Segir það tíðkast að meirihluti flokka „rotti sig saman til þess að ráða öllu“

Nefndarmaður í fjárlaganefnd segir að hagsmunatengsl löggjafar- og framkvæmdarvalds sé „sama stjarnfræðilega sturlaða afstaða“ og Kristján Þór Júlíusson sýndi með því að hringja í vin sinn, forstjóra Samherja, „til þess að spyrja hvernig honum liði“.

Björn Leví Gunnarsson
Auglýsing

„Litla Ísland gerir með­höndlun hags­muna­tengsla eilítið flókn­ari en mögu­lega gengur og ger­ist í öðrum lönd­um. Margt bendir hins vegar til þess að það sé ekki einu sinni verið að reyna, vanda­málið sé það flók­ið, að allir eru hvort eð er svo tengdir að það sé aldrei hægt að losa um öll tengsl. Dæmi um hags­muna­tengsl sem eru mjög erfið viður­eignar eru tengsl lög­gjaf­ar­valds og fram­kvæmd­ar­valds, nánar til­tekið tengsl fram­kvæmd­ar­valds og þeirra sem eiga að hafa eft­ir­lit með fram­kvæmd­ar­vald­inu. Á Íslandi tíðkast að meiri­hluti flokka rotti sig saman til þess að ráða öllu, störfum þings­ins jafnt sem rekstri rík­is­ins.

Einnig eru dæmi um afskipti fram­kvæmd­ar- og lög­gjaf­ar­valds­ins af öllum stigum dóms­valds­ins. Þessi hefð að meiri­hluti þings taki sér fram­kvæmd­ar­valdið brýtur gagn­gert niður eft­ir­lits­hlut­verk þings­ins vegna þess að það getur aldrei verið meiri­hlut­anum í hag að gagn­rýna eigin verk. Því situr minni­hlut­inn uppi með eft­ir­lits­hlut­verkið án þess að hafa það ótak­mark­aða svig­rúm sem þarf til þess að sinna því hlut­verki vegna þess að meiri­hlut­inn hefur dag­skrár­valdið á þingi. Á þessu eru ein­ungis tvær lausnir, að hefð skap­ist um minni­hluta­stjórnir eða að fram­kvæmd­ar­valdið fái sjálf­stætt umboð í kosn­ing­um.“

Svona hefst minni­hluta­á­lit Björns Levís Gunn­ars­son­ar, þing­manns Pírata og nefnd­ar­manns í fjár­laga­nefnd, um fjár­laga­frum­varp rík­is­stjórn­ar­innar eftir aðra umræðu um það. Þriðja umræða um fjár­lög hefst í dag, þriðju­dag.

Sama „stjarn­fræði­lega sturl­aða afstað­an“

Ástæða þess að Björn Leví setur þessi mál í sam­hengi við fjár­lög er að hann teljur dæmi um þau vanda­mál sem mynd­ast milli þeirrar óljósu skipt­ingar sem sé á eft­ir­liti og fram­kvæmd­ar­valdi vera sam­skipti meiri­hluta fjár­laga­nefndar og ráð­herra rík­is­stjórn­ar­inn­ar. 

Auglýsing
Í áliti hans segir að rétt áður en að önnur umræða um fjár­lög fór fram hafi meiri­hluti fjár­laga­nefndar fundað með ein­stökum ráð­herrum og spurt ráð­herra um ýmis­legt tengt þeirra mál­efna­svið­um. Minni­hlut­inn hafi ekki fund­ar­boð á þá fundi og fékk því ekki sama tæki­færi og meiri­hlut­inn til þess að kynn­ast þeim smá­at­riðum sem, sam­kvæmt afspurn minni­hlut­ans, var spurt út í á þeim fund­um. „Af­sökun meiri­hlut­ans var að meiri­hlut­inn væri bara að tala við ráð­herrana sína og fynd­ist svona fundir full­kom­lega eðli­leg­ir. Það væri jú hægt að hitta ráð­herra í heima­húsum eða á kaffi­húsi hvort sem er og spjalla um þessi atrið­i.“

Björn Leví segir að þetta sé „sama stjarn­fræði­lega sturl­aða afstaða og sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, Krist­ján Þór Júl­í­us­son, sýndi með því að hringja í vin sinn vegna þess sem getur verið stærsta mútu­mál Íslands­sög­unn­ar, til þess að spyrja hvernig honum liði og hver veit hvað ann­að. Þarna eru hags­muna­tengslin látin ráða á kostnað eft­ir­lits­hlut­verks þings­ins og þeirrar ábyrgðar sem ráð­herra hefur gagn­vart þingi og þjóð.“

Björn Leví segir að mis­mun­andi aðgangur að upp­lýs­ingum auki valda­ó­jafn­vægið sem nóg sé af milli meiri­hluta og minni­hluta og þegar þing­menn stjórn­ar­flokk­anna fái sér­stakan aðgang að ráð­herra til þess að spyrja um ein­stök atriði frum­varps til fjár­laga, sem allir þing­menn á Alþingi þurfi að ræða og greiða atkvæði um, þá geti umræðan aldrei orðið á jafn­ræð­is­grund­velli. „Sum­ir, sem sam­kvæmt hefð­inni um meiri­hluta­vald sinna ekki eft­ir­lits­hlut­verki, hafa aðgang að upp­lýs­ingum sem minni­hlut­inn á þingi getur ekki notað og ekki upp­lýst almenn­ing um í nefnd­ar­á­litum sín­um.“Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
FME segir eftirlit með innherjum ekki hafa minnkað þrátt fyrir minni kvaðir
Skilgreiningin á innherjum fyrirtækja tók breytingum nýlega með nýjum lögum sem byggja á evrópskri reglugerð. Samkvæmt Fjármálaeftirlitinu mun fækka í hópi þeirra sem taldir eru hafa aðgang að mestu innherjaupplýsingum með lagabreytingunni.
Kjarninn 28. september 2021
Endurvinnsluhlutfall umbúðaúrgangs innan við 50 prósent hérlendis
Heildarmagn umbúðaúrgangs hérlendis var um 151 kíló á hvern einstakling árið 2019. Endurvinnsluhlutfallið lækkar á milli ára en um fjórðungur plastumbúða ratar í endurvinnslu samanborið við rúmlega 80 prósent pappírs- og pappaumbúða.
Kjarninn 27. september 2021
Talning atkvæða í Borgarnesi og meðferð kjörgagna hefur verið mál málanna í dag.
Talningarskekkjan í Borgarnesi kom í ljós um leið og einn bunki var skoðaður
Engin tilmæli voru sett fram af hálfu landskjörstjórnar um endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjarninn ræddi við Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í kjördæminu um ástæður þess að talið var aftur og meðferð kjörgagna.
Kjarninn 27. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Lífskjarasamningurinn heldur – „Ánægjuleg niðurstaða“
Formaður VR segist vera létt að lífskjarasamningurinn haldi. Engin stemning hafi verið hjá atvinnulífinu né almenningi að fara í átök við þessar aðstæður.
Kjarninn 27. september 2021
Sigurjón Njarðarson
Hrunið 2008-2021
Kjarninn 27. september 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Siðspillandi ómenning: Um viðtökur jazztónlistar á Íslandi
Kjarninn 27. september 2021
Olaf Scholz, fjármálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, mætir á kosningavöku flokksins í gær.
„Umferðarljósið“ líklegasta niðurstaðan í Þýskalandi
Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins hefur heitið því að Þjóðverjar fái nýja ríkisstjórn fyrir jól. Það gæti orðið langsótt í ljósi sögunnar. Hann vill byrja á að kanna jarðveginn fyrir stjórn með Græningjum og Frjálslyndum demókrötum.
Kjarninn 27. september 2021
Ákveðið hefur verið að telja atkvæðin í Suðurkjördæmi að nýju.
Talið aftur í Suðurkjördæmi
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að verða við beiðnum sem bárust frá nokkrum stjórnmálaflokkum um að telja öll atkvæðin í Suðurkjördæmi aftur.
Kjarninn 27. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent