Sainsbury’s kaupir ekki lengur fisk af Samherja – M&S að fylgist með þróun mála

Samherji hefur selt frosinn fisk til tveggja stórra verslunarkeðja í Bretlandi. Önnur þeirra er hætt að kaupa af íslenska sjávarútvegsrisanum, en það tengist ekki mútumálinu í Namibíu. Hin er að fylgjast með þróun mála.

Sainsbury´s er ein stærsta matvörukeðja Bretlands.
Sainsbury´s er ein stærsta matvörukeðja Bretlands.
Auglýsing

Breska versl­un­ar­keðjan J. Sains­bury kaupir ekki lengur fros­inn fisk af dótt­ur­fé­lagi Sam­herja í Bret­landi. Ákvörðun um að slíta því við­skipta­sam­bandi var þó tekin áður en að Kveikur og Stundin opin­ber­uðu meintar mútu­greiðsl­ur, pen­inga­þvætti og skatta­snið­göngu Sam­herja í tengslum við veiðar fyr­ir­tæk­is­ins í Namib­íu. 

Frá þessu er greint á frétta­síð­unni Und­erc­ur­rent News sem sér­hæfir sig í fréttum af sjáv­ar­út­vegs­mál­um. Þar kemur enn fremur að Marks and Spencer (M&S), hinn stóra versl­un­ar­keðjan sem hefur keypt fisk af starf­semi Ice Fresh Seafood, dótt­ur­fé­lags Sam­herja, í Grims­by, fylgist mjög vel með þróun mála í mútu­mál­inu, þar sem Sam­herja er ætlað að hafa greitt að minnsta kosti 1,4 millj­arða króna fyrir aðgengi að ódýrum kvóta í Namib­íu. Ice Fresh Seafood keypti stærri verk­smiðju í Grimsby árið 2017 til að sinna auk­inni eft­ir­spurn frá Sains­bury´s og M&S. 

Auglýsing
Í frétt Und­erc­ur­rent News segir að verk­smiðjan sé nú í vand­ræðum með verk­efni eftir að tveir kín­verskir fram­leið­end­ur, Qingdao Tan­ford Foods og Uni­bond Seafood International, tóku yfir sölu á frosnum fiski til Sains­bury´s.

Sam­herj­a­málið hefur þegar haft marg­hátt­aðar afleið­ing­ar. Tveir ráð­herrar í Namibíu hafa sagt af sér emb­ætti og annar þeirra var nýverið hand­tek­inn, þótt honum hafi, að minnsta kosti tíma­bund­ið, verið sleppt aft­ur. Hinn ráð­herr­ann og tveir ætl­aðir sam­verka­menn þeirra eru eft­ir­lýstir í Namib­íu. Þá hefur Þor­steinn Már Bald­vins­son, einn aðal­eig­enda Sam­herja, stigið til hliðar sem for­stjóri félags­ins og hætt í stjórnum að minnsta kosti þriggja sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja sem Sam­herji á hlut í. 

Und­erc­ur­rent News hefur það eftir ónefndur sér­fræð­ingi í sjáv­ar­út­vegi að ákvörðun Sains­bury´s um að hætta við­skiptum við Sam­herja teng­ist ekki mútu­mál­inu, heldur hafi hún átt lengri aðdrag­anda. Sam­herji vildi ekki svara spurn­ingum mið­ils­ins um mál­ið.

Í frétt hans er rætt við tals­mann M&S-keðj­unn­ar, sem segir að þar sé vel fylgst með því hvernig Sam­herj­a­málið þró­ist. Fyrir liggi að M&S kaupi ekki fisk sem veiddur hafi verið í namibíska-hluta starf­semi Sam­herja. „Við erum mjög skýr með að við krefj­umst þess að allir okkar birgjar hagi við­skiptum sínum á sið­legan og lög­legan hátt og við tökum þessar ásak­anir mjög alvar­lega,“ sagði tals­mað­ur­inn.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Stefánsson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir
Davíð og Sunna Karen hætta sem ritstjórar hjá Torgi
Skipu­lags­breytingar hafa verið gerðar hjá Torgi, út­gáfu­fé­lagi Frétta­blaðsins og fleiri miðla.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Úr Er ég mamma mín?
„Sláðu hann, Sólveig! Kýld‘ann, Kristbjörg!“
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Er ég mamma mín? eftir Maríu Reyndal í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
Nýsköpunarmiðstöð Íslands lögð niður um næstu áramót
Niðurstaða greiningarvinnu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins er sú að hluta verkefna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands megi framkvæma undir öðru rekstrarformi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ríkisstjórnin vill auka gagnsæið hjá 30 óskráðum en þjóðhagslega mikilvægum fyrirtækjum
Í drögum að nýju frumvarpi, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram til að auka traust á íslenskt atvinnulíf, er lagt til að skilgreining á „einingum tengdum almannahagsmunum“ verði víkkuð verulega út og nái meðal annars til stóriðju og sjávarútvegsrisa.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Virkjanir undir 10 MW hafa verið kallaðar smávirkjanir.
Vilja einfalda lög og reglur um smávirkjanir
Þingmenn Framsóknarflokksins segja umsóknarferli varðandi minni virkjanir fjárfrekt og langt og að smávirkjanir séu umhverfisvænir orkugjafar þar sem þær stuðli „að minni útblæstri óæskilegra efna sem hafa áhrif á hitastig jarðar“.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Aðalsteinn Leifsson
Aðalsteinn Leifsson nýr ríkissáttasemjari
Félags- og barnamálaráðherra hefur skipað Aðalstein Leifsson framkvæmdastjóra hjá EFTA sem ríkissáttasemjara frá og með 1.apríl næstkomandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Stefán Eiríksson, sem nýverið var valinn af stjórn RÚV til að stýra fyrirtækinu til næstu fimm ára hið minnsta.
Verðandi útvarpsstjóri vill opna safn RÚV fyrir fjölmiðlum og almenningi
Stefán Eiríksson vill að allt efni sem er til staðar í safni RÚV, og er ekki bundið rétthafatakmörkunum, verði opið og aðgengilegt öllum almenningi og öðrum fjölmiðlum til frjálsra nota.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ástráður með það til skoðunar að stefna íslenska ríkinu ... aftur
Ástráður Haraldsson hefur fjórum sinnum sóst eftir því að komast að sem dómari við Landsrétt. Þrívegis hefur honum verið hafnað en ekki hefur verið tekin ákvörðun um eina umsókn hans. Ástráður telur sig hafa mátt þola ítrekuð réttarbrot.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiErlent