Sainsbury’s kaupir ekki lengur fisk af Samherja – M&S að fylgist með þróun mála

Samherji hefur selt frosinn fisk til tveggja stórra verslunarkeðja í Bretlandi. Önnur þeirra er hætt að kaupa af íslenska sjávarútvegsrisanum, en það tengist ekki mútumálinu í Namibíu. Hin er að fylgjast með þróun mála.

Sainsbury´s er ein stærsta matvörukeðja Bretlands.
Sainsbury´s er ein stærsta matvörukeðja Bretlands.
Auglýsing

Breska verslunarkeðjan J. Sainsbury kaupir ekki lengur frosinn fisk af dótturfélagi Samherja í Bretlandi. Ákvörðun um að slíta því viðskiptasambandi var þó tekin áður en að Kveikur og Stundin opinberuðu meintar mútugreiðslur, peningaþvætti og skattasniðgöngu Samherja í tengslum við veiðar fyrirtækisins í Namibíu. 

Frá þessu er greint á fréttasíðunni Undercurrent News sem sérhæfir sig í fréttum af sjávarútvegsmálum. Þar kemur enn fremur að Marks and Spencer (M&S), hinn stóra verslunarkeðjan sem hefur keypt fisk af starfsemi Ice Fresh Seafood, dótturfélags Samherja, í Grimsby, fylgist mjög vel með þróun mála í mútumálinu, þar sem Samherja er ætlað að hafa greitt að minnsta kosti 1,4 milljarða króna fyrir aðgengi að ódýrum kvóta í Namibíu. Ice Fresh Seafood keypti stærri verksmiðju í Grimsby árið 2017 til að sinna aukinni eftirspurn frá Sainsbury´s og M&S. 

Auglýsing
Í frétt Undercurrent News segir að verksmiðjan sé nú í vandræðum með verkefni eftir að tveir kínverskir framleiðendur, Qingdao Tanford Foods og Unibond Seafood International, tóku yfir sölu á frosnum fiski til Sainsbury´s.

Samherjamálið hefur þegar haft margháttaðar afleiðingar. Tveir ráðherrar í Namibíu hafa sagt af sér embætti og annar þeirra var nýverið handtekinn, þótt honum hafi, að minnsta kosti tímabundið, verið sleppt aftur. Hinn ráðherrann og tveir ætlaðir samverkamenn þeirra eru eftirlýstir í Namibíu. Þá hefur Þorsteinn Már Baldvinsson, einn aðaleigenda Samherja, stigið til hliðar sem forstjóri félagsins og hætt í stjórnum að minnsta kosti þriggja sjávarútvegsfyrirtækja sem Samherji á hlut í. 

Undercurrent News hefur það eftir ónefndur sérfræðingi í sjávarútvegi að ákvörðun Sainsbury´s um að hætta viðskiptum við Samherja tengist ekki mútumálinu, heldur hafi hún átt lengri aðdraganda. Samherji vildi ekki svara spurningum miðilsins um málið.

Í frétt hans er rætt við talsmann M&S-keðjunnar, sem segir að þar sé vel fylgst með því hvernig Samherjamálið þróist. Fyrir liggi að M&S kaupi ekki fisk sem veiddur hafi verið í namibíska-hluta starfsemi Samherja. „Við erum mjög skýr með að við krefjumst þess að allir okkar birgjar hagi viðskiptum sínum á siðlegan og löglegan hátt og við tökum þessar ásakanir mjög alvarlega,“ sagði talsmaðurinn.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiErlent