Tíu staðreyndir um verslunarmannahelgina 2020

Nú er vika í verslunarmannahelgina. Ljóst er að í ár verður hún með mjög óhefðbundnu sniði en hjá mörgum er það fastur liður að skella sér á útihátíð um verslunarmannahelgi.

Þjóðhátíð hefur ekki fallið niður síðan í fyrri heimsstyrjöld.
Þjóðhátíð hefur ekki fallið niður síðan í fyrri heimsstyrjöld.
Auglýsing

1. Fjöldatakmarkanir og smithætta setja strik í reikninginn

Þessa verslunarmannahelgi gilda enn fjöldatakmarkanir vegna COVID-19 og því mega að hámarki 500 manns koma saman. Þessar fjöldatakmarkanir hafa gert það að verkum að hátíðum hefur verið aflýst eða dagskrá þeirra breytt að miklu leyti. Fjöldatakmarkanir verða rýmkaðar 4. ágúst og þá mega að hámarki þúsund manns koma saman.


2. Engin Þjóðhátíð í fyrsta sinn síðan í fyrri heimsstyrjöld

Ein þeirra hátíða sem ekki verður haldin í ár er Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Hún hefur verið haldin á hverju ári frá 1901, að heimsstyrjaldarárunum 1914 og 1915 undanskildum. Eldgosið á Heimaey kom ekki í veg fyrir að hátíðin yrði haldin, en árið 1973 stóð Þjóðhátíð í einn dag og var hún haldin fyrir starfsmenn sem unnu að hreinsun eyjarinnar.

Auglýsing


3. Ein lítil með öllu

Ein með öllu verður haldin á Akureyri en þó með gjörbreyttu sniði. Sú breyting verður á hátíðinni að ekki verða haldnir stórir útitónleikar í miðbænum né svokallaðir Sparitónleikar sem fram áttu að fara við Samkomuhúsið. Á fésbókarsíðu hátíðarinnar er sagt að boðið verði upp á litla fjölskylduvæna viðburði í bænum og að tryggt verði að aldrei komi fleiri en 500 saman.


4. Innipúkar geta vel við unað

Ferðalatir Reykvíkingar, sem og gestir höfuðborgarinnar, geta sótt tónlistarhátíðina Innipúkann um verslunarmannahelgina. Að þessu sinni fer dagskráin fram í Gamla bíó og á skemmtistaðnum Röntgen. Þetta er í 19. sinn sem hátíðin er haldin um verslunarmannahelgi.


5. Neistinn slokknar í bili

Strax í maí var tekin sú ákvörðun að aflýsa Neistaflugi á Neskaupstað. Í tilkynningu á fésbókarsíðu hátíðarinnar kemur fram að stjórn Neistaflugs telji það samfélagslega skyldu sína að minnka möguleika á smithættu með því að aflýsa hátíðinni sem haldin hefur verið árlega síðan árið 1993.


6. Síldarbrestur á Siglufirði

Engin formleg dagskrá verður um verslunarmannahelgi fyrir gesti Siglufjarðar. Til að lífga upp á tilveruna hefur verið ákveðið að halda í tvær nýjungar sem reyndust vel á Síldarævintýri um verslunarmannahelgi í fyrra. Hverfi bæjarins verða hvert um sig skreytt hverfislitum sínum og verða verðlaun veitt fyrir skreytingar. Þá verða skipulagðar götugrillveislur fyrir íbúa bæjarins. Á fésbókarsíðu hátíðarinnar er bent á að nóg verði um að vera í bænum um verslunarmannahelgi líkt og aðrar helgar sumarsins


7. Vímulaus sæla í Vatnaskógi

Í Vatnaskógi halda Skógarmenn KFUM Sæludaga sem er vímulaus fjölskylduhátíð. Dagskrá hátíðarinnar er í anda sumarbúða KFUM og KFUK og sögð höfða til flestra. Sæludagar hafa verið haldnir árlega frá árinu 1992 og þátttakendur hátíðarinnar að jafnaði ríflega þúsund samkvæmt heimasíðu Vatnaskógar. Í ár er miðasala takmörkuð til að hægt sé að tryggja að ekki komi fleiri en 500 saman á svæðinu.


8. Gestir við Ísafjarðardjúp verða í það minnsta hreinir

Þetta sumarið hafa engar auglýsingar dunið á áhugafólki um mýrarbolta þar sem það er hvatt til að drulla sér vestur um verslunarmannahelgi. Ástæðan er sú að Evrópumót í mýrarbolta fer ekki fram í ár en það hefur verið haldið á Ísafirði og í Bolungarvík á hverju ári síðan árið 2004.


9. Unglingalandsmóti frestað um ár

Unglingalandsmót UMFÍ hafa verið haldin reglulega frá árinu 1992 og á hverju ári frá árinu 2002. Í ár átti Unglingalandsmótið að fara fram á Selfossi um verslunarmannahelgina en því hefur verið frestað um ár. Til stóð að keppt yrði í ýmsum keppnisgreinum. Auk íþróttagreina er til að mynda keppt í kökuskreytingum, stafsetningu og upplestri.


10. Margir verða á faraldsfæti

Þrátt fyrir að skipulögð dagskrá yfir verslunarmannahelgi hafi breyst í kjölfar kórónuveirufaraldurs er ljóst að margir verða á faraldsfæti. Á síðasta upplýsingafundi Almannavarna sagði Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn nokkuð ljóst að verslunarmannahelgi, sem og þessi helgi, verði nokkur áskorun fyrir lögregluna í landinu. Hann brýndi sérstaklega fyrir fólki að virða þær reglur sem eru í gildi auk þess sem hann hvatti fólk til að virða tveggja metra regluna. 


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Upplýsingar um alla hluthafa og hversu mikið þeir eiga í skráðum félögum hafa legið fyrir á opinberum vettvangi undanfarið. Þetta telur Persónuvernd stríða gegn lögum.
Persónuvernd telur víðtæka birtingu hluthafalista fara gegn lögum
Vegna nýlegra lagabreytinga hefur verið hægt að nálgast heildarhluthafalista skráðra félaga í Kauphöllinni í samstæðureikningum á vef Skattsins. Persónuvernd telur þessa víðtæku birtingu fara gegn lögum.
Kjarninn 18. júní 2021
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.
Kjarninn 18. júní 2021
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Meira eftir höfundinnGrétar Þór Sigurðsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar