að vera enn á toppnum á leik­unum á næsta ári, enda verður hún þá orðin 24 ára. Þótt það sé almennt ekki tal­inn hár aldur er það í hærra lagi fyrir fim­leika­konu í fremstu röð. 

Simone Biles hefur unnið allt sem hægt er að vinna í fimleikaheiminum. Nú æfir hún fyrir Ólympíuleikana 2021. Mynd: EPA.

„Þetta er við­kvæmt mál­efn­i,” segir Biles en brosir þó út í annað í við­tali sem birt var á Instagram-­síðu Ólymp­íu­nefnd­ar­innar spurð að því hvort hún ætli sér að ná jafn­langt á leik­unum 2021 og hún gerði í Ríó 2016. 

„Ég hrein­lega veit ekki hvort ég verð enn á toppnum eftir heilt ár í við­bót af æfing­um,” segir Biles. Hún hefur áður talað um að lík­ami hennar þoli ekki álagið sem fylgir fim­leika­þjálfun mikið leng­ur. Engu að síður æfir hún af kappi fyrir Ólymp­íu­leik­ana 2021.

Biles við­ur­kennir að það hafi verið óþægi­leg til­finn­ing að þurfa að hætta skyndi­lega að æfa þegar heims­far­ald­ur­inn stóð sem hæst og fim­leika­salnum var lok­að. Engar und­an­þágur voru fyrir Biles frekar en aðra meðan öllum íþrótta­mann­virkjum var lokað í sjö vik­ur. Öll hennar Ólymp­íugull gátu ekki keypt neinn aðgang umfram hina, hún þurfti að finna ýmsar leiðir til að halda sér í formi líkt og aðr­ir. Grunn­formið vissu­lega ögn betra en hjá flestu fólki. 

Æfa miðað við að leik­arnir verði haldn­ir 

„Við erum með stífa áætlun núna. Það var erfitt að byrja að æfa fyrst aftur eftir að fim­leika­sal­ur­inn opn­aði. Við byrj­uðum hægt en erum komin á fullan skrið að nýju og ég mun auka við æfing­arnar jafnt og þétt eftir því sem líður á árið. Við vitum auð­vitað ekki alveg hvernig þessir leikar verða eða hvort þeir verða haldnir en við æfum samt miðað við að þeir verði, getum ekki ann­að. Ég er búin að leggja of mikið á mig til að yfir­gefa íþrótt­ina nún­a,” segir Biles. Með henni líkt og fleirum blundar efi eða kannski frekar með­vit­und um að sú staða geti komið upp að leik­arnir verði alls ekki haldnir 2021 held­ur. Að spá fyrir um það er þó von­laust. Eng­inn getur vitað hvernig staðan á heims­far­aldri kór­ónu­veirunnar verður í júlí 2021 og ekk­ert annað að gera en að und­ir­búa sig fyrir Ólymp­íu­leik­anna miðað við að þeir verði haldnir að ári. Kannski verður Ólymp­íu­eld­ur­inn ljósið við enda Covid-­gang­anna. Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins í Efstaleiti.
Félag fréttamanna gagnrýnir myndband Samherja harðlega
Stjórn Félags fréttamanna, stéttarfélag fréttafólks á Ríkisútvarpinu, segir ómaklega veist að Helga Seljan fréttamanni í myndbandi sem Samherji birti í dag. Áhyggjuefni sé að reynt sé að gera fréttamann tortryggilegan í stað þess að svara spurningum.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Víðir Reynisson á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Víðir: Getum ekki sest í hægindastólinn og slakað á
Þrátt fyrir að útlit sé fyrir að árangur sé að nást af hertum sóttvarnaaðgerðum innanlands og tilslakanir séu framundan er ekki kominn til að hætta að huga að smitvörnum. Sá tími kemur ekki á meðan að veiran er til staðar, segir Víðir Reynisson.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Þórólfur segir útlit fyrir að við séum að ná tökum á stöðunni
Sóttvarnalæknir segir að lítill fjöldi nýsmita allra síðustu daga bendi til þess að faraldurinn hér innanlands sé að verða viðráðanlegur. Hann lagði til tilslakanir innanlands og reifaði valkosti um aðgerðir á landamærum í minnisblaði til ráðherra.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Helgi Seljan var borin þungum sökum í myndbandi Samherja
RÚV og Helgi Seljan hafna ásökunum Samherja
„Ný viðmið í árásum stórfyrirtækis á fjölmiðla og einstaka fréttamenn,“ segir í yfirlýsingu frá Helga Seljan og Þóru Arnórsdóttur sem þau sendu frá sér vegna myndbands Samherja. Myndbandið var birt á YouTube rás Samherja fyrr í dag.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Logi Einarsson
Vöndum okkur
Kjarninn 11. ágúst 2020
Lögreglan hefur barið á mótmælendum í helstu borgum Hvíta-Rússlands frá því að úrslit kosninganna lágu fyrir síðla á sunnudag. Myndin er tekin í Minsk í gær.
Síðasti einræðisherra Evrópu heldur velli en mótstaðan eykst
Hinn þaulsetni Alexander Lúkasjenkó var endurkjörinn forseti Hvíta-Rússlands á sunnudag. Fæstir leggja trú á niðurstöður kosninganna og hefur þeim verið ákaft mótmælt. Mótframbjóðandi hans er búin að flýja landið.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Ekkert nýtt innanlandssmit – einn sjúklingur enn á gjörgæslu
Ekkert nýtt innanlandssmit af kórónuveirunni greindist hér á landi í gær samkvæmt þeim tölum sem birtar hafa verið á covid.is. Þrjú virk smit greindust við landamærin. 114 manns eru með COVID-19 og í einangrun og tveir liggja á sjúkrahúsi.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Ásættanlegur fórnarkostnaður við frekari opnun landamæra sem var aldrei metinn
Þann 12. maí var kynnt ákvörðun um að draga úr takmörkunum á landamærum Íslands um miðjan júní. Til grundvallar þeirra ákvörðun, sem fól í sér að fleiri ferðamönnum var hleypt inn í landið, lá mat á hagrænum áhrifum þess á ferðaþjónustu.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiErlent