Auður Árneshrepps

Stórbrotin náttúran, mannlífið og sagan sem fléttast svo fallega saman og mynda einhvern galdur mitt í allri kyrrðinni er eitthvað sem ekki er hægt að útskýra, skrifar Rakel Valgeirsdóttir þjóðfræðingur sem ólst upp í Árneshreppi á Ströndum.

Auglýsing

Árið 1900 voru íbúar Árnes­hrepps 444. 

1918 voru þeir orðnir 523. 

523 var einu sinni póst­númer í Árnes­hreppi, það er ekki lengur til en þá voru þar þrjú póst­núm­er. 

Nú er þar bara eitt, 524. 

Árið 1940 bjuggu 524 í Árnes­hreppi og hafa aldrei verið fleiri, hvorki fyrr né síð­ar.

 Árið 2000 voru íbú­arnir um 80. 

Þar búa nú, allt árið, innan við 20 manns.Hvernig snýr maður svona þróun við og er það yfir höfuð hægt?„Þjóð­fé­lag sem á sam­fé­lag á borð við Árnes­hrepp í Stranda­sýslu er auð­ugt. Sveit­ar­fé­lagið hefur algjöra sér­stöðu hér á land­i.“Þannig eru upp­hafs­orð þings­á­lykt­un­ar­til­lögu sem lögð var á Alþingi tvisvar sinnum á árunum 2001-2003. Þar segir enn frem­ur: „Mestu skiptir að íbú­arnir fái notið stað­ar­kost­anna, sem aug­ljós­lega snúa að sjáv­ar­út­vegi, land­bún­aði og ferða­þjón­ustu, en einnig að efna­hags­legri, félags­legri og menn­ing­ar­legri sér­stöðu sem óum­deil­an­lega er fyrir hendi í Árnes­hreppi.“Á þessum orðum sést glöggt að vilj­ann til að snúa þess­ari þróun við hefur lík­lega aldrei skort. Kveikjan að þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unni er sam­þykkt nor­rænu ráð­herra­nefnd­ar­innar sem gerð var haustið 1996 og snéri að verndun menn­ing­ar­arfs og menn­ing­arminja auk nátt­úru­verndar og meng­un­ar­varna.

AuglýsingÍ kjöl­far þeirrar sam­þykktar fór af stað vinna sem leidd var af Land­vernd þar sem unnið var náið með íbúum Árnes­hrepps og leitað leiða til að við­halda byggð í hreppn­um. Því að, eins og segir í fylgi­skjali þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unn­ar, „það er aug­ljóst að of seint er að hugsa um varð­veislu menn­ingar á svæð­um, sem þegar eru komin í eyði, horfin menn­ing verður aldrei end­ur­vak­in. Því verður að hefj­ast handa, þar sem mann­líf er ennþá fyrir hend­i“.Í vinnu Land­verndar og íbúa Árnes­hrepps kom skýrt fram að til að efla byggð þar þyrfti að styrkja grunnatvinnu­vegi svæð­is­ins; land­bún­að, sjáv­ar­út­veg og ferða­þjón­ustu ásamt því að bæta sam­göng­ur. Málið fékk góðan hljóm­grunn og í kjöl­farið kom fyrr­greind þings­á­lykt­un­ar­til­laga sem tók undir alla þessa þætti. Henni var vel tekið á þingi.Síðan hefur lítið gerst.Úr Árneshreppi. Mynd: Rakel ValgeirsdóttirSíð­sum­ars 2020 var haldið íbúa­þing í Árnes­hreppi. Nið­ur­staða þess þarf ekki að koma neinum á óvart, hún var nán­ast sam­hljóða nið­ur­stöðum þeirrar 20 ára gömlu vinnu sem vísað var í hér að fram­an. Að auki hafði reyndar bæst við þrí­fösun á raf­magni. Á því síð­ast talda er til aug­ljós lausn, hún liggur hjá Orku­búi Vest­fjarða sem er reyndar langt komið með að tengja þriggja fasa raf­magn í hrepp­inn, upp á vantar ein­ungis um 50 kíló­metra kafla, sorg­lega lít­ill þrösk­uldur það.Efl­ing ferða­þjón­ustu á svæð­inu hefur á und­an­förnum ára­tugum verið veru­leg og enn er mikið af ónýttum tæki­fær­um. Hægar hefur gengið í því að efla hinar tvær und­ir­stöðu atvinnu­greinar svæð­is­ins og ljóst að þar eru einnig veru­lega van­nýtt tæki­færi.Og svo eru það sam­göng­ur. Þeir vega­kaflar sem á annað borð hafa fengið að verma vega­á­ætlun dvelja þar ár eftir ár, kjör­tíma­bil eftir kjör­tíma­bil, án þess að kom­ast nokkru sinni á dag­skrá. Aðrir kom­ast ekki einu sinni á blað. G-reglan, sem Árnes­hreppur eitt sjálf­stæðra sveit­ar­fé­laga þarf að beygja sig und­ir, veldur þriggja mán­aða lokun veg­ar­ins á vetri hverj­um. Lái mér hver sem vill, mér finnst þetta ekki boð­legt.En í hverju felst þessi sér­staða Árnes­hrepps sem allir hlut­að­eig­andi virð­ast ein­róma sam­mála um?Ári eftir að nor­ræna ráð­herra­nefndin setti saman sam­þykkt sína, sum­arið 1997, fór ég að taka á móti ferða­mönnum í hreppn­um. Síðan eru liðin 23 ár og á hverju ein­asta þeirra hef ég fengið tæki­færi til að fylgj­ast með og taka þátt í upp­lifun ferða­manna af svæð­inu.

Trékyllisvík í Árneshreppi. Mynd: Rakel ValgeirsdóttirÍ fyrstu átti ég erfitt með að sjá það sem þeir sáu, skilja upp­lifun ann­arra á mínum eigin hvers­degi, en var afskap­lega for­vitin að kíkja í þann speg­il. Myndin sem við mér blasti er sann­ar­lega engu lík. Stór­brotin nátt­úran, mann­lífið og sagan sem flétt­ast svo fal­lega saman og mynda ein­hvern galdur mitt í allri kyrrð­inni er eitt­hvað sem ekki er hægt að útskýra.Þor­steinn Matth­í­as­son rit­höf­undur og kenn­ari leit­að­ist eitt sinn við því að lýsa upp­lifun sinni af Árnes­hreppi og hún var á þessa leið: „Sú stór­brotna land­sýn sem hvar­vetna mætir auga þess sem þar fer um grónar göt­ur, vekur upp þá vissu að í þessu umhverfi hafi búið fólk stórt að allri gerð.Fólk sem kunni vel þá list að eiga í sam­skiptum við gjöf­ula nátt­úru, og mætti með skap­festu og hug­arró vá og vetr­ar­hríð­um, en kaus að þreyja þorr­ann og góuna til næsta sól­mán­að­ar.“Hugs­an­lega er þetta sann­asta lýs­ingin á því hvernig for­feður mínir og aðrir sveit­ungar komust af í gegnum ald­irn­ar. Og kannski gefa þessi orð ofur­litla inn­sýn í líf Árnes­hrepps­búa, bæði þá og nú því hvernig sem öðru fram­vind­ur, þró­ast og breyt­ist, er það þessi nánd manns og nátt­úru sem spilar stærstan þátt í upp­lifun þeirra sem sækja Árnes­hrepp heim. Að hafa ósnortin víð­erni því sem næst í bak­garð­inum er til­finn­ing sem erfitt er að orða, hana þarf ein­fald­lega að upp­lifa. Og upp­lifunin er svo sterk að gestir okkar sækja í hana aftur og aft­ur.

Greinarhöfundur á göngu í Árneshreppi. Mynd: Ingibjörg Valgeirsdóttir

Í þessu felst auður Árnes­hrepps og hann þurfum við að varð­veita. Það verður ekki gert nema nátt­úran njóti vernd­ar, atvinnu­vegir verði styrktir og sam­göngur bætt­ar.Á síð­ast­liðnum 35 árum hefur ferða­þjón­usta hægt og bít­andi fest sig í sessi á svæð­inu. Með mik­illi elju hefur tek­ist að byggja upp tjald­stæði, gisti­heim­ili, hót­el, safn, hand­verksversl­un, veit­inga­stað, sleða­ferð­ir, göngu­leið­sagn­ir, Ferða­fé­lags­skála og sigl­ing­ar. Og þótt Kross­neslaug sé eldri en öll þessi upp­bygg­ing er hún lík­lega sá áfanga­staður sem flestir okkar gesta heim­sækja og skildi engan undra.Þrjá mán­uði á ári iðar Árnes­hreppur af lífi. Þá er fólk í tæp­lega 60 húsum í hreppn­um, mörgum þeirra skipta stórar fjöl­skyldur með sér yfir sum­ar­tím­ann. Á vet­urna er ljós í glugga á 12 heim­il­um.Ferða­þjón­ustan er orðin að líf­æð. Í það minnsta þrjá mán­uði á ári. Hún bygg­ist á sér­stöð­unni sem þetta litla sam­fé­lag á hjara ver­aldar býr yfir vegna þess að þar endar veg­ur­inn og víð­ernin taka við. Vegna þess að þarna hafa tengsl sögu, nátt­úru og sam­fé­lags enn ekki rofn­að.En við skulum íhuga það sam­an, í það minnsta í augna­blik, hvort for­svar­an­legt sé að taka lífæð lít­ils sveit­ar­fé­lags, arf kyn­slóð­anna sem á eftir okkur koma, frið­uðu nátt­úr­una, heiða­vötn­in, fall­vötn­in, foss­ana og víð­ernin og breyta þeim í mega­vött.Vestur Verk og HS orka lögðu mikið kapp á að koma Hval­ár­virkjun á kopp­inn und­an­farin ár. Fórn­ar­kostn­að­ur­inn átti að vera tæp 40% af landi Árnes­hrepps. Þrjár stórar ár, foss­ar, heiða­vötn og ósnortin víð­erni. Fyrir virkjun sem skapa átti ekk­ert starf á svæð­inu. Til að veita verk­efn­inu fram­göngu var það sett upp með þeim hætti að aðal til­gangur þess væri að auka raf­orku­ör­yggi á Vest­fjörð­um. Nú þegar fjarað hefur undan verk­efn­inu eru aðal for­sendur þess sagðar allt aðr­ar. Stór­iðju og raf­mynt vantar ekki eins mikið af orku og áður og for­sendur fyrir virkjun því brostn­ar. Hvergi er einu orði minnst á Vest­firði – hvað þá Árnes­hrepp.

Hvaláþ Mynd: Rakel ValgeirsdóttirEngu að síður ætla fyr­ir­tækin ekki að sleppa því helj­ar­taki sem þau hafa á Árnes­hreppi heldur halda áfram að lesa af vatns­mælum svo hægt sé að halda virkj­un­inni á teikni­borð­inu. Hver til­gangur þeirra er ætla ég ekki að gefa mér. En meðan fyr­ir­tækin marka sér þetta svæði með því að halda áfram með verk­efni, sem þeir segja allar for­sendur fyrir brostn­ar, stoppa þeir fram­þróun sem gæti orðið á þeim tíma sem þeir ætla sér að bíða og sjá til.Það sjá allir sem vilja sjá það að Árnes­hreppur hefur ekki tíma til að bíða og sjá til –  og til hvers? Það er ljóst að þjóð­garður eða aðrar þær leiðir sem færar eru til að efla atvinnu­líf í Árnes­hreppi, vernda sér­stæða nátt­úr­una og snúa að ein­hverju leyti við þeirri þróun sem verið hefur á svæð­inu eru í ákveð­inni bið­stöðu meðan aðal- og deiliskipu­lag hrepps­ins snúa að því að leggja nátt­úru svæð­is­ins, kannski, ein­hvern tím­ann, að veði fyrir stór­iðju og raf­mynt.Þjóð­garður er til þess fall­inn að gera hvoru tveggja: Að skapa störf innan ferða­þjón­ust­unnar og vernda sér­stæða nátt­úru svæð­is­ins til fram­tíð­ar. Innan þjóð­garðs blómstra allskyns atvinnu­greinar og menn­ing. Til­lögur um verndun Dranga­jök­ul­svíð­erna hafa þegar verið sendar umhverf­is­ráð­herra og liggja því á hans borði. Alþjóð­legu nátt­úru­vernd­ar­sam­tökin IUCN meta þjóð­garð sem besta kost­inn fyrir svæð­ið. Við höfum séð hví­lík lyfti­stöng þjóð­garður getur verið fyrir sam­fé­lög, til dæmis á Snæ­fells­nesi, og höfum enga ástæðu til að ætla að annað væri uppi á ten­ingnum á Strönd­um.Sveit­ar­fé­lögin á Vest­fjörðum virð­ast vera sam­mála þessu því þjóð­garður sam­rým­ist vel sam­eig­in­legri stefnu sem þau und­ir­rit­uðu nýverið um sjálf­bæra þróun í umhverf­is­legu og félags­legu til­liti því þar seg­ir: Sveit­ar­fé­lögin á Vest­fjörðum „sam­þykkja sam­eig­in­lega stefnu um að Vest­firðir verði umhverf­is­vænt og sjálf­bært sam­fé­lag þar sem áhersla er lögð á að vernda umhverfi, minjar, sögu og lands­lag fyrir kom­andi fram­tíð. Sveit­ar­fé­lögin ein­setja sér að vinna stöðugt í átt að sjálf­bærni í starf­semi sinni og horfa til nátt­úru- og land­vernd­ar“.Með þess­ari stefnu hafa sveit­ar­fé­lögin á Vest­fjörðum tekið skýra afstöðu með nátt­úru­vernd og sjálf­bærni – svæð­inu öllu til heilla.

Greinarhöfundur við foss í Árneshreppi. Mynd: Ingibjörg ValgeirsdóttirÞví hann er verð­mætur þessi leik­völlur for­feðranna, okkar sjálfra, barn­anna okkar og ef við berum til þess næga gæfu, barn­anna þeirra. Skilum honum til þeirra rík­ari, en ekki rýr­ari. Skilum auði Árnes­hrepps óskertum áfram til næstu kyn­slóða.Mig langar að enda þetta á til­vitnun í fyrr­nefnda þings­á­lykt­un­ar­til­lögu: „Það er því ljóst, að bregð­ast þarf skjótt við, ef takast á að koma í veg fyrir algjöra eyð­ingu byggð­ar­inn­ar. Fari svo mun sú menn­ing, sem þar hefur dafn­að, hverfa algjör­lega og verður aldrei end­ur­vak­in. Þar með yrði þjóðin öll fyrir óbæt­an­legu tjóni, því að slík enda­lok eru ekki fyrst og fremst áfall fyrir fólk­ið, sem býr þar enn, heldur íslenska menn­ingu og sög­u.“Höf­undur er þjóð­fræð­ingur og stjórn­ar­for­maður nátt­úru­vernd­ar­sam­tak­anna Rjúkanda.Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar