Sjómenn segja að að afnám stimpilgjalda tefli störfum þeirra í stórhættu

Sjómenn óttast að afnám stimpilgjalda á fiskiskipum muni gera útgerðum kleift að „flagga skipum út og inni af íslenskri skipaskrá að eigin geðþótta og stefna afkomu sjómannanna í stórhættu.“

Grandi
Auglýsing

Sjó­manna­sam­band Íslands og VM - félag vél­stjóra og málm­tækni­manna segj­ast ekki geta undir neinum kring­um­stæðum nema að einu leiti tekið undir nauð­syn þess að afnema stimp­il­gjöld af fiski­skip­um. Und­an­tekn­ingin sé sú þegar skip komi i fyrsta skipti á íslenska skipa­skrá. 

Auglýsing
Í umsögn þeirra um frum­varp Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, um afnám stimp­il­gjalds­ins segir að þau hafi verið nauð­syn­legur hem­ill til að vernda störf íslenskra sjó­manna sem taka laun eftir íslenskum kjara­samn­ing­um. Félögin benda á að í lang flestum til­fellum séu íslenskir sjó­menn fjöl­skyldu­menn sem eigi lífs­við­ur­væri sitt undir öruggu rekstr­ar­um­hverfi þeirra skipa sem séu þeirra starfs­vett­vang­ur. „Með því að aflétta stimp­il­gjaldi er útgerð­inni gert kleift að flagga skipum út og inni af íslenskri skipa­skrá að eigin geð­þótta og stefna afkomu sjó­mann­anna í stór­hætt­u. 

Í umsögn þeirra, sem birt var á vef Alþingis á mánu­dag


, segir að í ljósi þess sem fram kemur í „Sam­herj­a­skjöl­un­um“ svoköll­uðu ætti Alþingi að fara sér afar hægt í þessum efn­um. 

Áður hafði félag skip­stjórn­ar­manna skilað sam­bæri­legri umsögn og sagt  að ákvæði lag­anna um stimp­il­gjöld væri sá þrösk­uldur sem komið hefði í veg fyrir stór­aukna hreyf­ingu skipa inn og út af íslenskri skipa­skrá undir erlent flagg og til bak­a.“

SFS barist lengi fyrir afnáminu

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS) hafa einnig sent inn umsögn, sem birt var á vef Alþingis í gær. Þau taka undir mik­il­vægi þess að afnema stimp­il­gjald af skjölum varð­andi eigna­yf­ir­færslu á skip­um. „Mik­il­vægt er að heima­til­búnar hindr­anir dragi ekki mátt úr íslenskum sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækjum sem eiga í harðri sam­keppni á alþjóð­legum mark­aði. Stjórn­völd eru hvött til þess að gæta að sam­keppn­is­hæfni íslenskra útflutn­ings­fyr­ir­tækja því að í þeim efnum er hæg­ara að styðja en reisa.“

Auglýsing
SFS þver­tekur auk þess fyrir það að staða íslenskra sjó­manna muni breyt­ast verði stimp­il­gjöldin afnum­in. Á árunum 2008 til 2017 greiddu sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tæki rúm­­lega 1,2 millj­­arða króna í stimp­il­­gjald vegna fiski­­skipa. 

SFS hafa barist hart fyrir því að gjaldið verði afn­u­mið und­an­farin miss­eri, meðal ann­ars í umsögn um fyr­ir­liggj­andi fjár­­laga­frum­varp fyrir árið 2020. Þar sögðu þau aðgerð­ina nauð­­syn­­lega og löngu tíma­­bæra. 

Í umsögn­inni sagði meðal ann­­ars að það væri mat sam­tak­anna að mik­il­vægt sé að átta sig á því að skip séu ekk­ert annað en atvinn­u­tæki þeirra sem þau nota. „Með því að fara fram á háa greiðslu stimp­il­gjalda vegna skipa sem eru yfir 5 brúttó­­tonnum á sér stað mis­­munun eftir atvinn­u­­grein­um, enda ljóst að aðrir lög­­að­ilar sem not­­ast þurfa við tæki á borð við flug­­­vél­­ar, rút­­­ur, vinn­u­­vélar eða önnur stór­­virk atvinn­u­tæki er ekki skylt að greiða stimp­il­­gjöld.[...] Jafn­­framt ber að nefna að fyr­ir­tæki í útgerð sem hafa áhuga á að end­­ur­nýja sinn skipa­­kost, þurfa ekki aðeins að greiða 1,6% stimp­il­­gjald heldur verður það 3,2% af verð­­mæti við­­skipt­anna sem fer í stimp­il­­gjöld. Þannig þurfa fyr­ir­tækin jafnan að greiða bæði gjaldið við sölu eldra skips og síðan aftur við kaup á nýju skipi og því verður álagn­ingin í raun tvö­­föld við end­­ur­nýjun skipa­stóls.“Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Maður heldur á hagléli á stærð við golfbolta fyrir framan þinghúsið í Canberra þann 20. janúar.
Ein vika í Ástralíu: Eldar, flóð, sandbyljir og haglél
Ástralía hefur fengið að finna fyrir dekkri tónum litrófs náttúruaflanna á aðeins einni viku. Frumbyggjar landsins segja að fyrirbyggjandi aðgerðir, sem forfeður þeirra stunduðu, hefðu getað bjargað miklu.
Kjarninn 23. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Dómsmálaráðherra skipar hæfnisnefnd vegna stöðu ríkislögreglustjóra
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur skipað hæfnisnefndir vegna stöðu ríkislögreglustjóra, lögreglustjórans á Austurlandi og sýslumannsins í Vestmannaeyjum.
Kjarninn 23. janúar 2020
Helga Vala Helgadóttir er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Leggja til stofnun launasjóðs afreksíþróttafólks
Samfylkingin leggur til að lagt verði fram frumvarp til laga um launasjóð fyrir afreksíþróttafólk. Tilgangur sjóðsins verði að auka fjárhagslegt öryggi íþróttamannanna.
Kjarninn 23. janúar 2020
Fanney Rós Þorsteinsdóttir
Fanney Rós tímabundið í embætti ríkislögmanns
Forsætisráðherra hefur ákveðið að setja Fanneyju Rós Þorsteinsdóttur tímabundið í embætti ríkislögmanns.
Kjarninn 23. janúar 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, svaraði fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar um fjárfestingarleiðina í vikunni.
Enn neitað að opinbera hverjir nýttu sér fjárfestingarleið Seðlabankans
Fjármála- og efnahagsráðuneytið telur ekki heimilt að upplýsa um hverjir ferjuðu fjármuni til Íslands í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands og tekur undir að þagnarskylda gagnvart þeim komi í veg fyrir það, óháð hagsmunum almennings.
Kjarninn 23. janúar 2020
Mynd tekin á samstöðufundi þann 8. mars í fyrra.
Ísland spilltasta land Norðurlandanna níunda árið í röð
Ísland er enn og aftur spilltasta ríki Norðurlandanna samkvæmt nýrri úttekt Transparency International. Samtökin veittu því sérstaka eftirtekt að Íslendingar eru meðal þeirra þjóða sem sýnt hafa vanþóknun sína á spilltum stjórnarháttum æðstu valdhafanna.
Kjarninn 23. janúar 2020
Sveitarfélögin enn ekki reiðubúin að þjónusta umsækjendur um alþjóðlega vernd
Einungis þrjú sveitarfélög þjónusta umsækjendur um alþjóðlega vernd: Reykjavíkurborg, Reykjanesbær og Hafnarfjarðarbær.
Kjarninn 23. janúar 2020
Björn H. Halldórsson
Hafnar „ávirðingum“ í skýrslu innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar
Framkvæmdastjóri SORPU segir að á þeim 12 ára tíma sem hann hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra hafi aldrei verið gerðar athugasemdir við störf hans.
Kjarninn 22. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent