Sjómenn segja að að afnám stimpilgjalda tefli störfum þeirra í stórhættu

Sjómenn óttast að afnám stimpilgjalda á fiskiskipum muni gera útgerðum kleift að „flagga skipum út og inni af íslenskri skipaskrá að eigin geðþótta og stefna afkomu sjómannanna í stórhættu.“

Grandi
Auglýsing

Sjó­manna­sam­band Íslands og VM - félag vél­stjóra og málm­tækni­manna segj­ast ekki geta undir neinum kring­um­stæðum nema að einu leiti tekið undir nauð­syn þess að afnema stimp­il­gjöld af fiski­skip­um. Und­an­tekn­ingin sé sú þegar skip komi i fyrsta skipti á íslenska skipa­skrá. 

Auglýsing
Í umsögn þeirra um frum­varp Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, um afnám stimp­il­gjalds­ins segir að þau hafi verið nauð­syn­legur hem­ill til að vernda störf íslenskra sjó­manna sem taka laun eftir íslenskum kjara­samn­ing­um. Félögin benda á að í lang flestum til­fellum séu íslenskir sjó­menn fjöl­skyldu­menn sem eigi lífs­við­ur­væri sitt undir öruggu rekstr­ar­um­hverfi þeirra skipa sem séu þeirra starfs­vett­vang­ur. „Með því að aflétta stimp­il­gjaldi er útgerð­inni gert kleift að flagga skipum út og inni af íslenskri skipa­skrá að eigin geð­þótta og stefna afkomu sjó­mann­anna í stór­hætt­u. 

Í umsögn þeirra ­segir einnig að í ljósi þess sem fram kemur í „Sam­herj­a­skjöl­un­um“ svoköll­uðu ætti Alþingi að fara sér afar hægt í þessum efn­um. 

Áður hafði félag skip­stjórn­ar­manna skilað sam­bæri­legri umsögn og sagt  að ákvæði lag­anna um stimp­il­gjöld væri sá þrösk­uldur sem komið hefði í veg fyrir stór­aukna hreyf­ingu skipa inn og út af íslenskri skipa­skrá undir erlent flagg og til bak­a.“

SFS barist lengi fyrir afnáminu

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS) hafa einnig sent inn umsögn, sem birt var á vef Alþingis í gær. Þau taka undir mik­il­vægi þess að afnema stimp­il­gjald af skjölum varð­andi eigna­yf­ir­færslu á skip­um. „Mik­il­vægt er að heima­til­búnar hindr­anir dragi ekki mátt úr íslenskum sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækjum sem eiga í harðri sam­keppni á alþjóð­legum mark­aði. Stjórn­völd eru hvött til þess að gæta að sam­keppn­is­hæfni íslenskra útflutn­ings­fyr­ir­tækja því að í þeim efnum er hæg­ara að styðja en reisa.“

Auglýsing
SFS þver­tekur auk þess fyrir það að staða íslenskra sjó­manna muni breyt­ast verði stimp­il­gjöldin afnum­in. Á árunum 2008 til 2017 greiddu sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tæki rúm­­lega 1,2 millj­­arða króna í stimp­il­­gjald vegna fiski­­skipa. 

SFS hafa barist hart fyrir því að gjaldið verði afn­u­mið und­an­farin miss­eri, meðal ann­ars í umsögn um fyr­ir­liggj­andi fjár­­laga­frum­varp fyrir árið 2020. Þar sögðu þau aðgerð­ina nauð­­syn­­lega og löngu tíma­­bæra. 

Í umsögn­inni sagði meðal ann­­ars að það væri mat sam­tak­anna að mik­il­vægt sé að átta sig á því að skip séu ekk­ert annað en atvinn­u­tæki þeirra sem þau nota. „Með því að fara fram á háa greiðslu stimp­il­gjalda vegna skipa sem eru yfir 5 brúttó­­tonnum á sér stað mis­­munun eftir atvinn­u­­grein­um, enda ljóst að aðrir lög­­að­ilar sem not­­ast þurfa við tæki á borð við flug­­­vél­­ar, rút­­­ur, vinn­u­­vélar eða önnur stór­­virk atvinn­u­tæki er ekki skylt að greiða stimp­il­­gjöld.[...] Jafn­­framt ber að nefna að fyr­ir­tæki í útgerð sem hafa áhuga á að end­­ur­nýja sinn skipa­­kost, þurfa ekki aðeins að greiða 1,6% stimp­il­­gjald heldur verður það 3,2% af verð­­mæti við­­skipt­anna sem fer í stimp­il­­gjöld. Þannig þurfa fyr­ir­tækin jafnan að greiða bæði gjaldið við sölu eldra skips og síðan aftur við kaup á nýju skipi og því verður álagn­ingin í raun tvö­­föld við end­­ur­nýjun skipa­stóls.“Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Yfir 4.000 manns hafa látist í Svíþjóð vegna COVID-19. Flest hafa smitin verið í höfuðborginni Stokkhólmi.
Skilja Svíþjóð út undan
Landamæri Danmerkur og Noregs að Svíþjóð verða ekki opnuð um miðjan júní. Þau verða hins vegar opnuð gagnvart Íslandi. Utanríkisráðherra Svíþjóðar segir ákvörðunina pólitíska – ekki vísindalega.
Kjarninn 29. maí 2020
Kolbeinn Óttarsson Proppé var framsögumaður frumvarpsins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
Upplýsingalögum verður ekki breytt í takt við vilja Samtaka atvinnulífsins
Umfjöllun um frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum, þar sem átti að gera það skylt að leita upplýsinga hjá þriðja aðila, hefur verið hætt af stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Það mun því að óbreyttu ekki verða að lögum.
Kjarninn 29. maí 2020
Starfsfólk Icelandair taki á sig 10 prósent launaskerðingu
Icelandair hefur óskað eftir því að starfsfólk fyrirtækisins taki á sig 10 prósent launaskerðingu eða 10 prósent skert starfshlutfall í júní og júlí. Laun forstjóra og stjórnar munu skerðast sem og laun framkvæmdastjóra.
Kjarninn 29. maí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 36. þáttur: Á flótta og í felum
Kjarninn 29. maí 2020
Um 500 skólar í Suður-Kóreu hafa frestað því að hefja starfsemi á ný vegna fjölgun smita undanfarna daga.
Suður-Kórea stígur skref til baka
Fjölgun nýrra smita í Suður-Kóreu síðustu daga þykir sýna þá hættu sem getur skapast þegar takmörkunum á samkomum fólks er aflétt. Yfirvöld hafa aftur gripið til aðgerða til að hefta útbreiðslu veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Védís Hervör Árnadóttir, Ásdís Kristjánsdóttir og Anna Hrefna Ingimundardóttir.
Ásdís Kristjánsdóttir ráðin aðstoðarframkvæmdastjóri SA
Þrjár konur hafa tekið við nýjum stöðum innan Samtaka atvinnulífsins.
Kjarninn 29. maí 2020
Ólafur Marteinsson
Ólafur Marteinsson nýr formaður SFS
Mjótt var á munum í kosningum til formanns stjórnar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Kjarninn 29. maí 2020
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að von sé á góðum tíðindum frá Noregi líka.
Danmörk opnuð fyrir Íslendingum 15. júní og von á góðum fréttum frá Noregi
Danmörk opnar landamæri sín fyrir Íslendingum, Norðmönnum og Þjóðverjum 15. júní. Fyrst um sinn verður ferðamönnum þó bannað að gista í Kaupmannahöfn og þeir beðnir um að sýna fram á að þeir hafi sex nátta dvöl bókaða í landinu.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent