Tíu staðreyndir um verslunarmannahelgina 2020

Nú er vika í verslunarmannahelgina. Ljóst er að í ár verður hún með mjög óhefðbundnu sniði en hjá mörgum er það fastur liður að skella sér á útihátíð um verslunarmannahelgi.

Þjóðhátíð hefur ekki fallið niður síðan í fyrri heimsstyrjöld.
Þjóðhátíð hefur ekki fallið niður síðan í fyrri heimsstyrjöld.
Auglýsing

1. Fjölda­tak­mark­anir og smit­hætta setja strik í reikn­ing­inn

Þessa versl­un­ar­manna­helgi gilda enn fjölda­tak­mark­anir vegna COVID-19 og því mega að hámarki 500 manns koma sam­an. Þessar fjölda­tak­mark­anir hafa gert það að verkum að hátíðum hefur verið aflýst eða dag­skrá þeirra breytt að miklu leyti. Fjölda­tak­mark­anir verða rýmkaðar 4. ágúst og þá mega að hámarki þús­und manns koma sam­an.



2. Engin Þjóð­há­tíð í fyrsta sinn síðan í fyrri heims­styrj­öld

Ein þeirra hátíða sem ekki verður haldin í ár er Þjóð­há­tíð í Vest­manna­eyj­um. Hún hefur verið haldin á hverju ári frá 1901, að heims­styrj­ald­ar­ár­unum 1914 og 1915 und­an­skild­um. Eld­gosið á Heimaey kom ekki í veg fyrir að hátíðin yrði hald­in, en árið 1973 stóð Þjóð­há­tíð í einn dag og var hún haldin fyrir starfs­menn sem unnu að hreinsun eyj­ar­inn­ar.

Auglýsing



3. Ein lítil með öllu

Ein með öllu verður haldin á Akur­eyri en þó með gjör­breyttu sniði. Sú breyt­ing verður á hátíð­inni að ekki verða haldnir stórir úti­tón­leikar í mið­bænum né svo­kall­aðir Spari­tón­leikar sem fram áttu að fara við Sam­komu­hús­ið. Á fés­bók­ar­síðu hátíð­ar­innar er sagt að boðið verði upp á litla fjöl­skyldu­væna við­burði í bænum og að tryggt verði að aldrei komi fleiri en 500 sam­an.



4. Inni­púkar geta vel við unað

Ferða­latir Reyk­vík­ing­ar, sem og gestir höf­uð­borg­ar­inn­ar, geta sótt tón­list­ar­há­tíð­ina Inni­púk­ann um versl­un­ar­manna­helg­ina. Að þessu sinni fer dag­skráin fram í Gamla bíó og á skemmti­staðnum Röntgen. Þetta er í 19. sinn sem hátíðin er haldin um versl­un­ar­manna­helgi.



5. Neist­inn slokknar í bili

Strax í maí var tekin sú ákvörðun að aflýsa Neista­flugi á Nes­kaup­stað. Í til­kynn­ingu á fés­bók­ar­síðu hátíð­ar­innar kemur fram að stjórn Neista­flugs telji það sam­fé­lags­lega skyldu sína að minnka mögu­leika á smit­hættu með því að aflýsa hátíð­inni sem haldin hefur verið árlega síðan árið 1993.



6. Síld­ar­brestur á Siglu­firði

Engin form­leg dag­skrá verður um versl­un­ar­manna­helgi fyrir gesti Siglu­fjarð­ar. Til að lífga upp á til­ver­una hefur verið ákveðið að halda í tvær nýj­ungar sem reynd­ust vel á Síldar­æv­in­týri um versl­un­ar­manna­helgi í fyrra. Hverfi bæj­ar­ins verða hvert um sig skreytt hverf­islitum sínum og verða verð­laun veitt fyrir skreyt­ing­ar. Þá verða skipu­lagðar götu­grill­veislur fyrir íbúa bæj­ar­ins. Á fés­bók­ar­síðu hátíð­ar­innar er bent á að nóg verði um að vera í bænum um versl­un­ar­manna­helgi líkt og aðrar helgar sum­ars­ins



7. Vímu­laus sæla í Vatna­skógi

Í Vatna­skógi halda Skóg­ar­menn KFUM Sælu­daga sem er vímu­laus fjöl­skyldu­há­tíð. Dag­skrá hátíð­ar­innar er í anda sum­ar­búða KFUM og KFUK og sögð höfða til flestra. Sælu­dagar hafa verið haldnir árlega frá árinu 1992 og þátt­tak­endur hátíð­ar­innar að jafn­aði ríf­lega þús­und sam­kvæmt heima­síðu Vatna­skóg­ar. Í ár er miða­sala tak­mörkuð til að hægt sé að tryggja að ekki komi fleiri en 500 saman á svæð­inu.



8. Gestir við Ísa­fjarð­ar­djúp verða í það minnsta hreinir

Þetta sum­arið hafa engar aug­lýs­ingar dunið á áhuga­fólki um mýr­ar­bolta þar sem það er hvatt til að drulla sér vestur um versl­un­ar­manna­helgi. Ástæðan er sú að Evr­ópu­mót í mýr­ar­bolta fer ekki fram í ár en það hefur verið haldið á Ísa­firði og í Bol­ung­ar­vík á hverju ári síðan árið 2004.



9. Ung­linga­lands­móti frestað um ár

Ung­linga­lands­mót UMFÍ hafa verið haldin reglu­lega frá árinu 1992 og á hverju ári frá árinu 2002. Í ár átti Ung­linga­lands­mótið að fara fram á Sel­fossi um versl­un­ar­manna­helg­ina en því hefur verið frestað um ár. Til stóð að keppt yrði í ýmsum keppn­is­grein­um. Auk íþrótta­greina er til að mynda keppt í köku­skreyt­ing­um, staf­setn­ingu og upp­lestri.



10. Margir verða á far­alds­fæti

Þrátt fyrir að skipu­lögð dag­skrá yfir versl­un­ar­manna­helgi hafi breyst í kjöl­far kór­ónu­veiru­far­ald­urs er ljóst að margir verða á far­alds­fæti. Á síð­asta upp­lýs­inga­fundi Almanna­varna sagði Karl Steinar Vals­son yfir­lög­reglu­þjónn nokkuð ljóst að versl­un­ar­manna­helgi, sem og þessi helgi, verði nokkur áskorun fyrir lög­regl­una í land­inu. Hann brýndi sér­stak­lega fyrir fólki að virða þær reglur sem eru í gildi auk þess sem hann hvatti fólk til að virða tveggja metra regl­una. 



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnGrétar Þór Sigurðsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar