Sjómenn segja að að afnám stimpilgjalda tefli störfum þeirra í stórhættu

Sjómenn óttast að afnám stimpilgjalda á fiskiskipum muni gera útgerðum kleift að „flagga skipum út og inni af íslenskri skipaskrá að eigin geðþótta og stefna afkomu sjómannanna í stórhættu.“

Grandi
Auglýsing

Sjómannasamband Íslands og VM - félag vélstjóra og málmtæknimanna segjast ekki geta undir neinum kringumstæðum nema að einu leiti tekið undir nauðsyn þess að afnema stimpilgjöld af fiskiskipum. Undantekningin sé sú þegar skip komi i fyrsta skipti á íslenska skipaskrá. 

Auglýsing
Í umsögn þeirra um frumvarp Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, um afnám stimpilgjaldsins segir að þau hafi verið nauðsynlegur hemill til að vernda störf íslenskra sjómanna sem taka laun eftir íslenskum kjarasamningum. Félögin benda á að í lang flestum tilfellum séu íslenskir sjómenn fjölskyldumenn sem eigi lífsviðurværi sitt undir öruggu rekstrarumhverfi þeirra skipa sem séu þeirra starfsvettvangur. „Með því að aflétta stimpilgjaldi er útgerðinni gert kleift að flagga skipum út og inni af íslenskri skipaskrá að eigin geðþótta og stefna afkomu sjómannanna í stórhættu. 

Í umsögn þeirra segir einnig að í ljósi þess sem fram kemur í „Samherjaskjölunum“ svokölluðu ætti Alþingi að fara sér afar hægt í þessum efnum. 

Áður hafði félag skipstjórnarmanna skilað sambærilegri umsögn og sagt  að ákvæði laganna um stimpilgjöld væri sá þröskuldur sem komið hefði í veg fyrir stóraukna hreyfingu skipa inn og út af íslenskri skipaskrá undir erlent flagg og til baka.“

SFS barist lengi fyrir afnáminu

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) hafa einnig sent inn umsögn, sem birt var á vef Alþingis í gær. Þau taka undir mikilvægi þess að afnema stimpilgjald af skjölum varðandi eignayfirfærslu á skipum. „Mikilvægt er að heimatilbúnar hindranir dragi ekki mátt úr íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum sem eiga í harðri samkeppni á alþjóðlegum markaði. Stjórnvöld eru hvött til þess að gæta að samkeppnishæfni íslenskra útflutningsfyrirtækja því að í þeim efnum er hægara að styðja en reisa.“

Auglýsing
SFS þvertekur auk þess fyrir það að staða íslenskra sjómanna muni breytast verði stimpilgjöldin afnumin. Á árunum 2008 til 2017 greiddu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki rúm­lega 1,2 millj­arða króna í stimp­il­gjald vegna fiski­skipa. 

SFS hafa barist hart fyrir því að gjaldið verði afnu­mið undanfarin misseri, meðal annars í umsögn um fyr­ir­liggj­andi fjár­laga­frum­varp fyrir árið 2020. Þar sögðu þau aðgerð­ina nauð­syn­lega og löngu tíma­bæra. 

Í umsögn­inni sagði meðal ann­ars að það væri mat sam­tak­anna að mik­il­vægt sé að átta sig á því að skip séu ekk­ert annað en atvinnu­tæki þeirra sem þau nota. „Með því að fara fram á háa greiðslu stimp­il­gjalda vegna skipa sem eru yfir 5 brúttó­tonnum á sér stað mis­munun eftir atvinnu­grein­um, enda ljóst að aðrir lög­að­ilar sem not­ast þurfa við tæki á borð við flug­vél­ar, rút­ur, vinnu­vélar eða önnur stór­virk atvinnu­tæki er ekki skylt að greiða stimp­il­gjöld.[...] Jafn­framt ber að nefna að fyr­ir­tæki í útgerð sem hafa áhuga á að end­ur­nýja sinn skipa­kost, þurfa ekki aðeins að greiða 1,6% stimp­il­gjald heldur verður það 3,2% af verð­mæti við­skipt­anna sem fer í stimp­il­gjöld. Þannig þurfa fyr­ir­tækin jafnan að greiða bæði gjaldið við sölu eldra skips og síðan aftur við kaup á nýju skipi og því verður álagn­ingin í raun tvö­föld við end­ur­nýjun skipa­stóls.“


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki að ná markmiðum sínum og ætlar að dæla fé til hluthafa á næstu árum
Umfram eigið fé Arion banka var 41 milljarður króna í lok mars síðastliðins. Bankinn ætlar að greiða hluthöfum sínum út um 50 milljarða króna á næstu árum. Hann hefur nú náð markmiði sínu um arðsemi tvo ársfjórðunga í röð.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent