Kostnaður vegna losunar Íslands gæti hlaupið á hundruðum milljóna

Að öllum líkindum mun losun Íslands á árunum 2013 til 2020 verða meiri en skuldbindingar Kyoto-bókunarinnar kveða á um. Kostnaður íslenskra stjórnvalda vegna þessa gæti hlaupið á nokkur hundruð milljónum króna.

co2 kolefni loftslagsmál gróðurhúsalofttegundir verksmiðja ský mengun h_00392799.jpg
Auglýsing

Flest bendir til þess að losun Íslands á árunum 2013 til 2020 verði meiri en skuld­bind­ingar Kyoto-­bók­un­ar­innar kveða á um. Ísland þarf því að gera upp skuld­bind­ingar sínar með kaupum á svoköll­uðum los­un­ar­heim­ild­um. Áætl­aður kostn­aður vegna þessa eru nokkur hund­ruð millj­ónir króna.

Þetta kemur fram í svari umhverf­is-og auð­linda­ráð­herra við fyr­ir­spurn frá­ Birni Leví Gunn­ars­syni, þing­manns Pírata, um losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda frá öku­tækjum og alþjóð­legar skuld­bind­ing­ar.

Ísland þarf að borga til að stand­ast skuld­bind­ingar

Ísland full­gilt­i Kyoto-­bók­un­ina þann 23. maí 2002 en hún er bókun við ramma­samn­ing Sam­ein­uðu þjóð­anna um lofts­lags­breyt­ing­ar. Ríki geta gert þrennt til að standa við skuld­bind­ingar sínar sam­kvæmt Kyoto-­bók­un­inni en það er að draga úr los­un, binda kolefni úr and­rúms­lofti og kaupa heim­ildir ef upp á vantar til að stand­ast skuld­bind­ing­ar. 

Auglýsing

Ísland þarf ekki að gera upp skuld­bind­ingar sínar vegna los­unar Íslands á árunum 2013 til 2020 fyrr en árið 2023 en í svari umhverf­is­ráð­herra kemur fram að flest bendi til þess að Ísland þurfi að kaupa heim­ildir til að standast skuld­bind­ing­ar sín­ar. Mögu­legt er að kaupa heim­ildir beint af ríkjum sem hafa losað minna en skuld­bind­ingar þeirra kveða á um eða ein­ingar sem verða til vegna lofts­lagsvænna verk­efna, einkum í þró­un­ar­ríkj­u­m. 

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis-og auðlindaráðherra.Mynd: Bára Huld Beck.Ráð­herra segir að ekki sé hægt að segja nákvæm­lega til um hver kostn­aður Íslands gæti orðið því verð á ein­ing­um/heim­ildum sé breyti­legt og ekki liggi fyrir hver heild­ar­losun Íslands verði á tíma­bil­in­u. 

Ráðu­neytið áætlar að miðað við núver­andi verð­lag gæti heild­ar­upp­hæðin hlaupið á nokkur hund­ruð millj­ónum króna fyrir tíma­bilið í heild. Það mat er þó sett fram með fyr­ir­vara. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðrún Þórðardóttir
Hvers vegna kostar 5.000 krónur að lesa vísindagrein?
Kjarninn 20. október 2020
Þórarinn Eyfjörð
Nýsköpunarmiðstöð Íslands – framúrskarandi stofnun
Kjarninn 20. október 2020
Skjálftinn varð um fimm kílómetra vestur af Seltúni.
Skjálftinn: Engar tilkynningar um meiðsli á fólki eða tjón á mannvirkjum
Óvissustig almannavarna hefur verið í gildi á Reykjanesi vegna landriss á svæðinu frá því í janúar.
Kjarninn 20. október 2020
Forsætisráðherra var brugðið, sem eðlilegt er.
Forsætisráðherra í beinni: „Guð minn góður, það er jarðskjálfti“
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í beinni útsendingu á YouTube-rás bandaríska blaðsins Washington Post að ræða kórónuveirufaraldurinn þegar jarðskjálfti af stærðinni 5,6 reið yfir kl. 13:43 í dag.
Kjarninn 20. október 2020
Stór jarðskjálfti vestur af Krýsuvík
Jarðskjálfti, 5,6 að stærð samkvæmt Veðurstofu Íslands, fannst vel á höfuðborgarsvæðinu kl. 13:43 í dag. Upptök skjálftans voru vestur af Krýsuvík á Reykjanesi. Allt skalf og nötraði á Alþingi.
Kjarninn 20. október 2020
Stjórnmálamenn ræddu um sóttvarnaráðstafanir á þingi í gær.
„Sóttvarnareglur ríkisins eru þunglamalegar og dýrar“
Sjálfstæðisflokkurinn deilir þeim orðum Sigríðar Á. Andersen að opinberar sóttvarnareglur séu „þunglamalegar og dýrar“ á meðan að einstaklingsbundnar sóttvarnir séu áhrifaríkar. Líftölfræðingur segir einstaklingsbundnar aðgerðir ekki duga einar og sér.
Kjarninn 20. október 2020
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.
Höfuðborgarsvæðið á viðkvæmum tíma í faraldrinum
Íþróttakennsla í skólum á höfuðborgarsvæðinu verður utandyra og verða íþróttahús, sundlaugar og söfn lokuð. Ákvörðunin verður endurskoðuð að viku liðinni.
Kjarninn 20. október 2020
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar og skrifar undir umsögn þeirra.
Segja forsendur fjárlaga að óbreyttu þegar brostnar vegna landamæraskimunar
Hagsmunasamtök aðila í ferðaþjónustu segja að ef núverandi reglur um tvöfalda skimun á landamærum verði áfram í gildi muni fjöldi erlendra ferðamanna sem heimsæki Ísland árið 2021 aldrei ná að verða 900 þúsund, líkt og forsendur fjárlaga geri ráð fyrir.
Kjarninn 20. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent