Hvalárvirkjun muni rýra víðerni Ófeigsfjarðarheiðar um tæpan helming

Samkvæmt niðurstöðum Wildland Research Institute myndi Hvalárvirkjun hafa verulega neikvæð áhrif á heildstæða víðernaupplifun Ófeigsfjarðarheiðar og næsta nágrennis.

Hvalárvirkjun
Auglýsing

Nákvæm kort­lagn­ing vís­inda­manna við Háskól­ann í Leeds á óbyggðum víð­ernum Ófeigs­fjarð­ar­heiðar sýnir að mann­virki Hval­ár­virkj­unar myndu rýra víð­ernin um 45 til 48,5 pró­sent. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá nátt­úru­vernd­ar­sam­tök­unum ÓFEIGU í dag.

Sam­tökin fengu rann­sókn­ar­setrið Wild­land Res­e­arch Institute (WRi) við Háskól­ann í Leeds til að ráð­ast í kort­lagn­ing­una síð­ast­liðið sum­ar. WRi hefur þróað nákvæmar staf­rænar aðferðir til að kort­leggja og skil­greina víð­erni, mun nákvæm­ari en beitt hefur verið víð­ast hvar, sam­kvæmt ÓFEIGU.

Dr. Stephen Car­ver og Oli­ver Kenyon hjá WRi kynntu nið­ur­stöðu rann­sókn­ar­innar á fundi sam­tak­anna í dag. Fram kom hjá þeim að kort­lagn­ing víð­ern­anna byggð­ist á grein­ingu á staf­rænum þrí­víðum landupp­lýs­inga­gögn­um, land­notk­un, fjar­lægð frá mann­virkjum og aðgangs­stöðum vél­knú­inna far­ar­tækja.

Auglýsing

„Gögnin eru notuð til að greina með mik­illi nákvæmni sýni­leika mann­virkja sem geta haft áhrif á víð­er­na­upp­lif­un. WRi hefur þróað for­rit til þess­arar grein­ingar sem byggir á svip­uðum aðferðum og for­rit tölvu­leikja,“ segir í til­kynn­ingu sam­tak­anna.

Mark­mið kort­lagn­ingar WRi er að meta heild­ar­á­hrif fyr­ir­hug­aðrar Hval­ár­virkj­unar á víð­er­na­upp­lifun á Ófeigs­fjarð­ar­heiði og nágrenni. Sam­kvæmt ÓFEIGU er með Hval­ár­virkjun fyr­ir­séð að mann­virki muni skerða þessa upp­lifun og hafi því verið ákveðið að fá WRi til að kort­leggja víð­ernin og greina áhrif virkj­un­ar­inn­ar.

Svæðið sem tekið var til athugunar markast af rauðu línunum, allt frá Hornströndum til Steingrímsfjarðar.

Hval­ár­virkjun hefði veru­lega nei­kvæð áhrif á heild­stæða víð­er­na­upp­lifun

„Skerð­ing víð­erna af völdum Hval­ár­virkj­unar felst í aðkomu­vegum fyrir þunga­vinnu­vél­ar, öðrum nýjum veg­um, stífl­um, yfir­föll­um, lón­stæð­um, skurð­um, raf­línum og stöðv­ar­húsi. Enn fremur minnk­andi rennsli í Rjúkandi, Hvalá og Eyvind­ar­fjarð­ará ásamt sam­svar­andi áhrifum á fossa á svæð­inu. Áhrifin á foss­ana eru hins vegar ekki tekin með í mæl­ingum WRi,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Þá taki nið­ur­staða grein­ing­ar­innar af öll tví­mæli um að áform um Hval­ár­virkjun hafi veru­lega nei­kvæð áhrif á heild­stæða víð­er­na­upp­lifun Ófeigs­fjarð­ar­heiðar og næsta nágrenn­is.

Kort­lagði öll sjón­ræn áhrif mann­virkj­anna á svæð­inu

Fyrr­nefnd stofnun WRi hefur unnið að þróun ítar­legrar kort­lagn­ingar á víð­ernum í sam­ráði við skosk stjórn­völd, meðal ann­ars í þjóð­görðum og óbyggðum víð­ern­um, sam­kvæmt ÓFEIGU. Byggt sé á landupp­lýs­ingum í hárri upp­lausn til að meta land­fræði­legt umfang áhrifa og sé meðal ann­ars metið hvort áhrif eru mikil eða lítil með til­liti til fjar­lægð­ar. „Sem dæmi má nefna að hús er ekki aðeins metið út frá stað­setn­ingu, heldur hefur hæð þess áhrif á hversu langt sjón­rænu áhrifin ná. Lágt hús eða hús sem stendur í dæld hefur þannig minni sjón­ræn skerð­ing­ar­á­hrif en hátt hús eða hús sem stendur á hæð.“

Til við­bótar við kort­lagn­ingu á víð­erna­skerð­ingu af völdum Hval­ár­virkj­unar kort­lagði WRi öll sjón­ræn áhrif mann­virkj­anna á svæð­inu, það er hvaðan sést til þeirra. Þau áhrif eru mun umfangs­meiri en aðeins skerð­ing óbyggðra víð­erna, sam­kvæmt nið­ur­stöð­un­um.

Heildar sjónræn áhrif mannvirkja fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar, þ.e. hvaðan sést til þeirra, jafnt af láglendi, heiðum og tindum. Þau áhrif eru mun umfangsmeiri en aðeins skerðing óbyggðra víðerna, samkvæmt kortlagningunni.

Wild­land Res­e­arch Institute er sjálf­stæð fræða­stofnun með sér­þekk­ingu á víð­ern­um, stefnu­mót­un, kort­lagn­ingu og lands­lags­mati. Aðferða­fræði og for­rit WRi hefur einkum verið þróuð í tengslum við kort­lagn­ingu í skoskum þjóð­görðum og ann­ast WRi ráð­gjöf til skosku rík­is­stjórn­ar­innar á þessu sviði. Að auki er WRi með­höf­undur víð­erna­kort­lagn­ingar Evr­ópu­sam­bands­ins og aðstoðar Alþjóða ­nátt­úru­vernd­ar­stofn­un­ina (IUCN) við kort­lagn­ingu víð­erna­gæða í Frakk­landi. WRi hefur einnig unnið með þjóð­garða­stofnun Banda­ríkj­anna og unnið að mati á víð­erna­gæðum í Kína, sam­kvæmt ÓFEIG­U. 

Hægt að skil­greina óbyggð víð­erni út frá raun­veru­legum aðstæð­um 

Í til­kynn­ingu nátt­úru­vernd­ar­sam­tak­anna kemur fram að í nátt­úru­vernd­ar­lögum sé svohljóð­andi skil­grein­ing á óbyggðum víð­ern­um: „Óbyggt víð­erni: Svæði í óbyggðum sem er að jafn­aði a.m.k. 25 km2 að stærð eða þannig að hægt sé að njóta þar ein­veru og nátt­úr­unnar án trufl­unar af mann­virkjum eða umferð vél­knú­inna far­ar­tækja og í a.m.k. 5 km fjar­lægð frá mann­virkjum og öðrum tækni­legum ummerkj­um, svo sem raf­lín­um, orku­verum, miðl­un­ar­lónum og upp­byggðum veg­um.“

Tölu­legu við­miðin séu fyrst og fremst til leið­bein­ingar og nálgun þeirra skili fremur grófum nið­ur­stöð­um. Með nákvæmum kort­lagn­ing­ar­að­ferðum á borð við þær sem WRi fram­kvæmir sé hægt að skil­greina óbyggð víð­erni út frá raun­veru­legum aðstæðum á hverjum stað.

„Víð­erna­grein­ingar í Evr­ópu hafa sýnt að 1 pró­sent af „villtustu“ óbyggðum víð­ernum Evr­ópu ná yfir tæpa 57 þús­und fer­kíló­metra. Þar af eru 24 þús­und fer­kíló­metrar þessa eina pró­sents á Íslandi, eða 42% af „villtustu“ víð­ernum álf­unn­ar. Með skil­grein­ing­unni „villtustu“ er átt við víð­erni sem eru hvað lengst frá öllum mann­virkjum eða aðgangs­stöðum vél­knú­inna far­ar­tækja,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stíflurnar loka fyrir flæði sjávar úr Adríahafi inn í Feneyjalónið.
Feneyingar prófa flóðavarnir sem beðið hefur verið eftir
Framkvæmdir við flóðavarnakerfi Feneyinga hafa staðið yfir frá því 2003. Verkefnið er langt á eftir áætlun og kostnaður við það hefur margfaldast.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meiri áhugi virðist vera á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.
Fleiri kaupa utan Reykjavíkur
Talið er að vaxtalækkanir Seðlabankans hafi komið í veg fyrir mikla niðursveiflu á íbúðamarkaðnum, sem tekið hefur við sér að nokkru leyti á síðustu mánuðum. Fleiri kjósa þó að kaupa íbúð utan höfuðborgarsvæðisins heldur en innan þess.
Kjarninn 12. júlí 2020
Trump stígur í vænginn við Færeyinga
Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á aukinni samvinnu við Færeyinga. Þótt í orði kveðnu snúist sá áhugi ekki um hernaðarsamvinnu dylst engum hvað að baki býr.
Kjarninn 12. júlí 2020
Fé á leið til slátrunar.
Bændum á Íslandi heimilt að aflífa dýr utan sláturhúsa með ýmsum aðferðum
Yrði sláturhús á Íslandi óstarfhæft vegna hópsmits yrði fyrsti kosturinn sá að senda dýr til slátrunar í annað sláturhús. Ef aflífa þarf dýr utan sláturhúsa mega bændur beita til þess ýmsum aðferðum, m.a. gösun, höfuðhöggi og pinnabyssu.
Kjarninn 12. júlí 2020
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent