Mynd: Jakup Kapusnak/Unsplash

Sjávarútvegur hefur hagnast um tæpa 400 milljarða á áratug

Arðgreiðslur til eigenda sjávarútvegsfyrirtækja hafa numið 92,5 milljörðum króna frá árinu 2010. Á sama tímabili hafa þau greitt 65,6 milljarða króna í veiðigjöld. Eigið fé geirans er nú 276 milljarðar króna og hagur hans hefur vænkast um tæpa 450 milljarða króna frá bankahruni.

Íslensk sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki eiga eigið fé upp á 276 millj­arða króna. Frá hruni hefur eig­in­fjár­staða sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­anna batnað um 355 millj­arða króna, en hún var nei­kvæð í lok árs 2008.

í lok árs 2008 var eig­in­fjár­staða geirans nei­kvæð en er nú, líkt og áður sagði jákvæð um 276 millj­arða króna. Hún batn­aði um 14 millj­arða króna á árinu 2018.

Þetta kemur fram í Sjáv­ar­út­vegs­gagna­grunni Deloitte fyrir árið 2018 sem kynntur var í gær. Hann nær yfir rekstur 92 pró­sent allra fyr­ir­tækja í íslenska sjáv­ar­út­vegs­geir­an­um. 

Alls greiddu fyr­ir­tækin sér arð upp á 12,3 millj­arða króna í fyrra. Frá árinu 2010 hafa þau greitt 92,5 millj­arða króna til eig­enda sinna í arð­greiðsl­ur. 

Sam­an­lagt hefur hagur sjáv­ar­út­veg­ar­ins, því vænkast um 447,5 millj­arða króna frá árinu 2008 og út síð­asta ár, eða á einum ára­tug.

Skuldir hækk­uðu lít­il­lega

Í gagna­grunn­inum kemur fram að tekjur sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­anna sem hann nær til hafi alls muni 247 millj­örðum króna í fyrra og auk­ist um 22 millj­arða króna á milli ára. EBID­TA-hagn­aður þeirra, hagn­aður fyrir afskrift­ir, fjár­magns­gjöld og skatta, var 53 millj­arðar króna og jókst um 13 millj­arða króna. End­an­legur hagn­aður var 27 millj­arðar króna, sem er sami hagn­aður og geir­inn skil­aði árið 2017. 

Sam­tals hafa íslensk sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki hagn­ast um 396 millj­arða króna eftir hrun. 

Skuldir geirans hækk­uðu á milli ára í 389 millj­arða króna en þegar skuld­irnar eru reikn­aðar sem hlut­fall á móti EBIT­DA-hagn­aði lækka þær. Ný lang­tíma­lán umfram afborg­anir námu 13 millj­örðum króna. Hægst hefur á fjár­fest­ingum í sjáv­ar­út­vegi. Þær námu 18 millj­örðum króna í fyrra, en 20 millj­örðum króna árið áður. 

Veiði­gjöld munu lækka á þessu ári

Veiði­gjöld voru 11,3 millj­arðar króna í fyrra, sem eru þau hæstu sem geir­inn hefur greitt. Það nán­ast tvö­föld­uð­ust milli ára, úr 6,8 millj­örðum króna árið 2017. Sam­tals frá árinu 2011, og út síð­asta ár, greiddi sjáv­ar­út­veg­ur­inn 63,3 millj­arða króna í veiði­gjöld. 

Veiði­gjöldin lækka á þessu ári, en áætlað er að þau skili um sjö millj­örðum króna í rík­is­kass­ann í ár og nán­ast sömu upp­hæð á árinu 2020, sam­kvæmt nýfram­lögðu fjár­laga­frum­varpi. Ný lög um veið­i­­­gjald tóku gildi um síð­­­ustu ára­­mót þar sem meðal ann­­ars var settur nýr reikni­stofn sem bygg­ist á afkomu við veiðar hvers nytja­­stofns. Í fjár­­laga­frum­varp­inu sagði að með breyt­ing­unum sé dregið úr töf við með­­­ferð upp­­lýs­inga um átta mán­uði. „Þá er veið­i­­gjaldið nú ákveðið fyrir alm­an­aksár í stað fisk­veið­i­­ár­s. 

Bein opin­ber gjöld sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja sem gagna­grunnur Deloitte nær yfir voru 21,4 millj­arðar króna í fyrra að veiði­gjöld­unum með­töld­um. 

Geta seilst til áhrifa í óskyldum geirum

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækin hafa því sam­an­dregið átt ótrú­legri rekstr­ar­legri vel­gengni að fagna á und­an­förnum árum. Hagn­aður hefur verið gríð­ar­legur og upp hefur byggst ákafa­f­lega sterk eig­in­fjár­staða þrátt fyrir miklar arð­greiðslur til eig­enda. 

Þess utan geta stærstu fyr­ir­tækin í sjáv­ar­út­vegi fjár­magnað sig og gert upp í öðrum myntum en íslensku krón­unni, sem tryggir þeim mun betri lána­kjör en þeim bjóð­ast á inn­lendum mark­að­i. 

Það gerir það að verkum að fjár­fest­inga­geta þeirra hefur auk­ist feyki­lega mikið og þau hafa mörg hver fjár­fest umtals­vert í öðrum og óskyldum geir­um. Kjarn­inn greindi til að mynda frá því um miðjan þennan mánuð að eigið fé Sam­herja, stærstu sjáv­ar­út­vegs­sam­stæðu lands­ins, hefði verið 111 millj­arðar króna í lok síð­asta árs. Sú sam­stæða hefur ein og sér hagn­ast um 112 millj­arða króna á átta árum. 

Helstu eig­endur og stjórn­­endur Sam­herja eru frænd­­­­­urn­ir, for­­­­­stjór­inn Þor­­­­­steinn Már Bald­vins­­­­­son og útgerð­­­­­ar­­­­­stjór­inn Krist­ján Vil­helms­­­­­son. Þeir eiga sam­tals 65,4 pró­­sent í sam­­stæð­unni. Helga S. Guð­­munds­dótt­ir, fyrr­ver­andi eig­in­­kona Þor­­steins Más, á 21,3 pró­­sent. 

Þessir þrír ein­stak­l­ingar eiga því 86,7 pró­­sent í Sam­herja, hér heima og erlend­is, sem á eigið fé upp á tæp­­lega 111 millj­­arða króna.

Félögin tvö sem mynda Sam­herj­a­sam­stæð­una stunda ekki ein­ungis við­skipti með sjáv­ar­af­urð­ir. Sam­herji hf. á til að mynda stóran hlut í smá­­­söluris­­­anum Hög­um, en það er fjórði stærsti hlut­hafi þess með 9,26 pró­­­sent eign­­­ar­hlut. Sam­herji Hold­ing ehf. er síðan stærsti ein­staki eig­andi hluta­bréfa í Eim­­­skip, með 27,1 pró­­­sent eign­­­ar­hlut. 

Kjarn­inn fjall­aði ítar­lega um vöxt stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja lands­ins í frétta­skýr­ingu sem birt­ist 13. sept­em­ber síð­ast­lið­inn. Hægt er að lesa hana hér að ofan.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar