Saknar þess að utanríkisráðherra hafi ekki haft samband við stjórnvöld í Namibíu

Þingmaður Vinstri grænna segir það vera gríðarlega mikilvægt að Íslendingar standi við skuldbindingar sínar og auki hlutfall af þjóðarframleiðslu til þróunarsamvinnu og tryggi að þeir fjármunir renni í áhrifamikla þróunarsamvinnu.

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG.
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG.
Auglýsing

„Svo verð ég að játa að ég sakna þess að utan­rík­is­ráð­herra hafi ekki haft sam­band við stjórn­völd í Namibíu til að árétta okkar skuld­bind­ingar í eft­ir­fylgni með þró­un­ar­sam­vinnu­verk­efnum okkar þar sem lauk 2010, en líka sam­band við Mala­ví, Úganda, Afganistan og Palest­ínu. Til að engum dylj­ist að Ísland vilji halda áfram að sinna af ein­urð fag­legri og kraft­mik­illi þró­un­ar­sam­vinnu sem hefur gott orð á sér og hefur haft gríð­ar­leg áhrif á líf venju­legs fólks og mögu­leika þess til að byggja sér og sínum góða fram­tíð.“

Catherine Gotani HaraÞetta segir Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, þing­maður Vinstri grænna, í stöðu­upp­færslu á Face­book í dag.

Þing­mað­ur­inn hitt­i Catherine ­Got­ani Hara, fyrsta kven­for­seta þings­ins í Mala­ví, síð­ast­lið­inn fimmtu­dag en hún heim­sótti Alþingi ásamt föru­neyti, skoð­aði Alþing­is­húsið og átti fund með Stein­grími J. Sig­fús­syni, for­seta Alþing­is, og hitti síðan utan­rík­is­mála­nefnd að máli.

Í færslu sinni á Face­book segir Rósa Björk að Hara hafi lýst á fundi þeirra styrk­leikum og veik­leikum sam­fé­lags­ins í Malaví af mik­illi þekk­ingu og yfir­sýn og hvernig þró­un­ar­sam­vinnu­verk­efni Íslands þar í landi hafi breytt lífi fólks til hins betra.

Auglýsing

Mik­il­vægt að Íslend­ingar standi við skuld­bind­ingar sínar

„Sam­starfs­lönd Íslands í þró­un­ar­sam­vinnu eru Malaví og Úganda og áherslu­lönd Íslands í þró­un­ar­sam­vinnu eru Afganistan, Mósam­bík og Palest­ína. Síðan erum við í svoköll­uðu svæða­sam­starfi í Aust­ur-Afr­íku í fiski­málum og mál­efnum hafs­ins og í Vest­ur­-Afr­íku að end­ur­nýj­an­legri orku með áherslu á jarð­hita,“ skrifar Rósa Björk.

Hún segir það vera gríð­ar­lega mik­il­vægt að Íslend­ingar standi við skuld­bind­ingar sínar og auki hlut­fall af þjóð­ar­fram­leiðslu til þró­un­ar­sam­vinnu og tryggi að þeir fjár­munir renni í áhrifa­mikla þró­un­ar­sam­vinnu en ekki í verk­efni hér heima sem eigi að fá pen­inga ann­ars stað­ar.

Það var frá­bært að hitta Got­ani Hara, fyrsta kven­for­seta þings­ins í Malaví. Got­ani lýsti á fundi okk­ar, styrk­leikum og...

Posted by Rósa Björk Brynj­ólfs­dóttir on Tues­day, Novem­ber 26, 2019


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 11. þáttur: „Að fara inn í íslenskan torfkofa opnar leið inn í heim iðandi ofurlífveru“
Kjarninn 26. október 2021
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
„Almennt má segja að skólastarf hafi gengið ágætlega frá skólabyrjun“
Ríkisstjórnin ræddi skólastarf í leik- og grunnskólum haustið 2021 vegna COVID-19 á ríkisstjórnarfundi í morgun.
Kjarninn 26. október 2021
Hagnaður Facebook á þriðja ársfjórðungi var 9 milljarðar dollarar, eða sem nemur rúmum 1.166 milljörðum króna.
Yfir þúsund milljarða króna hagnaður í skugga uppljóstrana og fækkunar yngri notenda
Hagnaður Facebook var meiri en búist var við á þriðja ársfjórðungi. Á sama tíma fækkar notendum í yngsta aldurshópnum og Facebook hyggst „endurheimta týndu kynslóðina“.
Kjarninn 26. október 2021
Fyrsta sektarákvörðun fjölmiðlanefndar sem varðar hlaðvarpsmiðlun var birt í síðustu viku.
Fjölmiðlanefnd sektar og skammar hlaðvarpsstjórnendur – og fær bágt fyrir
Árslöngum eltingaleik fjölmiðlanefndar við nokkra hlaðvarpsþætti lauk fyrir helgi með einni sektarákvörðun og tveimur álitum. Sum hlaðvörp eru nú fjölmiðlar og skráðir sem slíkir en þær raddir heyrast að eftirlitið með þessum markaði sé fram úr hófi.
Kjarninn 26. október 2021
„Nú þurfa Íslendingar að gyrða sig í brók“
Fíknigeðlæknir segir að nú þurfi Íslendingar að gyrða sig í brók svo að hið sama verði ekki upp á teningnum á Íslandi og í Bandaríkjunum varðandi ofnotkun ópíóíða.
Kjarninn 26. október 2021
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent