Kostnaður vegna losunar Íslands gæti hlaupið á hundruðum milljóna

Að öllum líkindum mun losun Íslands á árunum 2013 til 2020 verða meiri en skuldbindingar Kyoto-bókunarinnar kveða á um. Kostnaður íslenskra stjórnvalda vegna þessa gæti hlaupið á nokkur hundruð milljónum króna.

co2 kolefni loftslagsmál gróðurhúsalofttegundir verksmiðja ský mengun h_00392799.jpg
Auglýsing

Flest bendir til þess að losun Íslands á árunum 2013 til 2020 verði meiri en skuld­bind­ingar Kyoto-­bók­un­ar­innar kveða á um. Ísland þarf því að gera upp skuld­bind­ingar sínar með kaupum á svoköll­uðum los­un­ar­heim­ild­um. Áætl­aður kostn­aður vegna þessa eru nokkur hund­ruð millj­ónir króna.

Þetta kemur fram í svari umhverf­is-og auð­linda­ráð­herra við fyr­ir­spurn frá­ Birni Leví Gunn­ars­syni, þing­manns Pírata, um losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda frá öku­tækjum og alþjóð­legar skuld­bind­ing­ar.

Ísland þarf að borga til að stand­ast skuld­bind­ingar

Ísland full­gilt­i Kyoto-­bók­un­ina þann 23. maí 2002 en hún er bókun við ramma­samn­ing Sam­ein­uðu þjóð­anna um lofts­lags­breyt­ing­ar. Ríki geta gert þrennt til að standa við skuld­bind­ingar sínar sam­kvæmt Kyoto-­bók­un­inni en það er að draga úr los­un, binda kolefni úr and­rúms­lofti og kaupa heim­ildir ef upp á vantar til að stand­ast skuld­bind­ing­ar. 

Auglýsing

Ísland þarf ekki að gera upp skuld­bind­ingar sínar vegna los­unar Íslands á árunum 2013 til 2020 fyrr en árið 2023 en í svari umhverf­is­ráð­herra kemur fram að flest bendi til þess að Ísland þurfi að kaupa heim­ildir til að standast skuld­bind­ing­ar sín­ar. Mögu­legt er að kaupa heim­ildir beint af ríkjum sem hafa losað minna en skuld­bind­ingar þeirra kveða á um eða ein­ingar sem verða til vegna lofts­lagsvænna verk­efna, einkum í þró­un­ar­ríkj­u­m. 

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis-og auðlindaráðherra.Mynd: Bára Huld Beck.Ráð­herra segir að ekki sé hægt að segja nákvæm­lega til um hver kostn­aður Íslands gæti orðið því verð á ein­ing­um/heim­ildum sé breyti­legt og ekki liggi fyrir hver heild­ar­losun Íslands verði á tíma­bil­in­u. 

Ráðu­neytið áætlar að miðað við núver­andi verð­lag gæti heild­ar­upp­hæðin hlaupið á nokkur hund­ruð millj­ónum króna fyrir tíma­bilið í heild. Það mat er þó sett fram með fyr­ir­vara. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Ásgeir Jóhannesson.
Segir peningamarkaðssjóði ekki svikamyllu heldur form af skammtímafjármögnun
Fyrrverandi aðaleigandi Glitnis neitar því að peningamarkaðssjóðir bankanna hafi verið notaðir til að „redda“ eigendum þeirra fyrir hrun. Ríkisbankar þurftu að setja 130 milljarða króna inn í sjóðina en samt tapaði venjulegt fólk stórum fjárhæðum.
Kjarninn 21. janúar 2021
Jón Ásgeir segir Guðlaug Þór hafa tekið á sig sök í styrkjamálinu
Stjórnendur FL Group tóku ákvörðun um að veita háan styrk til Sjálfstæðisflokksins í lok árs 2006 og kvittun fyrir greiðslunni var gefin út eftir á. Þetta segir Jón Ásgeir Jóhannesson. Hann telur Geir H. Haarde hafa staðið á bakvið málið.
Kjarninn 21. janúar 2021
Norðurlöndin og Eystrasaltslöndin biðja AGS um að meta áhættu á peningaþvætti
Ríkisstjórn Íslands, ásamt ríkisstjórnum hinna Norður- og Eystrasaltslandanna, hefur beðið Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um að greina ógnir og veikleika í tengslum við peningaþvætti í löndunum.
Kjarninn 21. janúar 2021
Stórt hlutfall lána í frystingu er líkleg útskýring lágs hlutfalls fólks á vanskilaskrá
Vanskil aldrei verið minni en í fyrra
Samkvæmt Creditinfo voru vanskil með minnsta móti í fyrra. Líklegt er að það sé vegna fjölda greiðslufresta á lánum í kjölfar faraldursins.
Kjarninn 21. janúar 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Telur greinargerð ráðherra og kynningar á bankasölu ekki standast stjórnsýslulög
Stjórnarþingmenn í fjárlaganefnd taka undir með félögum sínum í efnahags- og viðskiptanefnd og vilja selja allt að 35 prósent í Íslandsbanka. Formaður Flokks fólksins segir að verið sé að einkavæða gróðann eftir að tapið var þjóðnýtt.
Kjarninn 21. janúar 2021
Um 60 prósent Garðbæinga geta ekki nefnt að minnsta kosti þrjá bæjarfulltrúa á nafn
Um 20 prósent íbúa Garðabæjar telja að ákvarðanir við stjórn sveitarfélagsins séu teknar ólýðræðislega. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 60 prósent fylgi í sveitarfélaginu en ánægja með meirihluta hans og bæjarstjóra er minni.
Kjarninn 21. janúar 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 31. þáttur: Keisari undirheimanna
Kjarninn 21. janúar 2021
Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Vilja selja allt að 35 prósent hlut í Íslandsbanka
Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar vill selja rúmlega þriðjung í Íslandsbanka í hlutafjárútboði í sumar. Hann vill setja þak á þann hlut sem hver fjárfestir getur keypt. Stjórnarandstaðan er sundruð í afstöðu sinni.
Kjarninn 21. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent