Tíu staðreyndir um verslunarmannahelgina 2020

Nú er vika í verslunarmannahelgina. Ljóst er að í ár verður hún með mjög óhefðbundnu sniði en hjá mörgum er það fastur liður að skella sér á útihátíð um verslunarmannahelgi.

Þjóðhátíð hefur ekki fallið niður síðan í fyrri heimsstyrjöld.
Þjóðhátíð hefur ekki fallið niður síðan í fyrri heimsstyrjöld.
Auglýsing

1. Fjölda­tak­mark­anir og smit­hætta setja strik í reikn­ing­inn

Þessa versl­un­ar­manna­helgi gilda enn fjölda­tak­mark­anir vegna COVID-19 og því mega að hámarki 500 manns koma sam­an. Þessar fjölda­tak­mark­anir hafa gert það að verkum að hátíðum hefur verið aflýst eða dag­skrá þeirra breytt að miklu leyti. Fjölda­tak­mark­anir verða rýmkaðar 4. ágúst og þá mega að hámarki þús­und manns koma sam­an.2. Engin Þjóð­há­tíð í fyrsta sinn síðan í fyrri heims­styrj­öld

Ein þeirra hátíða sem ekki verður haldin í ár er Þjóð­há­tíð í Vest­manna­eyj­um. Hún hefur verið haldin á hverju ári frá 1901, að heims­styrj­ald­ar­ár­unum 1914 og 1915 und­an­skild­um. Eld­gosið á Heimaey kom ekki í veg fyrir að hátíðin yrði hald­in, en árið 1973 stóð Þjóð­há­tíð í einn dag og var hún haldin fyrir starfs­menn sem unnu að hreinsun eyj­ar­inn­ar.

Auglýsing3. Ein lítil með öllu

Ein með öllu verður haldin á Akur­eyri en þó með gjör­breyttu sniði. Sú breyt­ing verður á hátíð­inni að ekki verða haldnir stórir úti­tón­leikar í mið­bænum né svo­kall­aðir Spari­tón­leikar sem fram áttu að fara við Sam­komu­hús­ið. Á fés­bók­ar­síðu hátíð­ar­innar er sagt að boðið verði upp á litla fjöl­skyldu­væna við­burði í bænum og að tryggt verði að aldrei komi fleiri en 500 sam­an.4. Inni­púkar geta vel við unað

Ferða­latir Reyk­vík­ing­ar, sem og gestir höf­uð­borg­ar­inn­ar, geta sótt tón­list­ar­há­tíð­ina Inni­púk­ann um versl­un­ar­manna­helg­ina. Að þessu sinni fer dag­skráin fram í Gamla bíó og á skemmti­staðnum Röntgen. Þetta er í 19. sinn sem hátíðin er haldin um versl­un­ar­manna­helgi.5. Neist­inn slokknar í bili

Strax í maí var tekin sú ákvörðun að aflýsa Neista­flugi á Nes­kaup­stað. Í til­kynn­ingu á fés­bók­ar­síðu hátíð­ar­innar kemur fram að stjórn Neista­flugs telji það sam­fé­lags­lega skyldu sína að minnka mögu­leika á smit­hættu með því að aflýsa hátíð­inni sem haldin hefur verið árlega síðan árið 1993.6. Síld­ar­brestur á Siglu­firði

Engin form­leg dag­skrá verður um versl­un­ar­manna­helgi fyrir gesti Siglu­fjarð­ar. Til að lífga upp á til­ver­una hefur verið ákveðið að halda í tvær nýj­ungar sem reynd­ust vel á Síldar­æv­in­týri um versl­un­ar­manna­helgi í fyrra. Hverfi bæj­ar­ins verða hvert um sig skreytt hverf­islitum sínum og verða verð­laun veitt fyrir skreyt­ing­ar. Þá verða skipu­lagðar götu­grill­veislur fyrir íbúa bæj­ar­ins. Á fés­bók­ar­síðu hátíð­ar­innar er bent á að nóg verði um að vera í bænum um versl­un­ar­manna­helgi líkt og aðrar helgar sum­ars­ins7. Vímu­laus sæla í Vatna­skógi

Í Vatna­skógi halda Skóg­ar­menn KFUM Sælu­daga sem er vímu­laus fjöl­skyldu­há­tíð. Dag­skrá hátíð­ar­innar er í anda sum­ar­búða KFUM og KFUK og sögð höfða til flestra. Sælu­dagar hafa verið haldnir árlega frá árinu 1992 og þátt­tak­endur hátíð­ar­innar að jafn­aði ríf­lega þús­und sam­kvæmt heima­síðu Vatna­skóg­ar. Í ár er miða­sala tak­mörkuð til að hægt sé að tryggja að ekki komi fleiri en 500 saman á svæð­inu.8. Gestir við Ísa­fjarð­ar­djúp verða í það minnsta hreinir

Þetta sum­arið hafa engar aug­lýs­ingar dunið á áhuga­fólki um mýr­ar­bolta þar sem það er hvatt til að drulla sér vestur um versl­un­ar­manna­helgi. Ástæðan er sú að Evr­ópu­mót í mýr­ar­bolta fer ekki fram í ár en það hefur verið haldið á Ísa­firði og í Bol­ung­ar­vík á hverju ári síðan árið 2004.9. Ung­linga­lands­móti frestað um ár

Ung­linga­lands­mót UMFÍ hafa verið haldin reglu­lega frá árinu 1992 og á hverju ári frá árinu 2002. Í ár átti Ung­linga­lands­mótið að fara fram á Sel­fossi um versl­un­ar­manna­helg­ina en því hefur verið frestað um ár. Til stóð að keppt yrði í ýmsum keppn­is­grein­um. Auk íþrótta­greina er til að mynda keppt í köku­skreyt­ing­um, staf­setn­ingu og upp­lestri.10. Margir verða á far­alds­fæti

Þrátt fyrir að skipu­lögð dag­skrá yfir versl­un­ar­manna­helgi hafi breyst í kjöl­far kór­ónu­veiru­far­ald­urs er ljóst að margir verða á far­alds­fæti. Á síð­asta upp­lýs­inga­fundi Almanna­varna sagði Karl Steinar Vals­son yfir­lög­reglu­þjónn nokkuð ljóst að versl­un­ar­manna­helgi, sem og þessi helgi, verði nokkur áskorun fyrir lög­regl­una í land­inu. Hann brýndi sér­stak­lega fyrir fólki að virða þær reglur sem eru í gildi auk þess sem hann hvatti fólk til að virða tveggja metra regl­una. Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins.
Segir fullyrðingar Bjarna rangar
„Það er ánægjulegt að fá loks að ræða þessi mál við þig, og við erum tilbúin til þess hvenær sem er, eins og ósvaraðir tölvupóstar síðustu þriggja ára í innhólfi tölvu þinnar bera vott um,“ segir í bréfi formanns ÖBÍ til fjármálaráðherra.
Kjarninn 29. október 2020
Jeremy Corbyn, fyrrverandi leiðtogi breska Verkamannaflokksins.
Jeremy Corbyn vikið úr Verkamannaflokknum
Fyrrverandi formanni breska Verkamannaflokksins var í dag vikið tímabundið úr flokknum vegna viðbragða sinna við nýrri skýrslu um gyðingaandúð innan flokksins. Corbyn sagði þau mál öll hafa verið blásin upp í pólitískum tilgangi.
Kjarninn 29. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifar undir reglugerðarbreytinguna.
Ísland býður erlenda sérfræðinga velkomna ef þeir eru með milljón á mánuði eða meira
Til að fá langtímavegabréfsáritun til að stunda fjarvinnu á Íslandi þurfa útlendinga að vera með að minnsta kosti eina milljón króna á mánuði. Ef maki er með í för þurfa tekjurnar að vera að minnsta kosti 1,3 milljónir króna.
Kjarninn 29. október 2020
Sjómenn hafa á undanförnum árum ítrekað kvartað til Verðlagsstofu skiptaverðs yfir því hve lágt hráefnaverðið á uppsjávartegundum er á Íslandi.
Margt gæti skýrt að miklu meira sé greitt fyrir síld í Noregi en hér
Verðlagsstofa skiptaverðs birti á dögunum samanburð á síldarverðum í Noregi og á Íslandi, sem sýndi að hráefnisverð síldar var að meðaltali 128 prósentum hærra í Noregi en hér á landi á árunum 2012-2019, á meðan að afurðaverðið var svipað.
Kjarninn 29. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Boðar hertar aðgerðir á landsvísu „sem fyrst“
Sóttvarnalæknir boðar hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins og vill að þær verði samræmdar um allt land. Langflest smit hafa komið upp á höfuðborgarsvæðinu en þeim fjölgar nú á Norðurlandi. Á Austurlandi er ekkert smit.
Kjarninn 29. október 2020
Enn greinast smit hjá starfsfólki og sjúklingum á Landakoti
Smit greinast ennþá hjá starfsfólki og sjúklingum sem voru útsettir á Landakoti fyrir COVID-19. Ekkert nýtt smit hefur greinst utan hins skilgreinda útsetta hóps starfsmanna og sjúklinga.
Kjarninn 29. október 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 25. þáttur: Hefnd köngulóarkonunnar
Kjarninn 29. október 2020
Andlátin í þessari bylgju orðin þrjú
Einn einstaklingur lést á Landspítala síðasta sólarhring vegna COVID-19, samkvæmt tilkynningu á vef spítalans. Andlátin þar eru því tvö á einungis tveimur dögum.
Kjarninn 29. október 2020
Meira eftir höfundinnGrétar Þór Sigurðsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar