Tíu staðreyndir um verslunarmannahelgina 2020

Nú er vika í verslunarmannahelgina. Ljóst er að í ár verður hún með mjög óhefðbundnu sniði en hjá mörgum er það fastur liður að skella sér á útihátíð um verslunarmannahelgi.

Þjóðhátíð hefur ekki fallið niður síðan í fyrri heimsstyrjöld.
Þjóðhátíð hefur ekki fallið niður síðan í fyrri heimsstyrjöld.
Auglýsing

1. Fjölda­tak­mark­anir og smit­hætta setja strik í reikn­ing­inn

Þessa versl­un­ar­manna­helgi gilda enn fjölda­tak­mark­anir vegna COVID-19 og því mega að hámarki 500 manns koma sam­an. Þessar fjölda­tak­mark­anir hafa gert það að verkum að hátíðum hefur verið aflýst eða dag­skrá þeirra breytt að miklu leyti. Fjölda­tak­mark­anir verða rýmkaðar 4. ágúst og þá mega að hámarki þús­und manns koma sam­an.2. Engin Þjóð­há­tíð í fyrsta sinn síðan í fyrri heims­styrj­öld

Ein þeirra hátíða sem ekki verður haldin í ár er Þjóð­há­tíð í Vest­manna­eyj­um. Hún hefur verið haldin á hverju ári frá 1901, að heims­styrj­ald­ar­ár­unum 1914 og 1915 und­an­skild­um. Eld­gosið á Heimaey kom ekki í veg fyrir að hátíðin yrði hald­in, en árið 1973 stóð Þjóð­há­tíð í einn dag og var hún haldin fyrir starfs­menn sem unnu að hreinsun eyj­ar­inn­ar.

Auglýsing3. Ein lítil með öllu

Ein með öllu verður haldin á Akur­eyri en þó með gjör­breyttu sniði. Sú breyt­ing verður á hátíð­inni að ekki verða haldnir stórir úti­tón­leikar í mið­bænum né svo­kall­aðir Spari­tón­leikar sem fram áttu að fara við Sam­komu­hús­ið. Á fés­bók­ar­síðu hátíð­ar­innar er sagt að boðið verði upp á litla fjöl­skyldu­væna við­burði í bænum og að tryggt verði að aldrei komi fleiri en 500 sam­an.4. Inni­púkar geta vel við unað

Ferða­latir Reyk­vík­ing­ar, sem og gestir höf­uð­borg­ar­inn­ar, geta sótt tón­list­ar­há­tíð­ina Inni­púk­ann um versl­un­ar­manna­helg­ina. Að þessu sinni fer dag­skráin fram í Gamla bíó og á skemmti­staðnum Röntgen. Þetta er í 19. sinn sem hátíðin er haldin um versl­un­ar­manna­helgi.5. Neist­inn slokknar í bili

Strax í maí var tekin sú ákvörðun að aflýsa Neista­flugi á Nes­kaup­stað. Í til­kynn­ingu á fés­bók­ar­síðu hátíð­ar­innar kemur fram að stjórn Neista­flugs telji það sam­fé­lags­lega skyldu sína að minnka mögu­leika á smit­hættu með því að aflýsa hátíð­inni sem haldin hefur verið árlega síðan árið 1993.6. Síld­ar­brestur á Siglu­firði

Engin form­leg dag­skrá verður um versl­un­ar­manna­helgi fyrir gesti Siglu­fjarð­ar. Til að lífga upp á til­ver­una hefur verið ákveðið að halda í tvær nýj­ungar sem reynd­ust vel á Síldar­æv­in­týri um versl­un­ar­manna­helgi í fyrra. Hverfi bæj­ar­ins verða hvert um sig skreytt hverf­islitum sínum og verða verð­laun veitt fyrir skreyt­ing­ar. Þá verða skipu­lagðar götu­grill­veislur fyrir íbúa bæj­ar­ins. Á fés­bók­ar­síðu hátíð­ar­innar er bent á að nóg verði um að vera í bænum um versl­un­ar­manna­helgi líkt og aðrar helgar sum­ars­ins7. Vímu­laus sæla í Vatna­skógi

Í Vatna­skógi halda Skóg­ar­menn KFUM Sælu­daga sem er vímu­laus fjöl­skyldu­há­tíð. Dag­skrá hátíð­ar­innar er í anda sum­ar­búða KFUM og KFUK og sögð höfða til flestra. Sælu­dagar hafa verið haldnir árlega frá árinu 1992 og þátt­tak­endur hátíð­ar­innar að jafn­aði ríf­lega þús­und sam­kvæmt heima­síðu Vatna­skóg­ar. Í ár er miða­sala tak­mörkuð til að hægt sé að tryggja að ekki komi fleiri en 500 saman á svæð­inu.8. Gestir við Ísa­fjarð­ar­djúp verða í það minnsta hreinir

Þetta sum­arið hafa engar aug­lýs­ingar dunið á áhuga­fólki um mýr­ar­bolta þar sem það er hvatt til að drulla sér vestur um versl­un­ar­manna­helgi. Ástæðan er sú að Evr­ópu­mót í mýr­ar­bolta fer ekki fram í ár en það hefur verið haldið á Ísa­firði og í Bol­ung­ar­vík á hverju ári síðan árið 2004.9. Ung­linga­lands­móti frestað um ár

Ung­linga­lands­mót UMFÍ hafa verið haldin reglu­lega frá árinu 1992 og á hverju ári frá árinu 2002. Í ár átti Ung­linga­lands­mótið að fara fram á Sel­fossi um versl­un­ar­manna­helg­ina en því hefur verið frestað um ár. Til stóð að keppt yrði í ýmsum keppn­is­grein­um. Auk íþrótta­greina er til að mynda keppt í köku­skreyt­ing­um, staf­setn­ingu og upp­lestri.10. Margir verða á far­alds­fæti

Þrátt fyrir að skipu­lögð dag­skrá yfir versl­un­ar­manna­helgi hafi breyst í kjöl­far kór­ónu­veiru­far­ald­urs er ljóst að margir verða á far­alds­fæti. Á síð­asta upp­lýs­inga­fundi Almanna­varna sagði Karl Steinar Vals­son yfir­lög­reglu­þjónn nokkuð ljóst að versl­un­ar­manna­helgi, sem og þessi helgi, verði nokkur áskorun fyrir lög­regl­una í land­inu. Hann brýndi sér­stak­lega fyrir fólki að virða þær reglur sem eru í gildi auk þess sem hann hvatti fólk til að virða tveggja metra regl­una. Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Trausti Baldursson
Og hvað svo?
Kjarninn 28. september 2021
Sigrún Sif Jóelsdóttir og Grant Wyeth
Hæstiréttur leiðir dómstóla á hættulega braut í málum barna
Kjarninn 28. september 2021
Þorkell Helgason
Kosningakerfið þarf að bæta
Kjarninn 28. september 2021
Seðlabankinn stendur við Kalkofnsveg sem kenndur er við kalkofn sem þar var í notkun á síðari hluta 19. aldar.
Varaseðlabankastjórar gerast ritstjórar
Kalkofninn er nýr vettvangur fyrir greinar um verkefni og verksvið Seðlabanka Íslands sem finna má á vef bankans. Kalkofninum er ætlað að höfða til almennings, atvinnulífs, fjölmiðla og fræðasamfélags.
Kjarninn 28. september 2021
Árni Páll Árnason.
Árni Páll skipaður í stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA
Fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar hefur gengt starfi varaframkvæmdastjóra Uppbyggingarsjóðs EES undanfarið. Hann hefur nú verið skipaður í stjórn ESA.
Kjarninn 28. september 2021
Þau fimm sem duttu inn á þing sem jöfnunarmenn síðdegis á sunnudag verða að óbreyttu þingmenn.
Listar yfir nýkjörna þingmenn sendir á yfirkjörstjórnir
Þeir fimm frambjóðendur sem duttu skyndilega inn á þing sem jöfnunarmenn eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi á sunnudag munu verða þingmenn á næsta kjörtímabili, nema Alþingi ákveði annað.
Kjarninn 28. september 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 9. þáttur: „Íkarus virti ekki viðvörunarorðin og hélt af stað“
Kjarninn 28. september 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra úthlutaði úr Matvælasjóði í liðinni viku.
Síldarvinnslan og félag í meirihlutaeigu Samherja fengu milljónir úr Matvælasjóði
Vel á sjötta hundrað milljóna var úthlutað úr Matvælasjóði fyrr í mánuðinum. Stór fyrirtæki í sjávarútvegi á borð við Síldarvinnsluna og Útgerðarfélag Reykjavíkur á meðal styrkþega.
Kjarninn 28. september 2021
Meira eftir höfundinnGrétar Þór Sigurðsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar