Samherjafólk ræður sér lögmenn

Lögmaður Samherja segir engan einstakling enn vera með réttarstöðu sakbornings eða verið kallaðan til yfirheyrslu.

Þorsteinn Már Baldvinsson mynd: www.svn.is
Auglýsing

Minnst fjór­ir ­for­ystu­menn Sam­herja hafa ráðið lög­menn til að und­ir­búa varnir vegna á­sak­ana á hendur fyr­ir­tæk­inu um mútu­brot og skattaund­an­skot. 

Þetta kemur fram í Frétta­blað­inu í dag.

Í við­tali við blaðið segir Garðar Gísla­son, lög­maður Sam­herja, að félagið sé ekki að sam­sama sig þeim ein­stak­lingum sem mögu­lega verði til rann­sóknar vegna Sam­herj­a­máls­ins. „Það skal ítrekað að Sam­herji hefur heitið fullri sam­vinnu og sam­ráði með yfir­völdum vegna þess­ara mála,“ segir Garð­ar. 

Auglýsing

Hann segir enn fremur að engir ein­stak­lingar hafi fengið rétt­ar­stöðu grun­aðs manns í mál­inu, og engar skýrslu­tökur hafi farið fram.

Fram hefur komið að emb­ætti Hér­aðs­sak­sókn­ara, skatt­rann­sókn­ar­stjóra og rík­is­skatt­stjóra séu öll að rann­saka Sam­herja og ásak­anir um mútu­greiðsl­ur, skattaund­an­skot og pen­inga­þvætti, í tengslum við starf­semi félags­ins í Namib­íu, sem fjallað var um Kveiki, frétta­skýr­ingi­þætti RÚV, í Stund­inni og á vef Wikleaks. Al Jazeera hefur síðan boðað frek­ari umfjöllun og verður þáttur sýndur 1. des­em­ber, þar sem fjallað verður um Afr­íku­veiðar Sam­herja, að því er fram kemur á Youtu­be. Að því er fram kemur í Frétta­blað­inu hefur Yfir­lög­fræð­ingur Sam­herja, Arna Bryn­dís Bald­vins McClure, ráðið sér lög­manna og er það Hall­dór Brynjar Hall­dórs­son sem er lög­maður henn­ar.

Arnar Þór Stef­áns­son, hjá LEX Lög­manns­stofu, er lög­maður Egils Helga Árna­son­ar, sem kom að stjórnun Arct­icNa­m, ­gegnum afríska lög­manns­stofu. 

„Jón Óttar Ólafs­son, fyrr­ver­and­i ­rann­sókn­ar­lög­reglu­mað­ur, mun hafa ráðið Svein Guð­munds­son hjá Ju­ral­is. Jón Óttar var ráð­gjafi hjá ­Sam­herja og er sagður hafa verið í innsta hring Namib­íu­veið­anna. Þá mun Garðar Víðir Gunn­ars­son, lög­maður hjá LEX lög­manns­stofu, verja ein­stak­ling sem starfað­i á vegum Sam­herja erlendis um ára­bil,“ segir í Frétta­blað­inu.  

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur.
„Vanda þarf til verka á þessu mikilvæga og viðkvæma horni“
Borgarstjóri segir að hvorki endanlegar né ásættanlegar tillögur séu komnar fram um uppbyggingu á Bræðraborgarstíg þar sem mannskæðasti eldsvoði í sögu Reykjavíkur varð í fyrrasumar. Vanda þurfi til verka og gera megi ráð fyrir því að vinnan taki tíma.
Kjarninn 23. október 2021
283 lítra af vatni þarf til framleiða eitt kíló af „græna gullinu“
Sprenging í eftirspurn eftir avókadó hefur orðið til þess að skógar hafa verið ruddir, ár og lækir mengaðir og mikilvægum vistkerfum stefnt í voða. Eiturlyfjahringir kúga fé út úr smábændum og nota viðskipti með ávöxtinn til peningaþvættis.
Kjarninn 23. október 2021
Míla hefur verið seld til franska fjárfesta. Útbreiðsla 5G og ljósleiðarauppbygging er meðal þess sem nýr eigandi leggur áherslu á.
Sala á Mílu skilar Símanum 46 milljörðum
Síminn hefur selt Mílu til eins stærsta sjóðsstýringarfyrirtækis Evrópu. Hagnaður af sölunni er 46 milljarðar króna. Kaupandinn, Ardian France SA, hefur boðið íslenskum lífeyrissjóðum að taka þátt í kaupunum og eignast allt að 20 prósenta hlut í Mílu.
Kjarninn 23. október 2021
Stefán Ólafsson
Gott lífeyriskerfi – en með tímabundinn vanda
Kjarninn 23. október 2021
Jónas Atli Gunnarsson
Er lóðaskortur virkilega flöskuhálsinn?
Kjarninn 23. október 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýjar Macbook Pro og Pixel 6 símar
Kjarninn 23. október 2021
Halyna Hutchins fæddist í Úkraínu, ólst upp á herstöð á norðurslóðum og nam kvikmyndatökustjórn í Los Angeles.
Halyna Hutchins – Mögnuð listakona sem var á hraðri uppleið
Hún var elskuleg, hlý, fyndin, heillandi á hraðri uppleið. Og dásamleg móðir. Með þessum hætti er kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins minnst. Hún varð fyrir skoti úr leikmunabyssu á tökustað kvikmyndarinnar Rust í gær.
Kjarninn 22. október 2021
Eggert Gunnþór Jónsson er hér til vinstri í leik gegn Hvíta-Rússlandi á Evrópumóti U-21 landsliða árið 2011.
Eggert Gunnþór segist saklaus
Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafnar ásökunum um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010 og segist fullkomlega saklaus.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent