Sjómenn segja að að afnám stimpilgjalda tefli störfum þeirra í stórhættu

Sjómenn óttast að afnám stimpilgjalda á fiskiskipum muni gera útgerðum kleift að „flagga skipum út og inni af íslenskri skipaskrá að eigin geðþótta og stefna afkomu sjómannanna í stórhættu.“

Grandi
Auglýsing

Sjómannasamband Íslands og VM - félag vélstjóra og málmtæknimanna segjast ekki geta undir neinum kringumstæðum nema að einu leiti tekið undir nauðsyn þess að afnema stimpilgjöld af fiskiskipum. Undantekningin sé sú þegar skip komi i fyrsta skipti á íslenska skipaskrá. 

Auglýsing
Í umsögn þeirra um frumvarp Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, um afnám stimpilgjaldsins segir að þau hafi verið nauðsynlegur hemill til að vernda störf íslenskra sjómanna sem taka laun eftir íslenskum kjarasamningum. Félögin benda á að í lang flestum tilfellum séu íslenskir sjómenn fjölskyldumenn sem eigi lífsviðurværi sitt undir öruggu rekstrarumhverfi þeirra skipa sem séu þeirra starfsvettvangur. „Með því að aflétta stimpilgjaldi er útgerðinni gert kleift að flagga skipum út og inni af íslenskri skipaskrá að eigin geðþótta og stefna afkomu sjómannanna í stórhættu. 

Í umsögn þeirra segir einnig að í ljósi þess sem fram kemur í „Samherjaskjölunum“ svokölluðu ætti Alþingi að fara sér afar hægt í þessum efnum. 

Áður hafði félag skipstjórnarmanna skilað sambærilegri umsögn og sagt  að ákvæði laganna um stimpilgjöld væri sá þröskuldur sem komið hefði í veg fyrir stóraukna hreyfingu skipa inn og út af íslenskri skipaskrá undir erlent flagg og til baka.“

SFS barist lengi fyrir afnáminu

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) hafa einnig sent inn umsögn, sem birt var á vef Alþingis í gær. Þau taka undir mikilvægi þess að afnema stimpilgjald af skjölum varðandi eignayfirfærslu á skipum. „Mikilvægt er að heimatilbúnar hindranir dragi ekki mátt úr íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum sem eiga í harðri samkeppni á alþjóðlegum markaði. Stjórnvöld eru hvött til þess að gæta að samkeppnishæfni íslenskra útflutningsfyrirtækja því að í þeim efnum er hægara að styðja en reisa.“

Auglýsing
SFS þvertekur auk þess fyrir það að staða íslenskra sjómanna muni breytast verði stimpilgjöldin afnumin. Á árunum 2008 til 2017 greiddu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki rúm­lega 1,2 millj­arða króna í stimp­il­gjald vegna fiski­skipa. 

SFS hafa barist hart fyrir því að gjaldið verði afnu­mið undanfarin misseri, meðal annars í umsögn um fyr­ir­liggj­andi fjár­laga­frum­varp fyrir árið 2020. Þar sögðu þau aðgerð­ina nauð­syn­lega og löngu tíma­bæra. 

Í umsögn­inni sagði meðal ann­ars að það væri mat sam­tak­anna að mik­il­vægt sé að átta sig á því að skip séu ekk­ert annað en atvinnu­tæki þeirra sem þau nota. „Með því að fara fram á háa greiðslu stimp­il­gjalda vegna skipa sem eru yfir 5 brúttó­tonnum á sér stað mis­munun eftir atvinnu­grein­um, enda ljóst að aðrir lög­að­ilar sem not­ast þurfa við tæki á borð við flug­vél­ar, rút­ur, vinnu­vélar eða önnur stór­virk atvinnu­tæki er ekki skylt að greiða stimp­il­gjöld.[...] Jafn­framt ber að nefna að fyr­ir­tæki í útgerð sem hafa áhuga á að end­ur­nýja sinn skipa­kost, þurfa ekki aðeins að greiða 1,6% stimp­il­gjald heldur verður það 3,2% af verð­mæti við­skipt­anna sem fer í stimp­il­gjöld. Þannig þurfa fyr­ir­tækin jafnan að greiða bæði gjaldið við sölu eldra skips og síðan aftur við kaup á nýju skipi og því verður álagn­ingin í raun tvö­föld við end­ur­nýjun skipa­stóls.“


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það er erfitt að ímynda sér að það snjói í Brasilíu en snjókoma er eflaust algengari þar en ætla mætti. Þessi mynd er tekin eftir snjókomu í Brasilíu í ágúst árið 2020
Snjór fellur í Brasilíu
Sumir íbúar í syðsta héraði Brasilíu hafa tekið snjónum fagnandi enda ekki á hverjum degi sem þar snjóar. Bændur gætu aftur á móti átt von á lakari uppskeru og verð á hrávörumörkuðum hefur hækkað í kjölfar kuldakastsins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Landspítalinn er á hættustigi vegna kórónuveirufaraldursins.
Sjúklingur á krabbameinsdeild reyndist ekki með COVID
Sjúklingur og starfsmaður á blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítalans, sem sagt var frá í gær að hefðu greinst með COVID-19 reyndust ekki smitaðir af kórónuveirunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Óli varð efstur í forvali VG í Norðausturkjördæmi en Bjarkey Olsen í öðru.
Óli Halldórsson hættur við að leiða lista VG í Norðausturkjördæmi
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir mun leiða lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi. Óli Halldórsson færist niður í þriðja sætið en hann stígur til hliðar úr oddvitasætinu vegna veikinda í fjölskyldunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Um 85 prósent Íslendinga sextán ára og eldri eru bólusett
Fjórðungur smitaðra óbólusettur
Að minnsta kosti 255 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með kórónuveiruna hér á landi á þremur vikum. Tæplega 750 smit, um 72 prósent, eru hjá fullbólusettum.
Kjarninn 30. júlí 2021
Þessir frambjóðendur skipa sjö efstu sæti Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi.
María Pétursdóttir og Þór Saari leiða sósíalista í Suðvesturkjördæmi
María hefur starfað innan Sósíalistaflokksins í fjögur ár sem formaður Málefnastjórnar. Raðað er á lista flokksins af hópi flokksfélaga sem hefur verið slembivalinn.
Kjarninn 30. júlí 2021
Ísland og Ísrael örva bólusetta
Á Íslandi og í Ísrael er bólusetningarhlutfall með því hæsta sem fyrirfinnst á jörðu. Bæði löndin sáu smit nær þurrkast út en rísa svo í hæstu hæðir á ný. Og nú hafa þau, sama daginn, ákveðið að gefa þegar bólusettum borgurum örvunarskammt.
Kjarninn 30. júlí 2021
Stóru bankarnir þrír fækkuðu allir í starfsliði sínu á fyrstu sex mánuðum ársins.
Starfsmönnum stóru bankanna fækkaði um rúmlega 80 á fyrri helmingi árs
Í lok júní störfuðu 2.167 manns hjá stóru viðskiptabönkunum þremur, Íslandsbanka, Landsbanka og Arion banka. Samanlagður hagnaður bankanna nam 37 milljörðum á fyrstu 6 mánuðum ársins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent