Saknar þess að utanríkisráðherra hafi ekki haft samband við stjórnvöld í Namibíu

Þingmaður Vinstri grænna segir það vera gríðarlega mikilvægt að Íslendingar standi við skuldbindingar sínar og auki hlutfall af þjóðarframleiðslu til þróunarsamvinnu og tryggi að þeir fjármunir renni í áhrifamikla þróunarsamvinnu.

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG.
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG.
Auglýsing

„Svo verð ég að játa að ég sakna þess að utan­rík­is­ráð­herra hafi ekki haft sam­band við stjórn­völd í Namibíu til að árétta okkar skuld­bind­ingar í eft­ir­fylgni með þró­un­ar­sam­vinnu­verk­efnum okkar þar sem lauk 2010, en líka sam­band við Mala­ví, Úganda, Afganistan og Palest­ínu. Til að engum dylj­ist að Ísland vilji halda áfram að sinna af ein­urð fag­legri og kraft­mik­illi þró­un­ar­sam­vinnu sem hefur gott orð á sér og hefur haft gríð­ar­leg áhrif á líf venju­legs fólks og mögu­leika þess til að byggja sér og sínum góða fram­tíð.“

Catherine Gotani HaraÞetta segir Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, þing­maður Vinstri grænna, í stöðu­upp­færslu á Face­book í dag.

Þing­mað­ur­inn hitt­i Catherine ­Got­ani Hara, fyrsta kven­for­seta þings­ins í Mala­ví, síð­ast­lið­inn fimmtu­dag en hún heim­sótti Alþingi ásamt föru­neyti, skoð­aði Alþing­is­húsið og átti fund með Stein­grími J. Sig­fús­syni, for­seta Alþing­is, og hitti síðan utan­rík­is­mála­nefnd að máli.

Í færslu sinni á Face­book segir Rósa Björk að Hara hafi lýst á fundi þeirra styrk­leikum og veik­leikum sam­fé­lags­ins í Malaví af mik­illi þekk­ingu og yfir­sýn og hvernig þró­un­ar­sam­vinnu­verk­efni Íslands þar í landi hafi breytt lífi fólks til hins betra.

Auglýsing

Mik­il­vægt að Íslend­ingar standi við skuld­bind­ingar sínar

„Sam­starfs­lönd Íslands í þró­un­ar­sam­vinnu eru Malaví og Úganda og áherslu­lönd Íslands í þró­un­ar­sam­vinnu eru Afganistan, Mósam­bík og Palest­ína. Síðan erum við í svoköll­uðu svæða­sam­starfi í Aust­ur-Afr­íku í fiski­málum og mál­efnum hafs­ins og í Vest­ur­-Afr­íku að end­ur­nýj­an­legri orku með áherslu á jarð­hita,“ skrifar Rósa Björk.

Hún segir það vera gríð­ar­lega mik­il­vægt að Íslend­ingar standi við skuld­bind­ingar sínar og auki hlut­fall af þjóð­ar­fram­leiðslu til þró­un­ar­sam­vinnu og tryggi að þeir fjár­munir renni í áhrifa­mikla þró­un­ar­sam­vinnu en ekki í verk­efni hér heima sem eigi að fá pen­inga ann­ars stað­ar.

Það var frá­bært að hitta Got­ani Hara, fyrsta kven­for­seta þings­ins í Malaví. Got­ani lýsti á fundi okk­ar, styrk­leikum og...

Posted by Rósa Björk Brynj­ólfs­dóttir on Tues­day, Novem­ber 26, 2019


Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samdráttur í flugi lagar losunarstöðuna
Losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi dróst verulega mikið saman í fyrra. Það er ein hliðin á miklum efnahagslegum og umhverfislegum áhrifum af minni flugumferð eftir fall WOW Air og kyrrsetninguna á 737 Max vélum Boeing.
Kjarninn 24. janúar 2020
Teitur Björn Einarsson
Teitur Björn leiðir starfshóp um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri
Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hafa ákveðið að skipa starfshóp til að móta tillögur um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri í kjölfar snjóflóðsins þann 14. janúar síðastliðinn.
Kjarninn 24. janúar 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 28. þáttur: Ástir, örlög og Quidditch
Kjarninn 24. janúar 2020
Verðmiðinn á Valitor og verksmiðjunni í Helguvík lækkað um nálægt tíu milljarða á einu ári
Arion banki átti sitt langversta rekstrarár í sögu sinni í fyrra, þegar hagnaðurinn var einn milljarður króna. Mestur var tæplega 50 milljarðar króna árið 2014. Erfiðleikar síðasta árs eru fyrst og síðast vegna tveggja eigna.
Kjarninn 24. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Ástráður Haraldsson
Ástráður varar við dómsmáli ef þegar skipaðir dómarar verði skipaðir í lausa stöðu
Umsækjandi um stöðu Landsréttardómara hefur skrifað dómsmálaráðherra og varað við því að hann áskilji sér rétt til þess að láta reyna á það fyrir dómstólum ef þegar skipaðir dómarar fái stöðuna. Tveir hinna umsækjendanna eru nú þegar dómarar við réttinn.
Kjarninn 24. janúar 2020
Stefán Eiríksson á meðal umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra
Búið er að velja út fámennan hóp umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra sem valið verður úr. Sitjandi borgarritari er á meðal þeirra sem eru í þeim hópi.
Kjarninn 24. janúar 2020
Vilja þjóðaratkvæði um auðlindarákvæði fyrir mitt ár 2020
Hópurinn sem safnaði á sjötta tug þúsunda undirskrifta gegn afhendingu makrílkvóta í meira en eitt ár í senn á árinu 2015 hefur sent áskorun til Alþingis um að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um tvær tillögur um auðlindaákvæði í stjórnarskrá.
Kjarninn 24. janúar 2020
Ástráður Haraldsson héraðsdómari.
Ástráður var á meðal umsækjenda um skipun í Landsrétt en gleymdist
Alls sóttu fjórir um embætti Landsréttardómara sem auglýst var laust til umsóknar í byrjun árs. Þar á meðal er einn þeirra sem var metinn á meðal hæfustu umsækjenda árið 2017, en ekki skipaður.
Kjarninn 24. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent