Mynd: Jakup Kapusnak/Unsplash

Sjávarútvegur hefur hagnast um tæpa 400 milljarða á áratug

Arðgreiðslur til eigenda sjávarútvegsfyrirtækja hafa numið 92,5 milljörðum króna frá árinu 2010. Á sama tímabili hafa þau greitt 65,6 milljarða króna í veiðigjöld. Eigið fé geirans er nú 276 milljarðar króna og hagur hans hefur vænkast um tæpa 450 milljarða króna frá bankahruni.

Íslensk sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki eiga eigið fé upp á 276 millj­arða króna. Frá hruni hefur eig­in­fjár­staða sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­anna batnað um 355 millj­arða króna, en hún var nei­kvæð í lok árs 2008.

í lok árs 2008 var eig­in­fjár­staða geirans nei­kvæð en er nú, líkt og áður sagði jákvæð um 276 millj­arða króna. Hún batn­aði um 14 millj­arða króna á árinu 2018.

Þetta kemur fram í Sjáv­ar­út­vegs­gagna­grunni Deloitte fyrir árið 2018 sem kynntur var í gær. Hann nær yfir rekstur 92 pró­sent allra fyr­ir­tækja í íslenska sjáv­ar­út­vegs­geir­an­um. 

Alls greiddu fyr­ir­tækin sér arð upp á 12,3 millj­arða króna í fyrra. Frá árinu 2010 hafa þau greitt 92,5 millj­arða króna til eig­enda sinna í arð­greiðsl­ur. 

Sam­an­lagt hefur hagur sjáv­ar­út­veg­ar­ins, því vænkast um 447,5 millj­arða króna frá árinu 2008 og út síð­asta ár, eða á einum ára­tug.

Skuldir hækk­uðu lít­il­lega

Í gagna­grunn­inum kemur fram að tekjur sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­anna sem hann nær til hafi alls muni 247 millj­örðum króna í fyrra og auk­ist um 22 millj­arða króna á milli ára. EBID­TA-hagn­aður þeirra, hagn­aður fyrir afskrift­ir, fjár­magns­gjöld og skatta, var 53 millj­arðar króna og jókst um 13 millj­arða króna. End­an­legur hagn­aður var 27 millj­arðar króna, sem er sami hagn­aður og geir­inn skil­aði árið 2017. 

Sam­tals hafa íslensk sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki hagn­ast um 396 millj­arða króna eftir hrun. 

Skuldir geirans hækk­uðu á milli ára í 389 millj­arða króna en þegar skuld­irnar eru reikn­aðar sem hlut­fall á móti EBIT­DA-hagn­aði lækka þær. Ný lang­tíma­lán umfram afborg­anir námu 13 millj­örðum króna. Hægst hefur á fjár­fest­ingum í sjáv­ar­út­vegi. Þær námu 18 millj­örðum króna í fyrra, en 20 millj­örðum króna árið áður. 

Veiði­gjöld munu lækka á þessu ári

Veiði­gjöld voru 11,3 millj­arðar króna í fyrra, sem eru þau hæstu sem geir­inn hefur greitt. Það nán­ast tvö­föld­uð­ust milli ára, úr 6,8 millj­örðum króna árið 2017. Sam­tals frá árinu 2011, og út síð­asta ár, greiddi sjáv­ar­út­veg­ur­inn 63,3 millj­arða króna í veiði­gjöld. 

Veiði­gjöldin lækka á þessu ári, en áætlað er að þau skili um sjö millj­örðum króna í rík­is­kass­ann í ár og nán­ast sömu upp­hæð á árinu 2020, sam­kvæmt nýfram­lögðu fjár­laga­frum­varpi. Ný lög um veið­i­­­gjald tóku gildi um síð­­­ustu ára­­mót þar sem meðal ann­­ars var settur nýr reikni­stofn sem bygg­ist á afkomu við veiðar hvers nytja­­stofns. Í fjár­­laga­frum­varp­inu sagði að með breyt­ing­unum sé dregið úr töf við með­­­ferð upp­­lýs­inga um átta mán­uði. „Þá er veið­i­­gjaldið nú ákveðið fyrir alm­an­aksár í stað fisk­veið­i­­ár­s. 

Bein opin­ber gjöld sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja sem gagna­grunnur Deloitte nær yfir voru 21,4 millj­arðar króna í fyrra að veiði­gjöld­unum með­töld­um. 

Geta seilst til áhrifa í óskyldum geirum

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækin hafa því sam­an­dregið átt ótrú­legri rekstr­ar­legri vel­gengni að fagna á und­an­förnum árum. Hagn­aður hefur verið gríð­ar­legur og upp hefur byggst ákafa­f­lega sterk eig­in­fjár­staða þrátt fyrir miklar arð­greiðslur til eig­enda. 

Þess utan geta stærstu fyr­ir­tækin í sjáv­ar­út­vegi fjár­magnað sig og gert upp í öðrum myntum en íslensku krón­unni, sem tryggir þeim mun betri lána­kjör en þeim bjóð­ast á inn­lendum mark­að­i. 

Það gerir það að verkum að fjár­fest­inga­geta þeirra hefur auk­ist feyki­lega mikið og þau hafa mörg hver fjár­fest umtals­vert í öðrum og óskyldum geir­um. Kjarn­inn greindi til að mynda frá því um miðjan þennan mánuð að eigið fé Sam­herja, stærstu sjáv­ar­út­vegs­sam­stæðu lands­ins, hefði verið 111 millj­arðar króna í lok síð­asta árs. Sú sam­stæða hefur ein og sér hagn­ast um 112 millj­arða króna á átta árum. 

Helstu eig­endur og stjórn­­endur Sam­herja eru frænd­­­­­urn­ir, for­­­­­stjór­inn Þor­­­­­steinn Már Bald­vins­­­­­son og útgerð­­­­­ar­­­­­stjór­inn Krist­ján Vil­helms­­­­­son. Þeir eiga sam­tals 65,4 pró­­sent í sam­­stæð­unni. Helga S. Guð­­munds­dótt­ir, fyrr­ver­andi eig­in­­kona Þor­­steins Más, á 21,3 pró­­sent. 

Þessir þrír ein­stak­l­ingar eiga því 86,7 pró­­sent í Sam­herja, hér heima og erlend­is, sem á eigið fé upp á tæp­­lega 111 millj­­arða króna.

Félögin tvö sem mynda Sam­herj­a­sam­stæð­una stunda ekki ein­ungis við­skipti með sjáv­ar­af­urð­ir. Sam­herji hf. á til að mynda stóran hlut í smá­­­söluris­­­anum Hög­um, en það er fjórði stærsti hlut­hafi þess með 9,26 pró­­­sent eign­­­ar­hlut. Sam­herji Hold­ing ehf. er síðan stærsti ein­staki eig­andi hluta­bréfa í Eim­­­skip, með 27,1 pró­­­sent eign­­­ar­hlut. 

Kjarn­inn fjall­aði ítar­lega um vöxt stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja lands­ins í frétta­skýr­ingu sem birt­ist 13. sept­em­ber síð­ast­lið­inn. Hægt er að lesa hana hér að ofan.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar